Bloggfćrslur mánađarins, mars 2013
5.3.2013 | 07:28
Skákmót öđlinga hefst 13. mars
Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 13. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.
Skákmót öđlinga verđur nú haldiđ í 22. sinn. Sigurvegari á Skákmóti öđlinga 2012 var Ţorvarđur F. Ólafssonn.
Dagskrá:
- 1. umferđ miđvikudag 13. mars kl. 19.30
- 2. umferđ miđvikudag 20. mars kl. 19.30
- Hlé gert á mótinu vegna Páska
- 3. umferđ miđvikudag 3. apríl kl. 19.30
- 4. umferđ miđvikudag 10. apríl kl. 19.30
- 5. umferđ miđvikudag 17. apríl kl. 19.30
- 6. umferđ miđvikudag 24. apríl kl. 19.30
- 7. umferđ miđvikudag 1. maí kl. 19.30
Mótinu lýkur miđvikudaginn 8. maí kl. 19:30 međ hrađskákmóti og verđlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar,en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.
Ţátttökugjald er kr. 4.000 fyrir ađalmótiđ og kr 500 fyrir hrađskákmótiđ. Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi.
Skráning fer fram á skráningarformi á heimasíđu T.R.
4.3.2013 | 20:37
Doggers og Rogers vissu mest í Pöbb kviss
Eins og síđustu ár fóru nokkrir sérviđburđir fram međfram Reykjavíkurskákmótinu. Á föstudagskvöldinu fór Pub-Quiziđ fram í fimmta sinn og eins og öll síđustu ár var Sigurbjörn Björnsson spyrill og höfundur spurninga. Fjölmargir skákmenn hjálpuđu til og sendu inn fáeinar spurningar sem nýttust Sigurbirni vel í sinni hugmyndavinnu.
Spurningarnar voru af ýmsum toga eins og má sjá hér ađ neđan. Um tíu pör tóku ţátt. Peter Doggers og Ian Rogers, skákblađamenn báđir, unnu nokkuđ öruggan sigur međ 26 stig af 30 mögulegum.
Spurningar og svör, sem eru birt međ leyfi Sigurbjörns, fylgja međ sem viđhengi.
Myndaalbúm (HJ)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2013 | 09:52
Skákţáttur Morgunblađsins: Friđrik međ eftir tćplega 30 ára hlé
Ţegar Friđrik Ólafsson settist andspćnis yfirlćkninum á barnaspítala Hringsins, Ólafi Gísla Jónssyni, í fyrstu umferđ Reykjavíkurskákmótsins rifjađist upp fyrir stálminnugum ađ Friđrik tefldi síđast á ţessum vettvangi áriđ 1984 og hafđi ţá veriđ međ á öllum Reykjavíkurskákmótunum, sem hófust áriđ 1964, ađ 1980 - útgáfunni slepptri.
Hann varđ einn efstur áriđ 1966, deildi sigrinum međ Hort og Gheorghiu áriđ 1972 og Timman áriđ 1976. Reykjavíkurmótunum var á sínum tíma ćtlađ ađ gefa íslenskum skákmeisturum ný tćkifćri og ţau hafa sem slík fyrir löngu sannađ gildi sitt. Nú eiga menn allt eins von á ţví ađ fimmfaldur sigurvegari fyrri móta, Hannes Hlífar Stefánsson láti ađ sér kveđa ađ nýju og Hjörvar Steinn Grétarsson, Ţröstur Ţórhallsson, Guđmundur Kjartansson og ýmsir fleiri eru til alls líklegir.
Á upphafsárunum var fyrirkomulagiđ alltaf lokađ mót međ 12-16 ţátttakendur. Frá og međ mótinu áriđ 1982 hafa ţessi mót nćr alltaf veriđ opin en međ ákveđnum stigatakmörkunum. Engar slíkar takmarkanir eru lengur viđ lýđi. Erlendu keppendunum fjölgar ár frá ári og margir koma aftur og aftur. Toppurinn er býsna harđsnúinn í ár međ besta skákmann Hollendinga Anish Giri í broddi fylkingar.
Sú skák sem vakiđ hefur mesta athygli hingađ til er tvímćlalaust viđureign Friđriks Ólafssonar og David Navara. Skákin byrjađi ekki vel fyrir Friđrik; Navara gerđi meira en ađ jafna tafliđ međ svörtu og tefldi stíft til sigurs. Hann virtist ekki átta sig hversu baneitrađur Friđrik getur veriđ í flóknum miđtaflsstöđum, hirti eitrađa" peđiđ á b2 og fékk á sig vendinguna 24. Be3. Skyndilega var biskup Friđriks kominn á hinn stórhćttulegan h6-reit:
Friđrik Ólafsson - David Navara
Sikileyjarvörn
1. Rf3 g6 2. g3 Bg7 3. d4 c5 4. c3 Da5 5. Bg2 cxd4 6. Rxd4 Rf6 7. 0-0 0-0 8. e4
Ţađ er ekki svo einfalt ađ flokka byrjun ţessarar skákar en hér tekur stađan á sig svipmót Maroczy-afbrigđis Sikileyjarvarnar.
8.... d6 9. h3 Rc6 10. Be3 Hd8 11. c4 Bd7 12. Rd2 Hac8 13. a3 Rxd4 14. Bxd4 b5 15. Bc3 Da6 16. cxb5 Bxb5 17. He1 e5! 18. Hc1
Svartur hefur gert meira en ađ jafna tafliđ og hér var úr vöndu ađ ráđa, 18. a4 Bd3 19. He3 leit ţokkalega úr en svartur á 19. ... Bh6! međ hugmyndinni 20. Hxd3 Dxd3 21. Bf1 Hxc3! 22. Bxd3 Hxd3 og riddarinn á d2 fellur.
18.... Rd7 19. Bf1 Rc5 20. Bb4 Bh6 21. Bxb5 Dxb5 22. De2 a6
Sjálfsagt var 22.... Dxe2 23. Hxe2 Rd3 eđa 22.... Rd3 strax.
23. Bxc5 Dxb2??
Beinn afleikur. Svartur er međ ađeins betra eftir 23.... dxc5 25. Hc2.
24. Be3!
Navara sást yfir ţennan leik.
24.... Hxc1 25. Bxh6 Dxa3 26. Hxc1 Dxc1+ 27. Kg2 Dc6 28. Df3!
Ţó ađ jafnvćgi haldist í liđsafla er kóngsstađa svarts afar veik.
28.... f5?
Betra var 28.... d5.
29. Db3+ d5 30. Rf3! Db5 31. Dc3 d4 32. Dc7 Dd7
33. Dxe5?!
Friđrik bauđ jafntefli um leiđ og hann lék sem Navara vitanlega ţáđi. Nákvćmasti leikur hvíts var 33. Dc4+! Df7 34. Dxa6 og vinnur, t.d. 34. .. fxe4 35. Rg5 o.s.frv. Friđrik átti um ţrjár mínútur eftir til ađ ná 40 leiknum ađ viđbćttum 30 sekúndum fyrir hvern leik. Hvítur á góđa vinningsmöguleika í lokastöđunni, t.d. 33.... He8 34. Df6 fxe4 35. Rxd4 o.s.frv. eđa 33.... fxe4 34. Dxe4.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 24. febrúar 2013.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2013 | 15:45
Lokastađa Íslandsmóts skákfélaga
Eins og fram kom í gćr varđ Víkingaklúbburinn Íslandsmeistari skákfélaga. Sigurinn var nokkuđ öruggur en sveitin fékk 3,5 vinningi meira en Taflfélag Reykjavíkur sem endađi í 2. sćti. Bolvíkingar meistarar síđustu fjögurra ára urđu ađ sćtta sig viđ ţriđja sćtiđ. Skákfélag Akureyrar og b-sveit Bolvíkinga féllu nokkuđ örugglega.
Í lokaumferđinni unnu Víkingar Akureyringa örugglega, TR lögđu b-sveit Bolvíkinga á međan a-sveitin varđ ađ sćtta sig viđ 4-4 jafntefli ţar sem Andri Áss Grétarsson gerđi sér lítiđ fyrir og vann stigahćsta skákmann landsins Jóhann Hjartarson í 110 leikja skák. Hjörvar Steinn Grétarsson og Vladimir Baklan tefldu lengstu skák mótsins ţegar Hjörvar hélt jafntefli međ hrók á móti hróki og biskup.
Lokastađan í efstu deild:
Rank | Team | Pts. | MP |
1 | Víkingaklúbburinn A | 41˝ | 11 |
2 | Taflfélag Reykjavíkur A | 38 | 12 |
3 | Taflfélag Bolungarvíkur A | 36˝ | 12 |
4 | Taflfélag Vestmannaeyja A | 34˝ | 7 |
5 | Gođinn-Mátar A | 25˝ | 7 |
6 | Hellir A | 23 | 5 |
7 | Skákfélag Akureyrar A | 17 | 2 |
8 | Taflfélag Bolungarvíkur B | 8 | 0 |
B-sveit Gođans-Máta vann 2. deild og Skákdeild Fjölnis fylgir ţeim upp í efstu deild eftir sigur á b-sveit Taflfélagi Reykjavíkur, sem hafnađi í 3. sćti í lokaumferđinni. Rétt er ađ geta ţess ađ TR hefur kćrt Robert Ris í Fjölni á ţeim forsendum ađ hann hafi veriđ ólöglegur međ sveitinni. Mótsstjórn hefur ekki afgreitt máliđ. Verđi kćra TR samţykkt gćti röđ efstu liđa breyst. Taflfélag Garđabćjar og b-sveit Hellis féllu niđur í 3. deild.
Lokastađan í 2. deild:
Rank | Team | Pts. | MP |
1 | Gođinn-Mátar B | 27 | 11 |
2 | Skákdeild Fjölnis A | 26 | 11 |
3 | Taflfélag Reykjavíkur B | 24˝ | 12 |
4 | Skákdeild Hauka | 22˝ | 8 |
5 | Taflfélaga Vestmannaeyja B | 18˝ | 5 |
6 | Skákfélag Reykjanesbćjar A | 18˝ | 5 |
7 | Taflfélag Garđabćjar A | 15˝ | 2 |
8 | Taflfélagiđ Hellir B | 15˝ | 2 |
B-Víkingaklúbbsins vann 3. deild og Skákfélag Vinjar fylgir ţeim upp í 2. deild. Taflfélag Akraness endađi í 3. sćti. B-sveit Taflélags Garđabćjar, C-sveit Taflfélag Vestmannaeyja og d-sveit Gođans-Máta féllu niđur í 4. deild
Rank | Team | MP | Pts. |
1 | Víkingaklúbburinn B | 13 | 31 |
2 | Vinjar A | 10 | 27 |
3 | Taflfélag Akraness | 10 | 24˝ |
4 | Skákfélag Íslands | 9 | 20˝ |
5 | Taflfélag Reykjavíkur C | 8 | 25 |
6 | Taflfélagiđ Hellir C | 8 | 25 |
7 | Skáksamband Austurlands | 8 | 23 |
8 | Skákfélag Akureyrar B | 8 | 21 |
9 | KR A | 7 | 23 |
10 | Skákfélag Selfoss og nágrennis | 7 | 22˝ |
11 | KR B | 7 | 20 |
12 | Gođinn-Mátar C | 5 | 22 |
13 | Sf. Sauđárkróks | 4 | 17 |
14 | Taflfélag Garđabćjar B | 4 | 14 |
15 | Taflfélag Vestmannaeyja C | 4 | 13˝ |
16 | Gođinn - Mátar D | 0 | 7 |
Briddfjelagiđ vann 4. deild en c-sveit Víkingaklúbbsins varđ í öđru sćti og Ungmennasamband Borgarfjarđar í ţví ţriđja. Ţessi liđa hafa öll áunniđ sér rétt til ađ tefla í 3. deild ađ ári.
Nánari úrslit og mótstöflur (innsláttur einstaklingsúrslita vćntanlegur síđar í dag)
Myndir frá verđlaunaafhendingu
2.3.2013 | 21:09
Víkingaklúbburinn Íslandsmeistari skákfélaga
Víkingaklúbburinn hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Taflfélag Reykjavíkur lenti í 2. sćti og Bolvíkingar í ţví ţriđja. Akureyringar og b-sveit Bolvíkinga falla.
Víkingaklúbburinn hefur ţar međ rofiđ fjögurra ára sigurgöngu Bolvíkinga en ţetta er í fyrsta skipti sem Víkingaklúbburinn tekur ţátt í efstu deild
B-sveit Gođans-Máta vann 2. deild og Skákdeild Fjölnis fylgir ţeim upp í efstu deild.
B-Víkingaklúbbsins vann 3. deild og Skákfélag Vinjar fylgir ţeim upp í 2. deild.
Briddfjelagiđ vann 4. deild en c-sveit Víkingaklúbbsins og UMSB fylgja ţeim upp í 3. deild.
Nánari fréttir síđar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2013 | 16:33
Íslandsmót skákfélaga: Rafmögnuđ spenna í Hörpu fyrir síđustu umferđ
Víkingaklúbburinn er efstur í 1. deild Íslandsmóts skákfélaga, ţegar ein umferđ er eftir, međ 34 vinninga. Nćstir koma ríkjandi Íslandsmeistarar Bolvíkinga međ 32,5 og í ţriđja sćti er Taflfélag Reykjavíkur međ 31,5 vinning. Eyjamenn eru í fjórđa sćti međ 30,5 vinning.
Víkingarnir tefla viđ Skákfélag Akureyrar í síđustu umferđ og Bolvíkingar viđ Hellismenn. Akureyringar eygja enn von um ađ bjarga sér frá falli, en ţeir eru í nćstneđsta sćti međ 16,5 vinning en Hellismenn eru í ţriđja neđsta sćti međ 19 vinninga.
Í 2. deild berjast ţrjú liđ um tvo sćti í efstu deild. Taflfélag Reykjavíkur B hefur 23 vinninga, Gođinn-Mátar B 22 og Skákdeild Fjölnis 21,5. Í lokaumferđinni ber hćst toppslag Fjölnis og Taflfélags Reykjavíkur B. Kepppinautar ţeirra í GM tefla viđ Garđbćinga í lokaumferđinni.
Í 3. deild hefur B-sveit Víkingaklúbbsins tryggt sér sigur, en fjögur liđ berjast um ađ fylgja ţeim upp í 2. deild. Ţađ eru Skákfélag Vinjar, Taflfélag Reykjavíkur C, Taflfélag Akraness og Skákfélag Akureyrar B. Ţessi félög tefla innbyrđis í lokaumferđinni, Vin mćtir TR, og Akurnesingar og Akureyringar takast á.
Í 4. deild eru Briddsfélagiđ og C-sveit Víkingaklúbbsins í efstu sćtum en í 3. sćti er Taflfélag Reykjavíkur D.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2013 | 01:38
Víkingar efstir eftir fimmtu umferđ - ađeins vinningur á milli ţriggja efstu sveita
Víkingaklúbburinn náđi forystu á Íslandsmóti skákfélaga međ góđum, 6,5-1,5, sigri á Gođum-Mátum í fimmtu umferđ sem fram fór í Hörpu í kvöld. Eyjamenn, sem gjörsigruđu b-sveit Bolvíkinga, 7,5-0,5, eru í öđru sćti hálfum vinningi á eftir Víkingum. Bolvíkingar, sem unnu Taflfélag Reykjavíkur 5-3, eru svo ţriđju ađeins hálfum vinningi ţar á eftir.
Ţađ stefnir í gríđarlega baráttu í lokaumferđunum tveimur sem fram fara á morgun. Í sjöttu og nćstsíđustu umferđ mćtast toppsveitirnar Víkingaklúbburinn og Eyjamenn en Bolvíkingar mćta Gođum-Mátum. Umferđin hefst kl. 11 og teflt er í Hörpu.
Margir sterkir skákmenn tefla í Hörpu og má ţar nefna tvo af sigurvegurum N1 Reykjavíkurskámótsins ţá Eljanov og Amir sem og nánast alla sterkustu skákmenn landsins.
Úrslit í 1. deild:
- Víkingaklúbburinn - Gođinn-Mátar 6,5-1,5
- Taflfélag Vestamanneyja - Taflfélag Bolungarvíkur, b-sveit 7,5-0,5
- Taflfélag Bolungarvíkur, a-sveit - Taflfélag Reykjavíkur 5-3
- Taflfélagiđ Hellir - Skákfélag Akureyrar 5-3
Stađan í efstu deild:
- Víkingaklúbburinn 28,5 v.
- Taflfélag Vestmannaeyja 28 v.
- Taflfélag Bolungarvíkur 27,5 v.
- Taflfélag Reykjavíkur 24,5 v.
- Gođinn-Mátar 18,5 v.
- Taflfélagiđ Hellir 18 v.
- Skákfélag Akureyrar 10 v.
- Taflfélag Bolungarvíkur b-sveit 45 v.
Sjá nánar á Chess-Results. Einstaklingsúrslit í 5. umferđ hafa ekki enn veriđ sleginn inn.
Stađa efstu liđa í 2. deild:
- Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 19,5 v. (10 stig)
- Gođinn-Mátar b-sveit 19,5 v. (9 stig)
- Taflfélag Vestmannaeyja b-sveit 15,5 v.
Sjá nánar á Chess-Results.
Stađa efstu liđa í 3. deild
- Víkingaklúbburinn b-sveit 9 stig
- Skákfélag Vinjar 7 stig (20 v.)
- Taflfélag Akraness 7 stig (17,5 v.)
- Skákfélag Íslands 7 stig (16 v.)
Sjá nánar á Chess-Results.
Stađa efstu liđa í 4. deild
- Briddsfjelagiđ 9 stig
- Ungmennasamband Borgarfjarđar 7 stig (19,5 v.)
- Víkingaklúbburinn c-sveit 7 stig (19,5 v.)
Sjá nánar á Chess-Results.
Myndaalbúm (HJ)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2013 | 12:13
Spennan gríđarleg fyrir síđari hluta Íslandsmóts skákfélaga
Síđari hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst í kvöld en nú er teflt í Hörpu. Gríđarleg barátta er um sigurinn á mótinu en fjögur liđ berast um sigurinn. Ţađ er Taflfélag Bolungarvíkur, Víkingaklúbburinn, Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélag Vestmannaeyja en ađeins munar tveimur vinningum á efstu sveit og ţeirri sem er í fjórđa sćti.
Allar sveitirnar koma sterkar til leika međ sterka erlenda meistara međ sér í liđi. Nánast allir sterkustu skákmenn landsins taka einnig ţátt í mótinu og má ţar nefna kappa Jóhann Hjartarson, stigahćsta skákmann landsins, Helga Ólafsson, Jón L. Árnason og Karl Ţorsteins auk keppenda af N1 Reykjavíkurskákmótinu eins og t.d stórmeistarana Hannes Hlífar Stefánsson, Henrik Danielsen, Íslandsmeistarans Ţröst Ţórhallsson og sjálfan Friđrik Ólafsson. Efnilegasti skákmađur landsins, Hjörvar Steinn Grétarsson, teflir sem og tveir sigurvegarar N1 Reykjavíkurmótsins ţeir Pavel Eljanov og Bassem Amir.
Í umferđinni í kvöld mćtast međal annars Taflfélag Bolungarvíkur og Taflfélag Reykjavíkur í viđureign sem gćti skipt sköpum.
Íslandsmót skákfélaga er skákhátíđ. Ţarna tefla, skákmenn alls stađar frá landinu, börn, heldri borgarar, ofurstórmeistarar og ţeir sem hafa rétt lćrt mannganginn enda brúar skákin kynslóđabil.
Stađan í efstu deild:- 1 Taflfélag Bolungarvíkur 22˝ v.
- 2 Víkingaklúbburinn 22 v.
- 3 Taflfélag Reykjavíkur 21˝ v.
- 4 Taflfélag Vestmannaeyja 20˝ v.
- 5 Gođinn-Mátar 17 v.
- 6 Taflfélagiđ Hellir 13 v.
- 7 Skákfélag Akureyrar 7 v.
- 8 Taflfélag Bolungarvíkur b-sveit 4˝ v.
Stađa efstu liđa í 2. deild:
- 1. Gođinn-Mátar b-veit 16 v.
- 2. Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 15˝ v.
- 3.-4. Skákdeild Fjölnis 13 v.
- 3.-4. Taflfélag Vestmannaeyja b-sveit 13 v.
Stađa efstu liđa í 3. deild
- 1. Víkingaklúbburinn b-sveit 7 stig
- 2. Taflfélag Vinjar 6 stig (17 v.)
- 3. Taflfélag Akraness 6 stig (14˝ v.)
Stađa efstu liđa í 4. deild
- 1. Briddsfjelagiđ 7 stig
- 2. Skákfélag Akureyrar c-sveit 6 stig (16˝ v.)
- 3. Taflfélagiđ Hellir d-sveit 6 stig (15˝ v.)
Vísađ er á úttekt ritstjóra ađ loknum fyrri hluta mótsins um nánari stöđu mála. Stöđu og einstök úrslit má finna á Chess-Results.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2013 | 10:51
Ný alţjóđleg skákstig
Nú alţjóđleg skákstig eru komin út og eru miđuđ viđ 1. mars. Engar breytingar eru á stigahćstu mönnum landsins ţar sem ţeir tefldu ekkert á tímabilinu. Jóhann Hjartarson er stigahćstur, Héđinn Steingrímsson nćststigahćstur og Helgi Ólafsson sá ţriđji.
20 Stigahćstu skákmenn landsins:
No. | Name | Tit | mar.13 | Gms | Cha |
1 | Hjartarson, Johann | GM | 2592 | 0 | 0 |
2 | Steingrimsson, Hedinn | GM | 2558 | 0 | 0 |
3 | Olafsson, Helgi | GM | 2547 | 0 | 0 |
4 | Petursson, Margeir | GM | 2532 | 0 | 0 |
5 | Gretarsson, Hjorvar Steinn | IM | 2515 | 10 | 6 |
6 | Stefansson, Hannes | GM | 2509 | 18 | 13 |
7 | Danielsen, Henrik | GM | 2501 | 10 | -6 |
8 | Arnason, Jon L | GM | 2498 | 0 | 0 |
9 | Kristjansson, Stefan | GM | 2491 | 17 | 5 |
10 | Thorfinnsson, Bragi | IM | 2484 | 0 | 0 |
11 | Thorsteins, Karl | IM | 2466 | 7 | 2 |
12 | Gretarsson, Helgi Ass | GM | 2464 | 0 | 0 |
13 | Thorhallsson, Throstur | GM | 2453 | 16 | 12 |
14 | Gunnarsson, Arnar | IM | 2440 | 0 | 0 |
15 | Kjartansson, Gudmundur | IM | 2440 | 20 | 10 |
16 | Olafsson, Fridrik | GM | 2412 | 9 | -4 |
17 | Gunnarsson, Jon Viktor | IM | 2409 | 7 | -4 |
18 | Bjornsson, Sigurbjorn | FM | 2401 | 7 | 10 |
19 | Ulfarsson, Magnus Orn | FM | 2386 | 0 | 0 |
20 | Arngrimsson, Dagur | IM | 2383 | 10 | 8 |
Listann í heild sinni má finna svo finna sem PDF-viđhengi.
Nýliđar
Fimm nýliđar eru á listanum. Ţeirra stigahćstur er Rúnar Ísleifsson.
No. | Name | Tit | mar.13 | Gms | Changes |
1 | Isleifsson, Runar | 1857 | 10 | 1857 | |
2 | Hilmarsson, Andri Steinn | 1657 | 17 | 1657 | |
3 | Hrafnsson, Hreinn | 1491 | 10 | 1491 | |
4 | Magnusson, Thorsteinn | 1337 | 11 | 1337 | |
5 | Bragason, Gudmundur Agnar | 1329 | 14 | 1329 |
Mestu hćkkanir
Símon Ţórhallsson hćkkar mest allra eđa um 65 skákstig. Ungir skákmenn sem tóku ţátt í N1 Reykjavíkurskákmótinu nánast einoka ţennan lista, sem segir okkur mikiđ um mikilvćgi ţessa móts fyrir ţennan hóp.
No. | Name | Tit | mar.13 | Gms | Changes |
1 | Thorhallsson, Simon | 1516 | 13 | 65 | |
2 | Hardarson, Jon Trausti | 1909 | 15 | 56 | |
3 | Omarsson, Dadi | 2259 | 17 | 47 | |
4 | Petersen, Jakob Alexander | 1417 | 8 | 47 | |
5 | Ragnarsson, Dagur | 2006 | 16 | 45 | |
6 | Thorsteinsdottir, Hallgerdur | 2000 | 16 | 40 | |
7 | Thorgeirsson, Jon Kristinn | 1804 | 19 | 38 | |
8 | Finnbogadottir, Tinna Kristin | 1904 | 15 | 33 | |
9 | Kjartansson, Dagur | 1654 | 10 | 31 | |
10 | Karlsson, Mikael Johann | 2020 | 14 | 30 | |
11 | Jonsson, Gauti Pall | 1549 | 8 | 30 | |
Kristinardottir, Elsa Maria | 1774 | 14 | 27 |
Stigahćstu skákkonur landsins
Íslenskskar skákonur hćkkar margar hverjar eftir góđa frammistöđu á N1 Reykjavíkurskákmótinu og Fastus-mótinu.
No. | Name | Tit | mar.13 | Gms | Changes |
1 | Ptacnikova, Lenka | WGM | 2250 | 17 | -19 |
2 | Thorsteinsdottir, Gudlaug | WF | 2042 | 9 | 1 |
3 | Thorsteinsdottir, Hallgerdur | 2000 | 16 | 40 | |
4 | Gretarsdottir, Lilja | WIM | 1984 | 0 | 0 |
5 | Finnbogadottir, Tinna Kristin | 1904 | 15 | 33 | |
6 | Johannsdottir, Johanna Bjorg | 1896 | 14 | 24 | |
7 | Birgisdottir, Ingibjorg | 1781 | 8 | -2 | |
8 | Kristinardottir, Elsa Maria | 1774 | 14 | 27 | |
9 | Helgadottir, Sigridur Bjorg | 1765 | 0 | 0 | |
10 | Fridthjofsdottir, Sigurl. Regina | 1716 | 0 | 0 |
Stigahćstu ungmenni landsins (fćdd 1993 og síđar)
Hér hćkka ungmennin marghver á stigum eftir góđa frammistöđu á N1 Reykjavíkurskákmótinu.
No. | Name | mar.13 | Gms | B-day | Ch. |
1 | Gretarsson, Hjorvar Steinn | 2515 | 10 | 1993 | 6 |
2 | Karlsson, Mikael Johann | 2020 | 14 | 1995 | 30 |
3 | Ragnarsson, Dagur | 2006 | 16 | 1997 | 45 |
4 | Magnusson, Patrekur Maron | 2003 | 0 | 1993 | 0 |
5 | Sverrisson, Nokkvi | 2002 | 16 | 1994 | 12 |
6 | Johannesson, Oliver | 1985 | 15 | 1998 | -3 |
7 | Johannsson, Orn Leo | 1962 | 10 | 1994 | 9 |
8 | Hardarson, Jon Trausti | 1909 | 15 | 1997 | 56 |
9 | Johannsdottir, Johanna Bjorg | 1896 | 14 | 1993 | 24 |
10 | Sigurdarson, Emil | 1844 | 0 | 1996 | 0 |
Stigahćstu öđlingar landsins (fćddir 1953 og síđar)
No. | Name | mar.13 | Gms | B-day | Ch. |
1 | Olafsson, Fridrik | 2412 | 9 | 1935 | -4 |
2 | Karason, Askell O | 2226 | 9 | 1953 | -9 |
3 | Viglundsson, Bjorgvin | 2200 | 0 | 1946 | 0 |
4 | Thorsteinsson, Bjorn | 2196 | 7 | 1940 | -13 |
5 | Fridjonsson, Julius | 2180 | 0 | 1950 | 0 |
6 | Halldorsson, Bragi | 2173 | 9 | 1949 | -7 |
7 | Gunnarsson, Gunnar K | 2168 | 0 | 1933 | 0 |
8 | Georgsson, Harvey | 2163 | 0 | 1943 | 0 |
9 | Thorvaldsson, Jon | 2161 | 6 | 1949 | 9 |
10 | Briem, Stefan | 2149 | 0 | 1938 | 0 |
Reiknuđ mót
· N1 Reykjavíkurskákmótiđ
· NM í skólaskák (a-e flokkar
· Fastus-mótiđ Gestamót Gođans
· Skákţing Akureyrar
· Skákţing Gođans (4.-6. umferđ)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 99
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar