Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2015

Skáknámskeiđ fyrir fullorđna

Skákakademían í samstarfi viđ Laugalćkjarskóla stendur fyrir skáknámskeiđi fyrir skákmenn 16 ára og eldri dagana 9. og 16. janúar. Námskeiđiđ fer fram í Laugalćkjarskóla. Fyrirlesarar verđa GM Hannes Hlífar Stefánsson, FM Ingvar Ţór Jóhannesson og IM Einar Hjalti Jensson. Hver ţeirra mun fjalla um mismunandi efni sem hjálpar mönnum ađ bćta sig í skáklistinni.

Landsliđseinvaldurinn Ingvar Ţór hefur á síđustu árum lagt mikla vinnu í ađ kynna sér „ţekkt mynstur“ í skák. Skilningur á „mynstursţekkingu“ er gríđarlega mikilvćgur fyrir skákmenn. Rétt eins og enski skákţjálfarinn og rithöfundurinn Nigel Davies segir: „Mynstursţekking er LEIĐIN til ađ vita hvađ ţú átt gera í skák. Ţađ er vonlaust ađ ćtla sér ađ finna áćtlun í skák beint út frá frumreglum eđa međ ţví ađ reikna afbrigđi. Ţú ţarft einhvern tíma áđur  ađ hafa séđ hvernig á ađ bregđast viđ í stöđum sem ţú lendir í og nota ţessa ţekkingu til ađ beina ţér í rétta átt ţegar ţú velur ţér plan.“

Landsliđsţjálfari kvenna Einar Hjalti hefur á fáeinum árum hćkkađ um nálćgt 200 skákstig og varđ fyrr á árinu útnefndur alţjóđlegur meistari. Til ađ ná ţessum árangri lagđist Einar Hjalti í miklar skákstúderingar og hefur tileinkađ sér árangurríka ađferđarfrćđi, ekki síst ţegar kemur ađ byrjanarannsóknum. Einar Hjalti var ađstođarmađur Ţrastar Ţórhallssonar stórmeistara ţegar sá síđarnefndi tryggđi sér Íslandsmeistaratitilinn áriđ 2012. Einar mun fjalla um hvađa ađferđir og vinnubrögđ virka til ađ taka framförum í skák. Hann mun útskýra hvernig á ađ taka hagnýtar ákvarđanir yfir borđinu, stjórna tíma sínum rétt og reikna út afbrigđi á réttan hátt. Einnig mun hann kynna til sögunnar mismunandi ađferđir til ađ bćta byrjanaţekkingu sína.

Hannes Hlífar Stefánsson, margfaldan Íslandsmeistara, í skák ţarf ekki ađ kynna neinum skákáhugamanni. Hannes mun á námskeiđinu fara yfir valdar skákir af atvinnumannaferli sínum sem spannar nú yfir 20 ár.

Kennt er báđa laugardagana, 9. og 16. janúar, frá 12:00 – 16:00, međ kaffihléum. Kennslan verđur í formi fyrirlestra og fá ţátttakendur efni fyrirlestrana ađ námskeiđi loknu.

Liđsmenn stórefnilegrar unglingasveitasveitar Laugalćkjarskóla, sem sigrađi nýlega á Jólamóti Taflfélags Reykjavíkur međ fullu húsi, munu einnig sitja námskeiđiđ.

Námskeiđsgjald: Kr. 13.900. Kaffi og međ ţví innifaliđ.

Skráning á stefan@skakakademia.is

Sé greitt fyrir 16. desember kostar námskeiđiđ kr. 9.900.

Leggist inn á reikning Skákakademíunnar: 0101-26-083280, kt. 700608-3280.

ATH: Hámarksţátttökufjöldi miđast viđ átján.


Ţriđja mót Bikarsyrpu TR hefst í dag

18_Bikarsyrpan3

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram ţegar ţriđja mót syrpunnar fer fram helgina 4.-6. desember og hefst fyrsta umferđ föstudaginn 4. desember kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur veriđ fjölgađ og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćdd 2000 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţar međ gefst ţeim tćkifćri til ađ nćla sér í alţjóđleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuđ eru fyrir ţau.

Tefldar eru 5 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo viđ leggjum ćtíđ áherslu á ađ krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Mótiđ er sérstaklega hugsađ fyrir krakka sem hafa sótt skákćfingar TR (og/eđa annarra taflfélaga) reglulega síđastliđinn vetur eđa lengur. Ţađ er gott ađ byrja sem fyrst ađ keppa á kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim krökkum sem vilja tefla á “alvöru mótum” mestmegnis stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk ţess sem marga krakka óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví.

Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta ţess betur ađ tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á venjulegum kappskákmótum. Mótiđ uppfyllir öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga sem gott er ađ byrja ađ safna snemma. Eins og á ađra viđburđi félagsins ţá er frítt í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur. Fyrir krakka í öđrum taflfélögum er ţátttökugjaldiđ 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.

Dagskrá:
1. umferđ 17.30 á föstudegi (4. desember)
2. umferđ 10.30 á laugardegi (5. desember)
3. umferđ 14.00 á laugardegi (5. desember)
4. umferđ 10.30 á sunnudegi (6. desember)
5. umferđ 14.00 á sunnudegi (6. desember). (Lokaumferđ + verđlaunaafhending).

Ein yfirseta (bye) er leyfđ í umferđum 1-3 og fćst fyrir hana 1/2 vinningur.  Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar viđ undirbúning mótsins!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Bikarsyrpan samanstendur af sex mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verđlaun fyrir efstu sćtin í
hverju
 móti auk áskrifta á Chess.com eđa Chesskid.com.  Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur á mótunum.

Sigurvegari fyrsta móts Bikarsyrpunnar var Róbert Luu og í öđru mótinu sigrađi Halldór Atli Kristjánsson.

Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Nćstu mót syrpunnar:

  • Mót 3: 4.-6. desember 2015
  • Mót 4: 12.-14. febrúar 2016
  • Mót 5: 1.-3. apríl 2016
  • Mót 6: 27.-29. maí 2016

Haraldur sigurvegari U-2000 mótsins

Halli BaldHaraldur Baldursson hefur tryggt sér sigurinn í U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur en hann hefur fullt hús vinninga ađ loknum sex umferđum og 1,5 vinnings forskot á nćstu keppendur nćgir til sigurs ţar sem ađeins ein umferđ lifir af móti. Sigur Haraldar er afar öruggur en hann hélt forystu frá fyrstu mínútu og ţađ var ađeins vegna frestađrar skákar sem hann lét hana tímabundiđ af hendi. Toppsćtiđ endurheimti hann snarlega og lét ţađ ekki aftur frá sér.

Fyrir lokaumferđina hefur Haraldur ţví 6 vinninga en nćstir međ 4,5 vinning koma Friđgeir Hólm og Tjörvi Schiöth og ţá Gauti Páll Jónsson međ 4 vinninga. Í umferđ gćrkveldsins lagđi Haraldur Björn Hólm Birkisson í verulega spennandi viđureign ţar sem Björn saumađi hressilega ađ Haraldi međ hvítu mönnunum. Sá síđarnefndi varđist hinsvegar fimlega og Birni tókst ekki ađ finna lokahnykk sem varđ til ţess ađ eftir uppskipti komst Haraldur út í unniđ hróksendatafl. Góđur varnarsigur og fyrsta sćtiđ í höfn.

Á öđru borđi vann Friđgeir öruggan sigur á Arnaldi Bjarnasyni en nokkuđ hefur boriđ á ţví ađ skákmenn ţekkja ekki hinn hvassa skákstíl Friđgeirs sem ósjaldan verđur til ţess ađ andstćđingar hans “fara niđur í logum”. Arnaldur hefur hinsvegar átt gott mót en pistlahöfund rekur ekki minni til ţess ađ hafa áđur orđiđ var viđ hann í kappskákmóti.

Á ţriđja borđi vann Tjörvi góđan baráttusigur međ svörtu gegn Sigurjóni Haraldssyni eftir ađ sigla endatafli međ peđ yfir örugglega í höfn. Ekki er hćgt ađ tala um óvćnt úrslit í umferđinni enda stigamunur keppenda oftar en ekki lítill sem enginn. Einkenndust margar viđureignirnar af mikilli baráttu og algengt var ađ allt “vćri upp í loft” á reitunum 64 en ţegar svo er lýkur orrustunum gjarnan međ miklum flugeldasýningum ţar sem menn falla hver um annan ţveran og eftir stendur lítiđ annađ en sviđin jörđ.

Ţó svo ađ toppsćtiđ sé frátekiđ er baráttan um nćstu sćti hörđ en úrslit ráđast nćstkomandi miđvikudagskvöld ţegar sjöunda og síđasta umferđin fer fram í húsnćđi TR ađ Faxafeni 12. Klukkurnar verđa rćstar á slaginu 19.30 en ţá mćtast á efstu borđum Tjörvi og Haraldur, Gauti Páll og Friđgeir sem og Björn Hólm og Halldór Atli Kristjánsson.

Áhorfendur velkomnir – heitt á könnunni og kruđerí međ!


Meistaramót Víkingaklúbbsins fer fram í kvöld

Meistaramót Víkingaklúbbsins verđur haldiđ fimmtudaginn 3.desember, í Víkinni Víkingsheimilinu og hefst tafliđ kl 20.00.  Tefldar verđa sex umferđir međ 11. mínútna umhugsunartíma.  Sigurvegari mótsins hlýtur titilinn Skákmeistari Víkingaklúbbsins 2015. Ţátttaka er ókeypis. Núverandi Skákmeistari Víkingaklúbbsins (Atskákmeistari Víkingaklúbbsins) er Davíđ Kjartansson.
 
Skráning fer fram á Skák.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.
 
Mótiđ er reiknađ til alţjóđlegra atskákstiga.
 
Mótiđ 2014 hér:
Mótiđ 2013 hér:
Mótiđ 2012 hér:

 


Stórmeistarinn mćtti á fjölmenna félagsćfingu

IMG_7996

Stórmeistarinn Héđinn Steingrímsson sem leitt hefur skáksveit Fjölnis í 1. deild sl. átta ár mćtti á fjölmenna skákćfingu skákdeildarinnar í Rimaskóla og var međ klukkustundar kennslu fyrir krakkana. Héđinn sem er núverandi Íslandsmeistari í skák og tefldi međ íslenska landsliđinu í Evrópukeppninni kom vel undirbúinn og hélt athygli Fjölniskrakka allan tímann.

IMG_8000

 

Skákćfingar Fjölnis hafa veriđ afar vel sóttar í haust allt frá byrjun í september og nánast "uppselt" á ţćr allar, 30 - 40 börn og unglingar í hvert skipti. Áhuginn á skákinni í Grafarvogi hefur sjaldnast veriđ meiri og sást ţađ glöggt á jólaskákmóti grunnskóla um sl. helgi ţegar skáksveitir Rimaskóla og Foldaskóla náđu helmingi allra verđlaunasćta í drengja-og stúlknaflokki. 


Ný íslensk skákstig

Ný íslensk skákstig eru komin út. Hannes Hlífar Stefánsson (2582) er stigahćstur. Í nćstum sćtum eru Héđinn Steingrímsson (2576) og Jóhann Hjartarson (2565). Baldur Heiđar Sigurđarson (1407) er stigahćstur nýliđa og Arnar Milutin Heiđarsson (240) hćkkr mest frá september-listanum.

Topp 20

Nr.NameRtgCDiffCatTitClub
1Hannes H Stefánsson25822-GMTR
2Héđinn Steingrímsson25767-GMFjölnir
3Jóhann Hjartarson25658-GMTB
4Hjörvar Grétarsson256411-GMHuginn
5Margeir Pétursson2561-21-GMTR
6Helgi Ólafsson2547-2-GMHuginn
7Henrik Danielsen25003-GMTR
8Jón Loftur Árnason2497-10-GMTB
9Helgi Áss Grétarsson24811-GMHuginn
10Stefán Kristjánsson2458-15-GMHuginn
11Karl Ţorsteins2448-5-IMTR
12Jón Viktor Gunnarsson2447-4-IMTR
13Friđrik Ólafsson2441-18SENGMTR
14Ţröstur Ţórhallsson24197-GMHuginn
15Guđmundur Kjartansson2419-2-IMTR
16Björn Ţorfinnsson240911-IMTR
17Bragi Ţorfinnsson24074-IMTR
18Dagur Arngrímsson24025-IMTB
19Arnar Gunnarsson23973-IMTR
20Magnús Örn Úlfarsson2356-4-FMHuginn


Nýliđar

Nr.NameRtgCDiffCatTitClub
1Baldur Heiđar Sigurđsson14071407- Skákgengiđ
2Jón Ragnarsson13851385SEN TV
3Vignir Einarsson13171317- UMSB
4Garđar Ingólfsson13121312SEN UMSB
5Úlfur Orri Pétursson12881288- Áttaviltir
6Jón Magnússon11841184- SA
7Steinţór Örn Gíslason11461146U12 Breiđablik
8Samuel Thornton  Rees11351135- Huginn
9Hilmir Arnarson10961096U10  
10Ágúst Ívar Árnason10001000U10 Fjölnir
11Benedikt Ţórisson10001000U10 TR
12Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir10001000U10  


Mestu hćkkanir

Nr.NameRtgCDiffCatTitClub
1Arnar Milutin Heiđarsson1326240U12 TR
2Alexander Oliver Mai1349153U12 TR
3Björn Magnússon1134134U10 TR
4Jón Ţór  Lemery1324123U14 TR
5Bárđur Örn Birkisson1908113U16 TR
6Gauti Páll Jónsson1799110U16 TR
7Vignir Vatnar Stefánsson196898U12 TR
8Hjörtur  Kristjánsson125191U12 Breiđablik
9Kristján Dagur Jónsson109889U10 TR
10Guđlaug U Ţorsteinsdóttir201688-WFMTG

Jólapakkamót Hugins fer fram 19. desember

Jólapakkaskákmót Hugins verđur haldiđ laugardaginn 19. desember nk. í Ráđhúsi Reykjavíkur. Mótiđ hefst kl. 13 og er ókeypis á mótiđ. Mótiđ er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 18. skipti en ţađ var fyrst haldiđ fyrir jólin 1996. Síđan hefur ţađ veriđ haldiđ nánast á hverju ári og hefur alltaf veriđ eitt fjölmennasta skákmót ársins.

Keppt verđur í allt ađ 6 flokkum:

  • Flokki fćddra 2000-2002
  • Flokki fćddra 2003-2004
  • Flokki fćddra 2005-2006
  • Flokki fćddra 2007-2008
  • Flokki fćddra 2009 síđar
  • Peđaskák fyrir ţau yngstu.

Tefldar verđa 5 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann.

Jólapakkar eru í verđlaun fyrir 3 efstu sćtin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bćđi drengi og stúlkur. Auk ţess verđur happdrćtti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig.


Mikil stemning á Jólamóti SFS og TR

Mikiđ var um dýrđir í skákheimili Taflfélags Reykjavíkur dagana 29.-30.nóvember ţegar hiđ geysivinsćla Jólamót SFS og TR var haldiđ. Ţetta árlega samstarfsverkefni Skóla- og Frístundasviđs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur heppnađist međ miklum ágćtum nú sem endra nćr og voru fjölmörg skólabörn saman komin ţessa tvo snjóţungu daga til ţess ađ njóta ánćgjulegra stunda viđ skákborđin.

Líkt og undanfarin ár ţá var mótinu skipt í yngri flokk (1.-7,bekkur) og eldri flokk (8.-10.bekkur). Yngri flokknum var svo jafnframt skipt í hefđbundna tvo riđla (suđur og norđur) til ađ mćta mikilli eftirspurn yngstu barnanna. Ţá voru veitt sérstök stúlknaverđlaun líkt og undanfarin ár.

Yngri flokkur

Í opnum flokki Suđur riđils bar A-sveit Ölduselsskóla ćgishjálm yfir keppinauta sína, enda skáksveitin sú römm ađ bćđi afli og reynslu. Sveitin vann alla sex andstćđinga sína en jafnframt gerđu piltarnir sér lítiđ fyrir og unnu allar 24 skákir sínar. Geri ađrir betur! Keppnin um 2.sćti riđilsins og sćti í úrslitum mótsins var ćsispennandi og réđust úrslit ekki fyrr en í síđustu umferđ. B-sveit Ölduselsskóla stóđ best ađ vígi og hafđi tveggja vinninga forskot á A-sveit Háteigsskóla, en sveitirnar mćttust í umferđinni á undan ţar sem niđurstađan varđ ćsispennandi 2-2 jafntefli. Í lokaumferđinni vann A-sveit Háteigsskóla mikilvćgan 4-0 sigur, á međan B-sveit Ölduselsskóla atti kappi viđ B-sveit Háteigsskóla. Svo fór ađ piltarnir í B-sveit Háteigsskóla reyndust A-sveit sinni mikill styrkur ţví ţeir náđu 2-2 jafntefli í ţessari viđureign sem tryggđi A-sveit Háteigsskóla 2.sćtiđ. B-sveit Ölduselsskóla varđ ađ gera sér 3.sćtiđ ađ góđu ţrátt fyrir frćkna frammistöđu.

Í stúlknaflokki Suđur riđils reyndist Melaskóli hlutskarpastur međ 12,5 vinning. Í 2.sćti varđ Breiđagerđisskóli međ 10 vinninga. Í 3.sćti međ 6 vinninga varđ hin unga sveit Háteigsskóla.

Í opnum flokki Norđur riđils mćtti til leiks feykivel skipuđ A-sveit Rimaskóla og vann hún sannfćrandi sigur međ 20 vinninga. Eina skáksveitin sem veitti ţeim keppni var ţeirra eigin B-sveit, og er ţađ til marks um ţá miklu breidd sem Rimaskóli hefur yfir ađ ráđa. B-sveit Rimaskóla hlaut 17 vinninga sem dugđi ţeim í 2.sćti riđilsins. B-sveitin gerđi sér jafnframt lítiđ fyrir og náđi 2-2 jafntefli gegn A-sveitinni. Ţađ var svo A-sveit Ingunnarskóla sem nćldi sér í 3.sćtiđ og bronsverđlaun, en sveitin hlaut 15 vinninga.

Í stúlknaflokki Norđur riđils var mikil spenna. Rimaskóli og Foldaskóli öttu kappi um efsta sćtiđ og örlögin höguđu ţví ţannig ađ sveitirnar mćttust í lokaumferđinni. Baráttan um Grafarvoginn var ţví í algleymi í ţessari lokaumferđ ţar sem Rimaskóli hafđi fyrir umferđina eins vinnings forskot á Foldaskóla. Eftir mikinn barning, afleiki og mátfléttur hafđi Foldaskóli 3-1 sigur í viđureigninni. Foldaskóli hlaut ţví 1.sćtiđ en Rimaskóli varđ í 2.sćti. Stúlknasveit Árbćjarskóla endađi í 3.sćti.

Í úrslitum opna flokksins mćttust Ölduselsskóli, Háteigsskóli og tvćr sveitir Rimaskóla. Kom fáum á óvart er Ölduselsskóli lagđi alla andstćđinga sína ađ velli og hlaut alls 10,5 vinning í 12 skákum. A-sveit Rimaskóla hlaut silfurverđlaun eftir harđa baráttu viđ B-sveit sína sem nćldi sér í bronsverđlaun.

Í úrslitum stúlknaflokks háđu Foldaskóli og Melaskóli harđa baráttu um gullverđlaunin. Er upp var stađiđ munađi ađeins einum vinningi á skólunum tveimur. Foldaskóli hafđi betur međ 10 vinninga en Melaskóli hlaut 9 vinninga. Munađi ţar mestu um ađ Foldaskóli lagđi Melaskóla ađ velli 3-1. Rimaskóli tryggđi sér bronsverđlaunin međ 4,5 vinning.

Eldri flokkur

Í opnum flokki eldri flokks mćttu til leiks, gráir fyrir járnum, sigurvegarar síđasta árs, A-sveit Laugalćkjarskóla. Ef einhverjir keppinautar ţeirra ólu von í brjósti um ađ geta skákađ Laugalćkjarskólapiltum ţá var sú von kćfđ í fćđingu. A-sveit Laugalćkjarskóla gerđi sér lítiđ fyrir og vann allar skákir sínar tuttugu og fjórar ađ tölu. Hin sterka A-sveit Rimaskóla stóđ sig einnig međ miklum sóma ţó svo Laugalćkjarskóli hafi reynst of stór biti. Ţó svo Rimaskóli hafi tapađ 4-0 fyrir sigursveit Laugalćkjarskóla, ţá gerđi sveitin sér lítiđ fyrir og vann allar hinar tuttugu skákir sínar. Rimaskóli hafnađi ţví í 2.sćti mótsins. Mikil spenna hljóp í keppnina um bronsverđlaunin og réđust úrslitin í síđustu umferđinni. Langholtsskóli kom í mark sjónarmun á undan Fellaskóla, og tryggđi sér bronsverđlaun međ 14 vinninga.

Í stúlknaflokki eldri flokks reyndist Rimaskóli hlutskarpastur međ 12 vinninga. Laugalćkjarskóli hlaut 8 vinninga í 2.sćti og Breiđholtsskóli varđ í 3.sćti međ 5 vinninga.

Lokastađa yngri flokks: Suđur riđill * Norđur riđill * Úrslit opins flokks * Úrslit stúlknaflokks

Lokastađa eldri flokks: Opinn flokkur og stúlknaflokkur


Jólamót Víkingaklúbbsins fer fram 9. desember

Jólamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verđur haldiđ í Víkinni Víkingsheimilinu miđvikudaginn 9. desember.  Telfdar verđa 5. umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann.  Mótiđ hefst mótiđ kl. 17.00. Allir krakkar eru velkomnir og ţátttaka er ókeypis. Allir fá verđlaun, auk ţess sem veitt verđa auakverđlaun í hverjum aldursflokki.  Yfirskákstjóri verđur hinn reynslumikli Stefán Bergsson. 

Keppt verđur nokkrum aldursflokkum á mótinu.  

A flokkur keppendur fćddir 2000-2004 (6-10 bekkur).
B flokkur keppendur fćddir 2005-2006 
C flokkur 2007-2008 
D flokkur 2009
E flokkur peđaskák (2010 og yngri)

Barna og unglingaćfingar voru vikulega í vetur, en nćsta ćfing eftir jólafríđ verđur miđvikudaginn 13. janúar og verđa ćfingar vikulega fram á vor. 
Skráning á mótiđ fer m.a fram á netfangiđ:  vikingaklubburinn(hjá)gmail.com og á skak.is (guli kassinn)

Skráningu lýkur miđvikudaginn 16. des kl 12.00.  NAUĐSYNLEGT ER AĐ SKRÁ SIG TIL AĐ TRYGGJA ŢÁTTTÖKU.  Nánari upplýsingar veitir Gunnar (gsm:  8629744).

Í fyrra sigrađi Vignir Vatnar Stefánsson eldri flokk, en Alexander Bjarnţórsson sigrađi í yngri flokki.

Úrslit jólamótsins 2014 hér:
Úrslit jólamótsins 2013 hér:
Úrslit jólamótsins 2012 hér:


Haraldur efstur á U2000 mótinu

Haraldur Baldursson endurheimti efsta sćtiđ á U2000 móti Taflfélags Reykjavíkur ţegar hann lagđi Friđgeir Hólm í fimmtu umferđ. Haraldur er međ fullt hús en nćstir međ 3,5 vinning koma Friđgeir, Arnaldur Bjarnason, Björn Hólm Birkisson og Tjörvi Schiöth. Haraldur er ţví í góđri stöđu fyrir tvćr síđustu umferđirnar.

Sjötta og nćstsíđasta umferđ fer fram á miđvikudagskvöld og hefst kl. 19.30. Ţá mćtast m.a. Björn Hólm og Haraldur, Friđgeir og Arnaldur, sem og Sigurjón Haraldsson og Tjörvi. Međ sigri tryggir Haraldur sér sigur í mótinu.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 8780457

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband