Bloggfćrslur mánađarins, mars 2014
5.3.2014 | 16:20
N1 Reykjavíkurskákmótiđ: Hjörvar vann undrabarniđ
Nýjasti stórmeistari Íslendinga Hjörvar Steinn Grétarsson lét ekki hiđ 10 ára undrabarn Awonder Liang stöđva sig og vann öruggan sigur međ hvítu í vel tefldri og snarpri skák. Hjörvar hefur 2 vinninga ásamt 33 öđrum keppendum. Auk Hjörvars hafa Guđmundur Kjartansson, Björn Ţorfinnsson, Dagur Arngrímsson og Henrik Danielsen fullt hús vinninga.
Lenka Ptácníková og Sigurđur Páll Steindórsson náđu bćđi eftirtektarverđum úrslitum, ţađ er gerđu jafntefli viđ stórmeistara.
Umferđin tafđist nokkuđ í dag ţar sem brunavarnarkerfiđ fór í gang í Hörpu međ tilheyrandi látum. Ţurftu skákmennirnir ađ yfirgefa salinn í um hálftíma áđur en taflmennska hélt áfram. Vegna ţess seinkar ţriđju umferđ um hálftíma og hefst kl. 17:00.
Ţá teflir Guđmundur viđ ofurstórmeistarann Richard Rapport, Björn viđ hollenska stórmeistarann Robin Van Kampen.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2014 | 00:31
Hjörvar mćtir 10 ára undrabarni kl. 9:30 á N1 Reykjavíkurskákmótinu
Framundan er stór dagur á N1 Reykjavíkurskákmótinu. Tvćr umferđir í dag! Fyrri umferđ dagsins er kl. 9:30. Ađalskák umferđarinnar er skák nýjasta stórmeistara Íslendinga Hjörvars Steins Grétarssonar sem mćtir bandaríska undrabarninu Awonder Liang. Sá er heimsmeistari 10 ára og yngri og er sá yngsti í skáksögunni sem sigrađ hefur stórmeistara en ţađ gerđi hann ađeins 9 ára!
Rétt er ađ benda á ţráđbeinar skákskýringar frá skákstađ í umsjón Ingvars Ţórs Jóhannessonar og fleiri á Internetinu. Án efa verđur skák Hjörvar og Liangs ţar í ađalhlutverki.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2014 | 00:16
Oliver Aron skákmeistari Rimaskóla 2014. Mykael og Nansý komust í úrslit á Barna-blitz
Skákmót Rimaskóla var haldiđ í 21. skipti í hátíđarsal skólans og bar ađ ţessu sinni upp á bolludag. Líkt og í fyrra var mótiđ opiđ öllum skákkrökkum á grunnskólaaldri og teflt um titilinn Skákmeistari Rimaskóla 2014. Einnig var teflt um um tvö laus sćti í úrslitum á Barna-blitz mótinu, en úrslit ţess móts ráđast Hörpunni n.k. laugardag. Ţađ voru tćplega 70 krakkar sem tóku ţátt í veglegu skákmóti ţar sem öllum ţátttakendum var bođiđ upp á rjómabollu í tilefni dagsins og veitt 20 verđlaun. Međal keppenda voru allir sterkustu skákmenn Rimaskóla auk ţess sem skákmeistarar úr Álfhólsskóla og Ölduselsskóla mćttu til leiks og gerđu mótiđ mun sterkara. Oliver Aron Jóhannesson í 10. bekk Rimaskóla vann mótiđ örugglega enda langhćstur allra ţátttakenda á stigum (2200). Oliver Aron sem varđ núna skákmeistari Rimaskóla ţriđja áriđ í röđ vann allar sínar sex skákir. Í nćstu sćtum međ 5 vinninga voru ţau Mykael Kravchuk Ölduselsskóla, Nansý Davíđsdóttir, Joshua Davíđsson og Jóhann Arnar Finnsson Rimaskóla og ţeir Felix Steinţórsson og Dawid Kolka Álfhólsskóla. Önnur í stúlknaflokki á eftir Nansý varđ Heiđrún Hauksdóttir Rimaskóla og Tinna Björk Rögnvaldsdóttir í Rimaskóla varđ ţriđja, báđar međ 3 vinninga.
Í keppninni um tvö laus sćti í úrslitum á Barna-blitz urđu ţau Mykael og Nansý efst og voru stigamun á undan Felix og Joshua, en öll fengu ţau 5 vinninga á mótinu.
Mótsstjóri var Stefán Bergsson og afhenti hann Oliver Aroni farandbikar skólans til varđveislu nćsta áriđ. Ađeins Hjörvar Steinn Grétarsson hefur oftar orđiđ skákmeistari Rimaskóla en stórmeistarinn nýkrýndi varđ skólameistari í sjö ár. Alls voru veitt 20 verđlaun, pítsur, bíómiđar og sćlgćtispokar.
5.3.2014 | 00:11
Ingimar Halldórsson sterkastur í Stangarhyl
Ţađ mćttu tuttugu og sjö höfđingjar til leiks í gćr hjá Ásum. Ingimar Halldórsson var öruggastur og leyfđi ađeins eitt jafntefli, ţađ var viđ Björgvin Víglundsson sem er nú oftast nćr efstur. Björgvin tapađi einni skák í dag, og gerđi tvö jafntefli og varđ í öđru sćti. Ţađ var Valdimar Ásmundsson sem vann ţađ afrek ađ vinna kappann. Stefán Ţormar varđ svo í ţriđja sćti međ sjö og hálfan vinning. Valdimar kom svo í fjórđa međ sjö vinninga
Oftast eru ţetta sömu mennirnir sem rađa sér í tíu efstu sćtin en ţó kemur ţađ nú fyrir ađ einhverjir af minni spá mönnunum skjótast upp í topp tíu hópinn.

N1 Reykjavíkurskákmótiđ - 50 ára afmćlismót Reykjavíkurskákmótsins hófst í dag í Hörpu. KK flutti tónlistaratriđi viđ setningu mótsins, Eggert Benedikt Guđmundsson, forstjóri N1, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráđherra og Dagur B. Eggertsson, formađur borgarráđs héldu rćđur. Dagur setti svo mótiđ međ orđunum "Reykjavik Open has been opened" og lék fyrsta leikinn í skák ţýska landsliđmannsins Arkedij Naiditch og Guđlaugar Ţorsteinsdóttur, 1. e2-24. Veislan var hafin.
Alls taka 254 skákmenn ţátt í mótinu nú sem er metţátttaka. Í fyrra voru ţeir 227 svo fjölgunin er umtalsverđ. Ţessir keppendur eru frá 35 löndum. 28 stórmeistarar taka ţátt og 24 alţjóđlegir meistarar. Íslendingarnir eru 99. Norđmenn eru fjölmennastir gestanna međ 28 skákmenn. Ţeirra á međal er "áhugamađurinn" Henrik Carlsen, fađir Magnúsar heimsmeistara. Nćstir eru Ţjóđverjar međ 25 keppendur.
Sumir keppendur koma langt frá. Má ţar nefna Suđur-Afríku, Argentínu, Brasilíu, Indland og Kína.
Margir fátíđir gestir mćttu á mótiđ. Má ţar sérstaklega nefna Helga Ólafsson, sem teflir á sína fyrsta Reykjavíkurskákmóti í 10 ár, Walther Browne, sem sigrađi á mótinu 1978 sćllar minningar og Jón Kristinsson sem var međal keppanda á fyrsta mótinu fyrr hálfri öld síđar. Síđast tefldi Jón hins vegar á Reykjavíkurskakmóti áriđ 1974 eđa fyrir 40 árum síđan.
En ţađ ađ úrslitunum. Langflest úrslitin voru fyrirsjáanleg, ţađ er hinir stigahćrri unnu hina stigalćgri enda styrkleikamunurinn mikill í fyrstu umferđ svo stórra móta. En ekki vantađi samt óvćntu úrslitin og ţau óvćntustu nćstefsta borđi!
Kanadamađurinn Daniel Abrahams (2055) gerđi jafntefli viđ kínverska ofurstórmeistarann Chao Li (2700) en mjög sjaldgćft er ađ svo stigaháir menn geri jafntefli viđ svo stigalága menn.
Međal annarra óvćntra úrslita var ađ Jón Kristinn Ţorsteinsson (1883) gerđi jafntefli viđ norska alţjóđlega meistarann Maxim Devereaux (2345). Hinn 72 ára Karl Egill Steingrímsson (1663) sem teflir á sínu fyrsta alţjóđlega skákmóti gerđi jafntefli viđ Ţjóđverjann Sebastian Gueler (2208).
Landskonan Tinna Kristín Finnbogadóttir (1921) vann ungverska FIDE-meistarann Mate Bagi (2385). Önnur landsliđskona Elsa María Kristínardóttir (1822) gerđi jafntefli viđ áđurnefndan Jón Kristinsson.
Afar góđar ađstćđur eru á skákstađ. Góđar ađstćđur fyrir áhorfendur. Beinar útsendingar eru á netinu bćđi af skákum og skákskýringar í umsjón Ingvars Ţór Jóhannessonar.
Tvćr umferđir eru á morgun. Sú fyrri hefst kl. 9:30 og sú síđari kl. 16:30.
Heimasíđa N1 Reykjavíkurmótsins
Spil og leikir | Breytt 5.3.2014 kl. 00:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2014 | 08:37
N1 Reykjavíkurskákmótiđ hefst í dag - 50 ára afmćlismót - einn keppendanna tefldi á fyrsta mótinu
Fyrsta Reykjavíkurskákmótiđ fór fram 1964 í Lídó og fagnar mótiđ ţví hálfrar aldar afmćli í ár. N1 Reykjavíkurskákmótiđ er elsta hátíđin sem kennd er viđ höfuđborgina og reyndar ein elsta skákhátíđ heims sem enn er haldin reglulega. N1 Reykjavíkurskákmótiđ nýtur mikillar virđingar um allan heim og var til ađ mynda valiđ ţriđja besta opna skákmótiđ áriđ 2012, en alţjóđleg skákmót skipta hundruđum ef ekki ţúsundum ár hvert.
Á síđustu dögum hafa bćst viđ áhugaverđir keppendur. Má ţar sérstaklega nefna Helga Ólafsson sem nú tekur ţátt í fyrsta skipti í 10 ár og Jón Kristinsson, sem tefldi á fyrsta mótinu 1964 og mćtti ţar Mikhail Tal í fyrstu umferđ og tapađi í frćgri skák.
N1 Reykjavíkurskákmótiđ nú fer fram í Hörpu dagana 4.-12. mars. Í tilefni afmćlisins verđur mótiđ nú um margt sérstakt. Heiđursgestur verđur sterkasti skákmađur allra tíma, Garry Kasparov, sem verđur á landinu 9.-11. mars nćstkomandi. Hann mun međal annars heimsćkja leiđi Bobby Fischer, á 71. fćđingardegi Fischers, 9. mars, og mun árita bćkur fyrir skákáhugamenn í Hörpu hinn 10. mars. Kasparov er í frambođi sem nćsti forseti FIDE - alţjóđlega skáksambandsins. Útsendingar á netinu frá mótinu verđa betri og flottari en nokkru sinni fyrr.
Metţátttaka verđur á mótinu. Gera má ráđ fyrir ađ keppendur verđi á bilinu 260-270, frá um 45 löndum, en í fyrra voru ţeir 227 talsins, sem ţá var met! Međal keppenda eru 27 stórmeistarar og 30 alţjóđlegir meistarar. Um 70% keppenda mótsins koma ađ utan og ţar eru Norđmenn (28), Ţjóđverjar (26) og Bandaríkjamenn (16) fjölmennastir.
Margir sterkir skákmeistarar eru međal keppenda. Stigahćstur keppenda er ţýski stórmeistarinn Arkadij Naiditsch međ 2706 skákstig. Sá er af lettneskum uppruna en leiddi ţýska landsliđiđ til afar óvćnts sigur á EM landsliđa 2011 og er fastagestur á ofurmótum. Nćststigahćstur keppenda er kínverski landsliđsmađurinn Chao Li međ 2700 skákstig. Kínverska landsliđiđ er eitt ţađ sterkasta í heimi og hlaut brons á síđasta Ólympíuskákmóti. Chao Li er ákaflega skemmtilegur skákmađur.
N1 Reykjavíkurskákmótiđ hefur ávallt státađ af efnilegumskákmönnum, svo er einnig nú. Ţar má nefna Richard Rapport, 17 ára Ungverja sem er ekki ađeins efnilegur heldur fjórđi stigahćsti keppandi mótsins. Richard ţessi náđi ţví ađ verđa sá sjötti yngsti í sögunni til ţess ađ hampa stórmeistaranafnbótinni, en ţví náđi hann ađeins 13 ára. Hann teflir ákaflega fjörlega og frumlega og vakti gríđarlega athygli á ofurmótinu í Wijk aan Zee nýlega, ţar sem hann vann međal annars Boris Gelfand.
Međal annarra ofurstórmeistara má nefna Egyptann Bassim Amin, sem var međal sigurvegara í fyrra, og Rússann Mikhail Kobalia, sem er yfirţjálfari rússneska unglingalandsliđsins og verđur međ fyrirlestur hérlendis um skákţjálfun.
Margir ađrir áhugaverđir keppendur eru međal ţátttakenda. Tveir koma alla leiđina frá Íran. Annar ţeirra,Pouya Idani, varđ heimsmeistari 18 ára og yngri í fyrra. Sá sigur vakti mikla athygli enda var Íraninn ađeins 20. stigahćsti keppandi mótsins. Einnig kemur frá Íran landsliđs- konan Sarasadat Khademalsharieh sem er stórmeistari kvenna og fyrrum heimsmeistari stúlkna 12 ára og yngri
Helsta undrabarn mótsins er hins vegar hinn 10 ára Awonder Liang. Sá er heimsmeistari 10 ára og yngri og varđ jafnframt heimsmeistari 8 ára og yngri. Hann er sá yngsti í sögunni sem hefur unniđ alţjóđlegan meistara í langri skák, ţegar hann var 9 ára, og jafnframt sá yngsti sem hefur unniđ stórmeistara, en ţá var hann 10 ára! Menn skulu leggja nafn hans á minniđ og fylgjast vel međ ţessum unga meistara, sem margir telja líklegt ofurstórmeistaraefni. Hann er á forsíđu nýjasta tölublađs Chess Life Magazine.
Gamlar stjörnur láta sig ekki vanta. Ber ţar hćst ţátttöku WalterBrowne, sem sigrađi á mótinu 1978, einu sterkasta Reykjavíkurskákmót sögunnar. Browne ţótti hafa ákaflega fjörlega framkomu og margir minnast hamagangs í tímahraki nokkurra viđureigna hans frá fyrri Reykjavíkurmótum.
Ađ sjálfsögđu eru margar sterkar skákkonur međal keppenda - nokkrar teljast til ţeirra sterkustu í heimi. Má ţar nefna indversku skákdrottninguna Tania Sadchev, sem sló í gegn fyrir frábćrar skákskýringar frá heimsmeistaraeinvígi Anand og Carlsen, en einnig bandarísku skákkonuna Irina Krush, sem er núverandi skákmeistari Bandaríkjanna sem eru eitt sterkasta skákland heims. Sterkar skákkonur koma svo frá löndum eins og Kasakstan og Íran.
Einn áhugaverđasti keppandi mótsins er ekki međal ţeirra stigahćstu. Um er ađ rćđa Elihaj Emjong sem kemur alla leiđina frá Úganda. Hann er sterkasti skákmađur lands síns og núverandi skákmeistari Vestur-Afríku. Einnig má nefna ađ međal keppenda verđur Henrik Carlsen en sá er fađir heimsmeistarans Magnusar Carlsen en teflir hér fyrst og fremst ánćgjunnar vegna.
Heimavarnarliđiđ lćtur sig ekki vanta. Helgi Ólafsson tekur ţátt í sínu fyrsta Reykjavíkurskákmóti í einu 10 ár! Ađ öđru leyti ber ađ sjálfsögđu hćst ţátttaka Hannesar Hlífars Stefánssonar, sem er í senn sigursćlasti skákmađur Reykjavíkurskákmótanna og tólffaldur Íslandsmeistari í skák. Međal annarra keppenda eru stórmeistararnirHjörvar Steinn Grétarsson, Henrik Danielsen, Stefán Kristjánsson og Ţröstur Ţórhallsson.
Og svo má ekki gleyma hinum hefđbundna skákáhugamanni sem eru á öllum aldri. Má ţar nefna ađ međal keppenda eru Páll G. Jónsson (fćddur 1933), og er elstur keppenda, og Óskar Víking Davíđsson
og Robert Luu (fćddir 2005) og eru yngstir keppenda. Aldursmunurinn er 72 ár! Segja má međ sanni ađ skákin brúar bil!
Sérstakar ţakkir fá helstu styrktarađilar mótsins sem gera ţessa skákhátíđ mögulega. Má ţar sérstaklega nefna N1, Reykjavíkurborg og Icelandair.
Mótiđ hefst međ setningarathöfn í Hörpu 4. mars kl. 16 en sjálft mótiđ hefst kl. 16:30.
4.3.2014 | 08:29
Fyrirlestrar í Fischersetri 9. mars nk.

Guđmundur G. Ţórarinsson og Óli Ţ. Guđbjartsson verđa međ fyrirlestra í Fischersetri. Guđmundur G. Ţórarinsson mun fyrst svara spurningunni Af hverju er skákeinvígiđ 1972 svona frćgt"? Ţá mun Óli Ţ. Guđbjartsson tala um móđur Fischers, hennar líf og áhrif á Fischer."
Fischersetriđ verđur opiđ almenningi frá kl. 15:30 - 19.00, og frítt verđur inn ţennan dag. Fyrirlesturinn hefst kl. 16:00 og eru allir velkomnir.
Varđandi frekari upplýsingar ţá vinsamlegast hringiđ í síma 894-1275 eđa sendiđ tölvupóst á netfangiđ fischersetur@gmail.com
Fischersetriđ á Selfossi.
4.3.2014 | 00:43
N1-veislan hefst kl. 16!
N1 Reykjavíkurskákmótiđ hefst kl. 16 í dag međ setningarathöfn mótsins. Í dag voru mótshaldarar ađ undirbúa skáksalinn eins og lesa má um á heimasíđu mótsins. Nánast allt er tilbúiđ fyrir mótiđ en um 260-270 skákmenn taka ţátt sem er ţátttökumet.
Í kvöld var opnunarpartý í Sky Bar sem tókst vonum framar. Ţar voru um 80-100 gestir sem hlustuđu á Björn Ţorfinnsson segja frá mótinu. Langflestir erlendu keppendurnir eru komnir til landsins.
Sjálf ađalveislan hefst svo kl. 16 međ setningu mótsins. Umferđin hefst kl. 16:30.
3.3.2014 | 10:02
Vigfús sigrađi á hrađkvöldi
Vigfús Ó. Vigfússon sigrađi á atkvöldi GM Hellis sem fram fór 24. febrúar sl. Vigfús fékk fékk 6v í sjö skákum og kom tapiđ strax í fyrstu umferđ gegn Kristjáni Halldórssyni. Kristján varđ svo annar međ 5,5v eins og Örn Leó Jóhannsson sem var ţriđji en Kristján var hćrri í ţriđja stigaútreikningi. Örn Leó leiddi mótiđ lengst af fékk ađeins betra endatafl á móti Vigfúsi í lokaumferđinni međ riddara á móti biskupi ţótt peđ vćru á báđum vćngjum ţar sem hann hafđi virkari kóngstöđu. Jafntefli hefđi dugađ Erni Leó til sigurs en hann teigđi sig of langt í vinningstilraunum og vopnin snérust í höndunum á honum og efsta sćtiđ skipti um eigendur í lokin. Í lok hrađkvöldsins dró Vigfús í happdrćttinu og tala 2 sem stóđ fyrir Kristján Halldórsson og fá ţeir báđir gjafamiđa á Saffran.
Hlé verđur gert á skákköldum í Hellisheimilinu međan á Reykjavíkurskákmótinu stendur ţannig ađ nćsta ćfing í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a verđur mánudaginn 17. mars kl. 20 og ţá verđur hrađkvöld.
Lokastađan á atkvöldinu:
Röđ | Nafn | Vinn. | TB1 | TB2 | TB3 |
1 | Vigfús Vigfússon | 6 | 22 | 17 | 16,5 |
2 | Kristján Halldórsson | 5,5 | 23 | 17 | 16,3 |
3 | Örn Leó Jóhannsson | 5,5 | 23 | 17 | 13,8 |
4 | Sverrir Sigurdsson | 3,5 | 25 | 19 | 7,75 |
5 | Jón Eggert Hallsson | 3,5 | 25 | 19 | 6,75 |
6 | Hjálmar Sigurvaldason | 2,5 | 26 | 20 | 4,25 |
7 | Hörđur Jónasson | 1,5 | 27 | 21 | 1,25 |
8 | Björgvin Kristbergsson | 0 | 28 | 21 | 0 |
3.3.2014 | 09:44
Myndir og pistill frá Íslandsmóti skákfélaga
Fjöldi mynda voru teknar á Íslandsmóti skákféalga. Pálmi R. Pétursson tók fjölda mynda frá verđlaunaafhendinunni en Einar S. Einarsson tók mikiđ af myndum á skákstađ.
Fyrsti pistill er kominn í hús en hann er frá Taflféalgi Bolungarvíkur og er skrifađur af Guđmundi Dađasyni.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 106
- Frá upphafi: 8780629
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 87
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar