Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2014

Undanrásir fyrir Reykjavik Open Barna Blitz halda áfram í dag

Ţriđja undankeppni Barna Blitz verđur mánudaginn 3. mars kl. 13. Hún verđur haldin í Rimaskóla. Allir ţátttakendur fá mjólk og ókeypis bollu í skákhléi. Teflt er í hátíđarsal Rimaskóla á neđri hćđ og gengiđ er inn um ađalsal.

Fjórđu og síđustu undanrásir Reykjavk Barna Blitz fara svo fram í Hörpu föstudaginn 7. mars klukkan 14:30. Mótiđ er opiđ skákmönnum fćddum 2001 og síđar.

Tefldar verđa fimm umferđir međ fimm mínútna umhugsunartíma. Tveir efstu komast í úrslitin sem verđa tefld degi síđar.

Skráning í stefan@skakakademia.is fyrir fimmtudaginn 6. mars. Ekki verđur hćgt ađ skrá sig á stađnum.

Fjórir skákmenn eru ţegar komnir í undarnúrslit. Ţađ eru Vignir Vatnar Stefánsson, Guđmundur Agnar Bragason, Hilmir Freyr Heimisson og Bjarki Arnaldarson.


Skákţáttur Morgunblađsins: Ísland Norđurlandameistari í skólaskák

Norđurlandameistarar í skólaskákNorđurlandamóti barna og unglinga, sem fram fer ár hvert, er skipt upp í fimm aldursflokka og ţjóđirnar eiga tvo keppendur í hverjum flokki ţar sem tefldar eru sex umferđir eftir svissneska kerfinu. Samanlagđir vinningar ákvarđa síđan lokaniđurstöđuna hvađ varđar keppni milli ţjóđanna. Viđ unnum ţessa keppni í fyrra ţegar hún fór fram í Bifröst í Borgarfirđi og vörđum titilinn í ár. Danir settu mikinn metnađ í ađ vinna keppnina í ár - en ţađ tókst ekki. Viđ héldum forystunni frá upphafi en naumt var ţađ í lokin. Lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. Ísland 35 ˝ v. 2. Danmörk 34 v. 3. Svíţjóđ 33 v. 4. Noregur 32 ˝ v. 5. Finnland 30 v. 6. Fćreyjar 15 v.

Íslenski hópurinn var ađ mestu skipađur ţeim sömu og í fyrra: Mikhael Jóhann Karlsson og Nökkvi Sverrisson tefldu í A-flokki, Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson í B-flokki, Jón Kristinn Ţorgeirsson og Dawid Kolka í C-flokki, Hilmir Freyr Heimisson og Felix Steinţórsson í D-flokki og Vignir Vatnar Stefánsson og Mikhael Kravchuk í E-flokki.

Íslendingar unnu til verđlauna í öllum flokkum, Jón Kristinn og Vignir Vatnar fengu silfur, Hilmir Freyr, Dagur og Nökkvi brons. Viđ höfum yfirleitt tekiđ gull í a.m.k. einum flokki og lengi vel áttu Vignir Vatnar, Jón Kristinn og Mikhael Jóhann Karlsson möguleika á ţví ađ landa sigri í sínum flokkum en andstćđingar Vignis Vatnars tefldu stíft upp á jafntefli. Frammistađa Jóns Kristins, sem er 14 ára, er aldeilis frábćr; á dögunum varđ hann Skákmeistari Akureyrar, sá yngsti í sögunni.

Hilmir Freyr Heimisson hlaut 4 vinninga en sigur hans yfir dönskum andstćđingi í lokaumferđinni var afar mikilvćgur, ţví eins og mál ţróuđust hefđu Danir unniđ flokkakeppnina međ sigri í ţeirri skák. Miklar sviptingar og óbilandi bjartsýni einkenndu skákir Hilmis:

g7ls1uj1.jpgSjá stöđumynd 1

Hilmir Freyr - Arun Ananthan

Hilmir hafđi ekki teflt byrjunina nćgilega vel, tapađi peđi, gaf síđan skiptamun fyrir „spil" en stađan er samt erfiđ og beinast liggur viđ ađ berjast áfram međ 31. Rb5. Hann lék hinsvegar:

31. Rf5+?! gxf5 32. Bxf5

Nú vonađist Hilmir eftir „traustum" varnarleik, 32. ... De7 sem hann hugđist svara međ 33. Dh6+!! Kxh6 34. Rg4+ Kgf7 (eđa 34. .. Kg5 35. f4 mát) 35. Hh7+ Kg8 36. Rh6 mát. En svartur fann bestu vörnina og lék ...

32. ... Rg6!

Hvíta stađan er töpuđ en baráttan hélt áfram og Hilmir var ekkert á ţví ađ „kasta inn handklćđinu". Eftir 42 leiki kom ţessi stađa upp:

Ekki er ástandiđ björgulegt en mikil taugaspenna enda sigur Íslands eđa Dannmerkur undir. Svartur lék...

g7ls1uj5.jpg42. ... Dd7??

og Hilmir kom samstundis međ:

43. f6+!

Drottningin á d7 fellur og svartur gafst upp.

Keppnin fór fram viđ frábćrar ađstćđur í Legolandi í Billund. Danir eiga mikinn heiđur skiliđ fyrir bestu ađstćđur sem bođiđ hefur veriđ uppá í ţessari keppni. Fyrir mótiđ gaf Tuborg 25 tölvusýningarborđ og voru allar skákirnar sýndar í beinni útsendingu. Skólaskáksamband Danmerkur sá um framkvćmdina en lítiđ samband er milli ţess og danska skáksambandsins. Athygli vakti ađ öflugustu stórmeistarar Dana, Curt Hansen og Peter Heine Nielsen, höfđu hlutverkum ađ gegna á skákstađ en samband ţeirra viđ danska skáksambandiđ hefur löngum veriđ stirt.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 23. febrúar 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


N1 Reykjavíkurskákmótiđ hefst á ţriđjudag - 50 ára afmćlismót - Helgi Ólafsson tekur ţátt

  • Kasparov kemur
  • Metţátttaka
  • Helgi Ól tekur ţátt
  • Ofurstórmeistarar
  • Undrabörn
  • Gamlar hetjur

Helgi Ólafsson  hrađskákmeistari Íslands 2013   ESE 2013 14.12.2013 15 44 49 14.12.2013 15 44 49.2013 15 44 49Fyrsta Reykjavíkurskákmótiđ fór fram 1964 í Lídó og fagnar mótiđ ţví hálfrar aldar afmćli í ár. N1 Reykjavíkurskákmótiđ er elsta hátíđin sem kennd er viđ höfuđborgina og reyndar ein elsta skákhátíđ heims sem enn er haldin reglulega. N1 Reykjavíkurskákmótiđ nýtur mikillar virđingar um allan heim og var til ađ mynda valiđ ţriđja besta opna skákmótiđ áriđ 2012, en alţjóđleg skákmót skipta hundruđum ef ekki ţúsundum ár hvert.

N1 Reykjavíkurskákmótiđ nú fer fram í Hörpu dagana 4.-12. Kasparovmars. Í tilefni afmćlisins verđur mótiđ nú um margt sérstakt. Heiđursgestur verđur sterkasti skákmađur allra tíma, Garry Kasparov, sem verđur á landinu 9.-11. mars nćstkomandi. Hann mun međal annars heimsćkja leiđi Bobby Fischer, á 71. fćđingardegi Fischers, 9. mars, og mun árita bćkur fyrir skákáhugamenn í Hörpu hinn 10. mars. Kasparov er í frambođi sem nćsti forseti FIDE - alţjóđlega skáksambandsins. Útsendingar á netinu frá mótinu verđa betri og flottari en nokkru sinni fyrr.  

Metţátttaka verđur á mótinu. Gera má ráđ fyrir ađ keppendur verđi á bilinu 260-270, frá um 45 löndum, en í fyrra voru ţeir 227 talsins, sem ţá var met! Međal keppenda eru 27 stórmeistarar og 30 alţjóđlegir meistarar. Um 70% keppenda mótsins koma ađ utan og ţar eru Norđmenn (28), Ţjóđverjar (26) og Bandaríkjamenn (16) fjölmennastir.

NaiditschMargir sterkir skákmeistarar eru međal keppenda. Stigahćstur keppenda er ţýski stórmeistarinn Arkadij Naiditsch međ 2706 skákstig. Sá er af lettneskum uppruna en leiddi ţýska landsliđiđ til afar óvćnts sigur á EM landsliđa 2011 og er fastagestur á ofurmótum. Nćststigahćstur keppenda er kínverski landsliđsmađurinn Chao Li međ 2700 skákstig. Kínverska landsliđiđ er eitt ţađ sterkasta í heimi og hlaut brons á síđasta Ólympíuskákmóti. Chao Li er ákaflega skemmtilegur skákmađur.

N1 Reykjavíkurskákmótiđ hefur ávallt státađ af efnilegum Rapportskákmönnum, svo er einnig nú. Ţar má nefna Richard Rapport, 17 ára Ungverja sem er ekki ađeins efnilegur heldur fjórđi stigahćsti keppandi mótsins. Richard ţessi náđi ţví ađ verđa sá sjötti yngsti í sögunni til ţess ađ hampa stórmeistaranafnbótinni, en ţví náđi hann ađeins 13 ára. Hann teflir ákaflega fjörlega og frumlega og vakti gríđarlega athygli á ofurmótinu í Wijk aan Zee nýlega, ţar sem hann vann međal annars Boris Gelfand.

Henrik teflir viđ BassemMeđal annarra ofurstórmeistara má nefna Egyptann Bassim Amin, sem var međal sigurvegara í fyrra, og Rússann Mikhail Kobalia, sem er yfirţjálfari rússneska unglingalandsliđsins og verđur međ fyrirlestur hérlendis um skákţjálfun.

Margir ađrir áhugaverđir keppendur eru međal ţátttakendaSarasadat Khademalsharieh. Tveir koma alla leiđina frá Íran. Annar ţeirra, Pouya Idani, varđ heimsmeistari 18 ára og yngri í fyrra. Sá sigur vakti mikla athygli enda var Íraninn ađeins 20. stigahćsti keppandi mótsins. Einnig kemur frá Íran landsliđs- konan Sarasadat Khademalsharieh sem er stórmeistari kvenna og fyrrum heimsmeistari stúlkna 12 ára og yngri

Awonder LiangHelsta undrabarn mótsins er hins vegar hinn 10 ára Awonder Liang. Sá er heimsmeistari 10 ára og yngri og varđ jafnframt heimsmeistari 8 ára og yngri. Hann er sá yngsti í sögunni sem hefur unniđ alţjóđlegan meistara í langri skák, ţegar hann var 9 ára, og jafnframt sá yngsti sem hefur unniđ stórmeistara, en ţá var hann 10 ára! Menn skulu leggja nafn hans á minniđ og fylgjast vel međ ţessum unga meistara, sem margir telja líklegt ofurstórmeistaraefni. Hann er á forsíđu nýjasta tölublađs Chess Life Magazine.

Gamlar stjörnur láta sig ekki vanta. Ber ţar hćst ţátttöku Walter Walther BrowneBrowne, sem sigrađi á mótinu 1978, einu sterkasta Reykjavíkurskákmót sögunnar. Browne ţótti hafa ákaflega fjörlega framkomu og margir minnast hamagangs í tímahraki nokkurra viđureigna hans frá fyrri Reykjavíkurmótum.

Ađ sjálfsögđu eru margar sterkar skákkonur međal keppenda - nokkrar teljast til ţeirra sterkustu í heimi. Má ţar nefna indversku skákdrottninguna Tania Sadchev, sem sló í gegn fyrir frábćrar skákskýringar frá heimsmeistaraeinvígi Anand og Carlsen, en einnig bandarísku skákkonuna Irina Krush, sem er núverandi skákmeistari Bandaríkjanna sem eru eitt sterkasta skákland heims. Sterkar skákkonur koma svo frá löndum eins og Tania SadchevKasakstan og Íran.

Einn áhugaverđasti keppandi mótsins er ekki međal ţeirra stigahćstu. Um er ađ rćđa Elihaj Emjong sem kemur alla leiđina frá Úganda. Hann er sterkasti skákmađur lands síns og núverandi skákmeistari Vestur-Afríku. Einnig má nefna ađ međal keppenda verđur Henrik Carlsen en sá er fađir heimsmeistarans Magnusar Carlsen en teflir hér fyrst og Elihaj Emjongfremst ánćgjunnar vegna. 

Heimavarnarliđiđ lćtur sig ekki vanta. Helgi Ólafsson tekur ţátt í sínu fyrsta Reykjavíkurskákmóti í einu 10 ár! Ađ öđru leyti ber ađ sjálfsögđu hćst ţátttaka Hannesar Hlífars Stefánssonar, sem er í senn sigursćlasti skákmađur Reykjavíkurskákmótanna og tólffaldur Íslandsmeistari í skák. Međal annarra keppenda eru stórmeistararnir Hjörvar Steinn GrétarssonHenrik DanielsenStefán Kristjánsson og Ţröstur Ţórhallsson

Páll G. Jónsson (80)   ese 1.10.2013 06 19 08Og svo má ekki gleyma hinum hefđbundna skákáhugamanni sem eru á öllum aldri. Má ţar nefna ađ međal keppenda eru Páll G. Jónsson (fćddur 1933), og er elstur keppenda, og Óskar Víking Davíđsson Óskar Víkingur Davíđssonog Robert Luu (fćddir 2005) og eru yngstir keppenda. Aldursmunurinn er 72 ár! Segja má međ sanni ađ skákin brúar bil!

Sérstakar ţakkir fá helstu styrktarađilar mótsins sem gera ţessa skákhátíđ mögulega. Má ţar sérstaklega nefna N1, Reykjavíkurborg og Icelandair.

Mótiđ hefst međ setningarathöfn í Hörpu 4. mars kl. 16 en sjálft mótiđ hefst kl. 16:30.


Víkingaklúbburinn Íslandsmeistari skákfélaga

Víkingaklúbburinn varđ fyrr í kvöld öruggur Íslandsmeistari skákfélaga eftir stórsigur á b-sveit Taflfélags Reykjavíkur í lokaumferđinni. Skákfélagiđ GM Hellir varđ í öđru sćti og Taflfélag Vestamannaeyja varđ í ţriđja sćti.  Skákfélag Reykjanesbćjar varđ sigurvegari annarar deildar, B-sveit Skákfélag Akureyrar sigrađi í ţriđju deild og b-sveit Skakfélags Reykjanesbćjar sigrađi í ţeirri fjórđu.

Verđlaunaafhending hefst kl. 22 í Billiardbarnum kl. 22.

Lokastađan í fyrstu deild:

  1. Víkingaklúbburinn 55 v.
  2. Skákfélagiđ GM Hellir 50,5 v.
  3. Taflfélag Vestmannaeyja 50 v.
  4. Taflfélag Bolungarvíkur 44,5 v
  5. Taflfélag Reykjavíkur 44 v.
  6. Skákfélag Akureyrar 37 v.
  7. Skákdeild Fjölnis 33,5 v.
  8. Skákfélagiđ GM Hellir b-sveit 25, v.
  9. Vinaskákfélagiđ 10 v. (2 stig)
  10. Taflfélag Reykjavíkur 10 v. (0 stig)

Mótstöflu má finna á Chess-Results

Röđ efstu liđa í 2. deild:

  1. Skákfélag Reykjanesbćjar 27 v.
  2. Skákfélag Íslands 25 v.
  3. Skákdeild Hauka 23,5 v.

C-sveit GM Hellis og b-sveit Taflfélags Vestmannaeyja féllu niđur í ţriđju deild.

Mótstöflu má finna á Chess-Results.

Röđ efstu liđa í ţriđju deild

  1. Skákfélag Akureyrar b-sveit
  2. Skákdeild KR
  3. Briddsfjelagiđ

Skáksamband Austurlands, b-sveit Skákdeildar KR og Skákfélags Sauđárkróks féllu niđur í fjórđu deidld.

Mótstöflu má finna á Chess-Results.

Röđ efstu liđa í fjórđu deild

  1. Skákfélag Reykjanesbćjar b-sveit
  2. Skákfélag Akureyrar c-sveit
  3. Skákfélag Akureyrar d-sveit 

Mótstöflu má finna á Chess-Results.

Nánar á morgun.


Víkingaklúbburinn efstur fyrir lokadag Íslandsmóts skákfélaga - ráđast úrslitin í fyrramáliđ?

Enn á ný tekur nýtt félag forystuna Íslandsmóti skákfélaga í MH. Eyjamenn voru efstir eftir fimm umferđir, GM-Hellismenn eftir sex umferđir. Ţađ var svo Víkingaklúbburinn sem náđi forystunni eftir sjöundu umferđ sem fram fór í kvöld í MH. Sveitin vann b-sveit GM Hellis 7-1 og náđi ţar međ hálfs vinnings forskoti á GM Hellir sem vann Skákfélag Akureyrar naumlega 5-3.

Eyjamenn unnu stórsigur, 8-0, á Vinaskákfélaginu og eru í ţriđja sćti, 1˝ vinningi á eftir GM Helli. Bolvíkingar eru í fjórđa sćti eftir stórsigur, 8-0 á b-sveit Taflfélags Reykjavíkur, öđrum 1˝ vinningi á eftir Eyjamönnum.

Ţađ er engin smá umferđ á morgun en ţá mćtast fjórar efstu sveitirnar innbyrđis. Víkingaklúbburinn teflir viđ Bolvíkinga og GM-Hellismenn tefla viđ Eyjamenn.

Úrslit sjöundu umferđar má nálgast á Chess-Results.

Stađan í fyrstu deild

  1. Víkingaklúbburinn 41˝ v.
  2. Skákfélagiđ GM Hellir 41 v.
  3. Taflfélag Vestmannaeyja 39˝ v.
  4. Taflfélag Bolungarvíkur 38 v.
  5. Taflfélag Reykjavíkur 34 v.
  6. Skákfélag Akureyrar 28˝ v.
  7. Skákdeild Fjölnis 23˝ v.
  8. GM Hellir b-sveit 17˝ v.
  9. Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 9˝ v.
  10. Vinaskákfélagiđ 7 v.

Mótstöflu má nálgast á Chess-Results.

Stađa efstu liđa í 2. deild:

  1. Skákfélag Reykjanesbćjar 18˝ v.
  2. Taflfélag Garđabćjar 18 v.
  3. Víkingaklúbburinn b-sveit 16 v.

Mótstöflu má nálgast á Chess-Results.

Stađa efstu liđa í 3. deild:

  1. Skákdeild KR 9 stig
  2. Skákfélag Akureyrar 8 stig (21 v.)
  3. Taflfélag Reykjavíkur 7 stig (16 v.)
  4. Briddsfjelagiđ 7 stig (15˝ v.) 

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.

Stađa efstu liđa í 4. deild:

  1. Skákfélag Reykjanesbćjar b-sveit 10 stig
  2. Skákfélag Akureyar c-sveit 8 stig
  3. Skákdeild Fjölnis 6 stig (19˝ v.) 
  4. Skákfélag Akureyrar d-sveit 6 stig (19˝ v.)

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.

Mótinu lýkur á morgun (laugardag) međ tveimur síđustu umferđunum. Sú fyrri fer fram á milli 11-15 og sú síđari á milli 17-21.

Íslandsmót skákfélaga er stćrsta einstaka mót hvers árs á Ísland. Í ár tefla 308 skákmenn í hverri umferđ, allt frá sex ára til ríflega áttrćđs. Í keppninni tefla nánast allir sterkustu skákmenn landsins, erlendir sterkir stórmeistarar, sterkustu skákkonur landsins auk hins almenna skákáhugamanns í stórum stíl.


« Fyrri síđa

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 8780629

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband