Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2013

Skák eflir skóla - nýútkomin skýrsla

Út er komin skýrslan Skák eflir skóla á vegum menntamálaráđuneytisins. Skýrslan var unnin á fyrstu mánuđum ţessa árs, og fjallar um skákkennslu í víđu samhengi; kosti hennar og umfang. Skýrslan er góđur leiđarvísir fyrir áframhaldandi skákvćđingu grunnskóla landsins og kemur ýmislegt athyglisvert og nytsamlegt fram í henni.

Í skýrslunni má m.a. finna:

-         umsagnir kennara, stjórnenda og foreldra

-         úttekt á erlendum rannsóknum á áhrifum skákkennslu

-         könnun á umfangi og eđli skákkennslu í grunnskólum landsins

-         vísi ađ tilraunaverkefni í skákkennslu ţar sem skák verđur kennd af almennum kennurum

Af síđu ráđuneytisins:

„Í ársbyrjun 2013 skipađi mennta- og menningarmálaráđherra nefnd sem var faliđ ađ kanna kosti skákkennslu í grunnskólum međ sérstakri áherslu á áhrif skákkennslu á námsárangur og félagslega fćrni barna.  Nefndinni var faliđ ađ kortleggja stöđu skákkennslu í grunnskólum á Íslandi, afla gagna og vitnisburđa og rýna í alţjóđlegar rannsóknir á áhrifum skákiđkunar í skólum. Auk ţess var nefndinni faliđ ađ gera tillögur ađ tilraunverkefni á sviđi skákkennslu.

Í nefndina voru skipuđ ţau Anna Kristín Jörundsdóttir, kennari, Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir, Alţingismađur, sem jafnframt var skipuđ formađur, Helgi Árnason, skólastjóri, Helgi Ólafsson, skólastjóri, Hrafn Jökulsson, rithöfundur, Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna og Stefán Bergsson, framkvćmdastjóri. Stefán Baldursson, skrifstofustjóri, starfađi međ nefndinni af hálfu mennta- og menningarmálaráđuneytisins."

Nánar á vef menntamálaráđuneytisins.


Skákţáttur Morgunblađsins: Gelfand kom Magnúsi Carlsen til hjálpar

Aronian - GelfandHagur Magnúsar Carlsen á áskorendamótinu í London vćnkađist talsvert í 9. umferđ ţegar helsti keppinautur hans, Armeninn Levon Aronjan tapađi fyrir Boris Gelfand; í sömu umferđ lenti Magnús í miklum erfileikum gegn Vladimir Kramnik en tókst ađ halda jafntefli og hefur ˝ vinnings forskot ţegar ţetta er ritađ. Stađan: 1. Carlsen 6 v. ( af 9 ) 2. Aronjan 5 ˝ v. 3. Kramnik 5 v. 4. - 5. Gelfand og Grischuk 4 ˝ v. 6. Svidler 4 v. 7. Ivantsjúk 3 ˝ v. 8.Radjabov 3 v.

Samkvćmt tölfrćđi sem Jeff Sonas vann eru nú um 75% líkur á ţví ađ Magnús vinni mótiđ og 21% líkur á ţví ađ Aronjan vinni. Möguleikar ţess síđarnefnda eru ţó enn góđir. Verđi hann í efsta sćti ásamt Magnúsi ţá telst sá sigurvegari sem unniđ hefur fleiri skákir. Magnús getur ţ.a.l. ekki siglt fleyi sínu í jafnteflishöfn í lokaumferđunum en hann hefur hvítt í ţrem skákum af fimm. Elstu keppendurnir í London, Gelfand og Ivantsjúk, hafa náđ sér á strik eftir slaka byrjun. Gelfand vann Radjabov í 8. umferđ og í nćstu umferđ gerđi hann Magnúsi mikinn greiđa er hann lagđi Aronjan:

Boris Gelfand - Levon Aronjan

Drottningarbragđ

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 Rbd7

Ţessi leikur hefur aftur tekiđ yfir sem vinsćlasta svariđ viđ Bf4-leiđinni. Á Ol í Novi Sad 1990 í viđureign Sovétríkjanna gegn Íslandi - ţeirri síđustu sem Sovétríkin háđu á Ólympíumóti - lék Gelfand 7. Dc2 gegn undirrituđum en velur nú ađra leiđ.

7. Be2 c6 8. O-O Rh5 9. Be5 f6 10. Bg3 f5 11. Be5 Rhf6 12. h3 Rxe5 13. Rxe5 Rd7 14. f4 Rxe5 15. fxe5 Bg5 16. Dd2 Bd7 17. Hac1 Hc8 18. a3 Kh8 19. b4 Be8 20. Bd3 Hc7 21. Re2!

Vandamál svarts snúast um ţađ hversu ţröng stađa hans og peđastađa hans er ekki góđ međ tilliti til endatafls.

21. ... Bh5 22. Rf4 Bxf4 23. exf4 Hd7 24. De3!?

Hann gat lokađ taflinu međ 24. c5 og opnađ síđan línur á drottningarvćng.

24. ... dxc4 25. Bxc4 Hxd4?

Hćpin ákvörđun Sjálfsagt var 24. ... He8 ţó hvítur eigi góđa möguleika međ 25. d5! exd5 26. Bd3 d4 27. Dd2.

26. Bxe6 Bf7 27. Bxf5 Bc4 28. e6 Dd6 29. Hfe1 He8 30. e7 Bf7 31. Hc5 g6 32. Bg4 h5?

Aronjan hefur stundum áđur gert sig sekan um ađ reyna ađ notfćra sér tímahrak andstćđingsins. Ţetta gerir ađeins illt verra og Gelfand lćtur tćkifćriđ sér ekki úr greipum ganga. Mun betra var 32. ... Hd3, t.d. 33. De5+ Dxe5 34. Hexe5 a6 og síđan - Kg7 og Kf6 viđ tćkifćri.

33. f5!

Međ hugmyndinni 33. .... hxg4 34. Dh6+ Kg8 35. fxg6 Bxg6 35. Hg5 og vinnur.

33. ... Kg7 34. fxg6 Bxg6 35. Bxh5

Einfaldara og betra var 35. Hxh5!; eftir 35. ... Bxh5 36. Bxh5 er svartur bjargarlaus.

35. .... Hd3 36. De5+ Dxe5 37. Hcxe5 Bxh5 38. Hxh5 Hxa3 39. Hf5!

Snjall leikur sem heldur opnum möguleikum á matsókn međ tveim hrókum.

39. ... Hd3 40. He4 Hd7 41. Hg4+ Kh6 42. Hf6+ Kh7

42. ... Kh5 virtist kom til greina en eftir 43. Hfg6! Hdxe7 kemur 44. H4g5+ Kh4 45. g3+! Kxh3 46. Hh6 mát.

43. Hf7+ Kh6 44. Hgg7 Hd1 45. Kh2 Hf1 46. Hh7+ Kg6 47. Hhg7+ Kh6 48. Hh7+ Kg6 49. Hfg7+ Kf6 50. h4 Ke6 51. Hg4 Kf5 52. Kg3 He1 53. Hf4+ Ke6 54. h5!

Einfaldast ţar sem frípeđ hvíts eru komin lengra.

54. ... Hxe7 55. Hxe7 Kxe7 56. Kh4 b6 57. h6 Hh1 58. Kg5 Ke6 59. Kg6 Ke5 60. Hf5+

- og Aronjan gafst upp.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 1. apríl 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


Tímaritiđ Skák - skylduáskrift skákáhugamannsins

Tímaritiđ Skák 2013Tímaritiđ Skák 2013 kom út í febrúar. Um er ađ rćđa mjög veglegt árstímarit ţar sem fariđ er yfir liđiđ ár og fjallađ um helstu viđburđi eins og Reykjavíkurskákmótiđ, Skákţing Íslands og Íslandsmót skákfélaga.

Óhćtt er ađ segja ađ blađiđ hafi fengiđ góđar viđtökur skákáhugamanna.

Bođiđ er upp á áskirft á blađinu á 3.000 kr. og geta áhugasamir skráđ fyrir blađinu hér.

Međal efnis má nefna stórmerkileg viđtöl viđ Friđrik Ólafsson og Ţröst Ţórhallsson, ítarlegar greinar um ólympíuskákmótiđ og Íslandsmótiđ í skák.

Skylduáskrift skákáhugamannsins!

Allir skákáhugamenn eru hvattir til ađ gerast áskrifendur ađ ţessu glćsilega blađi og stuđla ađ ţví ađ ţví íslensk skáksaga varđveitist. Verđ á blađinu er 3.000 kr. Hćgt er ađ fá blađiđ frá í fyrra sent einnig greiđi menn til viđbótar 500 kr.

Skákţáttur Morgunblađsins: Gelfand kom Magnúsi Carlsen til hjálpar

Aronian - GelfandHagur Magnúsar Carlsen á áskorendamótinu í London vćnkađist talsvert í 9. umferđ ţegar helsti keppinautur hans, Armeninn Levon Aronjan tapađi fyrir Boris Gelfand; í sömu umferđ lenti Magnús í miklum erfileikum gegn Vladimir Kramnik en tókst ađ halda jafntefli og hefur ˝ vinnings forskot ţegar ţetta er ritađ. Stađan: 1. Carlsen 6 v. ( af 9 ) 2. Aronjan 5 ˝ v. 3. Kramnik 5 v. 4. - 5. Gelfand og Grischuk 4 ˝ v. 6. Svidler 4 v. 7. Ivantsjúk 3 ˝ v. 8.Radjabov 3 v.

Samkvćmt tölfrćđi sem Jeff Sonas vann eru nú um 75% líkur á ţví ađ Magnús vinni mótiđ og 21% líkur á ţví ađ Aronjan vinni. Möguleikar ţess síđarnefnda eru ţó enn góđir. Verđi hann í efsta sćti ásamt Magnúsi ţá telst sá sigurvegari sem unniđ hefur fleiri skákir. Magnús getur ţ.a.l. ekki siglt fleyi sínu í jafnteflishöfn í lokaumferđunum en hann hefur hvítt í ţrem skákum af fimm. Elstu keppendurnir í London, Gelfand og Ivantsjúk, hafa náđ sér á strik eftir slaka byrjun. Gelfand vann Radjabov í 8. umferđ og í nćstu umferđ gerđi hann Magnúsi mikinn greiđa er hann lagđi Aronjan:

Boris Gelfand - Levon Aronjan

Drottningarbragđ

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 Rbd7

Ţessi leikur hefur aftur tekiđ yfir sem vinsćlasta svariđ viđ Bf4-leiđinni. Á Ol í Novi Sad 1990 í viđureign Sovétríkjanna gegn Íslandi - ţeirri síđustu sem Sovétríkin háđu á Ólympíumóti - lék Gelfand 7. Dc2 gegn undirrituđum en velur nú ađra leiđ.

7. Be2 c6 8. O-O Rh5 9. Be5 f6 10. Bg3 f5 11. Be5 Rhf6 12. h3 Rxe5 13. Rxe5 Rd7 14. f4 Rxe5 15. fxe5 Bg5 16. Dd2 Bd7 17. Hac1 Hc8 18. a3 Kh8 19. b4 Be8 20. Bd3 Hc7 21. Re2!

Vandamál svarts snúast um ţađ hversu ţröng stađa hans og peđastađa hans er ekki góđ međ tilliti til endatafls.

21. ... Bh5 22. Rf4 Bxf4 23. exf4 Hd7 24. De3!?

Hann gat lokađ taflinu međ 24. c5 og opnađ síđan línur á drottningarvćng.

24. ... dxc4 25. Bxc4 Hxd4?

Hćpin ákvörđun Sjálfsagt var 24. ... He8 ţó hvítur eigi góđa möguleika međ 25. d5! exd5 26. Bd3 d4 27. Dd2.

26. Bxe6 Bf7 27. Bxf5 Bc4 28. e6 Dd6 29. Hfe1 He8 30. e7 Bf7 31. Hc5 g6 32. Bg4 h5?

Aronjan hefur stundum áđur gert sig sekan um ađ reyna ađ notfćra sér tímahrak andstćđingsins. Ţetta gerir ađeins illt verra og Gelfand lćtur tćkifćriđ sér ekki úr greipum ganga. Mun betra var 32. ... Hd3, t.d. 33. De5+ Dxe5 34. Hexe5 a6 og síđan - Kg7 og Kf6 viđ tćkifćri.

33. f5!

Međ hugmyndinni 33. .... hxg4 34. Dh6+ Kg8 35. fxg6 Bxg6 35. Hg5 og vinnur.

33. ... Kg7 34. fxg6 Bxg6 35. Bxh5

Einfaldara og betra var 35. Hxh5!; eftir 35. ... Bxh5 36. Bxh5 er svartur bjargarlaus.

35. .... Hd3 36. De5+ Dxe5 37. Hcxe5 Bxh5 38. Hxh5 Hxa3 39. Hf5!

Snjall leikur sem heldur opnum möguleikum á matsókn međ tveim hrókum.

39. ... Hd3 40. He4 Hd7 41. Hg4+ Kh6 42. Hf6+ Kh7

42. ... Kh5 virtist kom til greina en eftir 43. Hfg6! Hdxe7 kemur 44. H4g5+ Kh4 45. g3+! Kxh3 46. Hh6 mát.

43. Hf7+ Kh6 44. Hgg7 Hd1 45. Kh2 Hf1 46. Hh7+ Kg6 47. Hhg7+ Kh6 48. Hh7+ Kg6 49. Hfg7+ Kf6 50. h4 Ke6 51. Hg4 Kf5 52. Kg3 He1 53. Hf4+ Ke6 54. h5!

Einfaldast ţar sem frípeđ hvíts eru komin lengra.

54. ... Hxe7 55. Hxe7 Kxe7 56. Kh4 b6 57. h6 Hh1 58. Kg5 Ke6 59. Kg6 Ke5 60. Hf5+

- og Aronjan gafst upp.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 1. apríl 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


Guđmundur og Dagur tefla í Búdpesti

Guđmundur KjartanssonAlţjóđlegu meistararnir Dagur Arngrímsson (2392) og Guđmundur Kjartansson (2443) eru međal keppenda á First Saturday-mótinu sem hófst í gćr í Búdapest. Dagur teflir í SM-flokki og Guđmundur í AM-flokki. Guđmundur hefur unniđ báđar sínar skákir en Dagur tapađi í fyrstu umferđ en vann í ţeirri annarri.

Fórnarlömb Guđmundar eru Ungverjinn Vilmos Balint (2212) og slóvenski FIDE-meistarinn Domen Krumpacnik (2338).

Dagur tapađi fyrir makedónska stórmeistaranum Dragan Kosic (2512) í fyrstu umferđ en vann ungverska FIDE-meistarann Gergely Kantor (2331) í annarri umferđ.

Međalstigin í flokki Dags eru 2412 skákstig. Guđmundur er nr. 6 í stigaröđ 10 keppenda. Međalstigin í flokki flokki Guđmundar eru 2299 skákstig er hann nćststigahćstur 12 keppenda.

 


Klukkufjöltefli Helga Ólafssonar - Karl Egill vann stórmeistarann!

Karl Egill SteingrímssonŢađ er sama hvert litiđ er, allsstađar eru Framsóknarmenn ađ slá í gegn. Eins og venja er lauk Helgi Ólafsson stórmeistari Akureyrarheimsókn sinni međ klukkufjöltefli viđ félagsmenn. Helgi tefldi viđ 10 andstćđinga međ tímamörkunum 90:30. Urđu margar skákir afar spennandi en í flestum ţeirra seig stórmeistarinn fram úr á lokametrunum.

Hann tapađi ţó einni skák, fyrir Karli Agli Steingrímssyni eftir miklar sviptingar. Skák hans viđ Akureyrarmeistarann Harald Haraldsson var ţung stöđubarátta allan tímann og ţegar keppendur sćttust á skiptan hlut ađ loknum öđrum skákum var stađa Haraldar síst lakari. Viđureigninni laus sumsé međ sigri Helga 8˝  - 1˝. Ţeir sem tefldu, auk Karls og Haraldar, voru Sigurđur Arnarson og nafni hans Eiríksson; Smári Ólafsson, Einar Guđmundsson, Hjörleifur Halldórsson, Jón Kristinn Ţorgeirsson, Símon Ţórhallsson og Logi Rúnar Jónsson. Stóđu ţeir sig allir međ sóma.

Heimasíđa SA


Skólaskákmóti Kópavogs lýkur á morgun

Skólaskákmóti Kópavogs lýkur á morgun en ţá fer fram keppni 3. og 4. bekks. Hinir flokkarnir voru tefldir á föstudaginn en ţá fór fram keppni 1.-2. bekks, 5.-7. bekk og 8.-10. bekks. Mótiđ á morgun fer fram kl. 8:30.

Keppnin fer fram í Álfhólsskóla, Digraneshlutanum (gamli Digranesskóli).

Frétt um öll úrslit á mótinu verđur birt á morgun.

 


Dađi Örn Jónsson alţjóđlegur meistari í bréfskák

Dađi Örn Jónsson verđur útnefndur alţjóđlegur meistari í bréfskák á nćsta ţingi alţjóđlega Bréfskáksambandsins (ICCF). Dađi er 12. Íslendingurinn sem hlýtur ţennan titil. Ekki er langt síđan Dađi byrjađi ađ tefla bréfskák ţannig ađ frami hans er óvenju skjótur.

Meginreglan er sú, ađ ţađ ţarf 24 skákir til ađ öđlast ţennan titil, en í tilfelli Dađa er byggt á 21 skák. Dađi tefldi 10 skákir í Evrópukeppni landsliđa (undanúrslit) ţar sem ţurfti 8 vinninga til ţess ađ ná áfanga. Dađi fékk hins vegar 9 vinninga og átti međ ţeim frábćra árangri stóran ţátt í góđu gengi íslenska liđsins á ţví móti. Síđan hefur Dađi lokiđ 11 skákum af 12 í undanúrslitum Evrópumóts einstaklinga. Ţar ţurfti 7˝ vinning til ađ ná áfanga, en Dađi er kominn međ 8 vinninga og á eina skák eftir ţannig ađ titillinn er í höfn, óháđ ţví hvernig síđasta skák Dađa fer.

Mikil gróska hefur einkennt íslenska bréfskák undanfarin misseri. Má ţar nefna ađ íslenska landsliđiđ hefur fariđ mikinn í Evrópukeppni landsliđa. Auk ţess lagđi liđiđ nýlega Holland ađ velli međ sannfćrandi hćtti, eđa 18,5 - 11,5. Landsliđiđ etur nú kappi viđ Dani og Ţjóđverja og hefur forystu í báđum viđureignunum, sjá http://www.simnet.is/chess/.


Myndskreyttar mótstöflur vikunnar - Úrslitin í KR, Riddaranum og Gallerý Skák

Sagt er ađ ein mynd segi stundum meira en ţúsund orđ. Ţví er kannski ekki úr vegi, til ađ spara tíma og svala forvitni lesenda skáksíđunnar, ađ birta úrslit í fastamótum vikunnar hjá "Ţríeykinu", samstarfsklúbbunum ţremur: Sd.KR-RIDDARANUM-GALLERÝINU, ţó ekki fylgi ţeim langur texti og vangaveltur um skáklífiđ og tilveruna. Enda skýra međf. mótstöflur sig ađ sjálfar. "Betra er ţađ sem styttra reynist"- sagđi grallarinn.

Sigurvegarar mótanna eru allir nafnkunnir í frćknum skákmannahópi eđa ţeir:

Stefán Bergsson; Ingimar Halldórsson og Vignir Vatnar Stefánsson, sem varđ efstur í öllum aldurflokkum 80-60-40-20-10 ára og yngri í Gallerýinu í gćrkvöldi ţó ungur sé ađ árum.  Athygli vekur ađ skákgeggjarinn síteflandi Guđfinnur R. Kjartansson náđi 2. sćti í öllum mótunum og reyndar ţví fjórđa líka hjá ÁSUM sl. ţriđjudag. Geri ađrir betur á ađeins 3 dögum.

 

kr-eftirpaskamoti_-_2_april_-_motstafla.jpg

 

 

riddarinn_-_mi_vikudagsmoti_3_april_-_urslit.jpg

 

 

galleryi_-_geirfuglspaskaeggjamoti_4_april_-_motstafla.jpg

 

Nćstu mót:  KR-mánudagskvöld kl. 19.30 (13 umf/7); Riddarinn-miđvikudag kl. 13 (11 umf/10); Gallerý Skák-Fimmtudag kl. 18 (11 umf/10) /ESE.


Bréfskák: Yfirburđasigur gegn Hollendingum

Nýlega lauk landskeppni í bréfskák milli Íslands og Hollands. Íslenska liđiđ vann yfirburđasigur, hlaut 18˝ vinning gegn 11˝ vinningi Hollendinga. Keppnin hófst í maí 2011 og teflt var á 15 borđum. Hver keppandi tefldi tvćr skákir viđ andstćđing sinn, međ svörtu og hvítu.

Eins og oft áđur tefldi Jón Árni Halldórsson (SIM, 2467) á efsta borđi íslenska liđsins. Hann gerđi jafntefli viđ andstćđing sinn, Joop H.E.P. Jansen (SIM, 2446), í báđum skákunum. Ţeir Árni H. Kristjánsson (2413), Kristján Jóhann Jónsson (2156) og Snorri Hergill Kristjánsson unnu báđar sínar skákir og má ţví segja ađ ţeir hafi lagt grunninn ađ ţessum góđa sigri. Auk ţess hlutu ţeir Jónas Jónasson (2404) , Baldvin Skúlason (2398), Kári Elíson (2302) og Einar Guđlaugsson (2303) 1˝ vinning.

Ţessi frábćri árangur gegn ţessari öflugu skákţjóđ er enn ein skrautfjöđurin í hatt íslenskra bréfskákmanna sem hafa sótt verulega í sig veđriđ ađ undanförnu og unniđ hvern sigurinn á fćtur öđrum.

Í eftirfarandi skák, sem tefld var á öđru borđi, fer Árni H. Kristjánsson í smiđju til gömlu meistaranna og kemur međ endurbót á skák sem tefld var 1924.

Árni H. Kristjánsson (2413) - Peter J. G. Cijs (2385)

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Be7 5. e5 Rfd7 6. h4

 

 

 

 

 

 

 

Guđmundur Sigurjónsson fjallađi um ţetta afbrigđi í Alţýđublađinu sunnudaginn 1. október 1972. Skákţáttur Guđmundar bar nafniđ "Skákkennsla - Um franska vörn". Ţar sagđi hann m.a.: "Ţar međ höfum viđ Alekhine-árásina í Frönsku vörninni. Taliđ er stórhćttulegt ađ ţiggja peđsfórnina, sem hvítur býđur uppá, tökum dćmi frá skák er tefld var í landskeppni Sovétríkin-Bretland 1954, P. Keres stýrir hvítu mönnunum, en H. G. Wade ţeim svörtu..."

Andstćđingur Árna er greinilega ekki sammála Guđmundi og hirđir peđiđ.

6... Bxg5 7. hxg5 Dxg5 8. Rh3 Dh6

Í skákinni sem Guđmundur nefndi í skákţćtti sínum, lék Wade 8... De7, en ţađ er lang algengasti leikurinn. Hann varđ ţó ađ játa sig sigrađan eftir einungis 17 leiki: 9. Rf4 a6 10. Dg4 Kf8 11. Df3 Kg8 12. Bd3 c5 13. Bxh7+ Hxh7 14. Hxh7 Kxh7 15. O-O-O f5 16. Hh1+ Kg8 17. Hh8+ 1-0

9. g3 a6 10. f4 c5

11. Rf2!

Hér lék Tartakover 11. Bd3 gegn Lasker í samráđsskák sem tefld var 1924. Árni skođađi ţá skák vandlega og kemur hér međ endurbót á henni, enda má segja ađ ţađ sé orđiđ löngu tímabćrt!

11... Dg6 12. g4

Árni nýtir sér ólánlega stađsetningu svörtu drottningarinnar og blćs strax til sóknar.

12... f6 13. f5 Df7 14. fxe6 Dxe6 15. Bg2 cxd4 16. Rxd5 Dxe5+ 17. Kf1 O-O

17... Rc6 18. Dd3 međ hótuninni 19.He1 leiđir einnig til mjög erfiđrar stöđu fyrir svartan

18. Dd3 He8

Svartur getur ekki međ góđu móti valdađ h7-peđiđ eins og eftirfarandi afbrigđi sýna: 18... h6 19. He1 Dd6 20. Hxh6 eđa 18... g6 19. He1 Dg5 (19...Dd6 20. Re7+ endar međ máti) 20. Re7+ Kg7 21. Rxg6 Dxg6 22. Hxh7+ Dxh7 23.He7+ Hf7 24. Hxf7+ Kxf7 25. Dxh7+ er vonlaust fyrir svartan

19. Hh5

Hvítur hrekur svörtu drottninguna af e-línunni áđur en lokaatlagan hefst

19... Dd6 20. Dxh7+ Kf7 21. g5 Rf8 22. Re4 Hxe4 23. Dxe4 Bd7 24. gxf6 Rc6 25. fxg7 Kxg7 26. Dh4 He8 27. Rf4 Re5 28. Kg1 De7 29. Hg5+ Rfg6 30. Hf1 Bf5 31. Dg3

Hér gafst svartur upp, enda er fokiđ í flest skjól hjá honum. 1-0


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 8780631

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband