Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2013

Ţorvarđur Fannar međ fullt hús á öđlingamóti

Ţorvarđur Ólafsson teflir í stigahćrri flokknumŢorvarđur Fannar Ólafsson (2225) er efstur međ fullt hús ađ lokinni ţriđju umferđ skákmóts öđlinga sem fram fór í kvöld. Ţorvarđur vann Jóhann H. Ragnarsson (2066). Fimm skákmenn eru nćstir međ 2,5 vinning. Ţađ eru ţeir; Ţór Valtýsson (2040), Sigurđur Dađi Sigfússon (2324), Sćvar Bjarnason (2132), Hrafn Loftsson (2204) og Vigfús Ó. Vigfússon (1988). 

Öll úrslit ţriđju umferđar má nálgast hér.

Stöđu mótsins má nálgast hér.

Fjórđa umferđ fer fram nk. miđvikudagskvöld. Ţá mćtast međal annars: Sigurđur Dađi - Ţorvarđur, Hrafn-Ţór og Vigús og Sćvar.

Pörun fjórđu umferđar má í heild nálgast hér


Páskamót Riddarans: Jón Ţ. Ţór vann yfirburđasigur

2013_riddarinn_p_skam_t_-_vettvangsmyndir.jpgŢađ er víđar en í Vesturbćnum, Mjóddinni, Skeifunni, og Akureyri sem teflt hefur veriđ um gómsćt Páskaegg undanfariđ ţó flestir mćti bara til ađ tefla sér til gamans og yndisauka, Stíga nokkur létt og hnitmiđuđ dansspor á skákborđinu eins og komist var ađ orđi nýlega. Ţar skiptir réttur stígandi og góđ leikni mestu máli ađ reynslunni ógleymdri til ađ forđast ótímabćr mát eđa önnur meiriháttar skakkaföll.

Eldri skákborgarar eiga sér góđan samastađ í skjóli Hafnarfjarđarkirkju ţar sem vikulegar "skákćfingar" hafa veriđ haldnar í hundrađavís gegnum árin. Ţađ styttist í 15 ára afmćlismótiđ ef svo heldur fram sem horfir. Ćfingarnar upphófust í tíđ Sr. Gunnţórs Ingasonar "skákprests" 1998 sem enn er verndari skákstarfsins, en eiginkona hans Sr. Ţórhildur Ólafs gegnir nú embćtti sóknarprests í ţessari fallegu gömlu kirkju međ hinu nýtískulega safnađarheimili, Strandbergi, sem hýsir margvíslega menningarstarfsemi í sínum glćstu salarkynnum. Sigurjón Pétursson, sóknarnefndarformađur og íţróttaforkólfur á ţar líka góđar ţakkir skyldar.

Eldri borgarar hvađanćva af höfuđborgarsvćđinu, úr Grafarvogi, Breiđholti, Seltjarnarnesi, Kópavogi og víđar ađ, allt austan úr Svínahrauni, láta sér ekki muna um ţađ ađ leggja hlykk á  leiđ sína til ađ mćta ţar skilvíslega til miđvikudagstafls ásamt valinkunnum Hafnfirđingum - jafnt sumar sem vetur.  

Margir minnast ţess ţegar vikulegir skákţćttir voru í Ríkisútvarpinu. En nú virđist sem skákfréttir svo ekki sé nú talađ um skákţćtti séu ţar algjört tabú sem má undarlegt teljast. Ţó ţar sé greint ítarlega frá úrslitum í bandaríska körfuboltanum, golfmótum út um víđan völl og jafnvel kanadískum ísknattleik heyra skákfréttir ţar núorđiđ til algjörra undantekninga.  "RÚV" svokallađ  - útvarp í almannaţágu - hefur ekki einu sinni látiđ svo lítiđ viđ ađ greina frá yfirstandandi áskorendamóti í skák sem lauk í gćr í London ţar sem Norđmađurinn ungi Magnús Carlsen frćndi vor vann sér rétt til ađ keppa um heimsmeistaratitilinn í haust sem hann stefnir ótrauđur ađ.  Er ţó skákin enn viđurkennd sem ein af ţjóđaríţróttum Íslendinga. Ađ vísu nýtur ţeirra Sigurđar Sigurđssonar og Baldurs Pálmasonar ekki  lengur viđ enda báđir látnir fyrir löngu. Ćtla mćtti ađ ţeir skákmenn, sem vitađ er ađ starfa ţar innandyra, hefđu skilning á ţví "ađ svona nokkuđ gengur ekki"   ţeas. ef stofnunin á ađ standa undir nafni.

Einn hinna gömlu skákskýrenda og frćđaţula á gamla GufuRadíóinu fyrir svona hálfri öld eđa svo, Jón Ţ. Ţór, sagnfrćđingur, bregđur annađ slagiđ undir sig betri fćtinum og mćtir til tafls í Riddarann, KR og Gallerý Skák.  Hann tók  á sinni tíđ viđ af heiđursmönnunum Baldri Möller og Guđmundi Arnlaugssyni ađ rekja skákir meistaranna fyrir landsmenn leik fyrir leik á öldum hljóđvakans í gamla daga ţegar skákinni voru gerđ verđug skil í útvarpi allra landsmanna.  En nú er af sem áđur var eins og áđur segir.

Ţessi aldni seggur vann yfirburđasigur í Páskaskákmóti Riddarans í síđustu viku, ţar sem fjöldi girnilegra páskaeggja frá Sambó og Nóa-Síríus voru til vinnings og vonar. Krćkti hann sér auk eggsins vćna í 10 vinninga af 11 mögulegum.  Árangur hans ber međ sér ađ hann hefur engu gleymt. Taflmennska gömlu meistaranna sem hann segist ađspurđur styđjast viđ stendur enn fyrir sínu hvađ sem allri tölvutćkni líđur. Segja má ađ Jón Ţór gefi sér of sjaldan tóm til "ađ líta upp" frá frćđagrúski sínu og "horfi of mikiđ um öxl"  til sögu liđinna alda, sem ćtla má ađ geti valdiđ honum hálsríg. Ţví er honum hollt ađ standa upp annađ slagiđ og"horfa fram á viđ" og tefla meira. 

Nánari úrslit má sjá á međf. mótstöflu.

 

riddarinn_p_skam_t_2013_m_tstafla_-ese.jpg

 

Nćsta mót í Riddaranum verđur á morgun ţar sem tefld verđur um risastórt Geirfuglsegg sem rekiđ hefur á fjörur.  Tafliđ hefst kl. 13 og heitt á könnunni ađ vanda. 


ESE -skákţankar 2. apríl 2013


GALLERÝ SKÁK - GEIRFUGLSEGGJAMÓT

Ađ venju verđur teflt í Gallerý Skák, listasmiđju, ađ Bolholti 6, 2.h.,  ţegar degi hallar fimmtudag. Ýtt á klukkurnar kl. 18 réttstundis. 11 umferđir međ 10. mín umt.  3 risastór gómsćt "Geirfuglsegg" í verđlaun, sem rekiđ hafa á fjörur mótshaldara.  Lagt í púkk fyrir kaffi og kruđerí og öđrum veisluföngum. Allir velkomnir í hringiđuna, óháđ aldri og félagsađild.


Íslandsmót barnaskólasveita fer fram dagana 13.-14. apríl

Mótiđ er fyrir nemendur á barnaskólaaldri, 1.-7. bekk. Fjórir skákmenn eru í hverri sveit, hćgt er ađ vera međ allt ađ ţrjá varamenn í hverri sveit.

Teflt verđur í Rimaskóla, Grafarvogi.

Tefldar verđa níu umferđir, fimm á laugardegi og fjórar á sunnudegi.

Umhugsunartími verđur 15 mínútur á mann.

Taflmennska hefst 13:00 á laugardag og 11:00 á sunnudag.

Veitt verđa verđlaun fyrir efstu b-e sveitir ásamt verđlaunum fyrir efstu sveitina sem er einungis skipuđ nemendum í 1.-4. bekk. Stefnt er ađ sér móti fyrir ţennan aldursflokk á nćsta ári.

Hverri sveit skal fylgja liđsstjóri og skal nafn hans, netfang og símanúmer fylgja skráningu. Skráning skal berast á skaksamband@skaksamband.is fyrir föstudaginn 12. apríl.

Liđsstjórar skulu bođa keppendur 12:40 svo mótiđ geti hafist á réttum tíma.

Veitt verđa borđaverđlaun fyrir bestan árangur á borđi 1-4.

Sá skóli sem verđur Íslandsmeistari tryggir sér ţátttökurétt á Norđurlandamóti barnaskólasveita sem fer fram í haust.

Ţátttökugjald er 5000. kr. á sveit - mest 10.000 kr. á skóla.


Úrslit Páskamóta á Akureyri - Jón Kristinn og Andri Freyr sigursćlir

Eins og hér hefur veriđ ítrekađ var teflt víđar en í London um páskana, m.a. hér á Akureyri. Upphitun fyrir páskasyrpuna hóft ţegar fimmtudagskvöldiđ 21. mars ţegar 7. rispan í TM-mótaröđinni var tekin. Ţar urđu úrslitin eftirfarandi:

 

Jón Kristinn Ţorgeirsson8
Ólafur Kristjánsson
Smári Ólafsson
Sigurđur Eiríksson
Andri Freyr Björgvinsson
Símon Ţórhallsson
Haki Jóhannesson
Logi Rúnar Jónsson
Karl Egill Steingrímsson
Jón Magnússon0

Lćtur nćrri ađ Jón Kristinn Ţorgeirsson hafi náđ viđlíka forystu í heildarkeppninni og Barcelona í Spánarsparki. Lokamótiđ í syrpunni verđur svo háđ nk. fimmtudag.  

IMG 8913Á pálmasunnudag hófust svo dystar á Bikarmóti félagsins og var ţeim fram haldiđ á skírdag og föstudaginn langa. Á ţví móti voru tefldar atskákir og féllu menn úr keppni eftir ţrjú töp. Tíu iđkendur af sömu tegund og negrastrákarnir forđum hófu mótiđ en fćkkađi eftir ţví sem á leiđ. Eftir sex umferđir voru eftir sex eins og segir í kvćđinu og glímdu ţá ţessir: Jón Kristinn-Karl 1-0, Sveinbjörn-Sigurđur E 1-0 og Andri Freyr-Haki 1-0. Féllu ţá ţeir sem töpuđu úr leik og stóđu eftir Jón Kristinn og Sveinbjörn međ 2 töp en Andri Freyr best ađ vígi međ einungis hálfan niđur. Eftir sigur Jóns á Sveinbirni í nćstu skák voru ţeir Andri tveir eftir. Jón saxađi á forskot andstćđings síns međ sigri í nćstu skák, en lengra komst hann ekki. Međ tveimur jafnteflum var hann kominn yfir strikiđ og Andri Freyr Björgvinsson hreppti sigurinn og titilinn Bikarmeistari SA 2013. Alls varđ mótiđ 11 umferđir; fékk Andri 8,5 vinning og Jón 8. Ţriđji varđ svo Sveinbjörn Óskar međ 5 vinninga. Eru ţeir allir vel sćmdir af frammistöđu sinni.  

Svo lauk páskagleđinni međ hinu hefđbundna páskahrađskákmóti á annan í páskum. Ţar tefldu 9 menn tvöfalda umferđ og fór svo:Landsmót í skólaskák 2011 123

 

Jón Kristinn Ţorgeirsson15
Smári Ólafsson12
Sigurđur Eiríksson11
Haki Jóhannesson
Sveinbjörn Sigurđsson
Andri Freyr Björgvinsson8
Karl Egill Steingrímsson5
Atli Benediktsson
Óliver Ísak Ólason˝

Sannađist hér enn ađ Jón Kristinn Ţorgeirsson er ađ verđa hvađ sleipastur hrađskákmađur norđan heiđa. 

Texti af heimasíđu SA

Skólaskákmót Kópavogs fer fram á föstudag

Skólaskákmót Kópavogs í einstaklingsflokki fyrir grunnskólanemendur verđur haldiđ föstudaginn 5. apríl nk. í Álfhólsskóla. Mótiđ hefst kl 13:00 og ţví lýkur um 16:00.

Keppt er í fjórum flokkum:

  • 1. flokkur 1.-2. bekkur
  • 2. flokkur 3.-4. bekkur
  • 3. flokkur 5.-7. bekkur
  • 4. flokkur 8.-10. bekkur

Umhugsunartími 2 x 10 mín.

Krakkar sem eru í 1.-7. bekk mega keppa í flokki 5.-7. bekkjar ef ţeir vilja komast á kjördćmismeistaramót annars gildir aldurshólfiđ ţeirra. En efstu tveir úr unglingaflokki fá rétt til keppni á kjördćmismeistaramóti og eftstu tveir úr flokki 5.-7. bekkjar.

Allir krakkar sem kunna skákreglur og eru skráđir til náms viđ grunnskóla í Kópavogi eru velkomnir og er ađgangur ókeypis.  Gull, silfur og brons verđlaun verđa veitt fyrir hvern flokk fyrir sig.

Keppendur verđa ađ skrá sig fyrir kl 21:00 miđvikudaginn 3 april 2013.

Skráning fer fram hér. Skođa má ţegar skráđa keppendur hér.

Skráningu ţarf ađ fylgja fullt nafn, bekkur (td. 2. bekkur TR osfrv.) og heiti skóla.


Carlsen mćtir Anand í heimsmeistaraeinvígi eftir ótrúlega lokaumferđ

 

Magnus Carlsen skýjum ofar

Magnus Carlsen (2872) hefur tryggt sér rétt til ađ mćta Vishy Anand (2783) í heimsmeistaraeinvígi. Ţađ er ljóst eftir ótrúlega lokaumferđ á áskorendamótinu í London í dag. Carlsen og Kramnik (2810) voru jafnir fyrir umferđina og ţađ var ljóst ađ Norđmanninum myndi duga ađ gera sömu úrslit og Rússinn. Ţeir töpuđu svo báđir! Carlsen fyrir Svidler (2747) og Kramnik, tapađi sinni fyrstu skák á mótinu, er hann tapađi fyrir Ivanchuk (2757). Carlsen telst sigurvegari mótsins ţar hann vann fleiri skákir en Kramnik.

 

Úrslit 14. umferđar:
  • Gelfand - Grischuk ˝-˝
  • Aronian - Radjabov 1-0
  • Carlsen - Svidler 0-1
  • Ivanchuk - Kramnik 1-0

Lokastađan:

  • 1. Carlsen (2872) 8˝ v. (5 sigurskákir)
  • 2. Kramnik (2810) 8˝ v. (4 sigurskákir)
  • 3. Svidler (2747) 8 v. (Vann Aronian 1˝-˝)
  • 4. Aronian (2809) 8 v.
  • 5. Gelfand (2740) 6˝ v. (2 sigurskákir)
  • 6. Grischuk (2764) 6˝ v. (1 sigurskák)
  • 7. Ivanchuk (2757) 6 v.
  • 8. Radjbov (2793) 4 v.
Tenglar:

Arnar og Helgi Áss sigruđu á páskamóti Nóa-Siríusar

img_7895_640x427_1196126.jpgŢađ sveif léttur en hátíđlegur andi yfir páskahrađskákmóti Gođans Máta sunnan heiđa sem haldiđ var miđvikudaginn 27. mars. Mótiđ var kennt viđ hiđ ágćta fyrirtćki Nóa-Siríus sem lagđi keppendum til verđlaun, páskaegg ađ sjálfsögđu. Svo skemmtilega var um búiđ ađ allir málshćttirnir í páskaeggjunum tengdust skák beint eđa óbeint, t.d.: „Enginn verđur óbarinn biskup" og „Ja sko Spassky."

Páskarnir eru hátíđ upprisu og frjósemi  og ţví ekki ađ furđa ađ snilldartilţrif sćjust í mörgum skákanna. Sérstakt ánćgjuefni var  hve oft brá fyrir djörfum upphafsleikjum á borđ viđ 1.b-4 og 1. g-4 en félagsmenn hafa einmitt sökkt sér ofan í ţessar byrjanir ađ undanförnu í ţeim ásetningi ađ gera ţćr ađ beittu vopni á Íslandsmóti skákfélaga 2013-2014.  

Mótiđ var vel mannađ enda voru nokkrir af sprćkustu hrađskákmönnum landsins međal ţátttakenda.

Röđ efstu manna: 

1.-2.sćti          Arnar Ţorsteinsson og Helgi Áss Grétarsson

3. sćti             Kristján Eđvarđsson

4.-5. sćti         Jón Ţorvaldsson og Pálmi R. Pétursson

6. sćti             Arngrímur Gunnhallsson

7. sćti             Jakob Ţór Kristjánsson

 

Nýtt ţróunarverkefni Gođans-Máta

Hverju félagi er hollt ađ ástunda ţróun og nýsköpun. Í mótslok var greint frá nýju ţróunarverkefni Gođans-Máta sem félagiđ mun leita til Nóa-Siriusar og e.t.v. fleiri matvćlafyrirtćkja til samstarfs um. Hugmyndin gengur út á nýja tegund hrađskákar, svonefnda átskák.

Í átskák verđa taflmennirnir gerđir úr matvöru, t.d. hvítu og dökku súkkulađi, og í hvert sinn sem annar hvor keppenda drepur taflmann andstćđingsins verđur jafnframt ađ leggja sér ţann taflmann til munns. Átiđ verđur ţó ekki lagt á skákmanninn sjálfan ţví ađ gert er ráđ fyrir ađ hann hafi sér til fulltingis ađstođarmann, svonefnt átvagl, sem sporđrennir föllnu mönnunum auk ţess ađ gefa góđ ráđ um vćnleg uppskipti. Átvagl verđur virđingarheiti en augljóst er ađ reyna mun mjög á siđferđilegan ţroska viđkomandi einstaklings ađ láta ekki stjórnast af grćđginni einni saman viđ ráđgjöfina. Gert er ráđ fyrir ađ fyrsta átskákmót Gođans-Máta verđi haldiđ á öndverđu ári 2014 undir viđeigandi kjörorđi: ÁT og MÁT.

Ađ endingu var ađ venju sunginn félagssöngur Gođans-Máta „Sé ég eftir sauđunum". Forsöngvari var Pálmi R. Pétursson, sem er mađur einmuna raddfagur og lagviss, en ađrir viđstaddir hrinu viđ eftir föngum.  

Gens una sumus - Viđ erum öll af sama sauđahúsi.

Texti af heimsíđu Gođans-Máta


Skákskýringar frá áskorendaeinvíginu í beinni frá Faxafeni

Helgi Ólafsson - mjög kátur!Lokaumferđ áskorerendamótsins fer fram í dag. Sjaldan hefur spennan veriđ meiri en Carlsen (2872) og Kramnik (2801) eru jafnir og efstir. Carlsen mćtir Svidler (2747) í dag međ hvítu en Kramnik mćtir hinum óútreiknanlega Ivanchuk (2757) međ svörtu.

Skáksamband Íslands verđur beina útsendingu á risaskjá íJón L. Árnason giving commentary sal SÍ, Faxafeni 12, í dag. Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason verđa međ skákskýringar frá skákunum tveimur. Helgi mun sjá um skák Carlsen en Jón mun sjá um skák Kramnik. Ingvar Ţór Jóhannesson verđur ţeim innanhandar međ ferskar tölvuskýringar.

Til ađ koma til móts viđ ţá sem eiga ekki heimangengt verđur skýringunum einnig varpađ á netiđ og hef netútsendingin á tíma eđa um kl. 13.

Hćgt verđur ađ nálgast lifandi skákskýringar hér


« Fyrri síđa

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 8780632

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband