Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2014

Skákţáttur Morgunblađsins: Merkur brautryđjandi

Cebalo - Vasjúkov

33283.jpg( STÖĐUMYND )  

Hvítur leikur og vinnur

Á skákmóti á dögunum kom ţessi stađan upp milli reynsluboltanna Miso Cebalo frá Króatíu og Rússans Evgení Vasjúkov á Evrópumóti öldunga í Sibenik í Slóveníu. Ţessir tveir eru búnir ađ vera ađ í meira en 100 ár samanlagt en alltaf er eitthvađ nýtt ađ koma upp á skákborđinu. Ellefu leikri í flóknu afbrigđi hollenskrar varnar féllu ţannig: 

1. d4 f5 2. Bg5 g6 3. e3 Rh6 4. h4 Rf7 5. Bf4 d6 6. Rf3 Rd7 7. Bc4 Bg7 8. Bxf7+! Kxf7 9. Rg5+ Kf6 10. Rc3 c6 11. Df3 e5

sem leiddi til ţessarar stöđu lék Cebalo drottningunni beint í dauđann,

12. Dd5!!

Ţađ blasir viđ ađ ef 13. ... cxd5 kemur 14. Rxd5 mát. Vasjúkov varđ ađ verja d6, e6 og f7 og lék 

12. ... De7

en eftir 

13. Rxh7+! gafst hann upp ţví ađ 14. ... Hxh7 er svarađ međ 15. Bg5 mát.

Birgir Sigurđsson

Birgir Sigurđsson heiđursfélagi  Skáksambands Íslands, sem féll frá ţann 22. apríl sl. 87 ára gamall,  hefđi haft gaman ađ ţessari leikléttu. Frá 1954 og fram á sjöunda áratuginn gaf hann út,  prentađi og skrifađi ađ stórum hluta skáksögu Íslendinga ţegar kynslóđ Friđriks Ólafssonar, Inga R. Jóhannssonar, Guđmundar Pálmasonar, Ingvars Ásmundssonar, Gunnars Gunnarssonar, Jóns Pálssonar,Ţóris Ólafssonar, Sveins Kristinssonar, Arinbjörns Guđmundssonar og Freysteins Ţorbergssonar svo nokkrir séu nefndir voru ađ hasla sér völl á sjötta áratug síđustu aldar. Tímaritiđ Skák er besta heimildin sem viđ höfum í dag um ţessa tíma og ţar vann Birgir mikiđ brautryđjendastarfs. Ţegar hann var búinn ađ gefa tímaritiđ út  fyrir eigin reikning í tćplega 10 ár seldi hann ţađ ungum fullhuga Jóhann i Ţór Jónsyni. Birgir starfađi áfram hjá Jóhanni sem prentari en ţegar Jóhann féll frá voriđ 1999 hćtti ţessi merka starfssemi en ţá höfđu ţeir félagar stađiđ vaktina í meira en 40 ár og stađiđ fyrir mikilli útgáfu skákbóka og ýmsu öđru prentverki á vegum Skákprents. Birgir var glađsinna, jákvćđur og skemmtilegur félagi og framlag hans til vaxtar og viđgangs skáklistarinnar hér á landi var og er afar mikilvćgt.

Hann var sjálfur ágćtur skákmađur og síđustu ćviárin lét hann til taka sinn taka á hinum fjöruga skákvettvangi eldri borgara og vitnađi stundum brosandi í frásögn af keppni I. flokks á Skákţingi Norđurlanda áriđ 1950 sem fram fór í Ţjóđminjasafninu. Ţar varđ hann efstur ásamt Ţóri Ólafssyni:

"Birgir er einnig hinn efnilegasti skákmađur, "

stóđ skrifađ í Skákritinu. Ađ sumu leyti má segja ađ hann hafi látiđ stađar numiđ viđ ţessa umsögn og gerđist athugull áhorfandi og skrásetjari fjölmargra merkra skákviđburđa sjötta áratugar síđustu aldar.    

Sćvar öđlingameistari - Hjörvar vinnur á Wow-air mótinu 

Sćvar Bjarnason og Ögmundur Kristinsson urđu jafnir og efstir á öđlingamótinu sem lauk í vikunni.Sćvar Bjarnason, sigurvegari mótsins   ESE 6.5.2014 16 40 38 Ţeir hlutu báđir 6 vinninga af sjö mögulegum. Sćvar telst sigurvegari mótsins vegna betri stigatölu en reikna ţurfti tvisvar til ađ útkljá  ţau mál.

Á sama tíma hefur Hjörvar Steinn Grétarsson haldiđ uppteknum hćtti á Wow-air móti Taflfélags Reykjavíkur. Hann hefur unniđ allar skákir sínar sex ađ tölu, síđast vann hann Guđmund Kjartansson. Í 2. - 3. sćti koma Hannes Hlífar Stefánsson og Dagur Ragnarsson međ 4 vinninga. Mótinu lýkur á mánudaginn.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laguardagsmogganum, 17. maí 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Hannes og Hjörvar efstir á Íslandsmótinu í skák

P1010555Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson eru efstir og jafnir međ 2˝ vinning ađ lokinni ţriđju umferđ Íslandsmótsins í skák sem fram fór í dag. Hannes gerđi jafntefli viđ Braga Ţorfinnsson en Hjörvar vann Einar Hjalta Jensson í mikilli maraţonskák (100 leikir). Bragi er í 3.-5. sćti međ 2 vinninga ásamt Henrik Danielsen, sem vann Helga Áss Grétarsson í gríđarlega spennandi, og Guđmundi Kjartanssyni sem vann nafna sinn Gíslason. Ţröstur Ţórhallsson vann Héđin Steingrímsson.

Stöđu mótsins má finna á Chess-Results.

Fjórđa umferđ fer fram á morgun. Ţá mćtast Hannes og Hjörvar sem og Bragi og Henrik.P1010573

Áskorendaflokkur:

Sigurđur Dađi Sigfússon, Sćvar Bjarnason og Magnús Teitsson eru efstir međ fullt hús vinninga. 

Íslandsmót kvenna

P1010577Íslandsmót kvenna er hluti af áskorendaflokknum. Lenka Ptácníková er efst međ 2˝ vinning. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir koma nćstar međ 2 vinninga.

Bćtt verđur viđ fréttina síđar í kvöld.

 

Hjörvar Steinn talinn líklegastur til sigurs af íslenskum skákáhugamönnum

106 manns manns tóku ţátt í getrauninni um lokaröđ keppenda Íslandsmótsins í skák. Ţátttakendur töldu Hjörvar Stein Grétarsson langlíklegastan til sigurs á mótinu en ţađ gerđu 60 manns eđa um 57% ţátttakenda. Spá íslenskra skákmanna um fimm efstu sćtin er annars sem hér segir:

  1. Hjörvar Steinn Grétarsson 60 atkvćđi í 1. sćti (102 samtals)
  2. Hannes Hlífar Stefánsson 70 atkvćđi í 1.-2. sćti (101 samtals)
  3. Héđinn Steingrímsson 65 atkvćđi í 1.-3. sćti (91 talsins)
  4. Henrik Danielsen 48 atkvćđi í 1.-4. sćti (82 talsins)
  5. Bragi Ţorfinnsson 57 atkvćđi í 1.-5. sćti (57 talsins)

Birt verđur röđ efstu ţátttakenda í getrauninni eftir hverja umferđ.

Fyrsta verđlaun verđur 15.000 kr. úttekt í Hereford-steikhúsi en ađ auki verđa verđlaun frá Gullöldinni, Sögum útgáfum og 12 tónum.

Dregiđ verđur á milli ţátttakenda fái ţeir jafn mörg stig.


Ţriđja umferđ Íslandsmótsins í skák hafin

P1010569Ţriđja umferđ Íslandsmótsins í skák er rétt nýhafin en hún hófst kl. 13. Ađalviđureign hennar er skák Braga Ţorfinnssonar, sem er í 2.-3. sćti međ 1,5 vinning og forystumannsins, hins tólffalda Íslandsmeistara í skák, Hannesar Hlífars Stefánssonar, sem er sá eini sem hefur unniđ báđar skákir.

Á skákstađ er frábćrar ađstćđur fyrir skákmenn. Ţar er P1010586skjár ţar sem hćgt er ađ fylgjast međ skákum umferđarinnar. 

Viđureignir dagsins

  • Bragi (1,5) - Hannes (2)
  • Hjörvar (1,5) - Einar Hjalti (0,5)
  • Helgi Áss (1) - Henrik (1)
  • Guđmundur G (0,5) - Guđmundur K (1)
  • Héđinn (1) - Ţröstur (0)

 



Skákgetraunin - skilafrestur rennur út kl. 13

Nú fer senn ađ loka getraun fyrir Íslandsmótiđ í skák. Ţar geta áhugasamir spáđ fyrir um röđ fimm efstu keppenda mótsins. Vegna breytinga á keppendalista mótsins hefur skilafrestur veriđ lengdur til upphafs ţriđju umferđar á sunnudag kl. 13. Ţeir sem hafa ţegar skilađ inn svörum geta skilađ inn nýjum svörum. Skili sami ađili inn fleiri enn einni einni spá - verđur nýjasta spáin sú gilda.

Veitt eru 5 stig fyrir rétt efsta sćti, 4 stig fyrir rétt annađ sćti og svo koll af kolli. Séu menn jafnir í sćtum ađ vinningum (t.d. 2.-3. sćti) er nćgjanlegt ađ giska á annađ hvort sćti hjá viđkomandi til ađ fá rétt svar.

Fjöldi verđlauna verđa í bođi. Međal annars 15.000 kr. úttekt á Hereford-steikhúsi. Ađrir ađilar sem gefa verđlaun eru Gullöldin, 12 tónar og Sögur útgáfa.

Viđ upphaf ţriđju umferđar verđur birt samantekt spádómsgáfu skákmanna, ţ.e. líklegasta lokaröđ keppenda ađ mati íslenskra skákáhugamanna.

Uppfćrđ stađa í getrauninni verđur svo birt viđ lok hverrar umferđar.

Hafi menn nefnt Björn og Stefán í sínum spáum - og ekki skilađ inn nýrri spá - verđur notast viđ nöfn stađgengla ţeirra í mótinu, ţ.e. Guđmundar Gíslasonar (fyrir Björn) og Einars Hjalta (fyrir Stefán)

Getraunin fer fram hér.


Ađalfundur TR fer fram 2. júní

Ađalfundur Taflfélags Reykjavíkur verđur haldinn mánudaginn 2. júní 2014 kl. 20 í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12.

Dagskrá fundarins er venjuleg ađalfundarstörf.

Stjórn T.R.


Hannes efstur á Íslandsmótinu í skák

Hannes Hlífar og Helgi ÁssStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson er efstur međ fullt hús ađ lokinni annarri umferđ Íslandsmótsins í skák sem fram fór í dag. Hannes vann Helga Áss Grétarsson. Hjörvar Steinn Grétarsson vann Ţröst Ţórhallsson og er í 2.-3. sćti ásamt Braga Ţorfinnsson sem gerđi jafntefli viđ Einar Hjalta Jensson.

Guđmundur Gíslason hélt jafntefli međ mikilli seiglu gegnHjörvar og Ţröstur viđ upphaf skákar Henrik Danielsen og Guđmundur Kjartansson og Héđinn Steingrímsson gerđu jafntefli í hörkuskák.

Ţriđja umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 13. Ţá mćtast međal annars Bragi og Hannes, og Hjörvar og Einar Hjalti.

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.

Áskorendaflokkur:

Davíđ og TinnaNíu skákmenn hafa enn fullt hús áskorendaflokki. Flest úrslit dagsins voru hefđbundin ţ.e. hinir stighćrri unnu hina stigalćgri. Ţó má nefna ađ Ingvar Örn Birgisson (1884) gerđi jafntefli viđ Lenku Ptácníková (2267), Hilmir Freyr Heimisson (1810) viđ Oliver Aron Jóhannesson (2157) og Erlingur Atli Pálmarsson (1343) viđ Gauta Pál Jónsson (1662).

Stöđu mótsins má finna á Chess-Results.


Íslandsmót kvenna

Íslandsmót kvenna er hluti af áskorendaflokki. Ţar er Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1982) međ Lenka og Ingvar Ţórfullt hús en Lenka er önnur međ 1,5 vinning.  

Skákir annarrar umferđar, innslegnar af Kjartani Maack, fylgja međ sem viđhengi.



Önnur umferđ Íslandsmótsins í skák hafin

P1010541Önnur umferđ Íslandsmótsins í skák er rétt nýhafin en hún hófst kl. 13. Ađalviđureign hennar er ótvírćtt heimsmeistaranna fyrrverandi, Hannesar Hlífars og Helga Áss. Međal annarra viđureigna má nefna skák stórmeistaranna Ţrastar og Hjörvars.



Skákir fyrstu umferđar

Tveir leikreyndustu skákmenn landsins: Sćvar og GylfiKjartan Maack hefur slegiđ inn skákir 2. umferđar. Ţćr fylgja međ sem viđhengi.

Hannes, Helgi Áss og Bragi unnu í fyrstu umferđ

Bragi vann ŢröstStórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétarsson og alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson unnu sínar skákir í fyrstu umferđ Íslandsmótsins í skák sem fram fór í kvöld. Hannes vann Guđmund Gíslason, Helgi Áss hafđi betur gegn Einari Hjalti Jenssyni og Bragi Ţorfinnsson hefndi ófaranna gegn Ţresti Ţórhallsyni frá í hitteđfyrra.

Skákum Hjörvar Steins Grétarssonar og Héđins Guđmundur og HannesSteingrímssonar og Henriks Danielsen og Guđmundar Kjartanssonar lauk međ jafntefli.

Önnur umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 13. Ţá mćtast međal annars Hannes Hlífar og Helgi Áss.

Öll úrsli í áskorendaflokki urđu "hefđbundin" ţ.e. ađ hinn stigahćrri vann hinn stigalćgri. 

Umferđin á morgun hefst kl. 13.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 8765556

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 123
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband