Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2013

Íslandsmót skákfélaga frá sjónarhóli TR

IMG 8061Ţórir Benediktsson, stjórnarmađur í TR, hefur skrifađ pistil um gengi TR-sveitanna á Íslandsmóti skákfélaga. Hann má í heild sinni hér:

http://taflfelag.is/?c=frettir&id=1171&lid=&pid=&option 


B-sveit TR sigurvegari 2. deildar eftir úrskurđ Mótsstjórnar

Mótsstjórn Íslandsmóts skákfélaga felldi í gćr úrskurđ um Robert Ris međ Fjölni. Var ţađ niđurstađa meirihluta nefndarinnar ađ TR ynni máliđ og viđureignin dćmd 4,5-1,5 ţeim í vil en Fjölnir hafđi unniđ viđureignina á sjálfu Íslandsmótinu međ sama mun.

Viđ ţćr breytingar tekur b-sveit TR efsta sćtiđ í efstu deild, Gođinn-Mátar dettur niđur í ţađ annađ og Fjölnir í ţađ ţriđja.

Rétt er ađ taka fram ađ Fjölnir getur áfrýjađ málinu til Dómstóls SÍ og ţví ţarf ţessi niđurstađa ekki ađ vera endanleg. Niđurstađa Mótsstjórnar SÍ fylgir hér međ í heild sinni:



 

ÚRSKURĐUR
MÓTSSTJÓRNAR ÍSLANDSMÓTS

SKÁKFÉLAGA
2012-2013



Ár 2013, föstudagur 8. mars, er
tekiđ fyrir mál nr. 2/2013; kćra Taflfélags Reykjavíkur vegna lögmćtis Robert
Ris (FIDE-kennitala 1011480) sem keppanda međ Skákdeild Fjölnis í síđari hluta Íslandsmóts
skákfélaga 2012-2013. Í málinu úrskurđa Sverrir Örn Björnsson, Áskell Örn
Kárason og Einar S. Einarsson.

Framangreind kćra TR barst
mótsstjórn eftir upphaf 7. umferđar Íslandsmóts skákfélaga 2012-2013 laugardaginn
2. mars 2013 ţar sem Robert Ris tefldi á 1. borđi fyrir a-sveit Skákdeildar
Fjölnis í viđureign félagsins viđ b-sveit Taflfélags Reykjavíkur í 2. deild
mótsins. Í erindinu kemur fram ađ ţar sem Robert Ris sé ekki skráđur í
Keppendaskrá Skáksambands Íslands sem félagsmađur Skákdeildar Fjölnis sé hann
ekki löglegur keppandi međ Fjölni í viđureign félagsins viđ Taflfélag
Reykjavíkur, sbr. 19. gr. skáklaga Skáksambands Íslands. Verđur ađ líta svo á
ađ af hálfu Taflfélags Reykjavíkur sé ţess krafist ađ félaginu verđi
úrskurđađur sigur í framangreindri viđureign b-sveitar félagsins viđ a-sveit
Skákdeildar Fjölnis í lokaumferđ Íslandsmóts skákfélaga 2012-2013.

Af hálfu mótsstjórnar var formanni Skákdeildar
Fjölnis kynnt kćra Taflfélags Reykjavíkur á mótsstađ 2. mars 2013 og honum
gefinn kostur á ađ koma á framfćri athugasemdum í tilefni af kćrunni, sbr. 20.
gr. skáklaga. Af hálfu formanns Fjölnis var bent á ađ Robert Ris vćri getiđ sem
félagsmanns Skákdeildar Fjölnis í styrkleikaröđuđum lista yfir keppendur
Fjölnis sem lagđur hafi veriđ fram fyrir upphaf 1. umferđar Íslandsmóts
skákfélaga haustiđ 2012. Ţá hafi Robert teflt međ félaginu í fyrri hluta
mótsins.

Međ tölvupósti mótsstjórnar 4. mars
2013 var formanni Skákdeildar Fjölnis á ný gefinn kostur á ađ koma á framfćri
athugasemdum í tilefni af kćru Taflfélags Reykjavíkur. Svar barst frá formanni Fjölnis
međ tölvupósti sama dag. Ţar kemur fram ađ Robert Ris sé tilgreindur sem
félagsmađur Fjölnis á styrkleikaröđuđum lista yfir keppendur félagsins sem
lagđur hafi veriđ fram fyrir upphaf 1. umferđar Íslandsmóts skákfélaga í
október 2012. Hafi Robert teflt athugasemdalaust međ a-sveit Fjölnis í fyrri
hluta keppninnar og öllum veriđ ljóst frá upphafi ađ hann vćri félagsmađur í
Fjölni. Robert hafi teflt međ Fjölni frá ţví í mars 2009. Ţá er bent á ađ
skrifstofa Skáksambands Íslands hafi jafnan haft frumkvćđi ađ ţví ađ tilkynna
félögum um ţá skákmenn sem vćru ađ falla út af listanum ţannig ađ félögin gćtu
gert athugasemdir. Er vísađ til úrskurđar mótsstjórnar Íslandsmóts skákfélaga
frá 2. mars 2013 í máli nr. 1/2013 varđandi lögmćti keppanda međ Taflfélagi
Bolungarvíkur.

Niđurstađa:

Atkvćđi
meirihluta, Sverris Arnar Björnssonar og Áskels Arnar Kárasonar:

Eins og fram kemur í málavaxtalýsingu
hér ađ framan telur Taflfélag Reykjavíkur ađ Robert Ris sé ólöglegur keppandi
međ Skákdeild Fjölnis í viđureign félaganna í 7. umferđ Íslandsmóts skákfélaga
2012-2013 (2. deild) ţar sem Robert sé ekki skráđur í Keppendaskrá Skáksambands
Íslands sem félagsmađur Fjölnis.

Samkvćmt 20. gr. skáklaga Skáksambands Íslands skulu keppendur í
Íslandsmóti skákfélaga vera skráđir í Keppendaskrá Skáksambandsins sem
félagsmenn ţeirra félaga sem ţeir tefla fyrir. Í 1. mgr. 19. gr. skáklaganna
kemur fram ađ ađeins ţeir sem eru í Keppendaskrá SÍ teljist löglegir međ
viđkomandi félagi í Íslandsmóti skákfélaga (fyrri og seinni hluta). Ţó eru ţeir
skákmenn sem eru án skákstiga og án félags undanţegnir ţví ađ ţurfa ađ vera í
Keppendaskránni. Ţessi undantekning á ekki viđ um Robert Ris sem er skráđur međ
2412 alţjóđleg skákstig á stigalista Alţjóđaskáksambandsins (FIDE). Samkvćmt 3.
mgr. 19. gr. skáklaganna skulu athugasemdir vegna Keppendaskrárinnar hafa
borist Skáksambandi Íslands viku fyrir mót og Skáksamband Íslands ađ úrskurđa í
síđasta lagi fimm dögum fyrir upphaf Íslandsmóts skákfélaga.

Fyrir liggur í málinu ađ Robert Ris
er ekki skráđur í Keppendaskrá SÍ sem félagsmađur Skákdeildar Fjölnis, en
samkvćmt upplýsingum um félagaskipti í Keppendaskránni var Robert afskráđur 6.
júlí 2010. Ekki verđur séđ ađ neinar athugasemdir hafi veriđ gerđar viđ
skráninguna ađ ţessu leyti af hálfu Skákdeildar Fjölnis fyrir upphaf fyrri
hluta Íslandsmótsins 2012-2013, sbr. 3. mgr. 19. gr. skáklaga. Samkvćmt ţessu telst
Robert Ris óhjákvćmilega ekki vera löglegur keppandi međ a-sveit skákdeildar
Fjölnis í viđureign sveitarinnar viđ b-sveit Taflfélags Reykjavíkur í 7. umferđ
Íslandsmóts skákfélaga 2012-2013. Getur ekki breytt ţeirri niđurstöđu ţótt
Robert sé talinn međ keppendum Fjölnis á styrkleikaröđuđum lista sem skilađ var
fyrir upphaf 1. umferđar Íslandsmótsins í október 2012, enda eru skáklög
afdráttarlaus um nauđsyn á skráningu keppenda í Keppendaskrá SÍ til ađ ţeim sé
heimilt ađ tefla međ hlutađeigandi félagi í Íslandsmóti skákfélaga. Ţá er rétt
ađ taka fram ađ í máli ţví, sem lauk međ úrskurđi mótsstjórnar 2. mars sl.
(máli nr. 1/2013), var um ađ rćđa keppanda sem skráđur var í Keppendaskrá SÍ.

Í 21. gr. skáklaga kemur fram ađ sé keppandi úrskurđađur ólöglegur, skuli
viđkomandi viđureign tapast 2-6 hiđ minnsta ţegar um er ađ rćđa 8 manna liđ en
1,5-4,5 ţegar um er ađ rćđa 6 manna liđ. Tapist viđureignin hins vegar enn
stćrra standi ţau úrslit og skal skák ólöglegs keppanda ávallt teljast töpuđ.
Fyrir liggur ađ viđureign a-sveitar Skákdeildar Fjölnis og b-sveitar Taflfélags
Reykjavíkur í 7. umferđ Íslandsmóts skákfélaga 2012-2013 lauk međ 4,5-1,5 sigri
Skákdeildar Fjölnis. Samkvćmt ţessu og međ vísan til 21. gr. skáklaga telst
a-sveit Skákdeildar Fjölnis hafa tapađ umrćddri viđureign 1,5-4,5. Breytist
lokastađa 2. deildar Íslandsmóts skákfélaga 2012-2013 til samrćmis.



 

Ú r s k u r đ a r o r đ :

Robert Ris telst hafa veriđ
ólöglegur keppandi međ a-sveit Skákdeildar Fjölnis í 7. umferđ 2. deildar
Íslandsmóts skákfélaga 2012-2013. Telst Skákdeild Fjölnis ţví hafa tapađ
viđureign 7. umferđar gegn b-sveit Taflfélags Reykjavíkur 1,5-4,5. Lokastađa 2.
deildar breytist til samrćmis.

Atkvćđi minnihluta, Einars S.
Einarssonar:

Undirritađur varamađur í Mótstjórn Íslandsmóts Skákfélaga fellst ekki á
megin niđurstöđu og úrskurđarorđ 
meirihluta nefndarinnar og skilar ţví eftirfarandi sératkvćđi :

Vísađ er til umfjöllunar  um  framangreinda kćru í málskjölum ţar sem
forsendur hennar og málsvarnir kćruţola eru ítarlega raktar.

Eins og ţar kemur fram er ţađ ómótmćlanleg stađreynd ađ nafn meints
ólögmćts keppenda Sd. Fjölnis, Robert Ris, kemur fram á keppendalista sem
afhentur var mótshaldara (SÍ) tímanlega áđur en keppnin hófst í september í
fyrra. 

Kallađ er eftir ţessum gögnum af SÍ frá öllum ţátttökufélögum til ađ hćgt
sé fylgjast međ og fullreyna ađ keppnin fari rétt fram í hvívetna og engin
brögđ séu í tafli.  Međ ţví ađ kalla
eftir ţessum gögnum tekur mótsađili á sig eftirlitsskyldu.

Ţví verđur ađ teljast ađ úr ţví ađ umrćddur keppandi fékk ađ tefla fyrir
SF allar sex umferđir mótsins athugasemdalaust hafi hann veriđ viđurkenndur sem
gildur ţátttakandi.   Slík atvik ađ
ólögmćtur teflandi taki ţátt geta eđli málsins samkvćmt komiđ upp í einstökum
umferđum sem taka verđur fyrir eftir á međ eđa án kćru mótherja, en ef slíkt
tekur til allra umferđa er ábyrgđin tvímćlalaust  mótshaldara (dómara og skákstjóra).  Ţví er óeđlilegt ađ skella skuldinni á
félagiđ sem teflir fram umrćddum keppanda í góđri trú og af bestu vitund.  

Gerđ er krafa um ađ nöfn allra keppenda sé ađ finna á rafrćnni
Keppendaskrá Skáksambandsins  sem
skrifstofa SÍ ber ábyrgđ á, eins og segir í 
lögum og reglugerđ um hana.  Fyrir
liggur ađ nafn umrćdds keppenda var afmáđ af skránni áriđ 2010 án vitundar SF
sem var ekki tímabćrt né lögmćtt miđađ viđ ţriggja keppnistímabila regluna og
hefđi í fyrsta lagi átt ađ gerast áriđ 2012 og ţá međ eđlilegum fyrirvara og
tilkynningu til SF.

Fráleitt er ađ ćtla ađ SF hafi vísvitandi teflt fram ólöglegum keppanda í
öllum umferđum mótsins heldur er hér um tćknileg og mannleg mistök ađ rćđa sem
mótshaldari ber jafn mikla ábyrgđ á og kćruţoli.

Í ljósi ţess ađ mottó keppninnar og skákmóta yfirleitt er ađ ţau fari
fram í drengskap og góđum íţróttaanda verđur eftir atvikum ađ teljast ađ Robert
Ris hafi veriđ löglegur međ SF og úrslitin í viđureign  TR-b og Sd. Fjölnis verđi ţví látin standa.

Um málskot:

Úrskurđi ţessum má skjóta til Dómstóls SÍ. Kćrufrestur er ţrír
sólarhringar frá upphafi ţeirrar umferđar sem keppandi var á međal ţátttakenda.


KR-ingar ađ tafli

Ţađ er jafnan ţröng á ţingi í KR-heimilinu í Frostaskjóli ţegar valinkunnir skákgeggjarar alls stađar ađ af höfuđborgarsvćđinu hittast ţar til tafls á mánudagskvöldum. Síđustu hrađskákmótin ţar hafa veriđ einkar lífleg og ţrír frćknir sigurvegarar veriđ krýndir og fagnađ međ dúndrandi lófataka í leikslok. Núna síđast

Hrannar Baldursson, heimspekingurinn hugumstóri, fyrrum KR-ingur. Ingimar Jónsson ţar nćst á undan og svo öldungurinn sigurreifi Gunnar Kr. Gunnarsson, sem vann 2 mót í röđ, eftir ađ hafa náđ  opnum sínum á ný. 

Fyrir ţorstláta og fróđleiksfúsa skákunnendur fylgja hér međ myndskreyttar mótatöflur síđustu ţriggja móta ţar sem sjá má helstu úrslit og frammistöđu einstakra keppenda, sem segja sína sögu um baráttu ţeirra viđ ofjarla sína sem ađ ofan er getiđ.  Frekari lýsingar á vopnaviđskiptum verđa ađ bíđa
betri tíma, enda tekur eitt mót viđ af öđru og vonlaust ađ gera ţeim öllum skil í löngu máli.

KR 18.02.13 MÓTSTAFLA ÚRSLIT.13 MÓTSTAFLA ÚRSLIT
KR-Mótstafla 25. febrúar -ese-1
KR 4. MARS MÓTSTAFLA
 

"Betra er ţađ sem styttra reynist", var einu sinni sagt.
 /ESE 


Jón Kristinn vann fjórđa mót TM-mótarađarinnar

Í gćr lauk fjórđu umferđ TM-mótarađarinnar. 12 keppendur mćttu til leiks og var tefld hrađskák, allir viđ alla. Jón Kristinn Ţorgeirsson sigrađi og jók forystu sína í mótinu. Ţađ var enginn annar en Sveinbjörn Sigurđsson sem lýsti úrslitum og stjórnađi hverjum bćri ađ klappa fyrir í lokin. Fórst honum ţađ vel úr hendi.

Helstu úrslit:

Jón Kristinn 9,5 vinningar af 11

Smári Ólafsson 8,5 vinningar

Sveinbjörn Sigurđsson og Sigurđur Arnarson  7 vinningar

Andri Freyr 6,5 vinningar

Einar Garđar og Haki 6 vinningar.

Á sunnudaginn fer fram skylduleikjamót og hefst ţađ kl. 13.


Skákmót öđlinga hefst á miđvikudaginn

Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 13. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.

Skákmót öđlinga verđur nú haldiđ í 22. sinn. Sigurvegari á Skákmóti öđlinga 2012 var Ţorvarđur F. Ólafssonn.

Dagskrá:

  • 1. umferđ miđvikudag 13. mars kl. 19.30
  • 2. umferđ miđvikudag 20. mars kl. 19.30
  • Hlé gert á mótinu vegna Páska
  • 3. umferđ miđvikudag 3. apríl kl. 19.30
  • 4. umferđ miđvikudag 10. apríl kl. 19.30
  • 5. umferđ miđvikudag 17. apríl kl. 19.30
  • 6. umferđ miđvikudag 24. apríl kl. 19.30
  • 7. umferđ miđvikudag 1. maí kl. 19.30

Mótinu lýkur miđvikudaginn 8. maí kl. 19:30 međ hrađskákmóti og verđlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar,en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.

Ţátttökugjald er kr. 4.000 fyrir ađalmótiđ og kr 500 fyrir hrađskákmótiđ. Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi.

Skráning fer fram á skráningarformi á heimasíđu T.R.


Ný íslensk skákstig

Símon ŢórhallssonNý íslensk skákstig eru nýkomin út en ţau koma út fjórum sinnum á ári. Jóhann Hjartarson er sem fyrr langstigahćstur íslenskra skákmanna. Ellefu nýliđar eru á listnum og ţeirra stigahćstur er Andri Steinn Hilmarsson. Símon Ţórhallsson hćkkar mest allra frá desember-listanum.

Röđ stigahćstu manna:

No.NameRtgCDiffCatTit
1Jóhann Hjartarson26280-GM
2Margeir Pétursson25890-GM
3Hannes H Stefánsson25876-GM
4Héđinn Steingrímsson25510-GM
5Helgi Ólafsson25420-GM
6Henrik Danielsen2524-10-GM
7Jón Loftur Árnason25110-GM
8Helgi Áss Grétarsson25010-GM
9Stefán Kristjánsson24864-GM
10Friđrik Ólafsson2481-11SENGM
11Bragi Ţorfinnsson24740-IM
12Hjörvar Steinn Grétarsson247011U20IM
13Karl Ţorsteins24701-IM
14Ţröstur Ţórhallsson244911-GM
15Jón Viktor Gunnarsson2412-6-IM
16Arnar Gunnarsson24030-IM
17Sigurbjörn Björnsson239216-FM
18Dagur Arngrímsson237711-IM
19Magnús Örn Úlfarsson23740-FM
20Guđmundur Kjartansson23715-IM


Nýliđar:

 

No.NameRtgCDiffCat
1Andri Steinn Hilmarsson16361636U20
2Arnfinnur Bragason13951395-
3Alec Sigurđarson13601360U14
4Brynjar Bjarkason11971197U12
5Björn Hólm Birkisson11821182U14
6Helgi Svanberg Jónsson10441044U12
7Aron Ingi Woodard10001000U12
8Burkni Björnsson10001000U12
9Ísak Logi Einarsson10001000U10
0Oddur Ţór Unnsteinsson10001000U14
10Sigurđur Fannar Finnsson10001000U14
11Ţorsteinn Emil  Jónsson10001000U10

 
Mestu hćkkanir:

 

No.NameRtgCDiffCat
1Símon Ţórhallsson1476158U14
2Vignir Vatnar Stefánsson1640140U10
3Dawid Kolka1643115U14
4Óskar Víkingur Davíđsson111699U08
5Veronika Steinunn Magnúsdóttir153296U16
6Bjarni Ţór Guđmundsson113892U12
7Óskar Long Einarsson153091-
8Jón Trausti Harđarson199789U16
9Mikael Jóhann Karlsson210082U18
10Bjarki Arnaldarson108080U10

 Stigahćstu skákkonur landsins:

 

No.NameRtgCDiffCatTit
1Lenka Ptácníková2219-29-WGM
2Hallgerđur H Ţorsteinsdóttir202578- 
3Guđlaug U Ţorsteinsdóttir20245-WFM
4Jóhanna Björg Jóhannsdóttir193544U20 
5Tinna Kristín Finnbogadóttir190439- 
6Guđfríđur L Grétarsdóttir18240-WIM
7Harpa Ingólfsdóttir18050- 
8Sigríđur Björg Helgadóttir17866- 
9Elsa María Krístinardóttir176324- 
10Geirţrúđur Anna Guđmundsdóttir16850U20 

 
Stigahćstu ungmenni landsins (fćdd 1993 og síđar):

 

No.NameRtgCDiffCatTit
1Hjörvar Steinn Grétarsson247011U20IM
2Mikael Jóhann Karlsson210082U18 
3Dagur Ragnarsson208150U16 
4Patrekur Maron Magnússon19990U20 
5Jón Trausti Harđarson199789U16 
6Nökkvi Sverrisson199638U20 
7Örn Leó Jóhannsson1995-14U20 
8Oliver Aron Jóhannesson194228U16 
9Jóhanna Björg Jóhannsdóttir193544U20 
10Páll Andrason1875-2U20 

 
Stigahćstu öđlingar landsins (fćddir 1953 eđa fyrr):

 

No.NameRtgCDiffCatTit
1Friđrik Ólafsson2481-11SENGM
2Kristján Guđmundsson22750SEN 
3Áskell Örn Kárason2211-12SEN 
4Magnús Sólmundarson21780SEN 
5Jón Torfason21750SEN 
6Bragi Halldórsson2171-9SEN 
7Björn Ţorsteinsson2171-14SEN 
8Júlíus Friđjónsson2159-13SEN 
9Gunnar Magnússon21370SEN 
10Björgvin Víglundsson21320SEN 

 Reiknuđ mót:

  • Skákţing Akureyrar
  • Fastus-mótiđ - Gestamót Gođans
  • NM í skólaskák (a-e flokkar)
  • KORNAX-mótiđ - Skákţing Reykjavíkur
  • N1 Reykjavíkurskákmótiđ
  • Skákţing Garđabćjar (einvígi í a-flokki og b-flokkurinn) 
  • Vetrarmót öđlinga

Íslensk skákstig á Chess-Results

 


Miđgarđsmótiđ - keppni skóla í Grafarvogi haldin á morgun

Rúmlega 100 grunnskólakrakkar ađ tafli á Miđgarđsmótinu í íţróttahúsinu RimaskólaMiđgarđsmótiđ í skák á föstudaginn hefst kl. 10:00 og verđur haldiđ í íţróttasal Rimaskóla. Mótiđ er sveitakeppni milli grunnskólanna í Grafarvogi. Hver skóli má senda eitt eđa fleiri liđ til keppninnar. Reiknađ er međ 8 skáksveitum. Áćtlađ er ađ mótinu ljúki um hádegi.

Keppendum verđur bođiđ upp á létta hressingu um miđbik mótsins (gos og súkkulađistykki). Sigursveitin fćr til vörslu glćsilegan farandbikar, eignabikar og verđlaunapeninga. Ađrir ţátttakendur fá viđurkenningarskjal.


Haraldur Axel og Sćbjörn Larsen efstir í Ásgarđi.

Haraldur AxelTuttugu og sjö skákmenn tefldu í dag hjá Ásum í Ásgarđi. Haraldur Axel Sveinbjörnsson og Sćbjörn G Larsen deildu efsta sćtinu, fengu báđir átta og hálfan vinning af tíu

Haraldur var ađeins hćrri á stigum og telst ţví Hrókur dagsins. Ari Stefánsson varđ í ţriđja sćti međ sjö vinninga.

Sjá međfylgjandi töflu:

 

 

 

_sir_motstafla_og_urslit_5_mars_2013_-ese_1193313.jpg

Íslandsmót grunnskólasveita 2013

Íslandsmót grunnskólasveita 2013 fer fram Rimaskóla  dagana  16. og 17. mars nk.  Tefldar verđa 9 umferđir eftir Monradkerfi - umhugsunartími 20 mín. á skák fyrir hvern keppenda.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit - en hver sveit er skipuđ fjórum nemendum 1. - 10. bekkjar grunnskóla (auk varamanna).

Dagskrá:                    

  • Laugardagur 16. mars kl. 13.00        1. - 5. umferđ
  • Sunnudagur  17. mars kl. 11.00        6. - 9. umferđ

Liđsstjórar skulu mćta 12.30 á laugardag og skila inn liđum sínum á Monrad-spjöldum.

Ţátttökugjöld kr. 5.000.- á sveit.  Ţó ekki hćrri en kr. 10.000.- fyrir hvern skóla.

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til ţátttöku á Norđurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer í Noregi eđa Svíţjóđ í september nćstkomandi.  

Skráning fer fram hjá Skáksambandi Íslands í síma 568 9141 virka daga kl. 10-13 og í tölvupósti skaksamband@skaksamband.is.   Skráningu skal lokiđ í síđasta lagi 15. mars.

Međ skráningu skal fylgja gsm og netfang liđsstjóra.

Ath.:  Áríđandi er ađ sveitirnar séu skráđar fyrirfram.

N1 Reykjavíkurskákmótiđ 2012 tilefnt sem eitt besta opna mót heims

ACPACP, samtök atvinnuskákmanna, hafa tilnefnt  8 skákmót sem besta opna skákmót heims áriđ 2012. Kosning fer nú fram međal félagsmanna. Opnu mótin sem eru tilnefnd eru sem besta opna mót ársins eru:

  • Aeroflot Open, Moscow
  • Baku Open
  • Biel Master Tournament
  • Czech Open,  Pardubice
  • Moscow Open
  • Reykjavik Open
  • Tradewise Gibraltar Festival
  • World Open, Philadelphia

Ekki amalegur félagsskapur ţarna á ferđinni og mikil viđurkenning fyrir Reykjavíkurskákmótiđ!

Sjá nánar á heimasíđu ACP.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 173
  • Frá upphafi: 8779179

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband