Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2013

Bjarni, Kristján og Magnús hérađsmeistarar HSŢ í skák

Hérađsmót HSŢHérađsmót HSŢ í skák í flokki 16 ára og yngri var haldiđ í Litlulaugaskóla í Reykjadal í dag. Bjarni Jón Kristjánsson vann fimm af sex skákum og stóđ uppi sem sigurvegari á mótinu og er ţví hérađsmeistari HSŢ í skák í flokki 13-16 ára (8-10 bekkur). Kristján Davíđ Björnsson varđ hérađsmeistari í flokki 9-12 ára (4-7 bekkur) međ fjóra vinninga af 6 mögulegum og Magnús Máni Sigurgeirsson varđ hérađsmeistari í flokki 8 ára og yngri (1-3 bekkur) međ 3 vinninga af sex mögulegum.

Tefldar voru 6 umferđir eftir monrad-kerfi og var umhugsunartíminn 10 mín.     

 1       Bjarni Jón Kristjánsson              9 B    5      15.5    
 2-3   Jakub Piotr Statkiewicz              8 B     4.5   15.5    
 2-3   Eyţór Kári Ingólfsson                8 B     4.5   13.5    
 4-5   Kristján Davíđ Björnsson           6 B     4      15.0    
 4-5   Jón Ađalsteinn Hermannsson     9  B    4      12.5    
 6-8   Björn Gunnar Jónsson               6 B     3      12.0    
 6-8   Ari Ingólfsson                           5 B     3      13.0    
 6-8   Magnús Máni Sigurgeirsson        3 B     3     10.5    
  9     Stefán Bogi Ađalsteinsson          6 B    2      11.5     
10-11 Hrólfur Jón Pétursson                4 B    1.5    10.5     
10-11 Hafţór Höskuldsson                   3 B    1.5    9.5     
 12     Valdemar Hermannsson             4 B    0      10.5

 Nánar á heimasíđu GM Hellis.


Rússar komnir međ ađra hönd á heimsmeistaratitilinn

Rússar eru komnir á forystu á HM landsliđa eftir sigur á Úkraínu í áttundu og nćstsíđustu umferđ sem fór í dag. Ian Nepomniachtchi (2721) vann Yuriy Kryvoruchko (2701) en öđrum skákum lauk međ jafntefli. Rússar hafa 11 stig en Úkraínumenn og Kínverjar, sem unnu Ţjóđverja, koma nćstir međ 10 stig.

Rússar fá Egypta í lokaumferđinni sem fram fer á morgun. Egyptar, sem töpuđu 0-4 fyrir Aserum í dag eru neđstir međ ekkert stig. Ţađ bendir ţví flest til fyrsta sigurs Rússa á stórmóti í opnum flokki síđan 2007!

Lokaumferđin hefst kl. 9 í fyrramáliđ.



Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fer fram 14. desember

Halldór Grétar og Jóhann ÖrnFriđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák - fer fram í útibúi Landsbankans viđ Austurstrćti 11 laugardaginn 14. desember nk. Mótiđ hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.30.

Gera má ráđ fyrir ađ flestir sterkustu skákmenn landsins taki ţátt og efsti keppandi mótsins fćr titilinn Íslandsmeistari í hrađskák. Skráning fer fram á Skák.is og hefst 6. desember nk. Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst enda takmarkast ţátttaka viđ um 80 manns. Gildir ţar lögmáliđ, fyrstir koma, fyrstir fá, en ţó njóta stórmeistarar og alţjóđlegir meistarar forgangs varđandi ţátttöku.

Ţetta er tíunda áriđ í röđ sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í Jóhann og Hjörvarskák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa undanfarin ár teflt til heiđurs Friđriki.

Verđlaun fyrir efstu sćti eru eftirfarandi

  1. 100.000 kr.
  2. 60.000 kr.
  3. 50.000 kr.
  4. 30.000 kr.
  5. 20.000 kr.

Ađalverđlaun skiptast séu menn jafnir ađ vinningum.  

Aukaverđlaun

  • Efsti unglingurinn 16 ára og yngri: 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2.200 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2.000 stig og minna: 10.000 kr.
  • Útdreginn heppinn keppandi: 10.000 kr.

Aukaverđlaun eru miđađ viđ nýjustu útgefin íslensk skákstig. Reiknuđ eru stig séu menn jafnir og efstir. 

Fyrri sigurvegarar

  • 2012 - Bragi Ţorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson
  • 2011 - Henrik Danielsen
  • 2010 - Jón Viktor Gunnarsson og Ţröstur Ţórhallsson
  • 2009 - Héđinn Steingrímsson
  • 2008 - Helgi Ólafsson
  • 2007 - Héđinn Steingrímsson
  • 2006 - Helgi Áss Grétarsson
  • 2005 - Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
  • 2004 - Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson

Atskákmót Icelandair í sveitakeppni 2013

2012 Icelandair 044Ákveđiđ hefur veriđ ađ prófa ađ hafa mótiđ í ár eins dags mót á laugardeginum 28. desember. Umferđarfjöldi verđur ađlagađur ađ fjölda liđa en áfram er stefnt ađ taflmennsku á milli 13:00-18:00. Ţátttökugjöld og verđlaun haldast óbreytt. Liđsmenn sem eru í ađalliđi og eru yngri en 17 ára fá 2.000 kr. afslátt. Einnig fá liđ sem eru undir 8.000 stigum 50% afslátt.

Upprunalega tilkynningin:

http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1330320/

Skráning:

https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?formkey=dExTTC1USUZ4ZE80c2IyQlVuRnlvWGc6MA#gid=0

Hér má sjá skráđ liđ:

https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0AlPhlk91SGoPdExTTC1USUZ4ZE80c2IyQlVuRnlvWGc#gid=0

Markađstorg skákmanna:

https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0AlPhlk91SGoPdGZPeTJBZ1Y2emo2ekZaZDBWcEJwRlE&hl=en#gid=0


Birkir Már hrađskákmeistari Skákfélags Sauđárkróks

Birkir Már Magnússon kom sá og sigrađi á meistaramóti Skákfélags Sauđárkróks í hrađskák sem fram fór í gćr. Birkir hlaut 8˝ vinning af 10 mögulegum. Í öđru sćti varđ Unnar Ingvarsson međ 7 vinninga og í ţví ţriđja Guđmundur Gunnarsson međ 6 vinninga í ţriđja sćti.

Samkvćmt ćfingaáćtlun verđur tefld löng skák nćsta ţriđjudag međ umhugsunartímann 1˝ klst. á mann. Í janúar hefst svo Atskákmót Sauđárkróks og fyrirhugađ er ađ halda meistaramót í febrúar ţar sem tefldar verđa langar skákir.


HM-kvöld F3-klúbbsins á morgun

Helgi Ólafsson

F3-klúbburinn - vildarvinir skákarinnar tekur formlega til starfa fimmtudagskvöldiđ 5. desember en ţá verđur stofnfundur klúbbsins og klúbbskírteini afhend. Ţá verđur jafnframt fyrsti viđburđur klúbbsins sem ber nafniđ HM-kvöld. Helgi Ólafsson fer yfir hápunkta HM-einvígisins á milli Carlsen og Anand.  

F3-klúbburinn

Bóksala Sigurbjörns verđur međ bókatilbođ á völdum skákbókum auk ţess sem Bobbý Skákverslun mun kynna skákklukkur og taflsett. Tilvaliđ í jólapakka skákmannsins!

HM-kvöldiđ stendur yfir á milli kl. 20-22. Léttar veitingar verđa í bođi. 

HM-kvöldiđ er opiđ fyrir alla međlimi F3-klúbbsins. Allar upplýsingar um klúbbinn má nálgast hér.

Mynd 6 Friđrik Ólafsson stórmeistari

Sérstakur gestur kvöldsins og heiđursfélagi í klúbbnum verđur fyrsti stórmeistari Íslendinga, Friđrik Ólafsson. Hann einn ţeirra sem ţriggja sem klúbburinn er kenndur viđ en hinir eru Williard Fiske og BobbyFischer

Skákáhugamenn eru hvattir til ađ ganga í klúbbinn og styđja um leiđ viđ skákíţróttina.

Skráning í klúbbinn fer fram hér og einnig efst á Skák.is

Eitt fyrsta verkefni klúbbsins verđur ađ styđja viđ endurnýjun á skákmunum Skáksambandsins sem ţarfnast endurnýjunar.  

 


Hannes í banastuđi í Kosta Ríka

HannesHannes Hlífar Stefásson (2544) náđi afar góđum árangri í úrvalsdeild Deildakeppninnar í Kosta Ríka sem lauk í gćrkveldi. Hannes, sem tefldi á öđru borđi fyrir klúbbinn Megasuper, hlaut 8˝ í 9 skákum!

Guđmundur Kjartansson (2453) tók einnig ţátt en hann tefldi á fyrsta borđi fyrir klúbbinn PasionAjedrez.com. Guđmundur hlaut 5˝ vinning í 9 skákum.

Árangur Hannesar samsvaraađi 2579 skákstigum og hćkkar hann um 7 skákstig fyrir hana. Hannes hefur ţví endurheimt stöđu sína sem nćststigahćsti skákmađur landsins á eftir Jóhanni Hjartarsyni eftir nokkuđ hlé.

Árangur Guđmundar samsvarađi 2340 skákstigum og lćkkar hann um 9 skákstig fyrir hana.

Ţeir félagar taka ţátt í lokuđu 10 manna alţjóđlegu skákmóti í Kosta Ríka sem hefst 10. desember nk.

 


Jólaskákmót TR og Skóla- og frístundasviđs Reykjavíkur 2013 - Rimaskóli vann ţrjá af fjórum flokkum

JólamótTR SFS2013 2des 61 Rimaskoli 1st Eldri2Í gćr lauk keppni á mjög vel heppnuđu Jólaskákmóti Taflfélags Reykjavíkur og Skóla og frístundasviđs Reykjavíkurborgar.  Keppnisrétt á mótinu hafa allir grunnskólar Reykjavíkur og gátu ţeir sent 4. manna sveitir til keppni.  Ţetta var í 31. sinn sem mótiđ fer fram en samkvćmt venju var keppt í tveimur aldursflokkum, 1.-7. og 8.-10. bekk.  Skólar gátu skráđ bćđi blönduđ liđ stráka og stúlkna, en einnig var hćgt ađ senda liđ eingöngu skipuđ stúlkum til keppni.  Alls tóku 44 sveitir ţátt ađ ţessu sinni sem er nýtt met og ber ţví gróskumiklu skákstarfi sem fram fer í skólum borgarinnar og úti í taflfélögunum fagurt vitni.  Fjórar stúlknasveitir mćttu nú til leiks sem verđur ađ teljast afar jákvćtt, en í fyrra tók einungis ein stúlknasveit ţátt.  Keppnin fór líkt og undanfarin ár fram  í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 og sem fyrr var hinn órjúfanlegi hluti ţessa móts, Birnukaffi opiđ.  Enda veitir ekki af ađ geta gengiđ í kökur, vöfflur og annađ góđgćti til hlađa batteríin á Jólamótinu!

Yngri flokkur sunnudaginn 1. desember

Keppni hófst á sunnudaginn í yngri flokki og alls voru ţar 36 sveitir skráđar til leiks frá yfir 20 skólumJólamótTR SFS2013 2des 38 Rimaskoli 1st urslit yngri borgarinnar.  Í ár var fyrirkomulagi keppninnar í yngri flokki breytt töluvert til ađ auđvelda utanumhald og tryggja ađ hún tćki ekki of langan tíma fyrir börnin.  Skólunum var skipt í tvo riđla, norđur og suđur og hófst keppni í fyrri riđlinum um morguninn kl. 10.30.  Ađ honum loknum hófst svo keppni í seinni riđlinum kl. 14.00.  Tvö efstu liđ úr hvorum riđli mćttust svo í úrslitum á mánudeginum samhliđa keppni í eldri flokki.   Öll úrslit og pörun voru nú tölvuvćdd sem gerđi ţađ ađ verkum ađ nánast engin biđ var milli umferđa og keppnin gékk hratt og örugglega fyrir sig.  Mikil almenn ánćgja var međ ţetta nýja fyrirkomulag, bćđi međal skólastjórnenda sem og skákforeldra.

jól Ölduselsskoli riđill suđur 1sćtiÍ fyrri riđlinum um morguninn kepptu 14 sveitir.   Í mörgum sveitum voru krakkar ađ keppa á sínu fyrsta skákmóti en öll stóđu ţau sig međ prýđi og međ flestar reglur á hreinu!  Fjölmargir foreldrar fylgdu börnum sínum og skemmtu sér konunglega viđ ađ fylgjast međ spennandi skákum ungviđsins.   Í keppninni tók  A sveit Ölduselsskóla fljótlega forystu og sýndi svo mikla yfirburđi međ ţví ađ vinna allar skákir sínar, 24 ađ tölu!  Sveitin var skipuđ mjög ungum strákum sem sannarlega eiga framtíđina fyrir sér viđ skákborđiđ.  Í öđru sćti hafnađi nokkuđ óvćnt B sveit Fossvogsskóla eftir harđa baráttu viđ Melaskóla og A sveit Fossvogsskóla.  Sveitin var líkt og A sveit Ölduselsskóla skipuđ ungum strákum og eflaust hefur ţeim ekki leiđst ţađ mikiđ ađ verđa fyrir ofan A sveitina sína!  Melaskóli hafnađi svo á endanum í ţriđja sćti hálfum vinning fyrir ofan A sveit Fossvogsskóla. Ölduselsskóli mćtti međ flestar sveitir í ţennan riđil, eđa alls ţrjár.

Ţrjár efstu sveitirnar fengu verđlaunapeninga og skákhefti úr smiđju formanns Taflfélags Reykjavíkur, Björns Jónssonar.  Ţá unnu tvćr efstu sveitirnar sér ţátttökurétt í úrslitum daginn eftir.  En ţađ fór enginn tómhentur heim.  Allir skólarnir  fengu viđurkenningarskjal fyrir ţátttökuna og liđsmenn sveita ţeirra fengu svo skákhefti ađ gjöf.

Lokastađan í suđur riđli varđ ţessi:

  1   Ölduselsskóli A                  24     
  2   Fossvogsskóli B                  15.5    
  3   Melaskóli                        14.5   
  4   Fossvogsskóli A                  14     
  5   Ölduselsskóli B                  13     
  6   Breiđagerđisskóli                12      
  7   Árbćjarskóli A                   11.5   
  8   Hlíđaskóli                       11      
9-10  Grandaskóli                      10.5   
      Breiđholtsskóli B                10.5  
11-12 Klébergsskóli                    8.5    
      Breiđholtsskóli A                8.5    
 13   Árbćjarskóli B                   7.5    
 14   Ölduselsskóli C                  6      

JólamótTR SFS2013 2des 58 Breiđholtsskoli 1st eldri stulkurŢađ voru svo 22 sveitir sem mćttu til leiks seinnipartinn og ţar af tvćr öflugar stúlknasveitir.  Eins og í hinum riđlinum ţá var ein sveit sem skar sig fljótlega frá hinum og sigrađi riđilinn af öryggi međ 21 vinning af 24.  Ţađ var A sveit Rimaskóla og kom fáum á óvart enda hefur skólinn veriđ dćmalaust sigursćll á ţessu móti undanfarin ár.  Sveitin ţurfti ţó ađ sćtta sig viđ jafntefli 2-2 gegn öflugri sveit Kelduskóla sem hafnađi ađ lokum í öđru sćti.  A sveit Ingunnarskóla hafnađi svo í ţriđja sćti eftir harđa baráttu viđ B sveit Rimaskóla.  Ţessir tveir skólar, Ingunnarskóli og Rimaskóli mćttu báđir međ fjórar sveitir til leiks og ţar af eina stúlknasveit.  Í ţeim flokki var ţađ sveit Rimaskóla sem sigrađi og var reyndar í hópi efstu sveita á mótinu, endađi í sjötta sćti međ 14 vinninga.

Eins og i fyrri riđlinum voru allir leystir út međ viđurkenningu fyrir ţátttökuna.

Lokastađan í norđur riđli varđ ţessi:

  1   Rimaskóli A,                       21   
  2   Kelduskóli A,                      17.5     
  3   Ingunnarskóli A,                   15.5    
  4   Rimaskóli B,                       15      
  5   Landakotsskóli,                    14.5    
  6   Rimaskóli (S),                     14      
  7   Sćmundarskóli A,                   13.5    
 8-9  Sćmundarskóli B,                   13       
      Háteigsskóli,                      13      
 10   Laugalćkjaskóli,                   12.5    
11-12 Rimaskóli C,                       12      
      Austurbćjarskóli A,                12      
13-14 Foldaskóli,                        11.5     
      Vogaskóli,                         11.5   
15-17 Ingunnarskóli C,                   11     
      Ingunnarskóli B,                   11     
      Ingunnarskóli (S),                 11     
 18   Dalskóli,                          10      
 19   Austurbćjarskóli B,                9      
 20   Húsaskóli A,                       6.5   
21-22 Háaleitisskóli,                    4.5     
      Húsaskóli B,                       4.5   
 

Úrslitkeppni yngri flokks mánudaginn 2. desember

Sveitirnar fjórar sem unnu sér ţátttökurétt í úrslitakeppni yngri flokks mćttust svo innbyrđis kl. stulkuryngri Rimaskoli17.00 daginn eftir samhliđa keppni í eldri flokki.  Fyrirfram var búist viđ mjög spennandi keppni, enda allar sveitirnar líklegar til sigurs. Ölduselsskóli hafđi unniđ riđilinn sinn međ fullu húsi og styrkur Rimaskóla var augljós. En engum datt í hug ađ afskrifa Kelduskóla eftir ađ hafa gert jafntefli viđ Rimaskóla í riđlakeppninni eđa ţá spútnik sveit Fossvogsskóla.  

Keppnin reyndist líka afar jöfn ţar sem ţrjár sveitir börđust um sigurinn.  Ađ lokum hafđi Rimaskóli nauman sigur.  Hlaut sveitin 8.5 vinninga af 12 mögulegum og varđ hálfum vinningi á undan sveit Ölduselsskóla. 

Sveit Kelduskóla sem aftur gerđi jafntefli viđ sveit Rimaskóla í úrslitunum varđ síđan í ţriđja sćti međ 7.5 vinninga.  Sveit Fossvogsskóla náđi sér hinsvegar ekki á strik ađ ţessu sinni og hafnađi í fjórđa sćti.

Sigursveit Rimaskóla skipuđu Nansý Davíđsdóttir, Kristófer Halldór Kjartansson, Joshua Daviđsson og Mikael Maron Torfason. Liđsstjóri sveitarinnar var stórmeistarinn nýbakađi, Hjörvar Steinn Grétarsson.  Silfursveit Ölduselsskóla skipuđu Mykhaylo Kravchuk, Óskar Víkingur Davíđsson, Brynjar Haraldsson og Stefán Orri Davíđsson. Liđsstjóri var Guđmundur Dađason. Í bronssveit Kelduskóla voru ţeir Hilmir Hrafnsson, Sigurđur Bjarki Blumenstein, Sigurjón Dađi Harđarson og Andri Gylfason. Liđsstjóri sveitarinnar var Hrafn Loftsson.

Lokastađan:

  1   Rimaskóli A                    8.5   
  2   Ölduselsskóli A                8       
  3   Kelduskóli                     7.5      
  4   Fossvogsskóli B                0   

 

Eldri flokkur 2. desember

JólamótTR SFS2013 2des 60 Arbćjarskoli 2nd EldriÁ sama tíma og úrslitin í yngri flokk fóru fram hófst keppni í eldri flokki.  Átta sveitir voru mćttar til leiks, ţar af tvćr stúlknasveitir. Sveit Rimaskóla tók fljótt forystu í opna flokknum og hélt henni örugglega til enda.  Fyrir sveitinni fór einn alefnilegasti skákmađur landsins Oliver Aron Jóhannesson en ađrir sem tefldu fyrir hana voru ţeir Jóhann Arnar Finnsson, Kristófer Jóel Jóhannsson, Viktor Ásbjörnsson og Mikolaj Oskar Chojecki.  Liđsstjóri var Helgi Árnason.   Mun meiri barátta var um annađ sćtiđ en ekki síđur milli stúlknasveitanna tveggja um sigur í stúlknaflokki.  Í opna flokknum náđi Árbćjarskóli öđru sćtinu og Háaleitisskóli sem sendi tvćr sveitir til leiks náđi ţriđja sćtinu. 

Úrslitin í stúlknaflokki réđust ekki fyrr en í síđustu skák mótsins!  Ţar ţurfti sveit Austurbćjarskóla nauđsynlega á vinning ađ halda í viđureign sinni gegn sveit Árbćjarskóla.  Ţađ gékk ekki eftir ţrátt fyrir miklar sviptingar og stúlknasveit Breiđholtsskóla fagnađi sigri í flokknum.

Lokastađan í eldri flokki:

  1   Rimaskóli,                          20    
  2   Árbćjarskóli,                       17.5   
  3   Háaleitisskóli A,                   15     
  4   Hagaskóli,                          13      
 5-6  Hólabrekkuskóli,                    12.5   
      Háaleitisskóli B,                   12.5    
  7   Breiđholtsskóli (s),                3        
  8   Austurbćjarskóli,                   2.5    

 

Myndaalbúm (BJ)


Sveinn Ingi Íslandsmeistari í Víkingaskák

Gunnar Freyr, Sveinn Ingi og Ingi TandriHörkuspennandi Íslandsmóti í Víkingaskák lauk miđvikudagskvöldiđ 27. nóvember í húsnćđi Knattspyrnufélagsins Víkings í Víkinni.  Í fyrsta skipti í sögu klúbbsins var mótinu tvískipt, ţví í landsliđsflokki tefldu ţeir sem voru međ Víkingaskákstig, en í Áskorendaflokki tefldu svo nýliđar og stigalausir. 

Landsliđsflokkur

Hörkubarátta átta Víkinga var mjög spennandi.  Tefldar voru 7. umferđir međ 15. mínútna umhugsunartíma. Baráttan snérist fljótlega upp í einvígi milli ţriggja manna, ţeirra Sveins Inga, Inga Tandra og Gunnars Freys. Gunnar og Sveinn tefldu svo hreina úrslita skák í síđustu umferđ, sem endađi međ sigri Sveins Inga, sem endurheimti aftur Íslandsmeistaratitil sinn frá árinu 2010.  Sveinn Ingi sannađi ţar međ mikla yfirburđi sína í Víkingaskákinni hin síđustu ár.  Ingi Tandri Traustason endađi í 2. sćti, en hefđi náđ Gunnari og Sveini í síđustu umferđ, ef Gunnar hefđi náđ jafntefli.  Gunnar Freyr endađi svo mótiđ í ţriđja sćti.  Arnar Valgeirsson sýndi mikla seiglu á mótinu og náđi óvćnt fjórđa sćti.  Hinn leikreyndi Halldór Ólafsson, sem beitir jafnan hinum flugbeitta Halldórsgambít hafnađi svo óvćnt í Jumbósćtinu ađ ţessu sinni.

Landsliđsflokkur úrslit:

* 1 Sveinn Ingi Sveinsson 6.o
* 2 Ingi Tandri Traustason   5.5
* 3 Gunnar Fr. Rúnarsson 5.0
* 4 Arnar Valgeirsson 3.0
* 5 Sigurđur Ingason 2.5
* 6 Stefán Sigurjónsson 2.5
* 7 Jón Birgir Einarsson 2.0
* 8 Halldór Ólafsson 1.5

Áskorendaflokkur

Í fyrsta skipti var nú teflt í Áskorendaflokki (B-flokki) í Víkingaskák.  Tefldar voru 6. umferđir međ 15.Verđlaunahafar í b-flokki mínútna umhugsunartíma (tvöföld umferđ, allir viđ alla).  Hinar bráđefnilegu skákkonur úr Skákklúbbnum Ó.S.K tóku nú í fyrsta skipti ţátt í Víkingaskákmóti síđan 2010.  Áskorendaflokkurinn var ţví jafnframt Íslandsmeistaramót kvenna í Víkingaskák, en Hörđur Garđarsson tók einnig ţátt í mótinu.  Keppnin í Áskorendaflokki snérist fljótlega upp í einvíg milli Guđrúnar Ástu Guđmundsdóttir og Erlu Margrétar Gunnarsdóttir.  Hörkueinvígi varđ á milli ţeirra, en ţćr voru jafnar fyrir síđustu umferđ, en Ásrún Bjarnadóttir náđ ţá ađ máta Erlu, međan Guđrún náđi ađ máta Hörđ Garđarsson.  Guđrún er ţví Íslandsmeistari kvenna í Víkingaskák og jafnframt Íslandsmeistari í Áskorendaflokki.  Erla Margrét lenti í öđru sćti á sínu fyrsta Víkingaskákmót og sýndi frábćr tilţrif.  Ásrún Bjarnadóttir sem lenti í ţriđja sćti átti einnig frábćra spretti, en hún mátađi Erlu međ glćsilegum hćtti í síđustu umferđ, sjá mynd hér fyrir neđan.  Hörđur Garđarsson náđi sér ekki á strik á mótinu ađ ţessu sinni, en hann er ađ koma til baka í Víkingaskákina eftir nokkra ára hlé.  Eyjólfur Ármannsson mćtti á mótiđ og var međ sölubás, sem setti skemmtilegan svip á mótiđ. 

Áskorendaflokkur úrslit:

* 1 Guđrún Ásta Guđmundsdóttir 5.o v
* 2 Erla Margrét Gunnarsdóttir   4.0
* 3 Ásrún Bjarnadóttir 3.0
* 4 Hörđur Garđarsson 0.0

HM landsliđa: Úkraínumenn efstir - Rússar á sigurbraut

Úkraínumenn unnu Egypta međ minnsta mun í sjöundu umferđ HM landsliđa sem fram fór í Antalya í Tyrklandi í dag. Á sama tíma tóku Rússar Hollendinga í nefiđ 3˝-˝ og hafa nú unniđ fimm viđureignir í röđ. Nálgast toppsćtiđ eftir slaka byrjun.

Úkraínumenn eru efstir međ 12 stig og Rússar ađrir međ 11 stig. Ţessar ţjóđir mćtast í áttundu og nćstsíđustu umferđ sem fram fer á morgun. Sigur fćrir Rússum efsta sćtiđ fyrir lokaumferđina. Kínverjar eru ţriđju međ 10 stig.



« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband