Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2014

EM taflfélaga: Pistill fjórđu umferđar

STP82310Vigfús Ó. Vigfússon, liđsstjóri og varamađur sveitar Skákfélagsins Hugins hefur skrifađ pistil um fjórđu umferđ EM skákfélaga. Ţar segir međal annars:

Strákarnir á ţremur neđstu borđunum hafa veriđ á miklu flugi í mótinu og náđu snemma í viđureigninni yfirburđa stöđum sem ađ vísu tók ţá misjafnlega langan tíma ađ vinna úr en allir vinningarnir skiluđu sér í hús. Á međan var Gawain međ vćnlega stöđu á móti Bassem peđi yfir í riddaraendatafli. Robin var međ lakari stöđu og Ţröstur var ađ tefla stöđu sem var full af taktískum möguleikum svo ég vissi varla hvor var ađ vinna eđa tapa. Úr ţessu tefldist ţannig ađ Gawain varđ ađ sćtta sig viđ jafntefli, Robin hélt sinni stöđu og Ţröstur ţrálék í annađ skiptiđ í röđ enda ekki annađ í bođi í stöđunni. Niđurstađan var ţví góđur sigur 4,5-1,5 gegn ágćtri sveit. Enn sem komiđ er höfum viđ ţví ekki tapađ skák í mótinu nema gegn Rússunum.  

Pistilinn í heild sinni má nálgast á heimasíđu Hugins



Davíđ efstur á Haustmóti TR

Davíđ Kjartansson XD-meistariÖnnur umferđ Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur fór fram í gćrkveldi. Davíđ Kjartansson (2331) vann Dag Ragnarsson (2154) og er efstur međ 2 vinninga. Davíđ, sem vann allar sínar átta skákir á Meistaramóti Hugins fyrir skemmstu, hefur nú unniđ a.m.k. 10 skákir í röđ! Ţorvarđur F. Ólafsson (2213) vann Gylfa Ţórhallsson (2121) en öđrum skákum lauk međ jafntefli auk ţess sem einni skák var frestađ. Ţorvarđur er í 2.-3. sćti međ 1,5 vinning ásamt Oliver Aroni Jóhannessyni (2165).

Nánari úrslit og stöđu má nálgast á Chess-Results.

B-flokkur

Björn Hólm Birkisson (1655) og Halldór Garđarsson (1851) unnu sínar skákir en öđrum skákum lauk međ jafntefli.  Björn Hólm, sem er stigalćgstur keppenda, hefur byrjađ best og er efstur međ 2 vinninga.

Stöđu mótsins má nálgast á Chess-Results.

C-flokkur

Guđmundur Agnar Bragason (1352) og Bárđur Örn Birkisson (1636), bróđir Björns Hólms, eru efstir međ fullt hús. Ţeir brćđur hafa heldur betur byrjađ vel!

Stöđu mótsins má finna hér.

D-flokkur:

Fimm skákmenn eru efstir og jafnir međ fullt hús. Ţađ eru Alex Cambrey Orrason (1580), Ólafur Evert Úlfsson (1430), Tryggvi K. Ţrastarson (1130), Aron Ţór Maí (1274) og Kristófer Halldór Kjartansson.


Mikael Maron stóđ sig best á fyrstu ćfingu Fjölnis

unglingaaefing_fjolnis.jpg

Ţađ voru 25 krakkar sem mćttu á fyrstu skákćfingu Fjölnis á nýju skákári. Ćfingarnar hafa nú veriđ fćrđar yfir á miđvikudaga kl. 17.00 - 18:30 og virđist sá tími henta vel . Skákmeistararnir efnilegu, ţeir Jón Trausti Harđarson og Oliver Aron Jóhannesson, mćttu nýir i ţjálfarateymi skákdeildarinnar og veittu ţeir 10 krökkum kennslu og ţjálfun. Á nćstu ćfingum Fjölnis bjóđa ţeir upp á kennslu fyrir nýliđa og ađ fara yfir kappskákir međ ungum og efnilegum skákmönnum sem taka ţátt í Haustmóti TR og Íslandsmóti félagsliđa, leiđbeina ţeim um ţađ sem betur má fara í byrjunum og endatöflum. 

Á fyrstu ćfingunni stjórnađi Helgi Árnason, formađur skákdeildarinnar 18 manna skákmóti og ţar sigrađi hinn 10 ára gamli MIkael Maron Torfason sem hlaut 4,5 vinninga af 5 mögulegum. Mikael Maron hlaut eldskírn sína í kappskákum á Norđurlandasmóti barnaskólasveita á Selfossi um síđustu helgi međ skáksveit Rimaskóla. Hann stefnir ađ ţví ađ bćta sig í vetur og tekur nú ţátt í Haustmóti TR. Ađrir í verđlaunasćtum á skákćfingu Fjölnis voru ţau Einar Bjarki Arason, Sćmundur Árnason, Kjartan Karl Gunnarsson, Halldór Snćr Georgsson, Joshua Davíđsson, Hilmir Arnarson og síđast en ekki síst ein efnilegasta skákkona deildarinnar, Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir í Foldaskóla. 

Fyrsta skákćfingin var mjög skemmtileg og öllum ţátttakendum var bođiđ upp á veitingar í  skákhléi. Nćsta ćfing verđur miđvikudaginn 24. september í Rimaskóla og er gengiđ inn um íţróttahús. 


Stórsigur gegn frönskum klúbbi - Einar Hjalti vann enn!

 

Einar Hjalti

Liđ Skákfélagsins Hugins heldur áfram ađ brillera á EM taflfélaga í Bilbaó. Í dag vannst 4,5-1,5 sigur á franskri sveit sem var áţekk Hugin ađ styrkleika. Einar Hjalti Jensson, Hlíđar Ţór Hreinsson og Magnús Teitsson unnu en Gawain Jones, Robin Van Kampen og Ţröstur Ţórhallsson gerđu jafntefli. Einar Hjalti er hreint óstöđvandi og vann sína fjórđu skák í röđ!

 

Sveit Hugsins er nú níunda sćti međ 6 stig og 17 vinninga en fyrirfram var liđinu rađađ í 21. sćti. Frammistađan er ţví langt umfram vćntingar.

Úrsltin í fjórđu umferđ

 

12664Jones, Gawain C B˝˝Amin, Bassem2638
22637Van Kampen, Robin˝˝Cornette, Matthieu2548
32437Thorhallsson, Throstur˝˝Kazakov, Mikhail2490
42349Jensson, Einar Hjalti10Dionisi, Thomas2392
52229Hreinsson, Hlidar10Metzger, Clement2215
62197Teitsson, Magnus10Plane, Boris2057


Í fimmtu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Huginn viđ ungverska klúbbinn Haladas VSE. Sú sveit hefur međalstigin 2499 skákstig á móti 2419 međalstigum Huginsmanna. Búast má ţví viđ erfiđum róđri. Sveitina skipa:

 

Bo.PlayerTFedFRtg
1Ruck, RobertGMHUN2572
2Nemeth, MiklosIMHUN2494
3Kovacs, GaborIMHUN2463
4Nagy, GaborIMHUN2414
5Csonka, Attila IstvanIMHUN2339
6Pergel, LaszloFMHUN2241

 



Mót númer 2 í Flugfélagssyrpu Hróksins í hádeginu á föstudag: Allir geta unniđ ferđ fyrir 2 til Grćnlands

1
Annađ mótiđ af fimm í Flugfélagssyrpu Hróksins verđur haldiđ föstudaginn 19. september kl. 12:00 í Pakkhúsi Hróksins, viđ Geirsgötu 11 í Reykjavík. Til mikils er ađ vinna í Flugfélagsyrpunni, ţví sigurvegari í heildarkeppninni fćr ferđ til Grćnlands í verđlaun. Ţá er heppinn keppandi dreginn út, sem sömuleiđis fćr ferđ til Grćnlands fyrir 2, og aukast vinningslíkur eftir ţví sem keppt er á fleiri mótum í Flugfélagssyrpunni.

5
Tefldar eru 5 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma. Keppendur á fyrsta mótinu voru 26, ţar af sex stórmeistarar og tveir alţjóđlegir meistarar. Héđinn Steingrímsson sigrađi, fékk 5 vinninga og tók ţar međ forystu í syrpunni. Nćstur var Hjörvar Steinn Grétarsson međ 4,5 og Helgi Ólafsson hlaut 4.

IMG_3807
Flugfélagssyrpan er opin öllum skákmönnum og er ţátttaka ókeypis.

Keppendur eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst -- smelliđ hér.

Gallerý Skák flytur í Faxafeniđ

Skák- og listasmiđjan Gallerý Skák -  opnar dyr sínar ađ nýju eftir sumarhlé fimmtudaginn  18. september nk. í Skákmiđstöđ Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Húsnćđiđ í Bolholti ţar sem klúbburinn hefur veriđ til húsa sl. 8 ár hefur veriđ selt.   Ţađ er ekki í kot vísađ međ ađstöđuna í hinum glćstu húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur og eru miklar vonir bundnar viđ góđa ţátttöku yngri sem eldri skákmanna. Líkt og  undanfarna vetur verđa haldin ţar 10 mínúta "hvatskákmót" öll fimmtudagskvöld fram á vor, nema hátíđir hamli eđa öđruvísi sé tilkynnt um sérstaklega.

Hin vikulegu Gallerý skákkvöld eru öllum opin. Ţau ćtluđ brennheitum ástríđuskákmönnum á öllum aldri, í ćfinga-  og keppnisskyni - óháđ félagsađild.  Í Gallerý Skák er teflt af list og fyrir fegurđina,  keppendum  og áhorfendum  til yndisauka undir fororđinu "Sjáumst og kljáumst" og Kaissu gyđju skáklistarinnar til dýrđar.

Tvćr mótarađir međ GrandPrix sniđi verđa haldnar - önnur fyrir áramót hin í byrjun árs:

KAPPTEFLIĐ UM PATAGÓNÍUSTEININN VI. - 6 kvölda mótaröđ međ GrandPrix sniđi ţar sem 4 bestu mót hvers keppenda telja til stiga (10-8-6-5-4-3-2-1) líkt og í Formúlu 1.  hefst  23. október og líkur 27. nóvember.  Vegleg verđlaun.

TAFLKÓNGUR FRIĐRIKS IV. - 4 kvölda mótaröđ međ GP-sniđi hefst 22. janúar og líkur 12. febrúar ţar sem 3 bestu mót hvers og keppanda telja til vinnings. Keppnin er liđur í skákmótahaldi á vegum SÍ og Skákakademíu Reykjavíkur í tilefni af „Degi Skákarinnar" 26. janúar, á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, stórmeistara. Sigurvegari ár hvert fćr nafn sitt skráđ gullnu letri á styttuna og fagran verđlaunagrip til eignar.

Gallerý skákmótin hefjast kl. 18 ţegar degi hallar á fimmtudögum. Tefldar  eru 11 umferđir međ 10. mínútna umhugsunartíma eftir svissneska kerfinu. Ţeim lýkur um kl. 22 međ lófaklappi fyrir efstu mönnum.

Ţátttökugjald er kr. 1000 sem innifelur kaffi/svaladrykki á međan á móti stendur og smá matarbita í skákhléi en annars  kr. 500  fyrir ţá ekki eru í mat.

Forstöđumenn Gallerý Skákar vinafélags eru ţeir Einar S. Einarsson og Guđfinnur R. Kjartansson, skákforkólfar.


Íslandsmót 50 ára + og 65 ára + fer fram í fyrsta skipti í haust

Íslandsmót skákmanna sem eru 50 ára + og 65 ára + verđa haldin í fyrsta skipti nú í haust. Fyrri hluti mótsins verđur haldinn 16.-19. október í Reykjavík (umf 1-4) og sá síđari á Hótel Selfossi 14.-16. nóvember (umf 5-7).

Fyrirkomulag

Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu. Tímamörk eru 90 mín. + 30. sek. viđbótartími á hvern leik.

Flokkaskipting

Teflt verđur í tveimur flokkum 50 ára + (1964 og fyrr) og 65 ára + (1949 og fyrr). Ţeir sem eru 65+ geta valiđ um í hvorum flokkum ţeir tefla.  

Verđi skráđir keppendur í öđrum hvorum flokknum fćrri en 12 verđi teflt í einum flokki en engu ađ síđur teflt um tvo Íslandsmeistaratitla

Verđi tveir eđa fleiri efstir og jafnir verđur stigaútreikningur látinn ráđa.

Dagskrá mótsins

Fyrstu fjórar umferđir mótsins verđa haldnar í Reykjavík.

  • 1. umf., fimmtudaginn 16. október, kl. 19
    3. umf., laugardaginn, 18. október, kl. 13
    4. umf., sunnudaginn, 19. október, kl. 13
  • 4. umf., fimmtudaginn, 13. nóvember, kl. 19

Síđustu ţrjár umferđir mótsins verđa haldnar á Hótel Selfossi.

  • 5. umf., föstudaginn, 14. nóv., kl. 19
    6. umf., laugardaginn, 15. nóv., kl. 13
    7. umf., sunnudaginn, 16. nóv., kl. 13

Tilbođ frá Hótel Selfossi

 Hótel Selfoss býđur keppendum upp á fćđi og gistingu á eftirfarandi verđi:

  • Tvíréttađur hádegisverđur frá 2.800- kr
  • Ţriggja rétta kvöldverđur pr. skipti. 6.100.- kr
  • Ţriggja rétta hátíđarkvöldverđur. 7.200.- kr.

Gisting á föstudegi     10.500 tveggja manna herbergi
                                      8.500 eins manns herbergi

Gisting á laugardegi   18.000 tveggja manna herbergi
                                   16.000 eins manns herbergi

Nánari upplýsingar og pantanir sendist í info@hotelselfoss.is.

Verđlaun

  • Fyrstu verđlaun í hvorum flokki eru 50.000 kr. styrkur á HM eđa EM öldunga
  • 2.-3. verđlaun - gripir
  • Einnig gripir í flokkum 70+, 75+ og 80+

Ţátttökugjöld:

6.000 kr. fyrir alla. Kaffi innifaliđ í verđi.

Skráning

www.skak.is eđa hér.


Björgvin heldur sínu striki í Stangarhyl

Ţađ var vel mćtt á ţriđjudagsmót Ása í gćr. Tuttugu og sjö heiđursmenn settust ađ tafli á mínútunni kl. 13.00.Sá tuttugasti og áttundi sá um skákstjórn og kaffi umsjón, viđ ţurfum sjálfir ađ sjá um kaffiđ ţví hún Jóhanna sem hefur dekrađ viđ okkur undanfarin ár er farin á neđri hćđina til annara starfa hjá F E B. Viđ söknum hennar ađ sjálfsögđu, en auđvitađ björgum viđ okkur. Finnur Kr sá um ţessi mál á ţessum skákdegi.

Björgvin Víglundsson var andstćđingum sínum erfiđur  eins og hann er alla jafna. Ţađ var ađeins Ţór Valtýsson sem náđi ađ vinna hann. Björgvin fékk 9 vinninga af 10 í fyrsta sćti.Ţór Valtýsson og Guđfinnur R Kjartansson  komu svo jafnir í öđru til ţriđja međ átta vinninga, en Ţór var hćrri á stigum. Páll G Jónsson kom svo í humátt á eftir ţeim í fjórđa sćti međ sjö og hálfan vinning.

Sjá nánari úrslit á međf.töflu og myndir frá ESE

 

_sir_2014-09-16.jpg

 


EM taflfélaga: Pistill ţriđju umferđar

STP82287Vigfús Ó. Vigfússon, liđsstjóri og varamađur Hugins hefur skrifađ pistil um gang mála í ţriđju umferđ EM taflfélaga sem fram fór í gćr. Ţar segir međal annars:

Viđureignin í dag var dálítiđ öđruvísi en hinar. Ég hafđi á tilfinningunni ađ slagurinn viđ Rússana daginn áđur sćti örlitiđ í okkar mönnum enda fór mikil orka í hann. Ţeir hjá Werder Bremen ađstođuđu okkur og skiptu út 5. borđinu og tóku inn varmanninn. Ţar međ urđum viđ stigahćrri á öllum borđum.

Ţessi varamađur var greinilega ekki til skiptanna svo Magnús rúllađi honum upp. Einar Hjalti fékk snemma góđa stöđu og skilađi öruggum sigri nokkuđ snemma.

Pistilinn má nálgast í heild sinni á heimasíđu Hugins.


Stúlknanámskeiđ Skákskólans hefjast á sunnudaginn

Skákskóli Íslands

Landsliđskonurnar Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttur munu sjá um skáknámskeiđ fyrir stúlkur á aldrinum 7 - 12 ára. Námskeiđin hefjast sunnudaginn 20. september. Foreldrar stúlkna á ţessum aldri eru hvattar til ađ mćta í fyrsta tíma sunnudaginn 20. september sem jafnframt er  kynningarfundur.  

Námskeiđin eru kl. 11 á sunnudögum. Verđ kr. 14.000.

Upplýsingar um önnur námskeiđ á vegum skólans verđa kynnt síđar.

Skráning á námskeiđin fer fram á www.skak.is

Nánari upplýsingar má einnig fá á skrifstofu skólans í síma 568 9141 eđa í gegnum netföngin skaksamband@skaksamband.is (skrifstofa SÍ) eđa helol@simnet.is (Skólastjóri).

Heimasíđa Skákskóla Íslands


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 116
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband