Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2014

Einkaviđtal viđ Magnus Carlsen í Tímaritinu Skák

Magnus CarlsenTímaritiđ Skák kemur út 7. mars nćstkomandi. Ýmislegt forvitnilegt efni er í tímaritinu. Ber ţar hćst einkaviđtal viđ sjálfan heimsmeistarann í skák, Magnus Carlsen, og umbođsmann hans, Espen Agdestein.

Međal annars efnis má nefna umfjöllun um Reykjavíkurskákmótiđ 1964 eftir Helga Ólafsson (verđur í afmćlisbókinni um Reykjavíkurskákmótiđ) umfjöllun um mótiđ í fyrra eftir Ingvar Ţór Jóhannesson og Stefán Bergsson, umfjöllun um Opna Íslandsmótiđ í skák (100 ára afmćlismótiđ) eftir Sigurbjörn Björnsson, Heimsmeistararaeinvígiđ í Chennai eftir Björn Ţorfinnsson, EM landsliđa eftir Gunnar Björnsson og íslensk kvennaskák eftir Andreu Margréti Gunnarsdóttur.

Fyrir ţá örfáu skákunnendur sem ekki er áskrifendur má skrá sig í áskrift hér.


,,Gleđin ađ leiđarljósi!" -- Tólfta starfsár Hróksins á Grćnlandi ađ hefjast

10
Skákfélagiđ Hrókurinn byrjar tólfta starfsár sitt á Grćnlandi međ leiđangri til ţorpa og bćja á austurströnd Grćnlands 19. til 26. febrúar. Skólar, barnaheimili og athvörf í Tasiilaq, Kulusuk og Tiniteqilaaq verđa heimsótt, efnt til kennslu, fjöltefla og skákmóta. Fjölmörg fyrirtćki og einstaklingar senda gjafir, vinninga og verđlaun međ leiđangursmönnum Hróksins. 

20
Skáklandnám Hróksins á Grćnlandi hófst áriđ 2003, en skák var ţá nánast óţekkt hjá okkar nćstu nágrönnum. Ferđir Hróksins til Grćnlands eru nú orđnar fleiri en 30 og ţúsundir barna og ungmenna á Grćnlandi hafa kynnst töfraheimi skákíţróttarinnar.

DSC_1010
Leiđangurinn til Austur-Grćnlands 19. til 26. febrúar hefur kjörorđiđ: ,,Gleđin ađ leiđarljósi". Flugfélag Íslands er sem fyrr helsti samstarfsađili Hróksins á Grćnlandi viđ ađ útbreiđa fagnađarerindi skákarinnar, en međal annarra bakhjarla ađ ţessu sinni ber ađ nefna Úrsus hf. og Íslenska fjallaleiđsögumenn. Fyrirtćki sem senda gjafir til grćnlensku barnanna eru m.a. Bónus, N1, Sólarfilma, Arion banki, Landsbankinn, Tiger, Íslandsbanki, Henson, Regatta útivistarverslun, 10. október nefndin, Prentsmiđjan Oddi, Bobbý skákverslun, Tólf tónar og Vinaskákfélagiđ.

3
Ţá hafa fjölmargir einstaklingar og félög lagt sitt af mörkum. Börnin í skákdeild Fjölnis söfnuđu ţannig fjölda vinninga og gjafa, auk ţess ađ safna upphćđ sem dugar fyrir 15 taflsettum á Grćnlandi. Björg Haraldsdóttir, fv. starfsmađur í Vin athvarf sendir börnunum í Kulusuk taflsett og Marta Matthíasdóttir, starfsmađur Háskóla Íslands, efndi til söfnunar međal háskólafólks og barna ţeirra. Mireya Samber myndlistarkona fćrir grćnlensku börnunum eđalprjónavörur og ţannig mćtti lengi áfram telja um rausn og góđvild Íslendinga á öllum aldri í garđ okkar góđu nágranna.

Hönnun Jóns Óskars
Fréttir verđa sagđar af leiđangri Hróksins á Facebook síđu félagsins:  Skákfélagiđ Hrókurinn.

Leiđangursmenn Hróksins til Austur-Grćnlands eru Hrafn Jökulsson, Róbert Lagerman, Stefán Herbertsson og Jón Grétar Magnússon.

Vernandi leiđangursins til Austur-Grćnalands er Jóhanna Kristjónsdóttir, sem frá upphafi hefur stutt starf Hróksins á Grćnlandi međ ráđum og dáđ.


Björgvin Víglundsson sigrar enn á ný í Stangarhyl

Björgvin VíglundssonŢađ var mikiđ fjör hjá Ásum í dag  ţegar 32 öđlingar mćttu til leiks í Stangarhylnum og tefldu sér til gamans og ánćgju. Ţarna mćttu nokkrir sem hafa ekki komiđ áđur og láta vonandi sjá sig aftur. Viđ verđum alltaf kátir ţegar viđ sjáum nýja menn ganga í salinn. Björgvin Víglundsson breytti ekki út af vananum og varđ efstur eins og hann er oftast, hann fékk 9 vinninga af 10 mögulegum._singur_skjunni_-_hart_barist_og_varist_18_2_2014_20-42-56.jpg

Friđgeir Hólm tók annađ sćtiđ međ 8˝ vinning. Ţór Valtýsson varđ svo einn í ţriđja sćti međ 7˝ vinning. Einar Ess var í essinu sínu og varđ í 4.-5. sćti međ 6˝ vinning ásamt Albert Geirssyni ágćtum Austfirđingi sem kemur viđ ţegar hann er í bćnum.

Sjá nánar úrslit og myndir frá ESE.

 

_sir_-_m_tstafla_18_02_14_-_ese_18_2_2014_20-28-023.jpg

 


Atskákmót Víkings

Atmót Víkings verđur haldiđ í Víkinni miđvikudaginn 19. febrúar og hefst mótiđ kl. 20.00.  Tefldar verđa 7. umferđir.  Ţrjár fyrstu umferđirnar eru hrađskákir međ 5. mínútna umhugsunartíma, en síđustu fjórar umferđirnar verđa atskákir međ 15. mínútna umhugsunartíma.  Mótiđ er ágćtis ćfing fyrir Íslandsmót skákfélaga og Reykjavíkurskákmótiđ, en Íslandsmót skákfélaga verđur haldiđ í Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ dagana 27. febrúar til 1. mars.  

Reykjavík Open hefst 4. mars og stendur til 12. mars.  Margir skákmenn Víkingaklúbbsins er skráđir til leiks á Reykjavík Open.

Dagskrá fram á vor:

19. febrúar. Skákmót Věkings. Víkin. kl 20.00 (7. umferđir, 3 umf 5. min og 4 umf 15. mínútur)
27. febrúar-1. mars. Íslandsmót skákfélaga
4. mars - 12. mars. N1 Reykjavíkurmótiđ 2014.
5. mars. Ćfing fellur niđur vegna Reykjavíkurskákmótsins.
19. mars. Víkingaskákćfing.  Stađsetning óákveđin. kl. 20.00
2. april. Hrađskákmót Víkings. (11. umferđir, 5. mínútur). Víkin. kl. 20.00.
16. april. Meistaramót Víkingaklúbbsins í Víkingaskák. Víkin. Kl. 20.00
30. apríl. Víkingaskákćfing. Stađsetning óákveđin. Kl. 20.00.
14. mai. Íslandsmót Víkingaskákfélaga. Víkin. kl. 20.00.

Áćtlun ţessi getur tekiđ breytingum. Reynt er ađ láta ekki ćfingar rekast á ađra viđburđi í skákinni, sjá mótaáćtlun S.Í, hér:


Stórmeistaramót Vildarbarna

HjörvarStórmeistaramót Vildarbarna fer fram sunnudaginn 23. febrúar á Hótel Hilton klukkan 14:00. Mótiđ er haldiđ til styrktar Vildarbörnum. Mótshaldari er Hjörvar Steinn Grétarsson og fjölskylda međ stuđningi styrktarađila Hjörvars Steins, Icelandair Cargo.

Hjörvar Steinn er nýjasti stórmeistari Íslendinga en útnefninguna hlaut hann í desember. Međ mótshaldinu vill hann koma fram ţökkum til allra ţeirra ađila sem hafa stutt hann á sínum skákferli um leiđ og góđu málefni er lagt liđ.

Tíu stórmeistarar munu tefla hrađskákir í lokuđum flokki ţar sem ţeir mćtast allir innbyrđis. Mótiđ er  sterkasta hrađskákmót sem haldiđ hefur veriđ á Íslandi í nokkur ár.

Fyrstu verđlaun nema 100.000 krónum.

Keppendur:

  • GM Friđrik Ólafsson
  • GM Hannes Hlífar Stefánsson
  • GM Helgi Áss Grétarsson
  • GM Helgi Ólafsson
  • GM Hjörvar Steinn Grétarsson
  • GM Jóhann Hjartarson
  • GM Jón L. Árnason
  • WGM Lenka Ptácníková
  • GM Stefán Kristjánsson
  • GM Ţröstur Ţórhallsson

Í viđtali viđ Hjörvar Stein kom fram ađ undirbúningur mótsins hafi gengiđ vel:

Ţađ hefur allt gengiđ vel. Fyrirtćki og einstaklingar hafa nú ţegar lagt til sitt af mörkum og ţađ verđur ánćgjulegt ađ afhenda Vildarbörnum styrkinn. Ég hlakka svo mikiđ til ađ tefla í móti međ öllum ţessum stórmeisturum. Ţetta er eins konar uppskeruhátíđ í kjölfar titilsins sem ég náđi í desember. Ţađ hafa ansi margir hjálpađ mér í gegnum tíđina á mínum ferli og nú vill ég gefa tilbaka í verki.

Stórmeistaramótiđ verđur sett klukkan 14:00 á sunnudaginn. Búast má viđ ađ mótiđ standi til um 17:00. Skákskýringar verđa í hverri umferđ í höndum Ingvars Ţórs Jóhannessonar, Björns Ţorfinnssonar og Stefáns Bergssonar.

Áhorfendur hjartanlega velkomnir.


Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur fer fram á sunnudag

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 23. febrúar í félagsheimili T.R. Faxafeni 12.

Tafliđ hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verđur í einum flokki.
Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2014, sé hann búsettur í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2014, sé hún búsett í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í aldursflokknum 12 ára og yngri (fćdd 2001 og síđar).

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 1998 og síđar).

Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefiđ upp nafn, fćđingarár, símanúmer, skóla og taflfélag (ef viđ á)) og einnig er hćgt ađ skrá sig á mótsstađ sunnudaginn 23.  febrúar frá kl. 13.30- 13.45. Skákmótiđ hefst kl. 14.

Ađgangur á mótiđ er ókeypis.


Skákćfing hjá Skákdeild Breiđabliks

BreiđabliksćfingSkákćfing hjá Skákdeild Breiđabliks í kvöld Mćting  kl 19:45 og hrađskákmótiđ byrjar stundvíslega kl 20:00!

Átta umferđa hrađskákmótiđ (5mín + 2sek) verđur reiknađ til FIDE hrađskákstiga eins og öll ţriđjudagsmótin í vetur!

Allir velkomnir ókeypis í einn glćsilegasta skáksal landsins óháđ ţví í hvađa taflfélagi ţeir eru.

Ćfingin er í Stúkunni viđ Kópavogsvöll (3ju hćđ). Gengiđ inn um kjallarahćđ bakatil.


Vetrarleyfisskákmót Fjölnis og Gufunesbćjar nćsta föstudag

vetrarleyfismoti.jpgNćsta föstudag 21. febrúar verđur haldiđ hiđ árlega Vetrarleyfisskákmót Skákdeildar Fjölnis og Gufunesbćjar í Hlöđunni viđ Gufunesbć.

Mótiđ hefst kl. 13:00. Tefldar verđa 6 umferđir og umhugsunartíminn er 7 mínútur. Fjöldi verđlauna verđur í bođi: bíómiđar, pítsur, ađgangskort ađ skíđasvćđum og sundstöđum. Í fyrra mćttu 30 keppendur til leiks og nýttu vetrarleyfistímann til skákiđkunar. Mótstjórar á Vetrarleyfismótinu verđa ţeir Stebbi Bergs og Björn Ívar frá Skákakademíu Reykjavíkur.

 


Jón Kristinn yngsti meistari sögunar - Haraldur og Andri Freyr nćstir

Jón Kristinn ŢorgeirssonÍ gćr lauk Landsbankamótinu, sem jafnframt var Skákţing Akureyrar, hiđ 76. í röđinni. Eins og áđur hefur komiđ fram var sigur Jóns Kristins ţegar orđinn stađreynd fyrir lokaumferđina. Hann sat reyndar ađ tafli á Norđurlandamótinu í skólaskák í Danmörku ţennan dag en skák hans viđ Tómas Veigar Sigurđarson í lokaumferđinni sem var flýtt vegna utanfarar Akureyrarmeistarans hafđi ţá lokiđ međ jafntefli.  

Baráttan í gćr stóđ ţví öđru fremur um annađ og ţriđja Haraldur Haraldssonsćtiđ á mótinu og var ţar ekkert gefiđ eftir frekar en fyrri daginn.  Lyktađi ţeim slag ţannig, ađ Haraldur meistari fyrra árs náđi öđru sćtinu eftir ađ hafa lagt Símon ađ velli í flókinni skák. Sigurđur Eiríksson, sem var jafn Haraldi fyrir umferđina, mátti hinsvegar játa sig sigrađan af Jakobi Sćvari og missti ţá fram úr sér Andra Frey, sem sneri töpuđu endatafli sér í vil gegn Rúnari. Loks lagđi Hjörleifur Loga rúnar ađ velli.

Andri FreyrSigur Jóns Kristins Ţorgeirssonar á ţessu gamalgróna móti er sögulegur.  14 ára gamall er hann langyngsti Akureyrarmeistari sögunnar, rúmum ţremur árum yngri en Rúnar Sigurpálsson var ţegar hann vann sinn fyrsta meistaratitil áriđ 1990. Jón var vel ađ sigrinum kominn og sýndi nú meiri yfirvegun í skákum sínum en áđur; var ađeins í taphćttu í einni skák.   Ţađ var einmitt gegn Andra Frey, sem ţarna átti líklega sitt besta mót. Ţriđji yngismađurinn sem lét til sín taka í toppbaráttunni var svo Símon Ţórhallsson, sem missti naumlega af verđlaunasćti međ töpum í síđustu skákum sínum tveimur. Allir eru ţessir ungu menn í hrađri framför. Kollega ţeirra, Logi Rúnar var hinsvegar of mistćkur í ţetta sinn. Hann sýndi ţađ ţó međ taflmennsku sinni ađ hann á fullt erindi í mót af ţessu tagi ţótt vinningarnir létu á sér standa. Ţeir koma nćst.  

Annađ sćtiđ fékk Haraldur verđskuldađ. Hann missti ţráđinn ţegar hann lagđi of mikiđ á stöđuna í hinni mikilvćgu skák viđ Jón Kristin og tapađi svo á tíma í óljósri stöđu gegn Sigurđi í nćstu umferđ. Ađrar skákir tefldi hann af miklu öryggi.  Sigurđur hóf mótiđ međ fjórum sigrum, en ţá snerist gćfuhjóliđ honum í óhag.  Skákir hans eru jafnan mjög skemmtilegar og fjörugar.

Í heild var mótiđ mjög skemmtilegt og mikiđ um góđar skákir. Ţökkum viđ keppendum ţátttökuna og Landsbankanum stuđninginn viđ mótshaldiđ. Ađ venju lýkur Skákţinginu formlega međ afhendingu verđlauna ađ loknu hrađskákmóti Akureyrar nk. sunnudag 23. febrúar.


Kasparov áritar 10. mars í Hörpu - hćgt ađ panta eintök

Garry Kasparov nćsti forseti FIDE?Í tilefni af komu Kasparovs til landsins ţá er stefnt ađ ţví ađ Kasparov áriti bćkur sínar mánudaginn 10. mars í Hörpunni. Kasparov hefur á undanförnum árum skrifađ 11 bćkur um skáksöguna sem Everyman Chess hefur gefiđ út. Ţessar bćkur hafa mér vitanlega ekki veriđ fáanlegar á Íslandi áđur.

Fyrstu fimm bćkurnar hétu My Great Predecessors og fjölluđu eins og nafniđ gefur til kynna um heimsmeistarana áđur en Kasparov varđ heimsmeistari.

Nćsti bókaflokkur hét Garry Kasparov on Modern Chess og ţriđji flokkurinn, sem er enn í skrifum, heitir Garry Kasparov on Garry Kasparov og hafa 2 bćkur af 3 komiđ út í ţeim flokk.

Ţeir sem hafa áhuga á ađ panta eitthvađ af ţessum bókum hjá Bóksölu Sigubjörns ţá endilega sendiđ honum línu á sigur1@simnet.is Verđiđ á ţeim er á bilinu 5.000-6.500. Hann mun ekki panta mikiđ umframmagn og ţví er mikilvćgt ađ forpanta til ađ tryggja sér eintak.

Bćkurnar má finna hverja og eina á Skákbćkur.com.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 240
  • Frá upphafi: 8765157

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband