Bloggfćrslur mánađarins, mars 2013
12.3.2013 | 11:46
Fjölnir áfrýjar niđurstöđu mótsstjórnar Íslandsmóts skákfélaga
Skákdeild Fjölnis hefur áfrýjađ úrskurđi mótsstjórnar Íslandsmóts skákfélaga ţar sem úrslitum í viđureign ţeirra og TR-b var breytt í 4˝-1˝ ţar sem mótsstjórn taldi Robert Ris ólöglegan eftir kćru ţess efnis frá TR. Skákdeild Fjölnis krefst ţess ađ úrslit í viđureign Fjölnis og TR-b, 4˝-1˝ standi óhögguđ og nefna ţar m.a. "ábyrgđ mótshaldara" eins og nefnt var í minnihlutaáliti mótsstjórnar.
Niđurstađa ţessa mála skiptir umtalsverđu máli. Vinni TR máliđ, fer b-sveitin upp í 1. deild en Fjölnir endar í ţví ţriđja. Verđi niđurstađan Fjölni í vil heldur Fjölnir öđru sćti og fćr sćti í efstu deild ađ ári.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2013 | 08:00
N1 Reykjavíkurskákmótiđ 2012 í ţriđja sćti sem besta opna skákmót ársins
Eins og áđur hefur komiđ fram á Skák.is er N1 Reykjavíkurskákmótiđ međal átta skákmóta sem tilnefnd eru sem besta opna skákmót ársins á vef ACP (samtök atvinnumanna í skák).
Búiđ er ađ birta fyrstu tölur, frá í gćr, og ţar er N1 Reykjavíkurskákmótiđ í ţriđja sćti. Ađeins ofurmótin í Gíbraltar og Aeroflot Open eru ofar. Kosningunni er ekki lokiđ en hún stendur til 25. mars.
Spil og leikir | Breytt 11.3.2013 kl. 22:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2013 | 07:00
Skákmót öđlinga hefst á morgun
Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 13. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.
Skákmót öđlinga verđur nú haldiđ í 22. sinn. Sigurvegari á Skákmóti öđlinga 2012 var Ţorvarđur F. Ólafssonn.
Dagskrá:
- 1. umferđ miđvikudag 13. mars kl. 19.30
- 2. umferđ miđvikudag 20. mars kl. 19.30
- Hlé gert á mótinu vegna Páska
- 3. umferđ miđvikudag 3. apríl kl. 19.30
- 4. umferđ miđvikudag 10. apríl kl. 19.30
- 5. umferđ miđvikudag 17. apríl kl. 19.30
- 6. umferđ miđvikudag 24. apríl kl. 19.30
- 7. umferđ miđvikudag 1. maí kl. 19.30
Mótinu lýkur miđvikudaginn 8. maí kl. 19:30 međ hrađskákmóti og verđlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar,en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.
Ţátttökugjald er kr. 4.000 fyrir ađalmótiđ og kr 500 fyrir hrađskákmótiđ. Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi.
Skráning fer fram á skráningarformi á heimasíđu T.R.
Spil og leikir | Breytt 11.3.2013 kl. 22:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2013 | 22:03
"SKÁK ER LÍFIĐ" - Skáksýning í anda Bobby Fischer opnuđ formlega á Icelandair hótel Reykjavík Natura Loftleiđum í tengslum viđ 70 ára afmćli hans 9. mars sl.
Opnun sýningarinnar og afmćli Fischers eru gerđ ítarleg skil á Chessbase.com. Slóđin er http://en.chessbase.com/
Hér fylgir međ almenn kynning og umfjöllun um sýninguna ásamt myndum frá fjölmennu og höfđinglegu opnunarhófi fyrir helgina ţar sem Sólborg Steinţórsdóttir, hótelstjóri bauđ gesti velkomna, Einar S. Einarsson rćddi um sýninguna og lýsti hana opnađa og Guđmundur G. Ţórarinsson flutti gagnmerkt erindi um Bobby Fischer og heimsmeistaraeinvígiđ sögulega 1972.
Heimsmeistaraeinvígiđ í skák áriđ 1972 milli bandaríska áskorandans BOBBY FISCHER og hins rússneska heimsmeistara B0RIS SPASSKY vakti gífurlega athygli um veröld alla á sínum tíma og kom Íslandi á heimskortiđ í fyrsta sinn.
Ţađ fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík í anda kalda stríđsins. Fyrst var um ţađ rćtt sem EINVÍGI ALDARINNAR en síđar sem EINVÍGI ALLRA TÍMA eftir ađ BBC valdi ţađ sem einn af 10 fréttnćmustu viđburđum liđinnar aldar. Nú er jafnvel taliđ af sumum ađ sigur Bobby Fischers í ţví hafi veriđ upphafiđ ađ falli Sovétríkjanna.
Á ţessari sýningu hér má sjá skákborđ frá einvíginu ásamt veggspjöldum međ myndum af keppinautunum Fischer og Spassky ásamt ýmsum munum frá einvíginu og mörgu fleira sem tengist sögu Bobby Fischers, skáklistinni og Hótel Loftleiđum (nú Icelandair Hotel Reykjavík Natura) sem sögufrćgum skákstađ. Borđiđ er eitt af ţremur sem smíđuđ voru í tengslum viđ ţađ eftir teikningu Gunnars Magnússonar, arkitekts.
BOBBY FISCHER dvaldi á Hótel Loftleiđum međan á einvíginu stóđ, nú Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Eftir ađ hann hlaut íslenskan ríkisborgararétt áriđ 2005 og kom heim" úr 9 mánađa fangavist í Japan, eftir ađ vegabréf hans hafđi veriđ ógilt honum af óvörum af Bandaríkjastjórn, gisti hann hér á hótelinu um tíma og ţađ meira ađ segja í sömu svítunni nr. 470 og áriđ 1972.
Gođsögnin Bobby Fischer, mesti skákmeistari sem uppi hefur veriđ ađ margra áliti, lést í Reykjavík áriđ 2008 langt um aldur fram ađeins 64 ára. Mörgum ţykir ţađ táknrćnt á sinn hátt ţví reitirnir á skákborđinu eru einmitt 64 talsins. Hann hvílir í Laugardćlakirkjugarđi í í grennd viđ Selfoss.
Ţetta sögulega skákborđ er í einkaeigu Páls G. Jónssonar, forstjóra og skákunnanda, sem var svo rausnarlegur ađ lána ţađ á ţetta nýja safn hótelsins. Páll fylgdist sjálfur međ einvíginu á sínum tíma sem Skáksamband Íslands hafđi veg og vanda af. Var m.a. leiđsögumađur Fischer viđ laxveiđar. Einar S. Einarsson, fyrrv. forseti SÍ og formađur RJF-nefndarinnar sem barđist fyrir frelsi hans hefur einnig veriđ svo vinsamlegur ađ lána alls kyns fágćta muni og minjagripi, kort, teikningar, ljósmyndir ofl. sem hér eru til sýnis, en hann var formađur RJF-nefndarinnar sem vann ađ frelsum Fischers á sínum tíma.
ICELANDAIR HÓTEL REYKAVÍK NATURA kann ţeim báđum hinar bestu ţakkir og vonar ađ gestir og gangandi njóti ţessarar einstöku sýningar.
Velvirđingar er beđist á neđangreindum villum sem hafa veriđ leiđéttar.
Fréttatilkynning
Myndaalbúm (ESE)
Spil og leikir | Breytt 13.3.2013 kl. 12:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2013 | 19:13
Áskell brögđóttastur akureyskra skákmanna
Í gćr fór fram skylduleikjamót hjá Skákfélagi Akureyrar. Ađ ţessu sinni voru tefldar stöđur úr ýmsum ţekktum gambítum eđa brögđum ţar sem annar keppandinn fórnar peđi í byrjuninni fyrir einhvern ávinning, svo sem skjótari liđskipan eđa öflugt peđamiđborđ. Fyrir hverja umferđ var dregiđ um hvađa bragđ yrđi fyrir valinu og síđan voru tefldar tvćr skákir ţannig ađ keppendur tefldu stöđurnar bćđi međ hvítu og svörtu.
Níu keppendur mćttu til leiks og ţví voru tefldar níu upphafsstöđur og hver keppandi tefldi 16 skákir. Gambítarnir eđa brögđin hafa allir nöfn og stöđurnar sem tefldar voru koma upp eftir Blumenfeldbragđ, Vaganianbragđ, Albin gagnbragđ, Blackmar-Diemerbragđ, Budapestarbragđ, Evansbragđ, Smith-Morabragđ, Danskt eđa Norrćnt bragđ og Lithaugabragđ.
Brögđóttastur Skákfélagsmanna reyndist vera formađurinn sjálfur, Áskell Örn Kárason. Hann hlaut 15 vinninga af 16 mögulegum og sigrađi örugglega. Í öđru sćti varđ Sigurđur Arnarson međ 12 vinninga en Sigurđur Eiríksson og Haki Jóhannesson komu nćstir međ 11 vinninga hvor. Ţar á eftir kom afmćlisbarn gćrdagsins, hinn síungi Sveinbjörn Sigurđsson međ 8 vinning og Símon Ţórhallsson hlaut 7 en ađrir minna.
11.3.2013 | 13:00
Íslandsmót grunnskólasveita fer fram nćstu helgi
Íslandsmót grunnskólasveita 2013 fer fram Rimaskóla dagana 16. og 17. mars nk. Tefldar verđa 9 umferđir eftir Monradkerfi - umhugsunartími 20 mín. á skák fyrir hvern keppenda.
Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit - en hver sveit er skipuđ fjórum nemendum 1. - 10. bekkjar grunnskóla (auk varamanna).
Dagskrá:
- Laugardagur 16. mars kl. 13.00 1. - 5. umferđ
- Sunnudagur 17. mars kl. 11.00 6. - 9. umferđ
Liđsstjórar skulu mćta 12.30 á laugardag og skila inn liđum sínum á Monrad-spjöldum.
Ţátttökugjöld kr. 5.000.- á sveit. Ţó ekki hćrri en kr. 10.000.- fyrir hvern skóla.
Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til ţátttöku á Norđurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer í Noregi eđa Svíţjóđ í september nćstkomandi.Skráning fer fram hjá Skáksambandi Íslands í síma 568 9141 virka daga kl. 10-13 og í tölvupósti skaksamband@skaksamband.is. Skráningu skal lokiđ í síđasta lagi 15. mars.
Međ skráningu skal fylgja gsm og netfang liđsstjóra.
Ath.: Áríđandi er ađ sveitirnar séu skráđar fyrirfram.Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2013 | 07:00
Hrađkvöld hjá Helli í kvöld
Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 11. mars nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Spil og leikir | Breytt 9.3.2013 kl. 16:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2013 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Glćsilegt Reykjavíkurskákmót
Úkraínumađurinn Pavel Eljanov, Filippseyingurinn Wesley So og Bassem Amin frá Egyptalandi eru sigurvegarar 29. Reykjavíkurskákmótsins sem lauk í Hörpu á miđvikudaginn. Ţeir hlutu 8 vinninga af 10 mögulegum en međ 7 ˝ vinning komu kempur á borđ viđ Giri, Cheparinov, Yi Wei, Liren Ding, Sokolov, Jones, Dziuba og Morowitzch. Samkvćmt nýrri úthlutunarreglu, kenndri viđ Tékkann Vlastimil Hort, hlaut Eljanov hćstu verđlaunin en frammistađa hans reiknast upp á 2799 elo-stig. Hann vann bćđi Cheparinov og Kínverjann Liren Ding.
Af frammistöđu okkar bestu manna í móti ber hćst ađ Hannes Hlífar Stefánsson náđi sér vel á strik. Hann tapađi ađ vísu fremur klaufalega fyrir Ivan Sokolov í lokaumferđinni en tefldi margar góđar skákir og hlaut 6 ˝ vinning. Guđmundur Kjartansson, Ţröstur Ţórhallsson og Hjörvar Steinn Grétarsson áttu góđa spretti; ţegar stutt var eftir ţurfti Hjörvar ađ vinna Guramashvili frá Georgíu sem hann átti ađ hafa í fullu tré viđ. Undir var lokaáfangi ađ stórmeistaratitli en byrjunartaktík Hjörvars í ţessari mikilvćgu skák var ekki góđ og hann tapađi.
Margir ungir skákmenn og konur stóđu sig vel. Má ţar nefna landsliđskonurnar Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur og Tinnu Kristínu Finnbogadóttur, Akureyringana Jón Kristin Ţorgeirsson og Símon Ţórhallsson, Eyjamanninn Nökkva Sverrisson, Dađa Ómarsson, Dag Ragnarsson, Jón Trausta Harđarson, Nansý Davíđsdóttur og ýmsa ađra.
Stóri innlendi sigurvegarinn var mótiđ sjálft, sem fram fór viđ frábćrar ađstćđur í Hörpunni. Tćknibúnađur er mikill og flókinn en sú deild var vel mönnuđ. Gagnrýna mćtti ţó ađstćđur áhorfenda en sýningarborđum ţarf ađ fjölga. Ţá liggur fyrir ađ hiđ mikla styrkleikabil milli keppenda gerir mótiđ ekki sérlega áfangavćnt". Yfirumsjón var í höndum Gunnars Björnssonar, forseta SÍ, en stefnan er ađ fjölga enn meira erlendum keppendum á nćsta móti, sem jafnframt er 50 ára afmćlismót.
Siurvegarinn Wesley So er besti skákmađur Filippseyinga í dag og augljóslega afar hćfileikaríkur skákmađur, ađeins tvítugur ađ aldri en árangur hans var uppá 2753 elo-stig. Hann fór létt međ ađ vinna Pólverjann Dziuba í 9. umferđ:
Wesley So _ Marcin Dziuba
Caro Kann
1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rf3 e6 5. Be2 Re7
Einn af fjölmörgum leikjum sem til greina koma en 5. ... c5 er algengast, t.d. 6. Be3 cxd4 7. Rxd4 Re7.
6. O-O c5 7. c4 Rbc6 8. Ra3 dxc4 9. Rxc4 Rd5 10. Bg5 Dd7 11. Hc1 h6 12. Be3!
Góđur stađur fyrir biskupinn. Hann hyggst svara 12. ... Rxe3 međ 13. Rxe3 cxd4 14. Rxf5 exf5 15. Bb5 o.s.frv.
12. ... b5 13. Ra3 a6 14. dxc5 Be4 15. Rc2 Rxe3 16. Rxe3 Be7 17. a4 Db7 18. Rd2 Hd8 19. axb5 axb5 20. Rxe4!
Hárrétt ákvörđun. Hvítur fćr nćgar bćtur fyrir drottninguna: hrók, léttan og frípeđ.
20. ... Hxd1 21. Hfxd1 Rxe5 22. c6! Dc7
Ekki 22. ... Rxc6 vegna 23. Bf3! og vinnur riddarann.
23. Bxb5 O-O 24. Rc4 Bd8?
Meira hald var í 24. ... f5.
25. Rc5 Rxc4 26. Hxc4 De5 27. Hc2 Bc7 28. g3 Hb8 29. Ba4 Ha8 30. b4 Df5 31. Hdc1 h5 32. Bb5 Bb6 33. Bf1 h4 34. Rd7 Bd4 35. c7 Hc8 36. Hd2 hxg3 37. hxg3 Dg5?
Hér mátti enn verjast međ 37. ... Ba7.
Glćsilegur lokahnykkur.
39. ... Kf8
Eđa 39. ... gxf6 40. Hd8+ Kg8 41. Hxc8 ásamt 42. b5 sem vinnur létt.
40. Hd8+ Ke7 41. Rg8 mát!
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 3. mars 2013.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2013 | 17:00
Rimaskóli sigrađi Miđgarđsmótiđ í skák
Miđgarđsmótiđ í skák var haldiđ í íţróttahúsi Rimaskóla undir stjórn Heru Hallberu Björnsdóttur frístundaráđgjafa. Keppnin varđ algjört einvígi á milli Rimaskóla og Vćttaskóla en ţrjár 8 manna sveitir mćttu frá hvorum skóla. Rimaskóli A sveit hafđi ţó nokkra yfirburđi og hlaut samtals 39 vinninga af 40 mögulegum. B sveit Rimaskóla varđ í öđrru sćti međ 31 vinning.
Allir bestu skákmenn Rimaskóla tóku ţátt í mótinu ţar af fimm drengir úr 10. bekk sem hafa veriđ međ á ţessu móti meira og minna frá upphafi. Ţetta eru ţeir Dagur Ragnarsson, Andri Jökulsson, Hafţór Andri Helgason, Jón Trausti Harđarson og Theodór I. Rocha. Ţeir eru ófáir verđlaunagripirnir sem ţessir strákar hafa unniđ f. h. skólans í gegnum árin. Auk ţeirra voru
í A sveit Rimaskóla OliverAron Jóhannesson, Kristófer Jóel Jóhannesson og Jóhann Arnar Finnsson. Í B sveit Rimaskóla náđi Joshua Davíđsson bestum árangri en hann vann allar sínar 5 skákir.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2013 | 16:00
Skákmót öđlinga hefst á miđvikudaginn
Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 13. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.
Skákmót öđlinga verđur nú haldiđ í 22. sinn. Sigurvegari á Skákmóti öđlinga 2012 var Ţorvarđur F. Ólafssonn.
Dagskrá:
- 1. umferđ miđvikudag 13. mars kl. 19.30
- 2. umferđ miđvikudag 20. mars kl. 19.30
- Hlé gert á mótinu vegna Páska
- 3. umferđ miđvikudag 3. apríl kl. 19.30
- 4. umferđ miđvikudag 10. apríl kl. 19.30
- 5. umferđ miđvikudag 17. apríl kl. 19.30
- 6. umferđ miđvikudag 24. apríl kl. 19.30
- 7. umferđ miđvikudag 1. maí kl. 19.30
Mótinu lýkur miđvikudaginn 8. maí kl. 19:30 međ hrađskákmóti og verđlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar,en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.
Ţátttökugjald er kr. 4.000 fyrir ađalmótiđ og kr 500 fyrir hrađskákmótiđ. Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi.
Skráning fer fram á skráningarformi á heimasíđu T.R.
Spil og leikir | Breytt 5.3.2013 kl. 22:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 10
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 176
- Frá upphafi: 8779160
Annađ
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 111
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 8
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar