Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2014

Barna- og unglingaćfingar Fjölnis hefjast í dag

Unglingastarf FjölnisVikulegar skákćfingar Skákdeildar Fjölnis fyrir börn og unglinga hefjast miđvikudaginn 17. september og verđa ţćr í vetur alla miđvikudaga frá kl. 17:00 - 18:30. Ćfingarnar verđa í Rimaskóla og er gengiđ inn um íţróttahús skólans.

Árangur ţeirra sem reglulega hafa mćtt á skákćfingar Fjölnis hefur veriđ mjög góđur og skákdeildin hlotiđ mörg verđlaun og viđurkenningar fyrir árangursríkt og fjölbreytilegt starf. Ţetta er 11. starfsár skákdeildarinnar og eru foreldrar áhugasamra barna í Grafarvogi hvattir til ađ nýta sér skákćfingar Fjölnis sem eru ókeypis.

Ćfingarnar eru ćtlađar ţeim krökkum sem hafa lćrt mannganginn og farnir ađ tefla sér til ánćgju. Áhersla er lögđ á ađ hafa ćfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar, ţjálfun og skákmót til skiptis. Veitt eru verđlaun og viđurkenningar í lok ćfinga auk ţess sem bođiđ er upp á veitingar. Međal leiđbeinenda í vetur verđa okkar efnilegustu  unglingar í skáklistinni sem á síđustu árum hafa sótt kennslu og ćfingar í úrvalsflokki Skákskóla Íslands og unniđ til fjölda verđlauna jafnt á Íslandi sem erlendis.

Skákdeild Fjölnis heldur líkt og fyrri ár vegleg skákmót svo sem Torgmót Fjölnis, páskaeggjaskákmót og sumarskákmót Fjölnis í byrjun maí. Skákdeildin hefur einnig skipulagt og haldiđ utan um Skákmót Árnamessu í Stykkishólmi og ćfingbúđir yfir eina helgi. Umsjón međ skákćfingum Fjölnis verđur sem fyrr í höndum Helga Árnasonar formanns skákdeildarinnar.


Barna- og unglingaćfingar Víkingaklúbbsins hefjast í dag

Víkingaklúbburinn - haustćfingarKnattspyrnufélagiđ Víkingur og Víkingaklúbburinn verđa međ skákćfingar fyrir börn og unglinga í Víkinni Víkingsheimilinu á miđvikudögum í vetur. Fyrsta ćfingin verđur miđvikudaginn 17. september og síđasta ćfingin fyrir jólafrí verđur miđvikudaginn 10. desember, en ţá verđur jólamót Víkingaklúbbsins haldiđ.  

Stćkka má mynd

Mótaáćtlun Víkingaklúbbsins í haust

 


Stórsigur gegn Werder Bremen

Skákfélagiđ Huginn vann stórsigur, 5-1, gegn ţýsku sveitinni Werder Bremen í ţriđju umferđ EM taflfélaga sem fram fór í dag í Bilbaó. Robin Van Kempen, Einar Hjalti Jensson, Hlíđar Ţór Hreinsson og Magnús Teitsson unnu en Gawain Jones og Ţröstur Ţórhallsson gerđu jafntefli. Mjög góđ úrslit gegn sterkri ţýskri sveit. Einar Hjalti hefur fariđ mikinn á mótinu og hefur unniđ allar sínar ţrjár skákir!

Úrslit dagsins

2448Meins, Gerlef˝˝Jones, Gawain C B2664
2305Buchal, Stephan01Van Kampen, Robin2637
2312Asendorf, Joachim, Dr.˝˝Thorhallsson, Throstur2437
2269Steffens, Olaf01Jensson, Einar Hjalti2349
2057Pollmann, Sascha01Hreinsson, Hlidar2229
2033Bart, Simon01Teitsson, Magnus2197


Sveit Hugins er nú í ţrettánda sćti međ 4 stig og 12,5 vinning.


Á morgun teflir Huginn viđ frönsku sveitina Cercle d'Echecs de Bois Colombes sem er áţekk Huginssveitinni ađ styrkleika. Ţá sveit skipa:

 

1Amin, BassemGMEGY2638
2Cornette, MatthieuGMFRA2548
3Kazakov, MikhailGMUKR2490
4Dionisi, ThomasFMFRA2392
5Metzger, Clement FRA2215
6Plane, Boris FRA2057


Góđar vefslóđir



EM: Pistill frá 2. umferđ

STP82282Vigfús Ó. Vigfússon, liđsstjóri og varamađur sveitar Skákfélagsins Hugins hefur skrifađ pistil frá 2. umferđ EM skákfélaga. Ţar segir međal annars:

Ţá er komiđ ađ Einari Hjalta en honum tókst ađ koma Shirov í stöđu sem hann kunni alls ekki viđ. Stađa Einars Hjalta varđ nokkuđ snemma vćnleg og ţađ mátti sjá Shirov engjast sundur og saman mest alla skákina. Hćgt hefđi veriđ ađ ná miklu betri myndum af honum heldur er birst hafa á netinu af ţessu tilefni ţví hann faldi andlitiđ i höndum sér hvađ eftir annađ međan á skákinni stóđ. Eftir ađ Einar vinnur peđiđ á d6 er stađa hans unnin en ţak er mikil úrvinnsla eftir og mikill tími fór í ađ reikna út allar leidir og gćta ađ ţví ađ enginn trikk vćru í stöđunni. Eflaust hefđi Einar Hjalti teflt mun hrađar ef hann hefđi veriđ ađ tefla viđ venjulegan íslenskan skákmann en ţegar 2700 stiga mađur er fastur á önglinum ţá ţarf ađ gćta ađ hverju skrefi. Ţađ saxađist á tíma Einars svo hann var í verulegu tímahraki síđustu 5-10 leikina fyrir 40 leik. Ţegar hann lék međ 1 sekúndu á klukkunni varđ mér ekki um sel, en sem betur fer fór ţá Shirov ađ hugsa líka svo sigrunum var landađ á vandađan hátt. Eftir ađ viđureignin var afstađin bar Shirov hlutskipti sitt međ ćđruleysi og var hinn viđkunnanlegasti.  

Pistilinn má nálgast í heild sinni á heimasíđu Hugins.


Viđtal viđ Einar Hjalta - Werder Bremen á morgun

Sigur Einars Hjalta á Alexei Shirov hefur vakiđ verđskuldađa athygli úti í hinum stóra skákheimi enda um ađ rćđa glćsilega skák ađ hálfu Einars Hjalta. Peter Doggers tók viđ hann viđtal á fyrir heimasíđu mótsins sem finna má hér.

Einnig má finna viđtal viđ Robin Van Kampen, annan liđsmann Hugins sem gerđi í dag jafntefli viđ Alexander Grischuk, fjórđa stigahćsta skákmann heims. Van Kampen er međal annars spurđur afhverju hann sé ađ tefla međ íslenskum klúbbi en ekki hollenskum!

Á morgun teflir Huginn viđ ţýska klúbbinn Werder Bremen. Eins og í öllum alvöru ţýskum liđ er einn doktor í liđinu. Hugsinsmenn eru heldur sterkari á pappírnum.

Eftirtaldir skipa liđ Werder Bremen:

Bo.PlayerTFedFRtg
1Meins, GerlefIMGER2448
2Buchal, StephanFMGER2305
3Asendorf, Joachim, Dr.FMGER2312
4Steffens, OlafFMGER2269
5Krallmann, MatthiasFMGER2259
6Pollmann, Sascha GER2057
7Bart, Simon GER2033

 


Sumarmót Fischerseturs haldiđ í annađ sinn

 

WP 20140913 025
Laugardagskvöldiđ síđasta fór fram sumarmót Fischerseturs í annađ sinn, ađ hausti reyndar, sem hafđi ţó ekki teljanleg áhrif á taflmennsku ţeirra 30 keppenda sem tóku ţátt. Tefld var hrađskák međ sjö mínútna umhugsunartíma og voru keppendur Norđurlandamóts barnaskóla sem fram fór ţessa helgi á Hótel Selfossi fjölmennir. 

 

Hart var barist eins og gefur ađ skilja og góđir tilburđir í anda Fischers svifu á stundum yfir borđum.  Ţađ fór svo ađ sigur hafđi hinn danski, Jacob Brorsen, hann sigrađi landsliđskonuna Lenku Ptacnikova í hreinni úrlitaskák af nokkru öryggi, Lenka varđ síđan önnur og Jón Trausti Harđarson ţriđji.  Jacob fćr ţví nafn sitt letrađ á farandbikar nokkurn fyrir neđan nafn Helga Ólafssonar stórmeistara sem vann mótiđ í fyrra.

Myndaalbúm (MM)


Einar Hjalti vann Alexei Shirov!

 

Einar Hjalti

Einar Hjalti Jensson (2349), Skákfélaginu Hugin, gerđi sér lítiđ fyrir og sigrađi lettneska ofurstórmeistarann Alexei Shirov (2701) rétt í ţessu á EM landsliđa. Glćsileg skák ađ hálfu Einars Hjalta! Hugin tapađi viđureigninni 2-4 en Jones (2664) og Van Kampen (2637) gerđu jafntefli viđ Karjakin (2777) og Grischuk (2789) en ađrar skákir töpuđust.

 

Nánar verđur sagt frá gangi mála á EM í kvöld. Skákin Einars og Shirov fylgir međ sem viđhengi.



Góđar vefslóđir



Huginn teflir viđ ofursveit

 

huginn-ofursveit.jpg

 


Önnur umferđ EM taflfélag hefst núna kl. 13. Huginn mćtir ţar rússnesku ofursveitinni Malakhite, sem er ţriđja stigahćsta sveit mótsins. Á efstu borđunum tefla Karjakin, Grischuk, Leko og Shirov! Hćgt er ađ fylgjast međ viđureign Hugins á Chessbomb og hér má sjá beinar slóđir á skákirnar ađ skák Leko og Ţrastar undanskyldri en hún birtist ekki.

 

STP82265

 

Skákir dagsins


Góđar vefslóđir



Haustnámskeiđ Skákskóla Íslands byrja í vikunni

Skákskóli ÍslandsHaustnámskeiđ Skákskóla Íslands 

hefjast vikuna 15. - 21. september

10 vikna námskeiđ

Úrvalsflokkar

Úrvalsflokkar eru ćtlađir nemendum sem hafa 1400 ELO-stig eđa meira. Foreldrar eđa forráđamenn taflfélaga geta sótt um og eru hvattir til ađ sćkja um ţjálfun og kennslu fyrir börn og unglinga. Helgi Ólafsson, Davíđ Ólafsson, Hjörvar Steinn Grétarsson eru međal ţeirra sem hafa séđ um ţessa kennslu. Ţessir nemendur hafa fengiđ og fá einkaţjálfun hjá reyndum stórmeisturum. Skákskólinn sér um ţjálfun ţeirra sem tefla fyrir Íslands á hönd á alţjóđlegum mótum t.d. heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Durban í Afríku í september og Evrópumóti ungmenna í  Batumi í Georgíu sem hefst í október nk.     

Framhaldsflokkar

Ţessir flokkar eru ćtlađir krökkum sem ţegar hafa öđlast nokkra reynslu í keppnum eđa jafnvel t.d. međ skólaliđum og vilja auka viđ styrk sinn. Nýjasti stórmeistari Íslendinga Hjörvar Steinn Grétarsson og Björn Ívar Karlsson sem báđir eru ţrautreyndir skákkennarar munu sjá um kennslu fyrir ţennan hóp. 

Námskeiđin verđa tvisvar á viku. Á laugardögum kl. 14:00-15:30  og á ţriđjudögum kl. 15:30-17:00. Verđ kr. 22.000.

Skákkennsla í Kópavogi

Skákskóli Íslands hefur frá haust ársins 2010 stađi fyrir skákkennslu í Stúkunni á Kópavogsvelli. Skákskólinn tengist ţví verkefni sem Skákdeild Breiđabliks međ Halldór Grétar Einarsson og Birkir Karl Sigurđsson hafa umsjón međ en Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskólans mun áfram sjá um skákkennslukennslu á laugardögum fyrir ţá ungu skákmenn sem ţegar hafa öđlast nokkra reynslu í opinberum mótum og hafa e.t.v. ELO-stig ţó ţađ sé ekki endilega skilyrđi. Foreldrar og áhugasamir ađilar geta haft samband á skrifstofu skólans og sótt sérstaklega um ađ fá ađ taka ţátt í ţessum tímum.

Stúlknanámskeiđ 7 - 12 ára

Landsliđskonurnar Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttur munu sjá um skáknámskeiđ fyrir stúlkur á aldrinum 7 - 12 ára. Námskeiđin hefjast sunnudaginn 20. september. Foreldrar stúlkna á ţessum aldri eru hvattar til ađ mćta í fyrsta tíma sunnudaginn 20. september sem jafnframt er  kynningarfundur.  

Námskeiđin eru kl. 11 á sunnudögum. Verđ kr. 14.000.

Upplýsingar um önnur námskeiđ á vegum skólans verđa kynnt síđar.

Skráning á námskeiđin fer fram á www.skak.is

Nánari upplýsingar má einnig fá á skrifstofu skólans í síma 568 9141 eđa í gegnum netföngin skaksamband@skaksamband.is (skrifstofa SÍ) eđa helol@simnet.is (Skólastjóri).

Heimasíđa Skákskóla Íslands


Álfhólsskóli fékk silfriđ - Nansý og Róbert međ borđaverđlaun - Norđmenn unnu

P1020851Norđurlandamóti barnaskólasveita lauk á Selfossi í dag. Skáksveit Álfhólsskóla endađi í öđru sćti eftir 2-2 jafntefli gegn Norđmönnunum í magnađri lokaviđureign. Rimaskóli vann finnsku sveitina 4-0 og endađi í fjórđa sćti. Nansý Davíđsdóttir stóđ sig best fyrsta borđs manna og Róbert Luu fékk einnig borđaverđlaun fyrir árangur sinn á ţriđja borđi.

Viđureign Álfhólsskóla og Norđmanna var afar spennandi.IMG 5109 Ţađ var ljóst ađ sigur ţyrfti ađ vinnast 3-1 til ađ Norđurlandameistaratitilinn kćmi í hús. Guđmundur Agnar vann magnađ sigur á öđru borđi eftir ađ hafa "fórnađ" manni og Róbert sýndi mikinn stöđu- og skákskilning međ sigri sínum á ţriđja borđi. Ţegar á reyndi hefđi einn vinningur ţurft ađ nást til viđbótar gegn Norđmönnum og litlu mátti muna. Engu ađ síđur frábćr árangur hjá Álfhólsskóla sem náđi medalínu ţriđja áriđ í röđ á ţessu móti!

Lokastađan

  1. Noregur 15,5 v.
  2. Álfhólsskóli 13,5 v.
  3. Danmörk 12,5
  4. Rimaskóli 10 v.
  5. Svíţjóđ 8,5
  6. Finnland 0 v.

P1020822Ađstćđur á Hótel Selfossi voru mjög góđar og mikil ánćgja hinna erlendu keppenda međ góđar ađstćđur. Ţađ er ljóst ađ Hótel Selfoss er frábćr skákstađur og líklegt ađ framhald verđi á frekara mótahaldi ţar í haust á vegum SÍ.

Í gćr tók hópurinn ţátt á í skákmóti á Fischer-setrinu í umsjón Skákfélags Selfoss og nágrennis og hluti hópsins fór Gullna hringinn. 

Skákstjórn önnuđust Steinţór Baldursson, Gunnar Björnsson og Stefán Steingrímur Bergsson. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 138
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 308
  • Frá upphafi: 8780001

Annađ

  • Innlit í dag: 106
  • Innlit sl. viku: 193
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 101

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband