Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2013

Henrik í jafnteflisgír í Osló

Henrik Danielsen stórmeistari verđur međ á Afmćlismóti Jóhanns Hjartarsonar í Trékyllisvík.

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2508) gerđi jafntefli í báđum umferđum dagsins á minningarmótinu um Svein Johannessen sem nú fer fram í Osló. Ţađ sama gerđi hann í gćr og hefur ţví gert fjögur jafntefli í röđ.

Í fyrri skák dagsins gerđi hann jafntefli norska FIDE-meistarann Aryan Tari (2430) og ţeirri síđari viđ norska alţjóđlega meistarann Geir Sune Tallaksen Řstmoe (2444).

Henrik hefur 5 vinninga og er í 5.-10. sćti. Enski stórmeistarinn Mark Hebden (2548) er efstur međ 6 vinninga.

Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer árla morguns, teflir Henrik viđ Norđmanninn Johan-Sebastian Christiansen (2089). Lokaumferđin fer svo fram síđar á morgun.

60 keppendur frá 10 löndum taka ţátt í mótinu og ţar á međal sex stórmeistarar. Henrik er ţriđji í stigaröđ keppenda.

Mjóddarmót Hellis fer fram á laugardag

Mjóddarmót Hellis fer fram laugardaginn 29. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi.  Á síđasta ári sigrađi Hjá Dóra ehf en fyrir ţá tefldi Davíđ Kjartansson.  Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á heimasíđu Hellis: http://hellir.blog.is.  Hćgt er ađ nálgast upplýsingar um ţegar skráđa keppendur hér.

 

Ţátttaka er ókeypis!

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1. 10.000
  • 2.   6.000
  • 3.   4.000

Skráning:


Ný mótaáćtlun SÍ

Skákmótanefnd SÍ hefur gefiđ mótaáćtlun SÍ fyrir starfsáriđ 2013-14. Á hana eru komin mót SÍ sem og mörg helstu mót ađildarfélaga.

Mótaáćtlun SÍ má finna hér. Einnig má skođa hana í excel í viđhengi sem fylgir fréttinni. Ţar er hún sett fram á nákvćmari hátt, ţ.e. dag fyrir dag. 

Mótshöldurum er bent á ađ senda tilkynningar um mót í tölvupósti til umsjónarmanns mótaáćtlunar í netfangiđ gunnar@skaksamband.is.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Fundargerđ ađalfundar SÍ

Skáksamband ÍslandsFundargerđ ađalfundar SÍ frá 11. maí er nú ađgengileg. Hana má nálgast hér sem Word-viđhengi.

Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 10. júní nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Vel heppnuđ Skákhátíđ á Ströndum - Jóhann sigrađi á eigin afmćlismóti

Ţađ fór fram mikil Skákhátíđ á Ströndum um helgina. Ţar fóru fjórir skákviđburđir a fjórum stöđum. Hćst bar afmćlismót Jóhanns Hjartarson sem fram í Trékyllisvík á laugardaginn. Jóhann gerđi sér lítiđ fyrir og sigrađi á eigin afmćlismóti!

Skákhátíđin hófst međ fjöltefli í Hólmavík ţar sem Róbert Lagerman tefldi viđ gesti og gangandi og leyfđi nokkur jafntefli. 

Um kvöldiđ var svo tvískákmót á Hótel Djúpavík. Ţar sigrađi forsetaliđiđ en ţađ skipuđu Hrafn Jökulsson, Róbert og Gunnar Björnsson međ fullu húsi. Í öđru sćti varđ Flotta liđiđ (Vigfús Ó. Vigfússon og Heimir Páll Ragnarsson) og í ţriđja sćti varđ Jónaliđiđ (Jón Kristinn Ţorgeirsson og Jón Birgir Einarsson).

Hápunktur hátíđirnar var afmćlismót Jóhanns sem fram á laugardaginn í félagsheimili Árnesinga í Trékyllisvík. Ţar sigrađi Jóhann međ fullu húsi, Hannes Hlífar Stefánsson varđ annar og Stefán Bergsson varđ ţriđji. Jón Kristinn Ţorgeirsson hlaut unglingaverđlaunin.

Um kvöldiđ var svo slegiđ upp grillveislu ţar sem bođiđ var upp á ljúffeng lambalćri frá Ferskum kjötvörum og grćnmeti frá Sölufélagi garđyrkjumanna.

Á sunnudaginn fór svo Hrađskákmót Norđurfjarđar. Ţar urđu Jóhann og Hannes efstir en nú hafđi Hannes efsta sćtiđ eftir stigaútreikning. Jónarnir L. Árnason og Kristinn urđu í 3.-4. sćti en Jón L. tók ţriđja sćtiđ eftir stigaútreikning.

Hrafn Jökulsson, forseti Skákfélagsins Hróksins, sem stóđ fyrir hátíđinni á án efa eftir ađ gera mótinu mun betri skil á nćstum dögum hér á Skákis. Hann tók jafnframt aragrúa mynda.

Ritstjóri vill ţakka Hrafn og Róberti kćrlega fyrir frábćrlega vel heppnađa skákhátíđ!


Gelfand sigurvegari Tal Memorial

Gelfand, Carlsen og CaruanaHinn hvít-rússneskćttađi Ísraelsmađur Boris Gelfand (2755) sigrađi á Tal Memorial sem lauk í dag í Moskvu. Sigur Gelfand er verđur ađ teljast afar óvćntur enda var hann nćststigalćgstur 10 keppenda. Frammistađa Gelfand samsvarađi 2900 skákstigum. Gelfand gerđi stutt jafntefli viđ Kramnik (2803) í lokaumferđinni og tryggđi sér ţar međ sigur ţar sem Carlsen (2864) mátti sćtta sig viđ jafntefli viđ Mamedyarov (2753).

Morozevich (2760) vann Nakamura (2784) en öđrum skákum lokaumferđirnar lauk međ jafntefli. Ţriđja tap Nakamura í röđ!

Kramnik varđ neđstur á mótinu og ţađ vekur einnig athygli ađ heimsmeistarinn Anand (2786) varđ nćstneđstur.

Ritstjórinn sem var staddur á Skákhátíđ á Ströndum fór í heldur léttan gír um helgina og uppnefndi Gelfand sem Gelföndina í fréttaflutningi. Ritstjóri fór ţar heldur framúr sjálfum sér og biđst forláts á ţví.



Henrik međ tvö jafntefli í dag

Henrik Danielsen stórmeistari verđur međ á Afmćlismóti Jóhanns Hjartarsonar í Trékyllisvík.

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2508) gerđi jafntefli í báđum umferđum dagsins á minningarmótinu um Svein Johannessen sem nú fer fram í Osló.

Í fjórđu umferđ viđ sćnska stórmeistarann Tiger Hillarp (2517) en í ţeirri fimmtu viđ fćreyska alţjóđlega meistarann Helga Dam Ziska (2474).

Í fyrri skák morgundagsins, sem fer í fyrramáliđ, teflir Henrik viđ norska FIDE-meistarann Aryan Tari (2430).

Tari er efstur međ 4,5 vinning ásamt Tiger Hillarp og enska stórmeistaranum Mark Hebden (2548).

60 keppendur frá 10 löndum taka ţátt í mótinu og ţar á međal sex stórmeistarar. Henrik er ţriđji í stigaröđ keppenda.

Lenka tapađi í lokaumferđinni - og vann svo í fyrstu umferđ

Lenka PtácníkóváLenka Ptácníková (2255) tapađi fyrir slóvaskía stórmeistaranum Mikalus Manik (2413) í lokaumferđ opna mótsins í Teplice í Tékklandi. Strax ađ loknu móti hélt Lenka svo til Prag ţar sem hún tefldi fyrsti umferđina í dag og vann í fyrstu umferđ.

Lenka hlaut 5 vinninga í Teplice. Frammistađa hennar samsvarađi 2192 skákstigum og lćkkar hún um 8 stig fyrir hana.

Jakob Sćvar Sigurđsson (1768) hlaut 3,5 vinning en Sigurđur Eiríksson (1946) hlaut 3 vinninga.


Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes Hlífar Íslandsmeistari í tólfta sinn

IMG 0356Hannes Hlífar Stefánsson er Íslandsmeistari 2013 eftir dramatíska lokaumferđ Íslandsmótsins í Turninum viđ Borgartún. Hannes var međ vinningsforskot fyrir lokaumferđina en tapađi fyrir Héđni Steingrímssyni og á svipuđum tíma vann Björn Ţorfinnsson Braga bróđur sinn og komst upp ađ hliđinni á Hannesi. Aukakeppni, tvćr at-skákir, fór fram samdćgurs og Hannes vann 1˝ : ˝ . Ađ útkljá baráttuna um titilinn međ tveim at-skákum verđur ađ telja snubbóttan endi á Íslandsmóti sem ađ ţessu sinni bauđ ekki uppá nćgilegar góđar ađstćđur fyrir keppendur. Mótshaldarinn, SÍ, fékk húsnćđiđ til umráđa rétt tilbúiđ undir tréverk og leysti mörg erfiđ tćknileg viđfangsefni prýđilega. Ljósu punktarnir voru ţeir ađ margir ungir skákmenn náđu afbragđs árangri og fyrsti stórmeistaraáfangi hins vinsćla skákmanns Björns Ţorfinnssonar gladdi menn. 70 skákmenn hófu keppni og í efstu sćtum urđu:

1. - 2. Hannes Hlífar Stefánsson og Björn Ţorfinnsson 8 v. (af 10) 3. - 4. Héđinn Steingrímsson og Hjörvar Steinn Grétarsson 7˝ v.

Teflt var um Íslandsmeistaratitil kvenna og varđ Lenka Ptacnikova Íslandsmeistari, hlaut 6˝ vinning úr 10 IMG 0392skákum. Fyrir lokaumferđina var hún jöfn Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur ađ vinningum, fékk heldur viđráđanlegri andstćđing ađ kljást viđ en Jóhanna, sem tapađi. Sigur Lenku kom ekki á óvart, hún ber höfuđ og herđar yfir skákkonur okkar.

Hvađ varđar taflmennsku Íslandsmeistarans, Hannesar Hlífars, er varla hćgt ađ segja ađ ţar hafi margt komiđ á óvart. Sigrar hans voru flestir öruggir og áreynslulausir, hann fékk hvítt í sex skákum af tíu, samdi stutt jafntefli ţegar hann tefldi viđ Hjörvar Stein og Henrik Danielssen og bauđ Héđni Steingrímssyni jafntefli snemma tafls í lokaumferđinni, Héđinn hafnađi og afleik Hannesar í lokin má skrifa á reikning taugaspennu sem er eđlilegur fylgifiskur lokaumferđar. Í áttundu umferđ vann hann mikilvćga skák gegn Stefáni Kristjánssyni:

Stefán Kristjánsson - Hannes Hlífar Stefánsson

Ítalskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 O-O 6. Bb3 d5 7. De2

Stefán teflir ítalska leikinn gjarnan međ ţessum hćtti. Kannski leggur hann ţađ á sig ađ lćra nýja byrjun nćst ţegar hann sest ađ tafli.

7. ... h6 8. h3 Be6 9. g4!?

Ţessa leikađferđ međ framrás g-peđsins sá ég fyrst í blindskák Kasparovs viđ Helga Áss Grétarsson áriđ 1995.

9. ... dxe4 10. dxe4 Rh7 11. Rbd2 He8 12. Rf1 Dd7 13. Re3 Bxe3 14. Bxe3 Bxb3 15. axb3 Had8 16. b4 a6 17. Rd2 De6 18. h4 Dg6 19. O-O-O Rf8 20. Df3 Re6 21. g5?!

Hví ekki 21. Df5 eđa 21. h5 Dh7 22. Df5.

21. ...h5 22. Rf1?

Annar slakur leikur, betra var 22. Rb3, 222. Rc4 eđa 22. Kc2. Nú hrifsar svartur til sín frumkvćđiđ.

22. ... Hxd1 23. Kxd1 Rf4! 24. Rg3 De6 25. Bxf4 Db3+ 26. Ke1 exf4 27. Dxf4 Dxb2 28. Dd2 Db3 29. Kf1 Hd8 30. De3 Re5 31. Kg2 Rg4 32. Df4 g6!

glvqt3f7.jpg- Sjá stöđumynd -

Ţađ lá ekki alveg fyrir hvernig best vćri ađ halda á stöđu svarts en Hannes fann bestu leiđina.

33. Dxc7

Hvítur á sér ekki viđreisnar von eftir ţennan leik. „Houdini" telur ađ eina vonin sé fólgin í stórfurđulegum leik, 33. Hh3.

33. ... Hd2 34. Hf1 Re3 35. Kg1 Rxf1 36. Rxf1 Dd1 37. Db8 Kg7 38. De5 Kh7 39. Kg2 g4 40. Rg3 Hd3

- Stefán taldi vonlaust ađ halda baráttunni áfram og gafst upp.

 

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 16 júní 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 24
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 191
  • Frá upphafi: 8764036

Annađ

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband