Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2013

Vigfús vann hrađkvöld

Vigfús Ó. Vigfússon sigrađi á hrađkvöldi Hellis sem fram fór 11. mars sl. Vigfús fékk 6 vinninga í sjö skákum. Annar varđ Vignir Vatnar Stefánsson međ 5,5 vinning. Vignir Vatnar leiddi mótiđ lengst af en hleypti Vigfúsi fram úr sér međ jafntefli í nćst síđustu umferđ gegn Gauta Páli og tapi í lokaumferđinni gegn Elsu Maríu.

Í ţriđja og fjórđa sćti međ 5v voru svo Gauti Páll Jónsson og Elsa María Kristínardóttir. Dagur Andri Friđgeirsson var dreginn í happdrćttinu og fékk eins og sigurvegarinn gjafabréf frá Saffran.

Nćsta skákkvöld í Hellisheimilinu verđur nćstkomandi mánudag 18. mars kl. 20. Ţá verđur einnig hrađkvöld.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

Röđ   Nafn                       Vinningar

  1   Vigfús Ó. Vigfússon,           6 
  2   Vignir Vatnar Stefánsson,      5.5 
 3-4  Gauti Páll Jónsson,            5 
      Elsa María Kristínardóttir,    5 
 5-7  Sverrir Sigurđsson,            4 
      Dagur Andri Friđgeirsson,      4   
      Jón Úlfljótsson,               4   
  8   Gunnar Nikulásson,             3.5 
  9   Finnur Kr. Finnsson,           3 
10-12 Gunnar Ingibergsson,           2   
      Óskar Víkingur Davíđsson,      2 
      Alec Elías Sigurđarson,        2   
13-14 Pétur Jóhannesson              1.5   
      Björgvin Kristbergsson         1.5


Andri vann fimmtu lotu í TM-mótaröđinni

Andri FreyrEnn var glímt um Tryggingarmiđstöđvartitilinn í Skákheimilinu í gćrkvöldi. Í ţetta sinn létu 9 kappar sjá sig, sem var vonum minna. Ţreyttu ţeir tafliđ viđ undirleik handboltamanna sem léku viđ Val í nćsta sal og máttu ţola tap. Ţađ gerđi Andri Freyr hinsvegar ađeins í einni skák en vann allar hinar. TM-forystusauđurinn Jón Kristinn kom svo á hćla honum og virđist heldur draga sundur međ honum og öđrum ţátttakendum í ţessu langhlaupi. 

Hér koma svo úrslitin:

 

1Andri Freyr Björgvinsson7
2Jón Kristinn Ţorgeirsson 6
3Smári Ólafsson 
4Sigurđur Eiríksson 4
 Ari Friđfinnsson 4
6Haki Jóhannesson
7Símon Ţórhallsson 
 Logi Rúnar Jónsson 
9Hreinn Hrafnsson2

 


Viltu tefla á EM öldungasveita?

EM öldungasveita fer fram í Dresden í Ţýskalandi, dagana 20.-28. júlí nk. Öldungar teljast ţeir sem eru 60 ára og eldri (f. 1953 eđa fyrr) auk ţess sem sérreglur gilda fyrir konur en nćgjanlegt er ađ ţeir séu 50 ára eđa eldri (f. 1963 eđa fyrr).  Gunnar Finnlaugsson, fulltrúi SÍ í öldungaráđi Skáksambands Norđurlanda beinir eftirfarandi skilabođum til áhugasamra:

Undirritađur er fulltrúi SÍ í "öldungaráđi" Skáksambands Norđurlanda og var liđsstjóri Íslands í Dresden 2010  og í Grikklandi 2011. Í fyrra var ekki send sveit til Slóveníu, en nú ţarf ađ gera bragarbót og senda a.m.k. eina sveit.

Finna má allar upplýsingar hér:

http://www.schachfestival.de/www_festival/3e0ce87560cc1e32353de7d1eedb58f9.php

Vinsamlegast látiđ mig vita sem fyrst hvort ţiđ hafiđ áhuga. Endanlega ţarf ađ ganga frá ţátttöku 2013-06-20. Lćt mótshaldara vita ţegar fjórir verđa komnir á lista yfir hugsanlega ţátttakendur. Skáksambandiđ mun greiđa ţátttökugjald en annan kostnađ bera keppendur sjálfir.

Netfang Gunnars er gunnarfinn@hotmail.com


Nýtt fréttabréf SÍ

Nýtt fréttabréf Skáksambands Íslands út kom út í dag en bréfiđ kemur út tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina og er sent í tölvupósti til viđtakenda. Hćgt er ađ skrá sig fyrir fréttabréfinu hér á Skák.is (ofarlega til vinstri).

Međal efnis er:

  • Eljanov, So og Amin sigurvegarar N1 Reykjavíkurskákmótsins
  • Víkingaklúbburinn Íslandsmeistari skákfélaga
  • Tímaritiđ Skák fćr glimrandi móttökur
  • Íslandsmót grunnskólasveita fer fram um helgina
  • N1 Reykjavíkurskákmótiđ tilefnt sem besta opna mótiđ 2012!
  • B-sveit Gođans-Máta fékk flesta vinninga í 2. deild
  • B-sveit Víkingaklúbbsins sigurvegar 3. deildar
  • Briddsfjelagiđ sigurvegari 4. deildarinnar
  • N1 Reykjavíkurskákmótiđ 2014
  • Mót á döfinni

Fréttabréfiđ má nálgast hér.

Hćgt er ađ nálgast eldri fréttabréf hér.


Erlingur Jensson vann Marsmót SSON

Erlingur fór mikinn og hafđi mjög svo góđan sigur á 10 mínútna Marsmóti SSON sem fram fór í gćrkveldi.  Mótiđ skipađ átta valinkunnum hrađskákmeisturum sem engin griđ vildu gefa en Erlingur sigrađi ţá alla utan einn sem nái jafntefli viđ skákvélina.

Lokastađan:

1. Erlingur Jensson  6,5
2. Páll Leó               5,5
3.Björgvin               5,5
4. Ingimundur         4
5. Úlfhéđinn            2,5
6. Magnús               2,5
7. Grantas              1,5
8. Ingvar Örn          1


Skákmót öđlinga hófst í gćr

Skákmót öđlinga hófst í gćr. Alls tóku 30 skákmenn ţátt sem telst prýđisgóđ ţátttaka. Úrslit gćrdagsins voru hefđbundin, ţ.e. hinir stigahćrri unnu almennt hina stigalćgri. Ađeins ein undantekning var á ţví en Magnús Kristinsson (1665) gerđi jafntefli viđ Pál Sigurđsson (1970). Önnur umferđ fer fram á nk. miđvikudagskvöld. 

Stigahćstur keppenda er FIDE-meistarinn Sigurđur Dađi Sigfússon (2324) en međal annarra keppenda má benda á sigurvegara síđasta árs, Ţorvarđ F. Ólafsson (2225) og alţjóđlega meistarann Sćvar Bjarnason (2132).

Öll úrslit 1. umferđar má finna hér.

Röđun 2. umferđar sem fram fer á miđvikudagskvöld má finna hér.


Gallerý Skák - Vignir Vatnar lék menn grátt

Vignir Vatnar og Gunnar BirgissonŢegar degi hallar á fimmtudögum liggur leiđ skákţyrstra í Bolholt 6 ţar sem Gallerýiđ er  til húsa í leit ađ hugrćnni atferlismeđferđ og einstaklingsbundnu hópefli í góđra vina hópi.

Haft er fyrir satt ađ heilabrot sé heilsubót. Sömuleiđis ađ ţađ kunni ađ bćta geđ guma ađ sjást og kljást tafls í stöđum flóknum.  Ţađ skipti líka miklu máli ađ rćkja félagslega ţáttinn og blanda geđi viđ mann og annan á hverju sem gengur.   Svo er líka öllum nauđsynlegt ađ hrista annađ slagiđ af sér sleniđ og leiđa hugann frá hinu daglega hversdagslega amstri.

Í vikunni sem leiđ var keppnin nokkuđ jöfn međ örfáum undantekningum. Fyrir kom ađ menn vćri slegnir skákblindu, sćju ofsjónir, mát eđa mannsvinning í hillingum,  gerđust glámskyggnir mjög. Nokkuđ sem hátćknileg augasteinaskipti bćta ekki úr enn sem komiđ er, ţó ţau geti veitt blindum sýn.  

Lengi vel stóđ baráttan um efsta sćtiđ milli aldursforsetans ţaulreynda Gunnars  Kr. Gunnarssonar (79) og hins leiftursnjalla ungmennis Vignis Vatnars Stefánssonar (10)  sem gert hefur garđinn frćgan undanfariđ og unniđ góđa sigra innanlands og utan.  Sveinninn ungi státar nú ţegar af nokkrum frćkilegum meistaratitlum og mótssigrum.

Tannlćknirinn  og veiđihetjan hugumprúđa Ţórarinn Sigţórsson, nýorđinn 75 ára, blandađi sér á tímabili í toppbaráttuna sem og Ingimar Jónsson, frćđaţulur, gerđi ţađ einnig  gott.      

Úrslitin réđust ţó ekki fyrr en í síđustu umferđ ţegar Guđfinnur, stađarhaldari, velti Gunna Gunn úr sessi og litla ţúfan Vignir ţungu hlassi ţar sem Gunnar Birgisson var. Skákgetan fer ekki altaf eftir hćđinni eđa sentímetrunum nú frekar en fyrri daginn ţegar Friđrik Ólafsson var ađ máta menn í Taflfélaginu ungur ađ árum á sinni tíđ.  Gunnar Birgisson hefur veriđ afar sigursćll ađ undanförnu bćđi í Gallerýinu og KR-klúbbnum en engin má sköpum renna.

Nánari úrslit má sjá á međf. mótstöflu og ţađ styttist í nćsta mót í óháđa söfnuđinum, ţar sem allir eru velkomnir til tafls. 

 

gallery_skak_-_motstafla_7_mars_2013.jpg

 

ESE- skákţankar 13.3.2013


Skákmót öđlinga hefst í kvöld

Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 13. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.

Skákmót öđlinga verđur nú haldiđ í 22. sinn. Sigurvegari á Skákmóti öđlinga 2012 var Ţorvarđur F. Ólafsson.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.

Dagskrá:

  • 1. umferđ miđvikudag 13. mars kl. 19.30
  • 2. umferđ miđvikudag 20. mars kl. 19.30
  • Hlé gert á mótinu vegna Páska
  • 3. umferđ miđvikudag 3. apríl kl. 19.30
  • 4. umferđ miđvikudag 10. apríl kl. 19.30
  • 5. umferđ miđvikudag 17. apríl kl. 19.30
  • 6. umferđ miđvikudag 24. apríl kl. 19.30
  • 7. umferđ miđvikudag 1. maí kl. 19.30

Mótinu lýkur miđvikudaginn 8. maí kl. 19:30 međ hrađskákmóti og verđlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar,en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.

Ţátttökugjald er kr. 4.000 fyrir ađalmótiđ og kr 500 fyrir hrađskákmótiđ. Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi.

Skráning fer fram á skráningarformi á heimasíđu T.R.


Íslandsmót grunnskólasveita fer fram um helgina

Íslandsmót grunnskólasveita 2013 fer fram Rimaskóla  dagana  16. og 17. mars nk.  Tefldar verđa 9 umferđir eftir Monradkerfi - umhugsunartími 20 mín. á skák fyrir hvern keppenda.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit - en hver sveit er skipuđ fjórum nemendum 1. - 10. bekkjar grunnskóla (auk varamanna).

Dagskrá:                    

  • Laugardagur 16. mars kl. 13.00        1. - 5. umferđ
  • Sunnudagur  17. mars kl. 11.00        6. - 9. umferđ

Liđsstjórar skulu mćta 12.30 á laugardag og skila inn liđum sínum á Monrad-spjöldum.

Ţátttökugjöld kr. 5.000.- á sveit.  Ţó ekki hćrri en kr. 10.000.- fyrir hvern skóla.

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til ţátttöku á Norđurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer í Noregi eđa Svíţjóđ í september nćstkomandi.  

Skráning fer fram hjá Skáksambandi Íslands í síma 568 9141 virka daga kl. 10-13 og í tölvupósti skaksamband@skaksamband.is.   Skráningu skal lokiđ í síđasta lagi 15. mars.

Međ skráningu skal fylgja gsm og netfang liđsstjóra.

Ath.:  Áríđandi er ađ sveitirnar séu skráđar fyrirfram.

Jóhann Örn efstur í Ásgarđi í dag

_sir_i_sgar_i_-motstafla_12_mars_2013.jpgJóhann Örn Sigurjónsson var sigursćll í Ásgarđi í dag ţar sem tuttugu og sex heiđursmenn skemmtu sér á hvítum reitum og svörtum eins og ţeir eru vanir ađ gera á ţriđjudögum. Jóhann Örn fékk 9 vinninga af 10 mögulegum, hann leyfđi ađeins tvö jafntefli, viđ ţá Stefán Ţormar og Valdimar Ásmundsson. Guđfinnur R Kjartansson varđ í öđru sćti međ 7 vinninga.

Síđan komu ţeir fjórir og jafnir í 3-.6. sćti međ 6 ˝ vinning, ţađ voru ţeir Stefán Ţormar, Páll G Jónsson, Valdimar Ásmundsson og Trausti Pétursson. Stefán reyndist vera međ flest stig.

Nćsta ţriđjudag halda Ćsir sitt meistaramót, ţá verđa tefldar níu umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma. Jóhann Örn vann ţetta mót á síđasta ári. Allir skákmenn sem verđa 60 ára á árinu velkomnir til leiks.

Sjá međfylgjandi töflu dagsins og myndir frá ESE.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 24
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 188
  • Frá upphafi: 8779148

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband