Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2013

Mjóddarmót Hellis á laugardag

Mjóddarmót Hellis fer fram laugardaginn 29. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi.  Á síđasta ári sigrađi Hjá Dóra ehf en fyrir ţá tefldi Davíđ Kjartansson.  Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á heimasíđu Hellis: http://hellir.blog.is.  Hćgt er ađ nálgast upplýsingar um ţegar skráđa keppendur hér.

 

Ţátttaka er ókeypis!

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1. 10.000
  • 2.   6.000
  • 3.   4.000

Skráning:


Guđmundur međ jafntefli í annarri umferđ

Guđmundur KjartanssonAlţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2453)gerđi jafntefli viđ Indverjann Sardana Rishi (2308) í 2. umferđ alţjóđlegs móts í Katalóníu. Á morgun teflir hann viđ spćnska FIDE-meistarann Ramirez Erik Martinez (2306).

101 skákmađur frá 18 löndum tekur ţátt í mótinu. Ţar af eru 19 stórmeistarar og jafnmargir alţjóđlegir meistarar. Guđmundur er nr. 25 í stigaröđ keppenda.

Ekki er ađ sjá ađ ţađ séu beinar útsendingar frá mótinu né virđast skákir mótsins vera ađgengilegar.

Ef einhver veit betur ţá má hafa samband viđ ritstjóra sem er ekki sleipur í spćnsku og enn síđur sleipur í spćnskum heimsíđum.


Henrik tapađi í fyrstu umferđ

HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2508) stendur í ströngu ţessa dagana. Ađeins degi eftir ţátttöku í alţjóđlegu móti í Osló er hann kominn til Växjö í Svíţjóđ ţar sem Visma-mótiđ hófst í dag. Ţar tapađi hann fyrir finnska FIDE-meistaranum Vilka Sipila (2410) í fyrstu umferđ.

Á morgun fara fram tvćr umferđir. Í ţeirri fyrri mćtir Henrik danska alţjóđlega meistaranum Mads Andersen (2477) og í ţeirri síđari sćnska alţjóđlega meistaranum Daniel Semcesen (2431).

Um er ađ rćđa 10 manna alţjóđlegt mót ţar sem allir tefla viđ alla. Međalstig mótsins er 2471. Henrik er nr. 3 í stigaröđ keppenda. Tvćr umferđir eru tefldar á dag.


Lenka međ 4 vinninga eftir 5 umferđir í Prag - er í 4.-5. sćti

Lenka PtácníkóváLenka Ptácníková (2255) hefur 4 vinninga ađ loknum 5 umferđum á alţjóđlegu móti í Prag í Tékklandi. Hún er í 4.-5. sćti. Á morgun verđur hún í beinni útsendingu ţegar hún mćtir tékkneska FIDE-meistaranum Jiri Kociscak (2407).

Árangur Lenku á mótinu má finna hér.

76 skákmenn frá 11 löndum taka ţátt í flokki Lenku og ţar af eru 2 stórmeistarar. Lenka er nr. 8 í stigaröđ keppenda.


Umsóknarfrestur um ferđastyrk til SÍ rennur út 30. júní

Stjórn SÍ hefur gert smávćgilegar breytingar á styrkjareglum sínum. Breytingin felur í sér ađ styrkumsóknir verđa afgreiddar framvegis ţrisvar sinnum á ári, ţ.e. 10. febrúar, 10. júní og 10. október. Umsóknir ţurfa ađ hafa borist eigi síđar en í lok mánađarins á undan.

Vegna ţessara breytinga nú hefur fresturinn til ađ sćkja um styrki veriđ lengdur til 30. júní í ár og verđa styrkumsóknir sem bárust eđa berast eftir 10. júní afgreiddar eigi síđar en 10. júlí nćstkomandi.

Styrkjareglur SÍ

Ađalmarkmiđ styrkveitinga stjórnar Skáksambands Íslands til einstaklinga er ađ styđja viđ bakiđ á ţeim skákmönnum sem sýnt hafa mestar framfarir, metnađ og ástundun á síđustu 12 mánuđum, og ţykja ţví líklegastir til ađ ná enn lengra í nánustu framtíđ. Einnig er markmiđiđ ađ verđlauna fyrir afburđaárangur og hvetja ţannig til afreka.

Styrkjum frá SÍ er ekki ćtlađ ađ styrkja hinn almenna skákáhugamann til farar erlendis, heldur einungis ţá sem ţykja skara fram úr. Sérstök áhersla er lögđ á yngri skákmenn sem eru tilbúnir til ađ leggja á sig ţjálfun til ađ standa sig á ţeim mótum sem styrkbeiđni liggur fyrir um. 

Viđ allar úthlutanir á ađ vera lögđ áhersla á jafnrétti kynjanna og ađ ţeim stúlkum sem skarađ hafa fram úr í hverjum aldursflokki sé gert kleift ađ afla sér reynslu á skákmótum erlendis til jafns á viđ stráka. Sams konar kröfur um ástundun, árangur og framfarir eru hins vegar gerđar til stúlkna og drengja, kvenna og karla, hvađ styrkjaúthlutanir varđar

Viđmiđ viđ styrkúthlutanir

1.     Allir styrkţegar SÍ (ungir, alţjóđlegir og ađrir) ţurfa ađ uppfylla eftirfarandi ţrjú skilyrđi:

  • Hafa teflt 50 kappskákir á síđustu 24 mánuđum fyrir áriđ 2010 og 60 skákir fyrir áriđ 2011 og síđar.
  • Hafa sýnt umtalsverđar framfarir á sl. 12 mánuđum, sem sjáist m.a. á árangri á skákmótum ársins, hćkkun skákstiga og reglulegri ţjálfun.
  • Hafa sýnt virkni í skákmótum innanlands.

2.     Ungir skákmenn (25 ára og yngri) hafa forgang ţegar kemur ađ úthlutun ferđastyrkja. Eftirfarandi börn og unglingar njóta sérstaks forgangs:

  • Undir 12 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
  • 12-16 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
  • 16-20 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
  • 20-25 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
3.     Alţjóđlegir meistarar geta fengiđ ferđastyrki frá SÍ óháđ aldri.

4.     Ţeir sem ţiggja stórmeistaralaun geta ekki fengiđ almenna ferđastyrki frá SÍ.

5.     Ađrir skákmenn geta fengiđ ferđastyrki ef ţeir ná árangri sem samsvarar 2350 stigum eđa meira ("performance") í móti sem styrkur er sóttur um. Ákvörđun um styrkveitingu er tekin eftir mót.

Umsóknareyđublöđ og skil 

Allir sem sćkja um styrk til SÍ ţurfa ađ leggja fram umsókn á ţar til gerđu rafrćnu eyđublađi.

Rafrćna eyđublađiđ

Ţar á ađ koma fram hvers vegna tiltekiđ skákmót er valiđ og hvers vegna viđkomandi telur ađ hann hafi rétt á styrk frá SÍ skv. ofangreindum skilyrđum.

Í umsókninni skal lögđ fram ćfingaáćtlun ţar sem ţjálfun fyrir tiltekiđ mót og ţátttaka á skákmótum nćstu 3 mánuđi er skýrđ.

Ef umsókn er ófullnćgjandi og ekki skilađ á ţann hátt sem ađ ofan greinir, er henni sjálfkrafa vísađ frá. 

Styrkir SÍ eru afgreiddir ţrisvar sinnum á ári. 10. febrúar, 10. júní og 10. október. Sćkja ţarf um styrkina í lok mánađarins á undan. Ćtlast er til ađ sótt sé um styrki áđur en haldiđ er mót en ef góđar ađstćđur valda ţví ađ sótt er um eftir á er tekiđ tillit til ţess.

Tímabundiđ sérákvćđi: Ţar sem ţessar reglur eru  settar á í júní 2013 er umsóknarfrestur lengdur til júníloka 2013. Svör viđ umsóknunun sem bárust/berast eftir 10. júní verđa afgreiddar eigi síđar en 10. júlí 2013.

Sérstök styrkjanefnd, skipuđ af stjórn SÍ, fer yfir allar umsóknir og gerir tillögur til stjórnar um afgreiđslu styrkja hverju sinni. 

Ađ jafnađi getur enginn fengiđ meira en 60.000 krónur á ári í styrk frá SÍ, nema ţegar hann er fulltrúi Íslands á alţjóđlegum mótum erlendis. Ef einhver ţykir skara sérstaklega fram úr á sl. 12 mánuđum er ţó hćgt ađ gera undantekningu á ţessari reglu og hćkka árlegan styrk til viđkomandi ađila. 

Skyldur styrkţega gagnvart SÍ: 

Ađ loknu móti skulu styrkţegar senda stutta frásögn til styrkjanefndar og skýra skák frá mótinu sem ţeir hlutu styrk til ađ taka ţátt í. Styrkjanefnd mun síđan birta greinina í einhverjum miđli skákhreyfingarinnar.

Ef stjórn SÍ fćr áreiđanlegar upplýsingar um ósćmilega og vítaverđa hegđun styrkţega á skákstađ (t.d. áfengisnotkun á međan á móti stendur) og ef styrkţegi hćttir á skákmóti án löglegra forfalla, mun viđkomandi vera sviptur ţeim styrk sem honum var veittur. Viđkomandi mun auk ţess ekki koma til greina viđ úthlutun styrkja SÍ nćstu 12 mánuđi.

Styrkir eru borgađir út eftir ađ skákmóti lýkur, ţegar ljóst er ađ skyldur styrkţega hafa veriđ uppfylltar. 

Reglur um áfangastyrki og bođ á EM-einstaklinga 

Stórmeistara áfangar: SÍ veitir íslenskum skákmanni sem nćr stórmeistara áfanga karla 300ţús krónur. Hćgt er ađ fá tvo ţannig styrki.

Alţjóđlegir áfangar: SÍ veitir íslenskum skákmanni sem nćr alţjóđlegum áfanga  karla 100ţús krónur. Hćgt er ađ fá ţrjá ţannig styrki.

Áfangastyrkir eru ekki veittir ţeim sem hafa náđ viđkomandi titlum.

EM-einstaklinga í opnum flokki: 

Sigurvegari á Skákţingi Íslands er sendur af SÍ á nćsta EM-einstaklinga.  

Ef íslenskur skákmađur,

a) nćr ađ fara yfir 2600 FIDE-stig síđustu tólf mánuđi fyrir EM

b) eđa vinnur Reykjavíkurmótiđ (jafnt efsta sćti nćgir)

c) eđa nćr árangri 7.umferđa eđa lengra skákmóti, sem mćlist sem frammistađa ("performance") upp á 2670 FIDE-stig eđa meira og innifelur GM-áfanga árangur

ţá býđur SÍ honum á nćsta EM einstaklinga.

Ef stutt er frá ţví ađ réttur til EM náđist fram ađ nćsta móti, er heimilt ađ taka bođiđ út á ţarnćsta EM í stađinn.

 

EM-einstaklinga í kvennaflokki: 

Ef íslensk skákkona nćr,

a) alţjóđlegum áfanga karla

b) eđa nćr árangri í 7.umferđa eđa lengra skákmóti sem mćlist sem frammistađa ("performance") upp á 2450 FIDE-stig eđa meira og innifelur WGM-áfanga árangur

ţá býđur SÍ henni á nćsta EM-einstaklinga í kvennaflokki.

Ef stutt er frá ţví ađ réttur til EM náđist fram ađ nćsta móti, er heimilt ađ taka bođiđ út á ţarnćsta EM í stađinn.


Ađalfundur SSON fer fram í kvöld

Bođađ er til ađalfundar SSON miđvikudaginn 26. júní, fundurinn fer fram í Selinu á Selfossi og hefst kl. 19:30.

Dagskrá ađalfundar

1. Skýrsla stjórnar (formađur og gjaldkeri)
2. Fischersetur
3. Landsmót UMFÍ á Selfossi
2. Kosning stjórnar
3. Mótahald 2013-2014
4. Önnur mál

Fyrir liggur ađ formađur mun ekki gefa kost á sér til embćttis áfram og mögulega verđa einhverjar ađrar breytingar á stjórn.  Eitt frambođ til formanns hefur ţegar borist.

Heimasíđa SSON


Henrik endađi í 4.-5. sćti í Osló

Henrik Danielsen stórmeistari verđur međ á Afmćlismóti Jóhanns Hjartarsonar í Trékyllisvík.

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2508) hlaut 6,5 vinning af 9 möguleikum á minningarmótinu um Svein Johannessen sem lauk í dag. Í dag vann hann Norđmanninnn Johan-Sebastian Christiansen (2089) og gerđi jafntefli viđ enska stórmeistarann Mark Hebden (2548) í lokaumferđinni.

Sćnski stórmeistarinn Tiger Hillarp (2555) sigrađi á mótinu, hlaut 7,5 vinning.

Frammistađa Henriks samsvarađi 2525 skákstigum og hćkkar hann 4 stig fyrir hana.

60 keppendur frá 10 löndum tóku ţátt í mótinu og ţar á međal sex stórmeistarar. Henrik var ţriđji í stigaröđ keppenda.


Skákdeild KR - úrslita síđustu móta

Ţađ hefur veriđ fámennt en góđmennt á mótunum í Frostaskjólinu undanfarnar vikur. Heimaleikir í fótboltanum og ţjóđhátíđin hafa raskađ mótaáćtluninni á mánudögum og haft truflandi áhrif á ţátttökuna fyrir utan sumariđ sjálft.

En KR-ingar og gestir ţeirra láta ekki deigan síga og teflt verđur áfram í allt sumar ţó stöku sinnum ţurfi ađ skáka til keppnisdögum.

Eins og sjá má á međf. mótstöflum hafa ýmsir góđkunnir kappar látiđ ţar til sína taka, gamlir meistarataktar tekiđ sig upp hjá sumum og ýmsir minni spámenn átt sína góđu spretti inn á milli. /ESE  

 

kr-_rslit_28_ma.jpg

 

 

kr_-_rslit_3_j_n.jpg

 

 

kr_-_rslit_10_j_n.jpg

 

 

kr_-_rslit_18_j_n.jpg

 

 

kr-_rslit_24_j_n.jpg

 

 


Guđmundur teflir í Katalóníu

Guđmundur KjartanssonAlţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2453) hóf ţátttöku í dag í alţjóđlegu móti í Katalóníu á Spáni. Í fyrstu umferđ vann stigalágan heimamann (2078) en á morgun töluvert stigahćrri Indverja (2308).

101 skákmađur frá 18 löndum tekur ţátt í mótinu. Ţar af eru 19 stórmeistarar og jafnmargir alţjóđlegir meistarar. Guđmundur er nr. 25 í stigaröđ keppenda.

Ekki er ađ sjá ađ ţađ séu beinar útsendingar frá mótinu.


Sćvar sigrađi á hrađkvöldi Hellis

Sćvar Sćvar Bjarnason sigrađi međ 6,5 vinningum í sjö skákum á hrađkvöldi Hellis sem fram fór 24. júní. Sćvar gerđi jafntefli viđ Gunnar Örn Haraldsson í nćstsíđustu umferđ en vann alla ađra andstćđinga sína. Annar varđ Vigfús Ó. Vigfússon međ 6 vinninga en hann tapađi fyrir Sćvari en vann ađra sem hann tefldi viđ.

Nćstir komu Jón Úlfljótsson og Gunnar Örn Haraldsson međ 4,5 vinning en Jón var hćrri á stigum og hlaut ţví ţriđja sćtiđ. Sćvar dró Elsu Maríu í happdrćttinu og bćđi fengu ţau úttektarmiđa á Saffran.

Nú verđur gert hlé á hrađkvöldunum ţangađ til í haust en nćsti viđburđur hjá Helli er Mjóddarmót Hellis sem haldiđ verđur laugardaginn 29. júní.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

Röđ   Nafn                          Score    M-Buch. Buch. Progr.

  1   Sćvar Bjarnason,               6.5      20.5  29.0   27.0
  2   Vigfús Ó. Vigfússon,           6        20.5  30.5   24.0
 3-4  Jón Úlfljótsson,               4.5      21.5  30.0   18.0
      Gunnar Örn Haraldsson,         4.5      15.0  22.0   18.0
5-10  Jóhanna Björg Jóhannsdóttir,   4        22.0  30.5   20.0
      Gunnar Nikulásson,             4        20.0  28.5   19.0
      Björn Hólm Birkisson,          4        19.0  24.0   14.0
      Elsa María Kristínardóttir,    4        18.0  25.5   17.0
      Bárđur Örn Birkisson,          4        15.0  22.5   13.0
      Sverrir Sigurđsson,            4        13.0  17.5   10.0
 11   Gauti Páll Jónsson,            3.5      20.0  29.0   17.0
12-14 Pétur Jóhannesson,             3        17.5  24.5   11.0
      Gunnar Ingibergsson,           3        17.5  24.5    7.0
      Óskar Víkingur Davíđsson,      3        17.0  23.0   11.0
15-16 Mikhael Kravchuk,              2        17.5  22.5   11.0
      Björgvin Kristbergsson,        2        15.5  20.0    8.0
 17   Yassin Zinabi,                 1        15.0  21.0    7.0


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 180
  • Frá upphafi: 8764025

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband