Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Glćsileg leikflétta Friđriks

Friđrik einbeittur í upphafi skákar

Stórmeistararnir Friđrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson taka ásamt fjölmögum íslenskum skákmönnum ţátt í opnu alţjóđlegu móti sem, fram fer á eyjunni Sardiníu. Ţetta mót er liđur í ţeirra í undirbúningi fyrir Evrópumót landsliđa sem fram fer í Reykjavík í haust en eins og fram hefur hefur komiđ fram teflir Ísland fram gullaldarliđi í keppninni en ađrir í ţeirri sveit eru Jón L. Árnason og greinarhöfundur. Eftir ţrjár umferđir höfđu Friđrik og Jóhann hlotiđ 2˝ vinning og voru í 6.- 12. sćti, Margeir Pétursson var međ 1˝ vinning en hvađ varđar ađra íslenska keppendur má geta frábćrrar frammistöđu hins unga Heimis Páls Ragnarsson sem er međ 2˝ vinning eins og Stefán Bergsson. Međ 2 vinninga eru Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Óskar Víkingur Davíđsson, Áskell Örn Kárason og Gunnar Björnsson. Alls taka 124 skákmenn ţátt í mótinu, ţar af 16 Íslendingar. Tvćr umferđir voru á dagskrá í gćr en tefldar verđa níu umferđir og lýkur mótinu um helgina.

Sigurskák Friđriks yfir Ţjóđverjanum Schaefer í 3. umferđ sem fram á mánudaginn vakti talsverđa athygli fyrir skemmtileg tilţrif Friđriks sem lagđi andstćđing sinn ađ velli međ snarpri atlögu. Friđrik, sem var ţekktur fyrir ađ leggjast djúpt í stöđurnar ţannig ađ jafnvel fyrsti leikur hans og gat kostađ drjúgan tíma á klukkunni, teflir mun hrađar í dag og sparar ţannig orkuna. Hann lendir yfirleitt ekki í tímahraki en stíllinn er dínamískur sem fyrr:

Friđrik Ólafsson – Michael Schaefer (Ţýskaland)

Drottningarbragđ

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 Be7 5. Bg5 h6 7. Bh4 O-O 7. e3 Re4

Afbrigđi sem kennt er viđ Emanuel Lasker sem var heimsmeistari frá 1896-1921. Hér er algengast ađ leika 8. Bxe7 en Friđrik sneiđir hjá alfaraleiđum.

8. Bg3 c5 9. Bd3 cxd4 10. Rxd4 Rxg3 11. hxg3 Rc6 12. cxd5 Rxd4 13. exd4 exd5 14. Bc2 He8 15. Kf1!

Til greina kom ađ hrókera stutt en Friđrik vildi hafa hrókinn til taks á h-línunni. Ţađ á eftir ađ koma sér vel.

15. ... Bf8

Til ađ svara 16. Dd3 en hvítur beinir nú spjótum sínum ađ d5-peđinu.

16. Df3 Be6 17. Bb3 Db6?

Betra var 17. ... Dd6 og eftir 18. Rxd5 Had8 o.s.frv.

18. Rxd5 Da5?

18. ... Dxd4 er svarađ međ 19. Rc7 en betra var 18. .... Db5+.

19. Hh5!

Ţar kom hrókurinn í spiliđ og hótar nú 20. Rf6+ međ drottningarvinningi.

19. ... Da6+ 20. Kg1 Hac8 21. He5 Hed8 22. Hae1 Hd7

Hyggst auka ţrýstinginn á d-línunni en er of seinn.

GSRU73DO23. Hxe6! fxe6 24. Hxe6! Hc1+

Ekki dugar 25. ... Dxe6 vegna 26. Rf6+! og vinnur.

25. Kh2 Df1

Hótar máti á h1 en Friđrik var búinn ađ sjá ţetta fyrir.

 

 

 

 

GSRU73DS26. He1!

Línurof.

26. ... Dxe1 27. Re7+ Kh7 28. Df5+! Kh8 29. Dxf8+Kh7 30. Dg8 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10. júní

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 8765226

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband