Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2014

Huginn í beinni gegn Evrópumeisturunum

Clipboard16Sjötta og nćstsíđa umferđ EM taflfélaga hófst kl. 13 í Bilbao á Spáni. Skákfélagiđ Huginn mćtir Evrópumeisturunum, G-Team Novy Bor, sem er mun sterka á pappírnum en sveit Hugins.

 

2.12736Wojtaszek, Radoslaw......Jones, Gawain C B2664
2.22722Navara, David......Van Kampen, Robin2637
2.32725Harikrishna, P.......Thorhallsson, Throstur2437
2.42675Laznicka, Viktor......Jensson, Einar Hjalti2349
2.52680Sasikiran, Krishnan......Hreinsson, Hlidar2229
2.62638Hracek, Zbynek......Teitsson, Magnus2197

 

Hćgt er ađ fylgjast beint međ viđureign Hugins. Nokkrar leiđir eru til ţess en ritstjóri mćlir međ Chessbomb (tölvuskýringar) og útsendingu Chess24 ţar sem Lawrence Trent og Jan Gustafsson fara á kostum í umfjöllun um ofurmótiđ í Bilbao og EM taflfélaga,


Haustmót SA ađ hefjast

Haustmót Skákfélags Akureyrar - hiđ árlega meistaramót félagsins hefst í nćstu viku.

Dagskrá:

  • Fimmtudagur 25. september kl. 20.30         1-2. umferđ
  • Föstudagur 25. september kl. 18.00             3. umferđ
  • Laugardagur 25. september kl. 13.00           4.umferđ
  • Sunnudagur 25. september kl. 13.00            5. umferđ

(Hlé vegna Íslandsmóts skákfélaga)

  • Laugardagur 11. október kl. 13.00                6. umferđ
  • Sunnudagur 12. október kl. 13.00                 7. umferđ

Fyrirkomulag mótsins er áformađ ţannig, ađ fyrst verđa tefldar tvćr atskákir, en síđan fimm skákir međ umhugsunartímanum 90 mínútur á skákina, auk ţess sem 30 sekúndur bćtast viđ fyrir hvern leik.

Athygli ţáttakenda er vakin á ţví ađ fjöldi umferđa gćti tekiđ breytingum ţegar endanleg ţátttaka liggur fyrir.   Ákveđiđ er ađ umferđir međ kappskákfyrirkomulagi verđa ekki fćrri fimm, en hugsanlegt ađ atskákum fjölgi.    

Skráning er hjá varaformanni félagsins í sigarn@akmennt.is, eđa á skákstađ, í síđasta lagi 15. mínútum fyrir upphaf fyrstu umferđar. 

Ţátttökugjald á mótiđ er kr. 3.000 fyrir félagsmenn, kr. 4.000 fyrir ađra. Eins og áđur eru ţeir unglingar sem greiđa ćfingagjald undanţegnir ţátttökugjaldi.

Verđlaunafé alls kr. 42.000 og skiptist sem hér segir:

  • 1.      sćti     18.000
  • 2.      sćti     12.000
  • 3.      sćti       6.000
  • Stigaverđlaun (1799 stig og minna) 6.000

Núverandi Skáksmeistari SA er Sigurđur Arnarson


EM taflfélaga: Pistill fimmtu umferđar

Clipboard10Vigfús Ó. Vigfússon, farstjóri Hugins hefur skrifađ pistil um fimmtu umferđ EM taflfélaga sem fram fór í gćr. Í honum segir međal annars:

Viđureignin byrjađi líka vel. Viđ fengum snemma góđar stöđur á öllum borđum nema ţví 5 ţar sem Hlíđar var lengst af međ frekar ţrönga og óţćgilega stöđu. Einar Hjalti og Robin skiluđu snemma vinningum í hús á mjög snyrtilegan hátt. Andstćđingur Magnúsar tefldi mjög stíft til jafnteflis svo ţar var samiđ viđ fyrsta tćkifćri ţegar ţađ mátti. Á sama tímavoru bćđi Gawain og Ţröstur međ vćnlegar stöđur og Hlíđar varđist fimlega í erfiđri stöđu. Ég var ţví farinn ađ gćla viđ stóran sigur á Ungverjunum en var ţá snarlega kippt niđur á jörđina. Ţađ gerđist eiginlega á sama andartaki ađ Ţröstur fór of geyst í sóknina, fórnandi manni sem virtist ekki standast og Gawain missir tökin á sinni stöđu og lendir út í endatafli ţar sem báđir höfđu tvo biskupa en hann peđi undir. Ţađ varđ fljótlega ljóst ađ stöđu Ţrastar yrđi ekki bjargađ en ég var nokkuđ viss um ađ ef ţađ vćri möguleiki á jafntefli hjá Gawain í ţessu endatafli ţá hefđi hann tćkni til ađ finna leiđina á móti ţessum andstćđingi. Ţađ kom líka á daginn ađ hann náđi ađ sigla jafnteflinu í höfn međ ţví ađ fórna öđrum biskupnum fyrir síđasta frípeđ andstćđingsins. Ţá var jafntefli í viđureigninni komiđ í höfn. Ţađ valt ţví allt á skákinni hjá Hlíđari hvort viđ ynnum viđureignina.  

Pistilinn má finna á heild sinni á heimasíđu Hugins.



Gallerý Skák - Dađi Ómarsson vann létt

Ómar DađasonFyrsta Fimmtudagsmótiđ á vegum Gallerý Skákar í Faxafeni var teflt í gćrkvöldi. Ţađ var Dađi Ómarsson, hinn eitilharđi skákmađur, sem fór létt međ sigur ađ hólmi međ 10.5 vinninga af 11 mögulegum. Hinn síungi öldungur og fyrrv. Íslandsmeistari í skák og knattspyrnu, Gunnar Kr. Gunnarsson sýndi gamla meistaratakta líka og rétti hlut sinn verulega eftir nokkra lćgđ undanfariđ. Hinn efnilegi og ört vaxandi skákmađur Gauti Páll Jónsson náđi ţriđja sćti, en mótiđ var frekar jafnt um miđjuna eins og oftast er.

Skemmtileg blanda af öldnum meisturum og ungum gallery_skakmoti_i_tr_18_09_14_19_9_2014_08-54-22.jpgmeistaraefnum tók ţátt í ţessu fyrsta skákkvöldi leiktíđarinnar á vegum Gallerýsins viđ góđar ađstćđur í Skákmiđstöđ TR og nutu ţess ađ tefla ţó mönnum hafi eitthvađ orđiđ á í messunni á stundum, einstaka hugsanavillur létu á sér krćla viđ úrvinnslu einfaldra stađna á skákborđinu og baráttan viđ klukkuna vćri sumum erfiđ.

arinbjorn_gu_mundsson_1932_-2014_19_9_2014_08-35-34.jpgÍ mótsbyrjun var Arinbjarnar Guđmundssonar (1932-2014) minnst međ nokkrum orđum og stuttri ţögn og minning hans heiđruđ í virđingarskini. Ţađ fór vel á ţví í húsakynnum hans gamla taflfélags TR.  Mörgum hinna eldri skákmanna er Arinbjörn sérstaklega minnistćđur en hann var einn af fremstu skákmeisturum Íslands í byrja sjöunda áratugsins og vann sér margt til afreka áđur en hann fluttist af landi brott til Ástralíu. Guđmundur G.

Ţórarinsson skrifađi hugnćma minningargrein um hann nýlega í Morgunblađiđ og ferill hans var einnig rakinn á Hrókurinn.is fyrir skömmu. Ţá minntust eldri skákmenn hans líka á skákmóti í Riddaranum fyrir viku og vottuđu hinum látna heiđur og virđingu. Enda ţótt langt vćri um liđiđ frá ţví hann gerđi garđinn

frćgan og hvarf af landi brott var hann mönnum mjög minnistćđur.     

Nánari úrslit mótsins má greina á međf. mótstöflu. 

Nćst slćr í brýnu á ţessum vettvangi á sama stađ og tíma ađ viku liđinni.

 

2014_gallery_skak_tr1.jpg

 


Flugfélagssyrpa Hróksins í hádeginu!

Annađ mótiđ af fimm í Flugfélagssyrpu Hróksins verđur haldiđ í hádeginu í dag, föstudaginn 19. september kl. 12:00 í Pakkhúsi Hróksins, viđ Geirsgötu 11 í Reykjavík. Til mikils er ađ vinna í Flugfélagsyrpunni, ţví sigurvegari í heildarkeppninni fćr ferđ til Grćnlands í verđlaun. Ţá er heppinn keppandi dreginn út, sem sömuleiđis fćr ferđ til Grćnlands fyrir 2, og aukast vinningslíkur eftir ţví sem keppt er á fleiri mótum í Flugfélagssyrpunni.

5
Tefldar eru 5 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma. Keppendur á fyrsta mótinu voru 26, ţar af sex stórmeistarar og tveir alţjóđlegir meistarar. Héđinn Steingrímsson sigrađi, fékk 5 vinninga og tók ţar međ forystu í syrpunni. Nćstur var Hjörvar Steinn Grétarsson međ 4,5 og Helgi Ólafsson hlaut 4.

IMG_3807
Flugfélagssyrpan er opin öllum skákmönnum og er ţátttaka ókeypis.
 
Pakkhús Hróksins er í vöruskemmu Brims viđ Geirsgötu 11 (beint á móti DV). Nóg er af bílastćđum fyrir keppendur og gesti 

Íslandsmót skákfélaga hefst 2. október

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2014-2015 fer fram dagana 2.-5. október nk.  Mótiđ fer fram í Rimaskóla í Reykjavík.  1. umferđ (eingöngu í 1.deild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 2. október.Ađrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 3. okt. kl. 20.00 og síđan tefla laugardaginn 4. okt. kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag.  Síđasta umferđin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 5. október.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst) - upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér. Skráningarfrestur er fram til 22. september.

Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viđbótartími bćtist viđ eftir hvern leik.

Ţátttökugjöld:

  • 1. deild                       kr. 55.000.-
  • 2. deild                       kr. 50.000.-
  • 3. deild                       kr. 15.000.-
  • 4. deild                       kr. 15.000.-

Skáksamband Íslands mun greiđa fargjöld utan stór-Reykjavíkursvćđisins samkvćmt reikningum fyrir sveitir í 1. og 2. deild.  Miđa skal viđ einn brottfararstađ á hverju svćđi, t.d. Akureyri, Egilsstađi, Ísafjörđ.  Sami háttur verđur hafđur í 3. og 4. deild og áđur, ţ.e. ţátttökugjöld höfđ lág en sveitirnar verđa sjálfar ađ sjá um ferđakostnađ á skákstađ.

Minnt er á reglugerđ um Íslandsmót skákfélaga og 3. kafla skáklaga Skáksambands Íslands sem varđa Íslandsmót skákfélaga.

Vakin er athygli á viđbót viđ 2. grein reglugerđar um Íslandsmót Skákfélaga:

2. gr.

Framkvćmdanefnd Íslandsmóts skákfélaga, sem skipuđ er af stjórn Skáksambands Íslands, ákveđur töfluröđ og skipar skákstjóra og umsjónarmenn Íslandsmóts skákfélaga.  Öllum taflfélögum, sem eiga sveitir í 1. deild, ber ađ útvega einn skákstjóra. 

Athugiđ ađ tilkynningar v. Keppendaskrár Skáksambands Íslands skulu hafa borist SÍ í síđasta lagi 12. september nk. sbr. 18. gr. skáklaga.

Vakin er athygli á eftirfarandi texta í 19. grein skáklaga:  „Fyrir upphaf 1.umferđar fyrri hluta ÍS skulu félögin skila inn styrkleikaröđuđum lista allra ţeirra keppenda sem ţeir hyggjast nota í keppninni."

Ađ gefnu tilefni er minnt á ađ nauđsynlegt er ađ skrá sveitir í keppnina, ekki síst í 4. deild.

Stjórn SÍ mćlist til - af gefnu tilefni - ađ félögin skrái ekki fleiri sveitir til keppni en ţau treysta sér til ađ manna í báđum hlutum keppninnar. 

Ath.  Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga verđur fćrđur aftur fyrir Reykjavíkurskákmótiđ vegna EM einstaklinga sem mun fara fram 23. febrúar - 7. mars.


Huginn mćtir Evrópumeisturunum á morgun!

STP82313Skákfélagiđ Huginn mćtir tékknesku Evrópumeisturunum G-Team Novy Bor í sjöttu og nćstsíđustu umferđ EM taflfélaga sem fram fer á morgun. Ţađ liđ er ţađ fimmta sterkasta og hefur međalstigin 2696 skákstig. Einar Hjalti Jensson (2349), sem ţegar hefur tryggt sér áfanga ađ alţjóđlegum meistara, međ frábćrri frammistöđu, mćtir vćntanlega tékkneska stórmeistaranum Viktor Laznicka (2675). 

Liđ G-Team Novy Bor:

 

Bo.PlayerT
Fed
FRtg
1Wojtaszek, RadoslawGMPOL2736
2Navara, DavidGMCZE2722
3Harikrishna, P.GMIND2725
4Laznicka, ViktorGMCZE2675
5Sasikiran, KrishnanGMIND2680
6Bartel, MateuszGMPOL2636
7Hracek, ZbynekGMCZE2638

 

 


Enn sigrar Huginn í Bilbaó - Einar Hjalti vann fimmtu skákina í röđ!

 

Clipboard04

Skákfélagiđ Huginn er hreint og beint óstöđvandi á EM taflfélaga sem nú er í gangi í Bilbaó. Einar Hjalti Jensson vann enn - sína fimmtu skák í röđ! Međ ţessum árangri hefur Einar ţegar tryggt sér áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli - jafnvel ţó hann tapi í tveimur síđustu umferđunum. Í dag, vann auk Einars Hjalta, Robin Van Kampen sína skák, Gawain Jones, Hlíđar Ţór Hreinsson og Magnús Teitsson gerđu jafntefli en Ţröstur Ţórhallsson tapađi.

 

Frábćr úrslit gegn sterkri sveit sem var rađađ nr. 13 í styrkleikaröđinni á međan Huginn var rađađ nr. 21 fyrir mót. 


Björgvin Smári atskáksmeistari SSON

Fyrsta mót vetrarins hjá SSON  fór fram 17. setp. Til leiks mćttu sex kappar og tefldar 20 mín. skákir. Magnús og Björvin Smári fóru strax mikinn og voru komnir međ ţrjá vinninga eftir ţrjár umferđir. Magnús og Björgvin Smári mćttust síđan í fjórđu umferđ og hafđi Björgvin betur eftir mannsfórn og ţó nokkrar sviptingar. Ingimundur náđi ađ leggja Magnús af harđfylgni og ná honum af vinningum.  Magnús sýndi styrk sinn í bráđabana um annađ sćtiđ ţar sem hann lagđi Ingimund í hörkuskákum 1,5 -0.5. Húsvíkingurinn Kristján mćtti á sína fyrstu ćfingu hjá SSON og sýndi góđa takta enda tefldi hann á 5 helgarskákmótum hér á árum áđur.  

Lokastađan

1.   Björgvin Smári     5 v.
2.-3.  Magnús Matthíasson  3 v. 
2.-3.  Ingimundur Sigurm.   3.v
4.-5.  Úlfhéđinn Sigurm og Kristján Húsvíkingur 2 v.
6.  Erlingur Atli Pálmarsson   


Huginn í beinni útsendingu frá Bilbao

Clipboard07Fimmta umferđ EM taflfélaga hófst fyrir skemmstu í Bilbao á Spáni. Skákfélagiđ Huginn mćtir ungverska klúbbnum Haladas sem er töluvert sterkari á pappírnum en liđ Hugins.

Hćgt er ađ fylgjast beint međ viđureign Hugins. Nokkrar leiđir eru til ţess en ritstjóri mćlir međ Chessbomb (tölvuskýringar) og útsendingu Chess24 ţar sem Lawrence Trent og Jan Gustafsson fara á kostum í umfjöllun um ofurmótiđ í Bilbao og EM taflfélaga,


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8765590

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband