Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2016

Tvö íslensk skákmót tilnefnd sem besta skákmót ársins 2015

ACPTvö íslensk skákmót eru tilnefnd sem bestu skákmót heims á árinu 2015 af samtökum atvinnuskámanna (ACP). Annars vegar er ţađ GAMMA Reykjavíkurskákmótiđsem haldiđ var í Hörpu í mars og hins vegar Evrópumót landsliđasem haldiđ var í Laugardalshöll í nóvember.

Reykjavíkurskákmótiđ er eitt sjö móta sem tilnefnt er sem besta opna mót ársins. EM landsliđa er einn sex skákviđburđa sem tilnefndur er sem besti opinberi skákviđburđur ársins. 

Mikil viđurkenning fyrir íslenska skákhreyfingu. Úrslit verđa ljós um miđjan apríl.

Tilnefnd mót eru: 

Round Robin Events
Tata Steel Chess, A Group, Wijk aan Zee, January
Gashimov Memorial, Shamkir, April
Norway Chess, Stavanger, June
Sinquefield Cup, Saint Louis, August
London Classic, London, December
 
Official Events
European Individual Championship, Jerusalem, March
World Team, Tsaghkadzor, April
World Cup, Baku, September/October
Women Grand Prix, Monaco, October
World Youth, Porto Carras, October
European Team Championship, Reykjavik, November
 
Open Events
Tradewise Gibraltar, La Caleta, January
Moscow Open, January
Reykjavik Open, March
Biel Open, July
Millionaire Chess, Las Vegas, October
Poker Stars Masters, Douglas, Isle of Man, October
Qatar Masters, Doha, December 
 
Rapid/Blitz Events
Petrov Memorial, Jurmala, March
European – ACP Women Rapid Championship, Kutaisi, June
World Rapid and Blitz Championship, Berlin, October
ACP Masters, Ashdod, December

Nánar á vef ACP.


Nýir íslenskir alţjóđlegir dómarar

Nýir íslenskir skákdómarar voru tilefndir á nýlegum FIDE-fundi í Moskvu. 

Ingibjörg Edda Birgisdóttir var tilnefnd var sem alţjóđlegur skákdómari (IA) og Kjartan Maack og Vigfús Ó. Vigfússon voru tilefndir sem FIDE-dómarar (FA).

Ingibjörg Edda var áđur FIDE-dómari en fćr nú aukin dómararéttindi.

Yfirlit yfir íslenska skákdómara međ FIDE-réttindi má finna á heimasíđu SÍ.

 


Áfangastađur sem skákmenn vilja vitja - viđtal viđ Helga Ólafsson

Reykjavíkurskákmót 50 ára

Helgi Ólafsson međ seinna bindiđ um sögu Reykjavíkurskákmótsins

Viđtal Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.

"Reykjavík er einfaldlega tákn í skákheiminum, einn af ţeim áfangastöđum sem skákmenn vilja koma til," segir Helgi Ólafsson stórmeistari, en nýlega kom út seinna bindi ritverks hans, Reykjavíkurskákmót í 50 ár. Helgi tekur ţar ţráđinn upp ţar sem fyrra bindinu sleppti og tekur saman sögu allra Reykjavíkurskákmótanna frá árinu 1992 og fram til 2014.

Reykjavíkurmótiđ hefur í seinni tíđ veriđ "opiđ" mót ţar sem hver sem er hefur getađ tekiđ ţátt óháđ getu en var á árum áđur bođsmót, ţar sem sumum af sterkustu skákmönnum heims var bođiđ til ţátttöku. "Ţetta hefur hvort tveggja sinn sjarma," segir Helgi um ţessa ţróun sem orđiđ hefur á mótinu í tímans rás.

Glćsileg umgjörđ Hörpunnar


G3QVGL89"Ađalbreytingin hefur veriđ sú ađ ţađ eru engin stigalágmörk, sem hefur gert mótiđ nokkuđ skemmtilegt á síđustu árum," segir Helgi. Ţađ sé ekki síst vegna ţess hvađ Harpan hafi reynst áhugaverđur keppnisstađur. "Salurinn rúmar vel fjöldann, og Harpan vekur mikla athygli í umfjöllun um mótiđ, til dćmis á erlendum skákvefsíđum." Umgjörđin ţyki ţar hin glćsilegasta, en eini gallinn sem menn hafi orđiđ varir viđ sé ađ stöku sinnum berist tónlist inn í salinn frá öđrum viđburđum Hörpunnar. "Ég hef ţó ekki frétt af ţví ađ ţađ hafi truflađ menn svo nokkru nemi, ţó ađ menn séu vissulega misnćmir fyrir svona áreiti."

Ţađ breyti ţví ţó ekki ađ heildarsvipur mótsins hafi veriđ góđur í seinni tíđ. "Fólk er ađ koma hingađ héđan og ţađan víđsvegar um heiminn. Til dćmis sigurvegarinn í ár, Gupta, kemur frá Indlandi í fimmta sinn til Reykjavíkur." Ţá séu einnig keppendur frá Kína og fleiri löndum sem hafi lagt langan veg undir fót til ţess ađ taka ţátt í mótinu. "Ţađ er mörgum sem finnst ađ ţeir verđi ađ koma til Reykjavíkur og tefla, ţó ţađ sé bara einu sinni," segir Helgi. 

Frćgasta skák 21. aldarinnar

Helgi segir ađ ţessar vinsćldir megi rekja til ţeirrar miklu sögu og dramatíkur sem fylgi íslenskri skáksögu. Ţá hafi ungir skákmenn oft komiđ hingađ, sem sumir hverjir séu nú međal stćrstu nafnanna í skákheiminum. 

Hann nefnir sem dćmi ađ áriđ 2004 hafi Magnús Carlsen, núverandi heimsmeistari, komiđ til landsins, 13 ára gamall, til ţess ađ tefla á mótinu. "Samhliđa ţví var haldiđ Reykjavík Rapid mótiđ, og ţar vill svo til ađ hann teflir viđ Kasparov," segir Helgi. Sú skák eigi gott tilkall til ţess ađ kallast frćgasta skák sem tefld hafi veriđ á ţessari öld, en hćgt sé ađ finna umfjallanir um hana á netinu og víđar. Veki ekki síst athygli ađ undrabarniđ Carlsen gerđi jafntefli viđ Kasparov og var á tímabili međ yfirhöndina í skákinni. "Ţarna má segja ađ gamli og nýi tíminn hafi mćst," segir Helgi, sem rekur ţessa skák í verki sínu. 

Viđbrigđi fyrir unga skákmenn

Ţađ séu ţó ekki bara undrabörn eins og Carlsen sem hafi notiđ góđs af mótinu, heldur hafi íslensk ungmenni mörg hver fengiđ ţar góđa reynslu inn í framtíđina. "Ţetta er mjög stór viđburđur, eitt ađalmótiđ á árinu, og ţarna fá ţau ákveđna eldskírn," segir Helgi sem segir helst hćgt ađ líkja ţessu viđ muninn á stórmóti og venjulegu móti í golfi. "Ţađ er ţví oft mikil unun ađ sjá unga skákmenn standa sig vel á ţessu móti," segir Helgi ađ lokum.

-------------------

Viđtaliđ viđ Helga var birt í Morgunblađinu 5. apríl sl. Viđtaliđ tók Stefán Gunnar Sveinsson. Stefáni Gunnari og Morgunblađinu er ţakkađ kćrlega fyrir ađ leyfa birtingu hér á Skák.is.

-------------------

Áhugasamir geta skráđ sig fyrir bókinni hér á Skák.is (guli kassinn efst). Krafa verđur ţá stofnuđ í netbanka. Ţeir sem hafa ţegar greitt bók en ekki fengiđ afhent geta nálgast eintak á skrifstofu SÍ á milli 9-13 - alla virka daga.

Einnig er hćgt ađ óska eftir ađ eintak sé sent pósti međ ţví ađ senda tölvupóst í netfangiđ skaksamband@skaksamband.is.


Ný fundargerđ stjórnar SÍ

Nú liggur fyrir fundargerđ stjórnar SÍ frá 21. mars sl. Međal ţess sem ţá var rćtt var:

  • GAMMA Reykjavíkurskákiđ - fariđ yfir nokkra ţćtti
  • Íslandsmótiđ í skák
  • EM einstaklinga
  • NM stúlkna - keppendalisti og fararstjóri 
  • HM öldungasveita - ákveđiđ ađ styrkja ţátttöku Gullaldarliđsins
  • Ólympíumót 16 ára og yngri - ákveđiđ ađ senda liđ 
  • Landsliđsţjálfarar - Liđsstjórar fyrir Ól 2016 í Bakú ráđnir
  • Reglugerđ um EM/HM ungmanna

Fundargerđina má nálgast í heild sinni hér.

 


Ţorsteinn Magnússon sigurvegari fimmtu Bikarsyrpu TR

Bikarsyrpan_2016_mot5-21-620x330

Fimmta Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur var haldin um nýafstađna helgi og settust ríflega 20 vösk skákungmenni viđ skákborđin. Mótiđ var ćsispennandi allt fram í síđustu umferđ og sáust mörg óvćnt úrslit.

Strax í 1.umferđ hófst fjöriđ er Adam Omarsson (1068) lagđi Arnar Milutin Heiđarsson (1403) ađ velli međ svörtu. Ţá stýrđi Benedikt Ţórisson (1000) hvítu mönnunum til sigurs gegn Svövu Ţorsteinsdóttur (1291). Kristján Dagur Jónsson (1189) gerđi jafntefli viđ Daníel Erni Njarđarson (1409) í 2.umferđ og hann vann Stefán Orra Davíđsson (1251) í 3.umferđ. Í 4.umferđ lenti Kristján Dagur hins vegar í klóm Ţorsteins Magnússonar (1306). Ţorsteinn vann skákina og var ţví efstur fyrir síđustu umferđ ásamt Sćmundi Árnasyni (1260), en Sćmundur gerđi sér lítiđ fyrir og lagđi stigahćsta mann mótsins, Jón Ţór Lemery (1575), í 4.umferđ. Ţeir Ţorsteinn og Sćmundur höfđu áđur gert innbyrđis jafntefli í 3.umferđ. Í lokaumferđinni tefldi Ţorsteinn af miklu öryggi og vann Guđmund Peng Sveinsson (0) á međan Sćmundur tapađi fyrir Stefáni Orra.

Ţorsteinn Magnússon er ţví sigurvegari fimmtu Bikarsyrpu TR. Hann hlaut 4,5 vinning í skákunum 5 og hćkkar fyrir vikiđ um 18 skákstig. Í 2.sćti varđ Stefán Orri Davíđsson međ 4 vinninga og nćldi hann sér jafnframt í 48 skákstig, sem reyndist mesta stigahćkkun allra ţátttakenda. Fjórir skákmenn koma í humátt á eftir međ 3,5 vinning, ţeir Sćmundur Árnason, Kristján Dagur Jónsson, Jón Ţór Lemery og Jason Andri Gíslason. Stigaútreikningur fćrđi Sćmundi Árnasyni bronsverđlaunin en Sćmundur hćkkađi jafnframt um 26 skákstig.

Kristján Dagur Jónsson hćkkađi nćst mest allra á ţessu móti en hann nćldi sér í 39 skákstig. Hann tefldi mjög vel í mótinu og tefldi skákir sínar í botn, og alltaf til sigurs. Til marks um ţađ ţá tefldi hann 106 leikja maraţonskák í síđustu umferđ gegn Ólafi Erni Ólafssyni ţar sem Kristján Dagur reyndi ađ finna leiđ til sigurs í jafnteflislegu riddaraendatafli. Ţrautseigjan skilađi sér ađ lokum, eftir miklar riddaratilfćrslur, er Kristján Dagur fann vinningsleiđ og vann skákina. Ţađ var ekki seinna vćnna ţví ađeins vantađi 6 leiki upp á ađ Ólafur Örn hefđi getađ krafist jafnteflis á grundvelli 50 leikja reglunnar. Kristján Dagur, sem hefur mćtt manna best á skákćfingar TR undanfarin misseri, ţekkti greinilega alla króka og kima ţessa endatafls. Ţađ skilar sér ţví augljóslega bćđi í vinningum og skákstigum ađ mćta vel á ćfingar hjá Taflfélaginu og leysa ţau verkefni sem ţar eru lögđ fyrir nemendur.

Sjötta Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur verđur haldin dagana 27.-29.maí í húsakynnum félagsins. Ţetta verđur jafnframt síđasta Bikarsyrpan á ţessu starfsári, en ţráđurinn verđur vitaskuld tekinn upp aftur nćsta haust.

Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR.

Úrslit


Kjördćmamót Reykjaness í skólaskák 2016

Ţetta er einstaklingsmót og er keppt í hinum hefđbundnu aldurshólfum sem hafa gilt frá ţví ađ fyrirbćriđ "Skólaskák" var sett á laggirnar áriđ 1979.
Mótiđ fer fram föstudaginn 8. apríl í Stúkunni viđ Kópavogsvöll.
Flokkarnir sem gefa rétt til ţátttöku á kjördćmismóti eru annars vegar
7. bekkur og yngri og hins vegar unglingastig 8.-10.bekkur.

Stađsetning:
Keppt verđur í stúkunni viđ Kópavogsvöll í ađstöđu Skákdeildar Breiđabliks.

Dagskrá:
Kjördćmamót unglingastigs kl: 8.30-11.30 (mćting kl 8:15)
Kjördćmamót 7. bekk og yngri kl: 12.00-15.00 (mćting kl 11:45)

Ţátttökurétt hafa:
- nemendur í grunnskólum í Reykjaneskjördćmi í 7. bekk og yngri og 8.-10. bekk.
Frá hverjum skóla geta allir nemendur međ skákstig fengiđ ađ keppa og ađ auki 2 stigalausir í hvoru aldurshólfi sem hafa sýnt sérstaklega góđan árangur í vetur.
Mikilvćgt ađ skólar sendi fullorđinn ábyrgđarmann međ sínum krökkum til ađ hjálpa til viđ eftirlit og til ađ halda uppi aga.

Tímamörk og umferđir:
10 mín á skákina og 7 umferđir.

Skráning:
Skráning á Skák.is (guli kassinn efst) fyrir kl. 12.00 á fimmtudegi 7. apríl 2016. Mikilvćgt ađ umsjónarmenn međ skákstarfi skrái sína nemendur til ađ tryggja ađ ţeir sterkustu mćti til leiks.

Tveir efstu keppendur í eldri flokki vinna sér rétt til keppni á Landsmótinu í skólaskák og ţrír efstu í yngri flokki.
Föstudaginn 15.apríl verđa svo sérstök Kópavogsmót fyrir 1. , 2. og 3.-4.bekk, nánar auglýst í nćstu viku.

Mótsstjóri verđur Halldór Grétar Einarsson. Honum til ađstođar verđa skákennarar í Reykjaneskjördćmi.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Wow air mótiđ hefst 11. apríl

Vormot_Background_FB-1024x376Hiđ glćsilega Wow air Vormót Taflfélags Reykjavíkur hefst í skákhöll félagsins ađ Faxafeni 12mánudaginn 11. apríl  Mótiđ er nú haldiđ í ţriđja sinn og hefur fest sig í sessi sem eitt af ađalmótum Taflfélags Reykjavíkur.

Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á fyrstu 40 leikina en eftir ţađ bćtast viđ 15 mínútur.  30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik alla skákina.  Teflt verđur einu sinni í viku á mánudagskvöldum og hefjast umferđirnar kl. 19.30  Tvćr yfirsetur (bye) verđa leyfđar í umferđum 1-5.

Mótiđ er fyrst og fremst hugsađ fyrir sterkari skákmenn og er frábćr upphitun fyrir Skákţing Íslands sem hefst ađ móti loknu.

Í A – meistaraflokk hafa allir skákmenn međ GM/IM/FM/WGM titil ţátttökurétt, auk allra skákmanna međ yfir 2200 Elo skákstig.

Í B – áskorendaflokk hafa allir skákmenn međ yfir 2000 Elo skákstig ţátttökurétt.

Skákmenn sem uppfylla stigalágmörkin 1. apríl eru gjaldgengir

Tveimur skákmönnum á stigabilinu 2000 – 2199 verđur bođiđ sćti í A flokki.  Ţau sćti eru fyrst og fremst hugsuđ fyrir unga og upprennandi skákmenn á öllum aldri í mikilli framför.

Allt ađ fjórum skákmönnum sem ekki hafa tilskilin stig fyrir B flokkinn verđur bođin ţátttaka ţar.  Ţau sćti eru fyrst og fremst ćtluđ efnilegustu skákkrökkunum og unglingunum, en allir geta sótt um.

Hćgt er ađ sćkja um ţessi 6 sćti međ ţví ađ senda póst á taflfelag@taflfelag.is eđa hafa samband viđ formann félagsins Björn Jónsson í síma 8999268 eigi síđar en 4. apríl.

Sigurvegari Wow air Vormótsins í fyrra var Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari.  Sverrir Örn Björnsson sigrađi í B flokki og annar varđ Vignir Vatnar Stefánsson.  Ţeir tveir unnu sér inn keppnisrétt í A – flokki í ár, en reyndar hefur Vignir ţegar náđ tilskyldum 2200 stigum til ađ keppa í flokknum!

Glćsileg verđlaun eru í mótinu í bođi Taflfélags Reykjavíkur og vina okkar hjá Wow air.

A – Meistaraflokkur:

1. Flugmiđi međ Wow air á einn af áfangastöđum félagsins í evrópu (skattar og gjöld innifaliđ) plús 40.000 krónur

2. 40.000 krónur

3. 20.000 krónur

B – Áskorendaflokkur:

1. Flugmiđi međ Wow air á einn af áfangastöđum félagsins í evrópu (skattar og gjöld innifaliđ) plús 20.000 krónur

2. 20.000 krónur

3. 10.000 krónur

Auk ţess verđa veittir bikarar fyrir efsta sćtiđ í hvorum flokki auk farandbikars fyrir sigurvegara A flokks.  Verđlaunapeningar fyrir annađ og ţriđja sćtiđ í báđum flokkum.

Tvö efstu sćtin í B – flokki veita ţátttökurétt í A flokki ađ ári.

Umferđatafla:

  1. umferđ mánudag 11. apríl  kl. 19.30
  2. umferđ mánudag 18. apríl  kl. 19.30
  3. umferđ mánudag 25. apríl  kl. 19.30
  4. umferđ mánudag 02. maí  kl. 19.30
  5. umferđ mánudag 09. maí  kl. 19.30
  6. umferđ mánudag 16. maí   kl. 19.30
  7. umferđ mánudag 23. maí   kl. 19.30

Verđlaunaafhending mun fara fram laugardaginn 28. maí, kl. 14.00 fyrir upphaf umferđar í lokamóti Bikarsyrpu TR.

Tekiđ skal fram ađ 25% af verđlaunafé úr Wow air mótinu verđur haldiđ eftir ef verđlaunahafar mćta ekki á verđlaunaafhendinguna til ađ taka viđ verđlaunum sínum án gildra ástćđna.

Ef fresta ţarf skákum verđa ţćr viđureignir tefldar á miđvikudagskvöldum kl. 19.30 (samhliđa skákmóti öđlinga).

Ţátttökugjald er kr. 5000 fyrir félagsmenn Taflfélags Reykjavíkur en kr. 10.000 fyrir ađra.

Ţeir skákmenn sem skrá sig fyrir 7. apríl fá 50% afslátt af ţátttökugjaldinu.  Frítt er fyrir titilhafa á mótiđ skrái ţeir sig fyrir 7. apríl, annars kr. 5000.

Skráningarform

Skráđir keppendur


Ný reglugerđ um val keppenda á HM og EM ungmenna

Stjórn SÍ hefur sett nýja reglugerđ um val keppenda á HM og EM ungmenna. Verđur stuđst viđ reglugerđina ţegar til ţess kemur ađ velja fulltrúa Íslands á EM ungmenna sem fram fer í Prag 17.-28. ágúst nk.

Eldri reglum er breytt í nokkrum veigamiklum atriđum

  • Stuđst er viđ alţjóđleg skákstig - ekki íslensk skákstig
  • Ekki er lengur tekin punktstađa á stigum - heldur má horfa á hćstu skákstig síđustu sex mánađa.
  • Bćtt er viđ nýjum flokki - efri afreksmörkum.
  • Til stađar er ţrenn mörk og miđast ţau viđ:
    • Efri afreksmörk - ef líklegt er ađ keppandi endi í efsta fjórđungi mótsins (SÍ greiđir allan kostnađ)
    • Afreksmörk - ef líklegt er ađ keppandi endi í efri helmingi mótsins (SÍ greiđir helming kostnađar)
    • Lágmörk - ef líklegt er ađ keppandi endi ofar en í neđsta fjórđungi mótsins (Keppandi greiđir allan kostnađ

Til hliđjónar viđ afreks- og lágmörk er horft á keppendalista á HM og EM ungmenna 2015. Afreks- og lágmörk skulu endurskođuđ árlega.

Reglugerđina í heild sinni má nálgast á heimasíđu SÍ.

 


Íslandsmót barnaskólasveita - 4.-7. bekkur - fer fram í Rimaskóla nćstu helgi

Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu. Fimm á laugardegi og fjórar á sunnudegi Umhugsunartími verđur 15 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Tafliđ hefst kl. 13 á laugardeginum en kl. 11 á sunnudeginum.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Keppendur skulu vera í 4. – 7. bekk. Ef sérstaklega efnilegir skákmenn finnast í 1. – 3. bekk er ţeim leyfilegt ađ tefla međ sínum skóla en ţá ađeins í a-sveit hans! Í hverri sveit mega vera allt ađ ţrír varamenn.

Ţátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit.  Ţó ekki hćrri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla.

Veitt verđa verđlaun fyrir efstu b-e sveitir ásamt verđunum fyrir efstu sveitir af landsbyggđinni.

Veitt verđa borđaverđlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borđi. 

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til ţátttöku á Norđurlandamóti barnaskólasveita sem fram fer í september nćstkomandi í Noregi.

Skráning fer fram á Skák.is. Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér.

Skráningu skal lokiđ í í síđasta lagi 8. apríl

Ath. Áríđandi er ađ sveitirnar séu skráđar fyrirfram.

Skákakademía Reykjavíkur sér um framkvćmd mótsins.

Ný reglugerđ um mótiđ

 


Davíđ fylgir Jóhanni í landsliđsflokk eftir spennandi lokaumferđ

johann2
FIDE-meistarinn Davíđ Kjartansson (2348) fylgir Jóhanni Ingvasyni (2171) í landsliđsflokk Íslandsmótsins í skák. Fyrir umferđina voru fimm keppendur jafnir í 2.-6. sćti međ 5,5 vinning og ljóst ađ einhver ţeirra fengi sćtiđ. Af ţessum fimm keppendum unnu ađeins tveir, ţ.e. Lenka Ptácníková (2192) vann forystusauđinn Jóhann Ingvason (2171) og Davíđ sem hafđi sigur gegn Jóni Trausta Harđarsyni (2058).

Dagur Ragnarsson (2243) og Oliver Aron Jóhannesson (2177), sem höfđu 5,5 vinninga, gerđu jafntefli í innbyrđis skák og Björgvin Víglundsson (2164), sem einnig hafđi 5,5 vinning, tapađi fyrir Vigni Vatnari Stefánssyni (2228). Eftir stóđu ţví ađeins Lenka og Davíđ.

Davíđ hafđi svo annađ sćti eftir stigaútreikning og sćti í landsliđsflokki sem fram fer á Seltjarnarnesi 31. maí - 11. júní nk.

Lokastöđuna má finna á Chess-Results.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 91
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband