Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2015

Fimm íslenskir skákmenn ađ tafli í Havana

Fimm íslenskir skákmenn sitja nú ađ tafli á minningarmóti Cabablanca sem fram fer í, Havana, höfuđborg Kúbu. Ţeir tefla ţar allir í opnum flokki. Ţađ eru ţeir Hjörvar Steinn Grétarsson (2571), Guđmundur Kjartansosn (2462), Jón Trausti Harđarson (2107), Hörđur Aron Hauksson (1899) og Aron Ingi Óskarsson (1875).

Eftir fimm umferđi rer stađa ţeirra sem hér segir:

  • 17.-32. Hjörvar Steinn Grétarsson 3,5 v.
  • 33.-73. Guđmundur Kjartansson 3 v.
  • 104.-135. Hörđur Aron Hauksson og Jón Trausti Harđarson 2 v.
  • 157.-133. Aron Ingi Óskarsson 1 v.

Ákaflega takmörkuđ ţjónusta er í bođi á vefsíđu mótsins.

Heimasíđa mótsins


Nakamura og Topalov efstir - Carlsen rekur lestina eftir jafntefli viđ Giri

nakamura-caruana

Ţađ er teflt afar fjörlega í Stafangri ţar sem Norway Chess fer fram. Nakamura (2802), sem vann tilvonandi landa sinn Caruana (2805), og Topalov (2798), sem vann öruggan sigur á Vachier-Lagrave (2723) eru efstir međ 2,5 vinning. Carlsen (2876) náđi fram mun betri stöđu gegn Giri (2773) en náđi ekki ađ kreista fram sigur. Carlsen er einn í neđsta sćti međ hálfan vinning. 

Caruana náđi ekki ađ fylgja eftir sigrinum gegn Carlsen. Hann fékk fína stöđuna gegn Nakamura en afar ónákvćmir peđsleikir rétt fyrir tímamörkin leiddu til taps. Mikilvćgur sigur fyrir Nakamura sem vill án efa halda stöđu sinni sem sterkasti bandaríski skákmađurinn.

MVL tefldi afar ónákvćmt gegn Topalov og tapađi örugglega í 28 leikjum međ hvítu.

Carlsen-Giri

Carlsen hefur aldrei unniđ Giri í kappskák og ţađ breyttist ekki í gćr. Hann vann peđ og flest benti til ţess ađ hann nćđi fram sigri. Giri varđist afar vel og hélt jafnteflinu. 

Stađan:

1.-2. Nakamura (2802) og Topalov (2798) 2,5 v.
3. Giri (2773) 2 v.
4.-6. Vachier-Lagrave (2723), Caruana (2805) og Anand (2804) 1,5 v.
7.-9. Aronian (2780), Grischuk (2781) og Hammer (2677) 1 v.
10. Carlsen (2876) 0,5 v.

Mótshaldarar báđust í gćr afsökunar á ţví ađ hafa ekki kynnt tímamörkin nógu vel í upphafi mótsins. Í yfirlýsingunni mótshaldara.

On behalf of the Grand Chess Tour and the Chief arbiter, as well as personally, I would like to apologize to the players for the insufficient information with regards to the time control.

Allthough the information was on the www.grandchesstour.com and was also announced prior to the first round, we learned that several players, during the first round, were not aware of the new and unconventional time control. This fact tells us that our work providing the information leaves room for improvement. For this, we are truly sorry, and especially towards Magnus Carlsen who lost his first game due to not being aware of the time control.

Sincerely,

Jřran Aulin-Jansson, Norway Chess

Ítarlega grein međ skákskýringum um umferđ gćrdagsins má finna á Chess24.

 


Hannes í 2.-6. sćti í Teplice

Hannes Hlífar Stefánsson (2580) er í 2.-6. sćti á Teplice-mótinu í Tékklandi. Í gćr gerđi hann mjög stutt jafntefli viđ ísraelska stórmeistarann Evgeny Postny (2634). Hannes hefur 5 vinninga. Í dag mćtir hann hollenska stórmeistaranum Ernst Sipke (2527). Lenka Ptácníková (2307) tapađi í gćr og hefur 3,5 vinning.

Einstök úrslit ţeirra á mótinu má nálgast á Chess-Results.

Umferđin í dag hefst kl. 14 og er hćgt ađ fylgjast međ skák Hannesar og Sipke ţar beint. 

 


Mjög góđ byrjun Hannesar í Teplice

Hannes og Lenka

Hannes Hlífar Stefánsson (2580) hefur byrjađ sérlega vel á Teplice-mótinu í Tékklandi. Í gćr vann hann mjög góđan og sannfćrandi sigur á pólska alţjóđlega meistaranum Lukasz Butkiewicz (2433). Eftir fimm umferđir hefur Hannes 4,5 vinning og er í 1.-4. sćti. Í dag teflir hann viđ ísraelska stórmeistarann Evgeny Postny (2634).

Lenka Ptácníková (2307) hefur einnig byrjađ prýđilega og hefur 3,5 vinning. 

Einstök úrslit ţeirra á mótinu má nálgast á Chess-Results.

Umferđin í dag hefst kl. 14 og er hćgt ađ fylgjast međ skák Hannesar og Postny ţar beint. 

 


Caruana vann Carlsen

Caruana-Carlsen

Fabiano Caruana (2805) vann Magnus Carlsen (2876) í annarri umferđ Norway Chess-mótsins sem fram fór í gćr. Hinn ítalski meistari(brátt bandaríski) braut aftur Berlínarmúr Carlsen á nokkuđ sannfćrandi hátt. Carlsen hefur nú tapađ í tveimur fyrstu umferđunum og er ţađ í fyrsta skipti síđan 2010 (Bilbao) sem Carlsen tapar tveimur fyrstu umferđunum.

Carlsen er enn nokkuđ ósáttur viđ ađ hafa falliđ á tíma og segir mótshaldara ekki hafa stađiđ sem skyldi.

Hann sagđi ţó síđar:

Carlsen kenndi ţó ekki atvikunu í fyrstu umferđ um tapiđ í ţeirri annarri.


Carlsen mćtir Anish Giri (2773) í dag en honum hefur ekki gengiđ vel gegn Hollendingum unga í gegnum tíđina.

Öđrum skákum lauk međ jafntefli. Reyndar öllum í hörkuskákum ţar sem fórnađ var fram og aftur.

Nakamura (2802), Giri, Topalov (2798), Vachier-Lagrave (2723) og Caruana eru efstir međ 1,5 vinning. Carlsen er einn í neđsta sćti.

Í ţriđju umferđ mćtast međal annars Nakamura og Caruana og Carlsen-Giri.  


Skákţáttur Morgunblađsins: Glćsileg leikflétta Friđriks

Friđrik einbeittur í upphafi skákar

Stórmeistararnir Friđrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson taka ásamt fjölmögum íslenskum skákmönnum ţátt í opnu alţjóđlegu móti sem, fram fer á eyjunni Sardiníu. Ţetta mót er liđur í ţeirra í undirbúningi fyrir Evrópumót landsliđa sem fram fer í Reykjavík í haust en eins og fram hefur hefur komiđ fram teflir Ísland fram gullaldarliđi í keppninni en ađrir í ţeirri sveit eru Jón L. Árnason og greinarhöfundur. Eftir ţrjár umferđir höfđu Friđrik og Jóhann hlotiđ 2˝ vinning og voru í 6.- 12. sćti, Margeir Pétursson var međ 1˝ vinning en hvađ varđar ađra íslenska keppendur má geta frábćrrar frammistöđu hins unga Heimis Páls Ragnarsson sem er međ 2˝ vinning eins og Stefán Bergsson. Međ 2 vinninga eru Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Óskar Víkingur Davíđsson, Áskell Örn Kárason og Gunnar Björnsson. Alls taka 124 skákmenn ţátt í mótinu, ţar af 16 Íslendingar. Tvćr umferđir voru á dagskrá í gćr en tefldar verđa níu umferđir og lýkur mótinu um helgina.

Sigurskák Friđriks yfir Ţjóđverjanum Schaefer í 3. umferđ sem fram á mánudaginn vakti talsverđa athygli fyrir skemmtileg tilţrif Friđriks sem lagđi andstćđing sinn ađ velli međ snarpri atlögu. Friđrik, sem var ţekktur fyrir ađ leggjast djúpt í stöđurnar ţannig ađ jafnvel fyrsti leikur hans og gat kostađ drjúgan tíma á klukkunni, teflir mun hrađar í dag og sparar ţannig orkuna. Hann lendir yfirleitt ekki í tímahraki en stíllinn er dínamískur sem fyrr:

Friđrik Ólafsson – Michael Schaefer (Ţýskaland)

Drottningarbragđ

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 Be7 5. Bg5 h6 7. Bh4 O-O 7. e3 Re4

Afbrigđi sem kennt er viđ Emanuel Lasker sem var heimsmeistari frá 1896-1921. Hér er algengast ađ leika 8. Bxe7 en Friđrik sneiđir hjá alfaraleiđum.

8. Bg3 c5 9. Bd3 cxd4 10. Rxd4 Rxg3 11. hxg3 Rc6 12. cxd5 Rxd4 13. exd4 exd5 14. Bc2 He8 15. Kf1!

Til greina kom ađ hrókera stutt en Friđrik vildi hafa hrókinn til taks á h-línunni. Ţađ á eftir ađ koma sér vel.

15. ... Bf8

Til ađ svara 16. Dd3 en hvítur beinir nú spjótum sínum ađ d5-peđinu.

16. Df3 Be6 17. Bb3 Db6?

Betra var 17. ... Dd6 og eftir 18. Rxd5 Had8 o.s.frv.

18. Rxd5 Da5?

18. ... Dxd4 er svarađ međ 19. Rc7 en betra var 18. .... Db5+.

19. Hh5!

Ţar kom hrókurinn í spiliđ og hótar nú 20. Rf6+ međ drottningarvinningi.

19. ... Da6+ 20. Kg1 Hac8 21. He5 Hed8 22. Hae1 Hd7

Hyggst auka ţrýstinginn á d-línunni en er of seinn.

GSRU73DO23. Hxe6! fxe6 24. Hxe6! Hc1+

Ekki dugar 25. ... Dxe6 vegna 26. Rf6+! og vinnur.

25. Kh2 Df1

Hótar máti á h1 en Friđrik var búinn ađ sjá ţetta fyrir.

 

 

 

 

GSRU73DS26. He1!

Línurof.

26. ... Dxe1 27. Re7+ Kh7 28. Df5+! Kh8 29. Dxf8+Kh7 30. Dg8 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10. júní

Skákţćttir Morgunblađsins


Heimsmeistarinn féll á tíma međ unniđ tafl gegn Topalov

Augnalblikiđ ţegar Carlsen er bent á ađ hann falliđ á tíma
Augnablikiđ ţegar Magnusi er ljós ađ hann sé fallinn á tíma.

Fyrsta umferđ Norway Chess hófst í gćr í Stafangri. Stćrstu tíđindi mótsins verđa ađ teljast ađ heimsmeistarinn sjálfur, Magnus Carlsen, tapađi eftir ađ hafa falliđ á tíma eftir 60 leiki. Magnus gerđi ráđ fyrir ađ fá viđbótartíma eftir 60 leiki en slíkt var ekki til stađar. Yfirdómari mótsins fór yfir reglurnar viđ upphaf umferđar ţar sem allir voru mćttir nema Magnus. Ţurfti t.d. Garry Kasaprov, sem lék fyrsta leik mótsins, ađ bíđa í nokkurn tíma. 

Heimsmeistarinn var alls kostar ekki sáttur. Sagđi mótshaldara ekki hafa kynnt tímamörkin nógu vel en ţau er ekki hefđubundin á toppskákmótum ţar sem yfirleitt er viđbótartími eftir 60 leiki. Hann mćtti ţó í viđtöl ađ skák lokinni. 

Fram hefur ţó komiđ ađ tímamörkin hafi komiđ fram í sérstöku upplýsingablađi til keppenda.  

Fjörlega var teflt í umferđinni. Giri vann Grischuk, Nakamura sigrađi Hammmer og Vachier-Lagrave hafđi getur gegn Aronian. Anand og Caruana gerđu jafntefli. 

Um kvöldiđ fór brunavarnarkerfiđ í gang í hótelinu. Carlsen hafđi húmor fyrir sjálfum sér og tísti:

Önnur umferđ hefst kl. 14. Ţá mćtast međal annars Caruana-Carlsen og Topalov-Nakamura.  


Teflt viđ útitafliđ í dag

DSC 2503

Skákakademía Reykjavíkur stendur fyrir fjöltefli viđ skákmeistara viđ útitafliđ á Bernhöftstorfu á milli 14 og 17.gestir og geta teflt sín á milli. Skákmeistarinn Björn Ívar Karlsson, skákmeistari, mun tefla viđ gesti og gagnandi sem eru hvattir til ađ fjölmenna!


Frú Sigurlaug sem Einar Hjalti tefldi fyrir sigrađi í Mjóddarmótinu

Mjóddarmót 2015 - verđlaunahafar

Einar Hjalti Jensson sem tefldi fyrir Frú Sigurlaugu sigrađi međ 6v af sjö mögulegum á Mjóddarmótinu sem fram fór laugardaginn 13. júní. sl. Ţetta var annađ áriđ í röđ sem ţetta föruneyti hafđi sigur í mótin, sem er nokkuđ merkilegt fyrir ţćr sakir ađ keppendur draga um fyrirtćki.  Annar varđ Davíđ Kjartansson sem tefldi fyrir Sorpu međ 5,5v.  Siđan komu fjórir skákmenn jafnir međ 5v en ţađ voru Oliver Aron Jóhannesson sem tefldi fyrir GM  Einarsson múrarameistra, Dagur Ragnarsson sem tefldi fyrir Kaupfélag Skagfirđinga, Helgi Brynjarsson sem tefldi bara fyrir sjálfan sig ţar hann kom ađeins of seint til ađ draga og Kjartan Maack sem tefldi fyrir Ökuskólann í Mjódd.

29 skákmađur tók ţátt sem er minnsta ţátttaka frá hruni. Mótiđ var hins vegar eins og ávalt međ sterkari hrađskákmótum sem eru haldin eru hér landi. Mótiđ fór vel fram og komu engin ágreiningsefni upp ţótt ţrjár klukkur biluđu í hita leiksins.  Úrslit réđust svo ekki fyrr en í lokaumferđinni eins og vera ber. Ađstćđur á skákstađ voru nokkuđ erfiđar ţar sem sólin skein allan tímann og ţađ bjart var í göngugötunni ađ í fyrsta skipti ekki hćgt ađ notast viđ skjávarpann, síđan Monradspjöldin voru aflögđ. Skákstjóri greip ţví til ţess ráđs ađ lesa upp pörun hverrar umferđar og gekk mótiđ ágćtlega upp međ ţví móti.

Lokastađan á Mjóddarmótinu:

Röđ     Nafn                              Vinn. M-Buch.

  1. Frú Sigurlaug, Einar Hjalti Jensson, 6v, 22.,5
  2. Sorpa, Davíđ Kjartansson, 5,5v,  23.0
  3. GM Einarsson, Oliver Aron Jóhannesson, 5v, 23
  4. Kaupfélag Skagfirđinga, Dagur Ragnrsson, 5v, 20.0
  5. Helgi Brynjarsson, 5v, 20
  6. Ökuskólinn i Mjódd, Kjartan Maack,  5v, 18.0
  7. Valitor, Bárđur Örn Birkisson, 4,5, 20.0
  8. Talnakönnun, Örn Leó Jóhannsson, 4v, 22.0
  9. Arion Banki, Gauti Páll Jónsson, 4v, 21.0
  10. Suzuki bílar, Gylfi Ţórhallsson, 4v, 20.5
  11. Ţorsteinn Gauti Sigurđsson, 4v, 19.5
  12. Gámaţónustan, Guđmundur Gíslason, 4v, 16,5
  13. ÍTR, Eiríkur Björnsson, 4v, 16.0
  14. Efling stéttarfélag, Hallgerđur Helga Ţorsteinsd., 4v, 15,5
  15. HS Orka, Björn Hólm Birkisson, 4v, 14.5
  16. Landsbanki Íslands,Ţór Valtýsson, 3,5v, 20.5
  17. BV 60, Halldór Pálsson, 3,5v, 15.0
  18. Gunnar Nikulásson, 3v, 20.5
  19. Sigurđur Freyr Jónatansson, 3v, 18.5
  20. Nettó í Mjódd, Óskar Haraldsson, 3v, 16.5
  21. Finnur Kr. Finnsson, 3v, 15.5
  22. Íslandspóstur, Sigurđur Ingason, 3v, 15.0
  23. Íslandsbanki, Jón Úlfljótsson, 2.5v, 17.5
  24. Jón Víglundsson, 2.5v, 16.0
  25. Gunnar Friđrik Ingibergsson, 2,5v, 15.5
  26. Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, 2,5v, 15.5
  27. Freyja Birkisdóttir, 2v, 14.0
  28. Pétur Jóhannesson, 1,5, 14,5
  29. Björgvin Krisbergsson, 1,5v, 14.0

Björn Jónsson endurkjörinn formađur TR

Björn Jónsson var endurkjörinn formađur Taflfélags Reykjavíkur á ađalfundi félagsins sem fór fram fyrr í gćrkvöldi. Međstjórnendur voru kosnir Bragi Thoroddsen, Gauti Páll Jónsson, Kjartan Maack, Omar Salama, Ríkharđur Sveinsson og Ţórir Benediktsson.  Varastjórn skipa Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir, Eiríkur K. Björnsson, Torfi Leósson og Birkir Bárđarson. Úr stjórn gengu Ţröstur Olaf Sigurjónsson og Áslaug Kristinsdóttir og ţakkar félagiđ ţeim fyrir vel unnin störf.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 230
  • Frá upphafi: 8764919

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband