Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2016

Öđlingamótiđ: Skákir fyrstu umferđar

Skákir fyrstu umferđar Skákmóts öđlinga hafa veriđ slegnar inn en Ţórir Benediktsson sló ţćr inn. Ţćr fylgja međ sem viđhengi.

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Baráttan í áskorendamótinu stendur á milli Caruana og Karjakin

Ţegar tilkynnt var ađ einvígiđ um heimsmeistaratitilinn mundi fara fram í New York í haust beindust sjónir manna í Bandaríkjunum ađ áskorendamótinu í Moskvu og fulltrúum Bandaríkjanna Hikaru Nakamura og Fabiano Caruana. Líklegt verđur ađ telja ađ Nakamura njóti meiri hylli međal landa sinna en Caruana. Framlag hans til skákarinnar í Bandaríkjunum er meira. Hann er nćstyngsti skákmeistari Bandaríkjanna í sögunni, vann titilinn ađeins 16 ára gamall áriđ 2005 en sá yngsti, Bobby Fischer, varđ Bandaríkjameistari 14 ára í ársbyrjun 1958.

Fabiano Caruana hefur hinsvegar veriđ mönnum nokkur ráđgáta eftir ađ hann lýsti ţví yfir nýlega ađ hann myndi á nćstu árum tefla fyrir Bandaríkin. Hann er fćddur í Miami í Flórída og hefur mörgum sést yfir ţá stađreynd, en fyrir meira en tíu árum flutti fjölskylda hans til Madríd á Spáni og Fabiano tók síđan upp ítalskt ríkisfang til viđbótar viđ hiđ bandaríska og tefldi fyrir Ítalíu um árabil án ţess ađ hafa nokkurn tímann haft ţar fasta búsetu.

Ţegar ţetta er ritađ er stađan sú í Moskvu ađ ţessi ágćti fulltrúi Bandaríkjanna, bandaríska skáksambandsins og Ítalíu er kominn í efsta sćtiđ ásamt öđrum fulltrúa tveggja ţjóđa. Sergei Karjakin er fćddur í Úkraínu en teflir nú fyrir Rússa. Eins og áđur hefur komiđ fram vinnur sigurvegari mótsins réttinn til ađ skora á heimsmeistarann. Stađan eftir tíu umferđir:

1.-2. Caruana og Karjakin 6 v. 3.-4. Anand og Aronjan 5˝ v. 5. Giri 5 v. 6. Svidler 4˝ v. 7. Nakamura 4 v. 8. Topalov 3˝ v. 

Vel mannađur áskorendaflokkur

Ţó ađ Reykjavíkurskákmótinu hafi lokiđ fyrir nokkrum dögum sitja menn ekki auđum höndum. Áskorendaflokkur Skákţings Íslands hófst í Stúkunni á Kópavogsvelli á ţriđjudaginn og er vel mannađur enda tvö sćti í landsliđsflokki í húfi. 22 skákmenn hófu keppni en stigahćstir eru Dagur Ragnarsson, Vignir Vatnar Stefánsson, Oliver Aron Jóhannesson, Lenka Ptacnikova og Ţorvarđur Ólafsson. 

Ţriggja leikja dćmin

Í hinu víđlesna skáktímariti New in chess segir bandaríski stórmeistarinn Pal Benkö frá samskiptum sínum viđ Bobby Fischer og minnist ţess ţegar ţeir hittust í Lugano í Sviss haustiđ 1968 og hann lagđi fyrir hann fremur einfalt ţriggja leikja dćmi. Fischer hafđi gaman af skákdćmum en hann átti í talsverđum erfiđleikum međ ađ finna lausnina og ţađ tók hann meira en eina klukkustund. 

GPTVG3R0Pal Benkö 1968

Hvítur leikur og mátar í 3. leik.

Í ţessu sama blađi er ađ finna annađ dćmi sem Jan Timman fjallar en um höfundur ţess var mađur ađ nafni Sam Lloyd, fremsti skákdćmahöfundur Bandaríkjanna á sinni tíđ:

GPTVG3R4Sam Lloyd 1858

Hvítur leikur og mátar í 3. leik.

Kubbel og Trotzky koma strax upp í hugann ef velja á bestu skákdćmahöfunda allra tíma. Sá síđarnefndi, Alexei Trotzky, starfađi áratugum saman sem skógarvörđur og frá kofa hans bárust mörg snilldardćmi. Áriđ 1941 var Trotzky á áttrćđisaldri hćttur störfum og sestur ađ í Leningrad en innrás nasista yfirvofandi og var hvattur til ađ yfirgefa borgina en svarađi ţví til ađ hann kysi heldur ađ dvelja ţar. Ţar mćtti hann örlögum sínum og lést veturinn 1942.

GPTVG3QSAlexei Trotzky 1893 

Hvítur leikur og mátar í 3. leik.

Lausnir birtast í nćsta pistli.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 26. mars

Skákţćttir Morgunblađsins


Jóhann Ingvason hefur tryggt sér sćti í landsliđsflokki - mikil spenna um hver fćr hitt sćtiđ

Ţorvarđur - JóhannJóhann Ingvason (2171) tryggđi sér sigur í áskorendaflokki Skákţings Íslands međ ţví ađ vinna Ţorvarđ F. Ólafsson (2195) í ćsispennandi skák í gćr í áttundu og nćstsíđustu umferđ. Ţar er međ ljóst ađ feđgar tefla í landsliđsflokknum í júní nk. en Örn Leó, sonur Jóhanns, hafđi tryggt sér keppnisrétt međ ţví ađ verđa unglingameistari Íslands.

Lenka - Björgvin

Fullkomlega óljóst er hins vegar um hver fylgir Jóhanni í landsliđsflokk ţví fimm skákmenn eru í 2.-6. sćti međ 5,5 vinninga. Ţađ stefnir ţví í gríđarlega spennandi umferđ sem hefst kl. 14 í dag. Ţess má geta ađ lokaumferđin verđur tefld í félagsheimili Breiđabliks á annarri hćđ (Fífunni) - ekki í Stúkunni sjálfri en göngufjarlćgđin er um 1 mínúta.

Stađa efstu manna er sem hér segir 

Clipboard04

Sjá einnig hér.

Verđi tveir eđa fleiri jafnir í skiptu öđru rćđur stigaútreikningur endanlegri röđ keppenda. 

Oliver - Dagur

Segja má ađ úrslit gćrdagsins hafa hleypt mótinu fullkomlega upp. Davíđ Kjartansson (2348) vann Oliver Aron Jóhannesson (2177) og náđi honum ţar međ ađ vinningum. Sama gerđi Lenka Ptácníková (2192) međ ţví ađ leggja Björgvin Víglundsson (2164) ađ velli. Dagur Ragnarsson (2243) náđi einnig ađ blanda sér í baráttuna međ sigri gegn Gauta Páli Jónssyni (1996) 

Úrslitin má finna hér.

Í lokaumferđinni, sem hefst kl. 14 og rétt er ađ minna á ađ hún fer fram í Félagsheimili Breiđabliks, mćtast á efstu borđum:

  • Jóhann Ingvason (7) - Lenka Ptácníková (5,5)
  • Dagur Ragnarsson (5,5) - Oliver Aron Jóhannesson (5,5)
  • Davíđ Kjartansson (5,5) - Jón Trausti Harđaron (5)
  • Vignir Vatnar Stefánsson (5) - Björgvin Víglundsson (5,5)

Allar ţessar viđureignir geta ráđiđ úrslitum um hver fylgir Jóhanni í landsliđsflokk. Pörunina í heild sinni má finna hér.


WOW-air mótiđ hefst mánudaginn 11. apríl

 

Jóhann Hjartarson teflir í landsliđsflokki Íslandsmótsins

Jóhann Hjartarson

Skipan Landsliđsflokks Íslandsmótsins í skák, sem fram fer 31. maí - 11. júní á Seltjarnarnesi er sífellt ađ taka á skýrari mynd. Hvernig hann verđur endanlega skipađur skýrist á nćstum dögum. Áskorendaflokkur klárast á morgun og ţá rennur líka út frestur ţeirra sem hafa beinan rétt til ađ svara til um ţátttöku. 

Međal keppenda í landsliđsflokki nú verđur enginn annar en Jóhann Hjartarson. Jóhann tók ţátt í fyrra en ţá hafđi hann ekki teflt í flokknum í um tvo áratugi. Ţađ er mikiđ ánćgjulefni ađ sjá Jóhann aftur međal keppenda í ár.

Jóhann verđur jafnframt í mótsnefnd heimsmeistaraeinvígis Carlsens og Karjakins en endanleg mótsnefnd verđur tilkynnt á nćstum dögum.

 


Heimsmeistaraeinvígi Carlsens og Karjakins í Hörpu í nóvember

Karjakin - Carlsen

Heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsens og Sergei Karjakins verđur haldiđ í Hörpu í nóvember nk.  Til stóđ ađ halda einvígiđ í New York en sú fyrirćtlun fór um ţúfur ţar sem bandarískir stuđningsađilar, sem höfđu áđur lofađ stuđningi, höfđu ekki áhuga ađ styđja viđ einvígiđ ţegar á reyndi. Réđi ţar mestu ađ hvorki Caruana né Nakamura komust alla leiđ. Ađ auki fćldi ţađ stuđningsađila mjög frá ađ til er mynd af Karjakin í bol međ mynd af Pútin á en slíkt ţykir alls ekki gott í Bandaríkjunum.

Ríkisstjórn Íslands ákvađ á ríkisstjórnarfundi á ţriđjudaginn var ađ styđja á myndarlegan hátt viđ Skáksamband Íslands yrđi einvígiđ haldiđ hérlendis. Áćtlađur heildarkostnađur viđ einvígiđ nemur um 400 milljónum króna.Skiptu snögg viđbrögđ  öllu máli ađ FIDE ákvađ ađ bođi Skáksambands Íslands um ađ einvígiđ yrđi haldiđ hérlendis. Vel tefld skák ađ hálfu ríkisstjórnar Íslands.

Forseti og Forsćtisráđherra

Forsćtisráđherra sagđi í viđtali viđ Ísland í bítiđ á Bylgjunni fyrr í morgun ađ ţađ vćri mikiđ ánćgjuefni ađ hafa fengiđ einvígiđ til landsins. Á Íslandi hafi einvígi 20. aldarinnar veriđ haldiđ og ekki vćri verra ađ halda hér einnig einvígi 21. aldarinnar. Ţess má geta ađ Karjakin er annar tveggja sem hafa orđiđ stórmeistarar yngri en Carlsen.

Fischer Spassky

Ađ sögn forsćtisráđherra skipti miklu máli ađ góđur samningur hafi náđst viđ kröfuhafa bankanna sem gerđu ríkisstjórninni kleift ađ styđja viđ ţjóđaríţróttina á svo myndarlegan hátt.

Karjakin - Carlsen ungir

Einvígiđ verđur haldiđ í Eldborgarsal Hörpu 11.-30. nóvember. Alls tefla kapparnir 12 skákir og vinnur sá sem fyrr fćr 6,5 vinninga.

Fyrstu 20 sem skrá sig á Skák.is (guli kassinn efst) fá frímiđa á allar skákir einvígisins.

Hinir sem eru ekki nógu snöggir ađ tryggja sér bođsmiđa geta keypt sér miđa í forsölu á Midi.is á ađeins 9.900 kr. 


Fimmta mót Bikarsyrpunnar hefst í dag

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram ţegar fimmta mót syrpunnar fer fram helgina 1.-3. aprílog hefst fyrsta umferđ föstudaginn 1. apríl kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur veriđ fjölgađ og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćdd 2000 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţar međ gefst ţeim tćkifćri til ađ nćla sér í alţjóđleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuđ eru fyrir ţau.

Tefldar eru 5 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo viđ leggjum ćtíđ áherslu á ađ krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Mótiđ er sérstaklega hugsađ fyrir krakka sem hafa sótt skákćfingar TR (og/eđa annarra taflfélaga) reglulega síđastliđinn vetur eđa lengur. Ţađ er gott ađ byrja sem fyrst ađ keppa á kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim krökkum sem vilja tefla á “alvöru mótum” mestmegnis stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk ţess sem marga krakka óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví.

Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta ţess betur ađ tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á venjulegum kappskákmótum. Mótiđ uppfyllir öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga sem gott er ađ byrja ađ safna snemma. Frítt er í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur en fyrir krakka í öđrum taflfélögum er ţátttökugjaldiđ 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.

Dagskrá:
1. umferđ 17.30 á föstudegi (1. apríl)
2. umferđ 10.30 á laugardegi (2. apríl)
3. umferđ 14.00 á laugardegi (2. apríl)
4. umferđ 10.30 á sunnudegi (3. apríl)
5. umferđ 14.00 á sunnudegi (3. apríl). (Lokaumferđ + verđlaunaafhending).

Ein yfirseta (bye) er leyfđ í umferđum 1-3 og fćst fyrir hana 1/2 vinningur. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar viđ undirbúning mótsins!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Bikarsyrpan samanstendur af sex mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verđlaun fyrir efstu sćtin í hverju
 móti auk áskrifta á Chess.com eđa Chesskid.com. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur á mótunum ţar sem í bođi verđa 5 einkatímar hjá alţjóđlegum meistara fyrir fyrsta sćtiđ, 3 tímar fyrir annađ sćtiđ og 2 tímar fyrir ţriđja sćtiđ.

Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Nćstu mót syrpunnar:

  • Mót 5: 1.-3. apríl 2016
  • Mót 6: 27.-29. maí 2016

Jóhann Ingvason efstur í áskorendaflokki

Jóhann Ingvason (2171) endurheimti forystuna í áskorendaflokki Íslandsmótsins í skák en hann vann Gauta Pál Jónsson (1996) í sjöundu umferđ sem fram fór í kvöld. Oliver Aron Jóhannesson (2177) vann Björgvin Víglundsson (2164) og eru ţeir saman í 2.-3. sćti. Fjórir keppendur hafa 4,5 vinninga. Alls eru sjö keppendur enn í baráttunni um sćtin tvö í landsliđsflokki!

Stöđuna má nálgast hér.

Međal úrslita kvöldsins má nefna ađ tveir stigahćstu menn mótsins, Davíđ Kjartansson (2348) og Dagur Ragnarsson (2243) gerđu jafntefli. Ţeir hafa báđir 4,5 vinning. Birkir Ísak Jóhannsson (1303) hefur átt gott mót og gerđi jafntefli viđ Svavar Viktorsson (1701) í kvöld.

Úrslit kvöldsins má finna hér.

Áttunda og nćstsíđasta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 18. Ţá mćtast á efstu borđunum:

  • Ţorvarđur F. Ólafsson (4,5) - Jóhann Ingvason (6)
  • Oliver Aro Jóhannesson (5,5) - Davíđ Kjartansson (4,5)
  • Lenka Ptácníková (4,5) - Björgvin Víglundsson (5,5)
  • Dagur Ragnarsson (4,5) - Gauti Páll Jónsson (4)

Pörun morgundagsins má finna í heild sinni hér.

Taflmennskan hefst kl. 18. Teflt er viđ frábćrar ađstćđur í Stúkunni viđ Kópavogsvöll.

.


« Fyrri síđa

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 91
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband