Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2014

Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur fer fram í dag

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 23. febrúar í félagsheimili T.R. Faxafeni 12.

Tafliđ hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verđur í einum flokki.
Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2014, sé hann búsettur í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2014, sé hún búsett í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í aldursflokknum 12 ára og yngri (fćdd 2001 og síđar).

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 1998 og síđar).

Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefiđ upp nafn, fćđingarár, símanúmer, skóla og taflfélag (ef viđ á)) og einnig er hćgt ađ skrá sig á mótsstađ sunnudaginn 23.  febrúar frá kl. 13.30- 13.45. Skákmótiđ hefst kl. 14.

Ađgangur á mótiđ er ókeypis.


Stórmeistaramót Vildarbarna: Margeir mćtir!

FjórmenningarklíkanŢá styttist í eitt sterkasta hrađskákmót sem haldiđ hefur veriđ á Íslandi á ţessari öld - ef ekki ţađ sterkasta! Stórmeistaramót Vildarbarna fer fram á Hótel Nordica Hilton á Suđurlandsbraut klukkan 14:00 á sunnudaginn kemur. Sennilega er ţetta sterkasta hrađskákmótiđ í mörg, mörg ár sem er ađeins međ stórmeistara sem keppendur, enda um stórmeistaramót ađ rćđa. Hin rómađa "fjórmenningarklíka" er öll međ eftir ađ ljóst varđ ađ Margeir Pétursson kemur til landsins!

Fróđlegt vćri ađ vita hvenćr fjórmenningarnir tefldu allir saman á lokuđu móti síđast. Ábendingar um ţađ mega gjarnan berast ritstjóra.

Stefán Kristjánsson er eldheitur eftir sigur sinn á Nóa-Síríus mótinu ţar sem frammistađa hans jafngilti 2648 skákstigum. Hannes Hlífar hefur veriđ ađ tafli í S-Ameríku en kom nýlega til landsins enda mikil skáktörn framundan á Íslandi. Íslandsmeistarinn er ađ sjálfsögđu til alls líklegur. Friđrik Ólafsson nýtur ávallt mikillar hylli áhorfenda og tilhlökkunarefni marga ađ sjá hann viđ borđiđ. Ţröstur Ţórhallsson og Helgi Áss Grétarsson eru báđir ţekktir fyrir mikinn hamagang í hrađskákum og má telja ţá báđa líklega til afreka á mótinu. Ćriđ verkefniđ verđur fyrir Lenku Ptácníková ađ tefla viđ kollega sín af hinu kyninu og fróđlegt verđur ađ sjá hvort ađ álag viđ undirbúning mótsins komi niđur á taflmennsku mótshaldarans hans Hjörvars Steins.

Keppendalistinn:

  • GM Friđrik Ólafsson
  • GM Hannes Hlífar Stefánsson
  • GM Helgi Áss Grétarsson
  • GM Helgi Ólafsson
  • GM Hjörvar Steinn Grétarsson
  • GM Jóhann Hjartarson
  • GM Jón L. Árnason
  • WGM Lenka Ptácníková
  • GM Margeir Pétursson
  • GM Stefán Kristjánsson
  • GM Ţröstur Ţórhallsson

 

Áhorfendur eru hvattir til ađ mćta fyrir fyrstu umferđ sem hefst 14:00. Skákskýringar verđa í hverri umferđ í höndum Björns Ţorfinnssonar og Ingvars Ţórs Jóhannessonar. Lofa ţeir félagar lífi og fjöri í sínum skýringum sem verđa í hljóđeinangruđu  hliđarherbergi viđ sjálfan skáksalinn.


Vetrarleyfisskákmót Skákdeildar Fjölnis og Gufunesbćjar fer fram í dag

vetrarleyfismoti.jpgNćsta föstudag 21. febrúar verđur haldiđ hiđ árlega Vetrarleyfisskákmót Skákdeildar Fjölnis og Gufunesbćjar í Hlöđunni viđ Gufunesbć.

Mótiđ hefst kl. 13:00. Tefldar verđa 6 umferđir og umhugsunartíminn er 7 mínútur. Fjöldi verđlauna verđur í bođi: bíómiđar, pítsur, ađgangskort ađ skíđasvćđum og sundstöđum. Í fyrra mćttu 30 keppendur til leiks og nýttu vetrarleyfistímann til skákiđkunar. Mótstjórar á Vetrarleyfismótinu verđa ţeir Stebbi Bergs og Björn Ívar frá Skákakademíu Reykjavíkur.

 


Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur fer fram á sunnudag

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 23. febrúar í félagsheimili T.R. Faxafeni 12.

Tafliđ hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verđur í einum flokki.
Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2014, sé hann búsettur í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2014, sé hún búsett í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í aldursflokknum 12 ára og yngri (fćdd 2001 og síđar).

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 1998 og síđar).

Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefiđ upp nafn, fćđingarár, símanúmer, skóla og taflfélag (ef viđ á)) og einnig er hćgt ađ skrá sig á mótsstađ sunnudaginn 23.  febrúar frá kl. 13.30- 13.45. Skákmótiđ hefst kl. 14.

Ađgangur á mótiđ er ókeypis.


Reykjavik Barna Blitz

bb_2013.jpgUndanrásir Reykjavík Barna Blitz hefjast um helgina. Fyrstu undanrásirnar verđa á laugardagsćfingu TR í Skákhöll félagsins ađ Faxafeni 12. Undanrásirnar hefjast 14:00. Tveir komast áfram.

Nćstu undanrásir verđa haldnar á GM Hellisćfingu á mánudaginn kemur klukkan 17:15. Teflt í félagsheimili GM Hellis í Mjóddinni. Tveir komast áfram.

Nćstu tvćr undanrásir auglýstar síđar.

Alls munu átta skákmenn komast í úrslitin sem tefld verđa laugardaginn 8. mars í Hörpu.

Rétt til ţátttöku í undanrásunum hafa allir skákmenn fćddir 2001 og síđar.

Núverandi meistari er Hilmir Freyr Heimisson.


Lokaumferđ Nóa Síríus - mótsins fer fram í kvöld - Stefán međ vinnings forskot

Sjöunda og síđasta umferđ Nóa Síríus mótsins - Gestamóts GM Hellis og Breiđabliks fer fram í kvöld. Stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2491) er efstur međ 5˝ vinning og hefur vinningsforskot á nćstu menn. Í 2.-7. sćti međ 4˝ vinning eru alţjóđlegu meistararnir Bragi Ţorfinnsson (2454), Jón Viktor Gunnarsson (2412), Björgvin Jónsson (2340) og Karl Ţorsteins (2452) og FIDE-meistararnir, Davíđ Kjartansson (2336) og Guđmundur Gíslason (2316).

Í lokaumferđinni sem hefst stundvíslega kl. 19:30 mćtast međal annars: Stefán og Karl og Bragi og Jón Viktor.

Teflt er í Stúkunni í Kópavogi. Úrvalsađstćđur fyrir áhorfendur, heitt á könnunni og bođiđ upp á ljúffent konfekt frá Nóa Síríusi!



Nýtt fréttabréf SÍ komiđ út!

Nýtt fréttabréf Skáksambands Íslands kom út í fyrradag en fréttabréfiđ kemur út ađ jafnađi tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina.

Hćgt er ađ skrá sig fyrir fréttabréfinu á Skák.is - mjög ofarlega til vinstri međ ţví ađ velja "Subscribe" ţar á bláum fleti.

Međal efnis er:

  • Ísland Norđurlandameistari í skólaskák!
  • Magnus Carlsen í einkaviđtali í Tímaritinu Skák
  • Metţátttaka á N1 Reykjavíkurskákmótinu
  • Kasparov kemur - bókaáritanir í Hörpu
  • Jón Viktor skákmeistari Reykjavíkur
  • Jón Kristinn yngsti skákmeistari Akureyrar  sögunni!
  • Actavis skákmeistari vinnustađa
  • Rimaskóli Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita
  • Vel heppnađur Sturlubúđir - skákbúđir Fjölnis
  • N1 Reykjavíkurskákmótiđ - niđurtalning
  • N1 Reykjavíkurskákmótiđ - nýir keppendur
  • Mót á döfinni

Fréttabréfiđ má nálgast hér.

Hćgt er ađ nálgast eldri fréttabréf hér.


Vetrarleyfisskákmót Skákdeildar Fjölnis og Gufunesbćjar fer fram á morgun

vetrarleyfismoti.jpgNćsta föstudag 21. febrúar verđur haldiđ hiđ árlega Vetrarleyfisskákmót Skákdeildar Fjölnis og Gufunesbćjar í Hlöđunni viđ Gufunesbć.

Mótiđ hefst kl. 13:00. Tefldar verđa 6 umferđir og umhugsunartíminn er 7 mínútur. Fjöldi verđlauna verđur í bođi: bíómiđar, pítsur, ađgangskort ađ skíđasvćđum og sundstöđum. Í fyrra mćttu 30 keppendur til leiks og nýttu vetrarleyfistímann til skákiđkunar. Mótstjórar á Vetrarleyfismótinu verđa ţeir Stebbi Bergs og Björn Ívar frá Skákakademíu Reykjavíkur.

 


Jakob Sćvar efstur á Meistaramóti Skákfélags Sauđárkróks

Ţeir Jakob Sćvar Sigurđsson og Hörđur Ingimarsson gerđu jafntefli í 4. umferđ Meistaramóts Skákfélags Sauđárkróks sem fram fór í gćrkvöldi í milkilli baráttuskák. Ţór Hjaltalín sigrađi Einar Örn Hreinsson, Birkir Már Magnússon sigrađi Guđmund Gunnarsson og loks sigrađi Jón Arnljótsson Sigurđ Ćgisson.

Ađ lokinni 4 umferđ er Jakob efstur međ 3˝ vinning. Birkir Már Magnússon er međ 3 vinninga en Jón Arnljótsson og Hörđur Ingimarsson međ 2˝ vinning. Flestir hinna hafa 2 vinninga.

Í lokaumferđinni mćtast Jakob Sćvar og Birkir Már í hreinni úrslitaskák um sigur í mótinu. Jón Arnljótsson mćtir Ţór Hjaltalín, Unnar Ingvarsson mćtir Herđi Ingimarssyni og ţeir Einar Örn Hreinsson og Guđmundur Gunnarsson leiđa saman hesta sína.


Hjörvar sigrađi á hrađkvöldi hjá GM Helli

Hjörvar Steinn Grétarsson sigrađi á hrađkvöldi GM Hellis sem fram fór 17.  febrúar sl. Hjörvar fékk 6˝ vinning  í sjö skákum og kom jafntefliđ í ţriđju umferđ í skák viđ Eirík Björnsson. Í öđru sćti var Elsa María Kristínardóttir međ 6 vinninga og ţriđji var svo Eiríkur Björnsson međ 5,5v en ţau ţrjú voru nokkuđ afgerandi á ţessu hrađkvöldi. Hjörvar fékk ađ draga í happdrćttinu í lok hrađkvöldsins og tókst ţá ađ draga Hörđ Aron vin sinn og fá ţeir báđir gjafamiđa á Saffran.

Á nćstu ćfingu í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a sem verđur mánudaginn 24. febrúar kl. 20 verđur atkvöld.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

RöđNafnVinn.TB1TB2TB3
1Hjörvar Steinn Grétarsson 6,522,806
2Elsa María Kristínardóttir 62006
3Eiríkur K. Björnsson 5,515,805
4Hörđur Aron Hauksson 49,514
5Björgvin Kristbergsson 49,503
6Hörđur Jónasson37,502
7Vigfús Vigfússon 3702
8Sverrir Sigurđsson 36,502
9Hjálmar Sigurvaldason 2,55,2501
10Gunnar Nikulásson 2,54,7501
11Finnur Kr. Finnsson 23,500


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband