Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2013
12.4.2013 | 09:41
Dómstóll SÍ stađfestir niđurstöđur mótsstjórnar Íslandsmóts skákfélaga - TR-b telst sigurvegari 2. deildar
Dómstóll SÍ hefur komist ađ niđurstöđu í tveimur málum. Í báđum tilfellum var úrskurđur mótsstjórnar Íslandsmóts skákfélaga samţykktur. Ţetta verđur til ţess ađ b-sveit Taflfélags Reykjavíkur telst sigurvegari 2. deildar og ávinnur sér keppnisrétt í fyrstu deild á kostnađ Skákdeildar Fjölnis.
Annars vegar var um ađ rćđu kćru Taflfélags Reykjavíkur vegna Alexander Arehchenko, Taflfélagi Bolungarvíkur, ţar sem ţess var krafist ađ hann vćri úrskurđađur ólöglegur. Niđurstađa Dómstólsins var sú ađ Arehchenko vćri löglegur ţar sem nafn hans vćri á keppendaskránni.
Dómstóll SÍ stađfesti úrskurđ mótsstjórnar Íslandsmóts skákfélaga um ađ Robert Ris, Skákdeild Fjölnis, vćri ólöglegur í viđureign félaganna í lokaumferđ mótsins ţar sem nafn hans vantađi á keppendaskránna. Fjölnir vann ţá viđureign 4,5-1,5 en skv. lögum SÍ teljast úrslitin nú vera 4,5-1,5 TR í vil. Ţađ ţýđir ađ TR telst nú sigurvegari 2. deildar, fćrist úr ţriđja sćti, Gođinn-Mátar fellur niđur í 2. sćtiđ og Fjölnir niđur í ţađ ţriđja. B-sveit TR fćr ţví sćti í efstu deild ađ ári en ekki Fjölnir.
Dómarnir fylgja međ sem PDF-viđhengi.
11.4.2013 | 12:20
Sćvar, Ţorvarđur og Hrafn efstir á öđlingamóti
Sćvar Bjarnason (2132), Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2225) og Hrafn Loftsson (2204) eru efstir og jafnir međ 3˝ vinning ađ lokinni fjórđu umferđ skákmóts öđlinga sem fram fór í gćr. Ţorvarđur gerđi jafntefli viđ Sigurđ Dađa Sigfússon (2324), Hrafn vann Ţór Má Valtýsson (2040) en Sćvar lagđi Vigfús Ó. Vigfússon (1988).
Öll úrslit fjórđu umferđar má nálgast hér.
Stöđu mótsins má nálgast hér.
Fimmta umferđ fer fram nk. miđvikudagskvöld. Ţá mćtast međal annars: Ţorvarđur-Hrafn og Sćvar-Sigurđur Dađi.
Pörun fimmtu umferđar má í heild nálgast hér.
11.4.2013 | 10:35
Sigurganga Vignis Vatnars heldur áfram
Eins og áđur hefur veriđ frá greint var skákkvöldiđ í Gallerýinu í síđustu viku einkar velheppnađ sérstaklega fyrir suma. Barist var grimmt enda ađ miklu ađ keppa ţar sem vegleg Geirfuglsegg voru í verđlaun. Til stóđ ađ keppa eftir aldursflokkum 80-60-40-20-10 ára og yngri. En ţar sem svo fór ađ yngsti keppandinn Vignir Vatnar Stefánsson ađeins 10 ára sigrađi í mótinu og vann í öllum flokkum var úrskurđađ ađ hann hlyti verđlaunin ekki bara fyrir sigur í flokki 80 ára og yngri - heldur 10 ára eldri. Hann hlaut 9˝ vinning af 11 mögulegum í keppni viđ aldna reynslubolta og nokkra harđsnúna yngri skákmenn.
Á mánudagskvöldiđ var hélt hinn ungi sveinn áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni og nú í hinum öfluga KR-klúbbi vestur í Frostaskjóli, ljónagryfjunni sjálfri, ţar sem ein allra svakalegustu hrađskákmót landsins eru háđ vikulega allan ársins hring, 13 umferđir takk međ 7 mínútna umhugsunartíma á skákina. Eins og sjá má á međf. mótstöflu rúllađi sá stutti mótinu upp, vann flesta andstćđinga sín og gerđi ađeins ţrjú jafntefli og sigrađi glćsilega međ 11.5 vinningi af 13 mögulegum. Ţetta verđur ađ teljast býsna vel af sér vikiđ og ţví ekki út í loftiđ ađ tala um "ungstirniđ undraverđa" ţar sem Vignir Vatnar fer.
Innan tíđar leggur sveinninn ungi upp í skákleiđangur til Rúmeníu til keppni á World Amateur Chess Championship á vegum FIDE fer fram í Iasi, fallegri borg austur viđ Svartahaf 21.-30. apríl nk. Sama mót og hinn stórefnilegi Oliver Aron Jóhannesson var nćstum búinn ađ vinna á í fyrra. Mótiđ er ćtlađ áhugaskákmönnum á öllum aldri undir 2000 stigum hvađanćva ađ úr heiminum. Ţađ verđur gaman ađ fylgjast međ árangri Vignis ţar enda stefnan sett hátt til undirbúnings Heimsmeistarakeppni ungmenna í ýmsum aldursflokkum í haust.
Teflt verđur í Gallerý Skák í dag ţegar degi hallar. Ýtt á klukkurnar kl. 18 / ESE
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2013 | 16:00
Mikil spenna fyrir Íslandsmót barnaskólasveita!
Íslandsmót barnaskólasveita fer fram um helgina og er búist viđ ćsispennandi keppni sveitar Álfhólsskóla, sem er ríkjandi meistari, og hinnar sigursćlu skáksveitar Rimaskóla. Fleiri skólar geta blandađ sér í toppbaráttuna, og er búist viđ fjölmörgum skáksveitum á ţetta skemmtilega mót sem er fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Fjórir liđsmenn skipa hverja sveit og verđa tefldar 9 umferđir međ 15 mínútna umhugsunartíma. Íslandsmótiđ, sem haldiđ er í Rimaskóla, hefst klukkan 13, laugardaginn 13. apríl, og heldur áfram klukkan 11 á sunnudag.
Álfhólsskóli sigrađi á Íslandsmótinu 2012 eftir harđa keppni viđ Rimaskóla og náđi í kjölfariđ silfurverđlaunum á Norđurlandamótinu í haust. Vel er stađiđ ađ skáklífinu í Álfhólsskóla og fór skáksveit skólans t.d. í ćfingaferđ til Tékklands í fyrrasumar. Landsliđspilturinn Dawid Kolka teflir á 1. borđi, en af öđrum knáum liđsmönnum má nefna Felix Steinţórsson, Guđmund Agnar Bragason og Odd Unnsteinsson.
Vösk sveit Rimaskóla mun án nokkurs vafa gera harđa atlögu ađ titlinum. Landsliđsstúlkan Nansý Davíđsdóttir leiđir sveitina, og er gert ráđ fyrir Joshúa litli bróđir hennar tefli á 4. borđi. Ađrir í liđinu verđa vćntanlega Jóhann Arnar Finnsson, Svandís Rós Ríkharđsdóttir og Kristófer Halldór Kjartansson.
Fleiri skáksveitir munu örugglega láta ađ sér kveđa. Margra augu munu beinast ađ hinni kornungu sveit Ölduselsskóla en allir liđsmenn hennar eru í 2. til 4. bekk. Međal liđsmanna er Óskar Víkingur Davíđsson sem fór á kostum á Íslandsmóti skákfélaga á dögunum og lagđi alla andstćđinga sína ađ velli, og voru flestir mun eldri en hann. Ţá verđur gaman ađ fylgjast međ skáksveitum Salaskóla, ţar sem gríđarlega gott starf er unniđ, og hefur skólinn veriđ međal ţeirra bestu síđasta áratuginn.
Íslandsmót barnaskólasveita var fyrst haldiđ 1990 og ţá sigrađi sögufrćg skáksveit Ćfingadeildar KHÍ. Flestir liđsmenn ţeirrar sveitar skipuđu sér á nćstu árum í hóp bestu skákmanna Íslands. Má nefna brćđurna Braga og Björn Ţorfinnssyni og Arnar Gunnarsson sem allir eru alţjóđlegir meistarar.
Skráning fer fram hér á Skák.is. Lista yfir ţegar skráđar sveitir má finna hér.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2013 | 15:07
Skákţing Norđlendinga 2013 - afmćlismót Haraldar Hermannssonar
Skákţing Norđlendinga verđur ađ ţessu sinni háđ á Sauđárkróki 19. - 21 apríl og verđur afmćlismót Haraldar Hermannssonar sem verđur nírćđur ţegar mótiđ stendur yfir. Haraldur hefur um langt skeiđ veriđ í fararbroddi ţeirra sem haldiđ hafa uppi skáklífi á Norđurlandi og er ţví vel viđ hćfi ađ mótiđ sé haldiđ í hans nafni. Haraldur teflir enn ţrátt fyrir háan aldur í góđra vina hópi.
Mótiđ verđur 7 umferđir og hefst á föstudagskvöldi klukkan 20:00 međ fjórum atskákum. Á laugardegi verđa tefldar tvćr kappskákir og ein kappskák á sunnudegi, en skákţinginu lýkur međ hrađskákmóti. Kappskákirnar verđa reiknađar til alţjóđlegra og íslenskra stiga. Ţegar ţetta er ritađ hafa 14 skákmenn skráđ sig til leiks og eru skákmenn hvattir til ađ skrá sig hiđ fyrsta í tölvupósti í netfangiđ unnar.ingvarsson@gmail.com Listi yfir skráđa skákmenn verđur birtur á heimasíđu Skákfélags Sauđárkróks auk nánari upplýsinga um mótsfyrirkomulag og gistimöguleika á Sauđárkróki.
Athygli er vakin á ţví ađ verđlaunafé hefur veriđ hćkkađ á mótinu. Ţannig eru fyrstu verđlaun 60.000 krónur en heildar verđlaunafé verđur a.m.k. 150.000 krónur og getur hćkkađ enn međ aukinni ţátttöku. Nánari upplýsingar um mótsfyrirkomulag o.fl. má finna á heimasíđu Skákfélags Sauđárkróks.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2013 | 12:13
Stigamót Hellis fer fram 24.-26. apríl
Stigamót Taflfélagsins Hellis verđur haldiđ í ellefta sinn sinn dagana 24.-26. apríl. Fyrirkomulag mótsins hefur veriđ mismunandi í gegnum tíđina en ađ ţessu sinni er mótiđ haldiđ í kringum sumardaginn fyrsta ţannig ađ keppendur munu eiga frí helgina á eftir.
Góđ verđlaun eru í bođi á mótinu og mótiđ er opiđ öllum. Teflt verđur í húsnćđi Skáksambands Íslands í Faxafeni 12. Skráning á mótiđ er á heimasíđu Hellis: http://www.hellir.blog.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Ţátttökugjöld eru kr. 3.000 fyrir fullorđna og 2.000 kr. fyrir 15 ára og yngri og rennur óskipt í verđlaunasjóđ mótsins.
Núverandi Stigameistari Hellis er Davíđ Kjartansson.
Umferđatafla:
- 1.-4. umferđ, miđvikudaginn 24. apríl (19:30-23:30)
- 5. umferđ, fimmtudaginn 25. apríl (11-15)
- 6. umferđ, fimmtudaginn 25. apríl (17-21)
- 7. umferđ, föstudaginn 26. apríl (19:30-23:30)
Verđlaun:
- 1. 50% af ţátttökugjöldum
- 2. 30% af ţátttökugjöldum
- 3. 20% af ţátttökugjöldum
Skráning:
- Vefsíđa: http://www.hellir.blog.is
- Sími: 866 0116 (Vigfús eđa símsvari)
Tímamörk:
- 1.-4. umferđ: 20 mínútur + 5 sekúndur á leik
- 5.-7. umferđ: 1˝ klst. + 30 sekúndur á leik
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2013 | 12:06
Guđmundur byrjar vel í Búdapest
Guđmundur Kjartansson (2443) byrjar prýđilega í AM-flokki First Saturday-mótsins sem nú er í gangi í Búdapest. Eftir fjórar umferđir hefur Guđmundur hlotiđ 3 vinninga og er einn efstur.
Dagur Arngrímsson (2392), sem teflir í SM-flokki, hefur hins vegar ekki byrjađ jafn vel. Eftir jafn margar umferđir hefur hann hlotiđ 1 vinning og er í 7.-9. sćti.
Međalstigin í flokki Dags eru 2412 skákstig. Guđmundur er nr. 6 í stigaröđ 10 keppenda. Međalstigin í flokki flokki Guđmundar eru 2299 skákstig er hann nćststigahćstur 12 keppenda.
10.4.2013 | 10:16
Ćsir - úrslit síđustu tveggja móta
Međfylgjandi eru mótstöflur síđustu 2ja skákmóta í Ásgarđi ţar sem bráđhressir eldri borgarar elda grátt silfur á 64 reitum sér til dundurs á ţriđjudögum yfir veturinn. Góđ ţátttaka er ţar jafnan og léttur keppnisandi yfir vötnunum. Margir sćkja bćđi mótin ţar og einnig í Riddaranum daginn eftir og fá aldrei nóg - ţví skák er skemmtileg og hin besta heilsubót.
Sumpart sömu sigurvegarar í báđum klúbbunum eins hér sést:
9.4.2013 | 13:43
Ađalfundur SÍ fer fram 11. maí
Stjórn Skáksambands Íslands bođar hér međ til ađalfundar Skáksambandsins í samrćmi viđ 8. gr. laga S.Í.
Fundurinn verđur haldinn laugardaginn 11. maí nk. kl. 10.00 fyrir hádegi í Faxafeni 12, Reykjavík.
Dagskrá: Venjuleg ađalfundarstörf.
Stjórn Skáksambandsins sendir ennfremur međ fundarbođinu gögn varđandi skrá yfir fullgilda félagsmenn ađildarfélaga S.Í. Stjórnir ađildarfélaganna eru vinsamlegast beđnar ađ útfylla skrár ţessar vandlega og senda ţćr Skáksambandi Íslands í pósth. 8354, 128 Reykjavík eđa á netfang skaksamband@skaksamband.is fyrir 27. apríl 2013.
Bréf ţetta er sent ásamt gögnum í samrćmi viđ 9. gr. laga S.Í., en sú grein hljóđar svo:
Viđ atkvćđagreiđslu á ađalfundi á hvert félag eitt atkvćđi enda hafi ţađ a.m.k. 10 félagsmenn međ lögheimili á Íslandi í Keppendaskrá Skáksambandsins tveim vikum fyrir ađalfund. Eitt atkvćđi bćtist viđ hjá félagi fyrir hverja sveit sem ţađ sendir í Íslandsmót skákfélaga ţađ áriđ. Viđ atkvćđagreiđslu um kjörbréf í upphafi fundar skal gilda sú regla, ađ hvert félag fari ekki međ fleiri atkvćđi en ţađ hafđi á ađalfundi áriđ áđur. Enginn fulltrúi getur fariđ međ meira en eitt atkvćđi á fundinum. Viđ atkvćđagreiđslur á ađalfundi rćđur einfaldur meirihluti atkvćđa, nema um ţau mál sem sérstaklega eru tilgreind í ţessum lögum.
Einnig skal bent á 6. grein:
Standi ađildarfélag í gjaldfallinni skuld viđ sambandiđ hefur ţađ ekki rétt til ađ eiga fulltrúa á ađalfundi. Skákdeildir í félögum geta átt ađild ađ sambandinu, enda hafi ţá minnst 10 menn bundist slíkum samtökum. Heimilt er tveimur eđa fleiri ađildarfélögum í sama landshluta ađ stofna međ sér svćđissamband.
Taflfélögunum gefst kostur á ađ birta stutta skýrslu um starfsemi sína á síđasta starfsári í árrsskýrslu Skáksambands Íslands. Hafi félögin áhuga á ţessu ţarf efni ađ hafa borist skrifstofu S.Í. í síđasta lagi 27. apríl nk.
Virđingarfyllst,
SKÁKSAMBAND ÍSLANDS
9.4.2013 | 13:25
Gríđarlega fjölmennt Skólaskákmót Kópavogs
Skólaskákmót Kópavogs fór fram í tveimur hlutum vegna ţess hversu fjölmennt ţađ var. Fyrri hlutinn fór fram á föstudag en síđan var mótinu lokiđ í gćr í mánudag ţegar keppni nemenda í 3. og 4. bekk fór fram. Meira en 220 keppendur tóku ţátt en keppt var í fjórum flokkum. Teflt var í Álfhólsskóla.
1.-2. bekkur
Alls tóku 52 skákmenn ţátt í keppni ţeirra sem eru í 1. og 2. bekk. Ţar hafđi Róbert Luu, Álfhólsskóla, sigur međ fullu húsi en tefldar voru fimm umferđir. Í öđru sćti varđ Ingibert Snćr Erlingsson, einnig úr Álfhólsskóla međ 4˝ vinning og ţriđji varđ Daniel Sveinsson, sem er líka er Álfhólsskóla, međ 4 vinninga.
María Jónsdóttir, Salaskóli, varđ efst stúlkna, Freyja Birkisdóttir, Smáraskóla, önnur og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Álfhólsskóla, ţriđja.
Lokastöđuna má finna hér.
3.-4. bekkur
88 skákmenn tóku ţátt. Vignir Vatnar Stefánsson, Hörđuvallaskóla, og Tinni Teitsson, Snćlandsskóla, komu efstir og jafnir í mark međ fullt hús eftir sex umferđir. Vignir vann úrslitaskák ţeirra á millum. Ţriđji međ 5 vinninga eftir stigaútreikning varđ Jón Ţór Jóhannsson, Salaskóla.
Dagmar Vala Hjörleifsdóttir, Álfhólsskóla, varđ efst stúlkna, Elísabet Alda Georgsdóttir, einnig úr Álfhólsskóla, varđ önnur og Elín Edda Jóhannsdóttir, Salaskóla, ţriđja.
Lokastöđuna má finna hér.
5.-7. bekkur
60 skákmenn tóku ţátt í flokknum. Dawid Pawel Kolka, Álfhólsskóla, sigrađi međ fullu hús vinninga í sjö skákum. Annar var Bárđur Örn Birkisson, Smáraskóla, međ 6 vinninga og ţriđji varđ Jason Andri Gíslason, úr Salaskóla međ 5 vinninga. Dawid og Báđur Örn hafa tryggt sér keppnisrétt á Kjördćmismóti Reykjaness.
Guđrún Vala, Salaskóla, varđ efst stúlkna, Tinna Ţrastardóttir, einnig úr Salaskóla önnur, og Móey María Sigţórsdóttir, sem líka er úr Salaskóla, ţriđja.
Lokastöđuna má finna hér.
8.-10. bekkur
Róbert Leó Jónsson, Álfhólsskóla, og Kristófer Orri Guđmundsson, Vatnsendaskóla, urđu efstir og jafnir í elsta flokki međ 6 vinninga í 7 skákum. 23 skákmenn tóku ţátt. Róbert hafđi betur eftir stigaútreikning. Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Salaskóla, varđ ţriđja og efst stúlkna međ 5 vinninga Ludvik Árni Guđmundsson, Vatnsendaskóla, fékk ţriđja sćtiđ í strákaflokki en hann hlaut einnig 5 vinninga.
Sonja María Friđriksdóttir, Álfhólsskóla, varđ önnur stúlkna og Erna Pétursdóttir, Vatnsendaskóla, varđ ţriđja.
Róbert Leó og Kristófer Orri hafa unniđ sér rétt til ađ tefla á kjördćmamóti Reykjaness.
Lokastöđuna má finna hér.
Myndaalbúm (Tómas Rasmus)
Spil og leikir | Breytt 10.4.2013 kl. 15:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 107
- Frá upphafi: 8780630
Annađ
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 88
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar