Leita í fréttum mbl.is

Spennan gríđarleg fyrir síđari hluta Íslandsmóts skákfélaga

IMG 7881Síđari hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst í kvöld en nú er teflt í Hörpu. Gríđarleg barátta er um sigurinn á mótinu en fjögur liđ berast um sigurinn. Ţađ er Taflfélag Bolungarvíkur, Víkingaklúbburinn, Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélag Vestmannaeyja en ađeins munar tveimur vinningum á efstu sveit og ţeirri sem er í fjórđa sćti.

Allar sveitirnar koma sterkar til leika međ sterka erlenda meistara međ sér í liđi. Nánast allir sterkustu skákmenn landsins taka einnig ţátt í mótinu og má ţar nefna kappa Jóhann Hjartarson, stigahćsta skákmann landsins, Helga Ólafsson, Jón L. Árnason og Karl Ţorsteins auk keppenda af N1 Reykjavíkurskákmótinu eins og t.d stórmeistarana Hannes Hlífar Stefánsson, Henrik Danielsen, Íslandsmeistarans Ţröst Ţórhallsson og sjálfan Friđrik Ólafsson. Efnilegasti skákmađur landsins, Hjörvar Steinn Grétarsson, teflir sem og tveir sigurvegarar N1 Reykjavíkurmótsins ţeir Pavel Eljanov og Bassem Amir.

Í umferđinni í kvöld mćtast međal annars Taflfélag Bolungarvíkur og Taflfélag Reykjavíkur í viđureign sem gćti skipt sköpum.

Íslandsmót skákfélaga er skákhátíđ. Ţarna tefla, skákmenn alls stađar frá landinu, börn, heldri borgarar, ofurstórmeistarar og ţeir sem hafa rétt lćrt mannganginn enda brúar skákin kynslóđabil.

Stađan í efstu deild:
  • 1 Taflfélag Bolungarvíkur 22˝ v.
  • 2 Víkingaklúbburinn 22 v.
  • 3 Taflfélag Reykjavíkur 21˝ v.
  • 4 Taflfélag Vestmannaeyja 20˝ v.
  • 5 Gođinn-Mátar 17 v.
  • 6 Taflfélagiđ Hellir 13 v.
  • 7 Skákfélag Akureyrar 7 v.
  • 8 Taflfélag Bolungarvíkur b-sveit 4˝ v.

Stađa efstu liđa í 2. deild:

  • 1. Gođinn-Mátar b-veit 16 v.
  • 2. Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 15˝ v.
  • 3.-4. Skákdeild Fjölnis 13 v.
  • 3.-4. Taflfélag Vestmannaeyja b-sveit 13 v.

 Stađa efstu liđa í 3. deild

  • 1. Víkingaklúbburinn b-sveit 7 stig
  • 2. Taflfélag Vinjar 6 stig (17 v.)
  • 3. Taflfélag Akraness 6 stig (14˝ v.)

Stađa efstu liđa í 4. deild

  • 1. Briddsfjelagiđ 7 stig
  • 2. Skákfélag Akureyrar c-sveit 6 stig (16˝ v.)
  • 3. Taflfélagiđ Hellir d-sveit 6 stig (15˝ v.)

Vísađ er á úttekt ritstjóra ađ loknum fyrri hluta mótsins um nánari stöđu mála.  Stöđu og einstök úrslit má finna á Chess-Results.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 249
  • Frá upphafi: 8764938

Annađ

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband