Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2013

Hrannar sigrađi á móti í Sandnessi

HrannarBaldursson.jpgHrannar Baldursson (2138) er búsettur í Noregi og teflir ţar reglulega. Hann vann öruggan sigur á skákmóti sem fram fór 3. september - 3. desember í Sandnessi. Hann hlaut 6˝ vinning í 7 skákum og var vinningi fyrir ofan nćstu mann.

Mótstöflu má nálgast hér.

 


Jólaskákmót í Vin á mánudaginn: Ljúffengir vinningar!

VG 1

Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn bjóđa til jólaskákmóts í Vin, Hverfisgötu 47, mánudaginn 9. desember klukkan 13. Tefldar verđa sex umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma, og verđlaunin eru sannkallađ hnossgćti, enda í bođi Argentínu steikhúss, Lćkjarbrekku og Nóa-Síríus. Sigurvegari mótsins fćr heldur engan venjulegan verđlaunabikar, heldur djásn frá Grćnlandi.

Ţetta er 10. áriđ í röđ sem Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn standa fyrir jólamóti í Vin, sem er griđastađur á vegum Rauđa krossins á Íslandi. Daglega er teflt í Vin, en fastar ćfingar eru á mánudögum kl. 13. Reglulega eru haldin stórmót, og jólaskákmótiđ er einn af hápunktum ársins.

Allir eru hjartanlega velkomnir til ađ tefla eđa fylgjast međ, og njóta ţeirra ljúffengu veitinga sem jafnan eru í bođi á mótum Vinaskákfélagsins. Ţátttaka er ókeypis, en keppendum býđst ađ  kaupa miđa í jólahlutaveltu Ferđafélagsins Víđsýnar, en markmiđ félagsins er ađ efna til ferđa fyrir félagsmenn, auka lífsgćđi ţeirra og gleđi.

Einkunnarorđ Jólaskákmótsins eru: Viđ erum ein fjölskylda! 

 


Skráning hafin í Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák

Henrik og Jón L.Skráning er hafin í Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák - sem fer fram í útibúi Landsbankans viđ Austurstrćti 11 laugardaginn 14. desember nk. Mótiđ hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.30.

Gera má ráđ fyrir ađ flestir sterkustu skákmenn landsins taki ţátt og efsti keppandi mótsins fćr titilinn Íslandsmeistari í hrađskák. Skráning fer fram á Skák.is og hófst í morgun. Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst enda takmarkast ţátttaka viđ um 80 manns. Gildir ţar lögmáliđ, fyrstir koma, fyrstir fá, en ţó njóta stórmeistarar og alţjóđlegir meistarar forgangs varđandi ţátttöku.

Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu í mótiđ hér. Heimir, Hilmir, Vignir og Bjarki

Ţetta er tíunda áriđ í röđ sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa undanfarin ár teflt til heiđurs Friđriki.

Verđlaun fyrir efstu sćti eru eftirfarandi

  1. 100.000 kr.
  2. 60.000 kr.
  3. 50.000 kr.
  4. 30.000 kr.
  5. 20.000 kr.

Ađalverđlaun skiptast séu menn jafnir ađ vinningum.  

Aukaverđlaun

  • Efsti strákur 16 ára og yngri: 10.000 kr.
  • Efsta stúlka 16 ára og yngr: 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2.200 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2.000 stig og minna: 10.000 kr.
  • Útdreginn heppinn keppandi: 10.000 kr.

Aukaverđlaun eru miđađ viđ nýjustu útgefin íslensk skákstig. Reiknuđ eru stig séu menn jafnir og efstir. 

Fyrri sigurvegarar

  • 2012 - Bragi Ţorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson
  • 2011 - Henrik Danielsen
  • 2010 - Jón Viktor Gunnarsson og Ţröstur Ţórhallsson
  • 2009 - Héđinn Steingrímsson
  • 2008 - Helgi Ólafsson
  • 2007 - Héđinn Steingrímsson
  • 2006 - Helgi Áss Grétarsson
  • 2005 - Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
  • 2004 - Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson

Chess-Results


Jón Árni og Loftur sigurvegarar Skákţings Garđabćjar - Bjarnsteinn skákmeistari TG og Garđabćjar

Loftur BaldvinssonJón Árni Halldórsson (2193) og Loftur Baldvinsson (1923) urđu efstir og jafnir á Skákţingi Garđabćjar sem lauk (nćstum ţví) í gćrkvöldi. Ţeir hlutu 6 vinninga í 7 skákum. Loftur gerđi sér lítiđ fyrir og vann Gylfa Ţórhallsson (2154) í lokaumferđinni. Gauti Páll Jónsson (1565) og Bjarnsteinn Ţórsson (1781) sem áttu báđir afar gott mót urđu í 3.-4. sćti. Bjarnsteinn varđ í senn bćđi skákmeistari GarđabćjarJón Árni sem og skákmeistari Taflfélags Garđabćjar.

Gauti Páll (1565) vann Siguringa Sigurjónsson (1964) í lokaumferđinni. Loftur, Gauti og Bjarnsteinn hćkka allir verulega á skákstigum.

Einni skák er ólokiđ en hún hefur ekki áhrif á röđ efstu manna. Mótstöflu a-flokks má finna á Chess-Results.  

BjarnsteinnBrynjar Bjarkason (1179) sigrađi í b-flokki en hann hlaut 6 vinninga. Ţorsteinn Magnússon (1286), Mykhaylo Kravcnhuk (1472) og Bjarki Arnaldarson (1075) urđu jafnir í 2.-4. sćti. 

Mótstöflu b-flokks má finna á Chess-Results.


Rússar heimsmeistarar landsliđa

Heimsmeistarar RússaRússar eru heimsmeistarar landsliđa. Ţađ er ljóst eftir ćsispennandi lokaumferđ á HM landsliđa sem lauk í Antalya í Tyrklandi í gćr. Rússarnir unnu ţá Egyptana međ minnsta mun. Rússarnir byrjuđu illa, gerđu jafntefli í fyrstu umferđ, töpuđu í ţeirri annarri en sjö sigrar í röđ tryggđi sigurinn. Kínverjarnir náđu öđru sćtinu en Úkraínumenn sem leiddu lengst af enduđu í ţriđja sćti.



Halldór og Gylfi efstir á Vetrarmóti öđlinga

Halldór PálssonHalldór Pálsson (2051) og Gylfi Ţór Ţórhallsson (2154) eru efstir međ 5 vinninga ađ lokinni sjöttu umferđ Vetrarmóts öđlinga sem fram fór í gćrkvöldi. Halldór vann stigahćsta keppandann Hrafn Loftsson (2218) en Gylfi lagđi Harald Baldursson (1980), sem var efstur fyrir umferđina, ađ velli.  Gylfi og Halldór mćtast í lokaumferđinni sem fram fer nk. miđvikudagskvöld og ţví öruggt ađ a.m.k. annar ţeirra verđur efstur.

Haraldur, Jon Olav Fivelstad (1910) og Magnús Pálmi Örnólfsson (2169) eru í 3.-5. sćti međ 4˝ vinning.

Í lokaumferđinni mćtast međal annars: Gylfi-Halldór, Haraldur-Magnús og Hrafn-Jon Olav.

Mótstöflu má nálgast á Chess-Results.



Haustmót yngri flokka - Sprettsmótiđ

Laugardaginn 7. desember verđur haustmót yngri flokka SA háđ í Skákheimilinu.

Ţangađ eru allir krakkar fćddir 1998 og síđar bođnir velkomnir. Teflt verđur í um meistaratitil skákfélagsins í unglingaflokki og í ţremur eftirtöldum aldursflokkum:

  • Í flokki 11 ára og yngri (fćdd 2002 og síđar)
  • Í flokki 12-13 ára (fćdd 2000 og 2001)
  • í flokki 14-15 ára (fćdd 1998 og 1999

Tefldar verđa 7 umferđir međ 15 mín. umhugsunartíma, en mótshaldari áskilur sér ţó rétt til ađ breyta fjölda umferđa og umhugsunartíma lítillega ef ţađ hentar betur ţegar fjöldi keppenda liggur fyrir.

pizzaHitt er ţó víst ađ áđur en síđasta umferđ hefst verđa bornar á borđ pizzur í bođi Spretts-inn, sem löngum hefur veriđ okkur skákmönnum innan handar í pizzumálum. Svaladrykkur býđst međ pizzunum og herma heimildir okkar ađ ţćr verđi óvenju ljúffengar ađ ţessu sinni.

Ţátttaka er međ öllu ókeypis og hefst mótiđ kl. 13 laugardaginn 7. desember 

Ath. ađ teflt verđur í suđursal félagsins - ekki ţar sem ćfingarnar eru venjulega


Áshreppningar unnu Hérađsmót HSK

Hérađsmót HSK í sveitakeppni í skák var haldiđ í Fischer-setrinu á Selfossi 27. nóvember 2013. Tefldar voru atskákir og skipuđu fjórir einstaklingar hverja sveit, óháđ aldri eđa kyni. 

Fimm sveitir mćtti til leiks og liđ Umf. Ásahrepps stóđ uppi sem sigurvegari međ 12,5 vinninga af 16 mögulegum. Ţetta er í fyrsta skipti sem liđ félagsins vinnur HSK meistaratitil í skák. Sigurliđiđiđ skipuđu ţeir Grantas Grigoranas, Erlingur Jensson, Magnús Garđarsson og Ţorvaldur Siggason. Erlingur og Ţorvaldur voru einnig međ bestan einstaklingsárangur en ţeir unnu allar skákir sínar.

Úrslit urđu sem hér segir:

Umf. Ásahrepps - Umf. Hekla       3 - 1

Umf. Gnúpverja - Umf. Selfoss     1,5 - 2,5

Umf. Ásahrepps - Íţr.f. Dímon      3 - 1

Umf. Hekla - Umf. Gnúpverja        2 - 2

Umf. Ásahrepps - Umf. Gnúpverja 3,5 - 0,5

Umf. Selfoss - Íţr.f. Dímon          3,5 - 0,5

Umf. Ásahrepps - Umf. Selfoss     3 - 1

Umf. Hekla - Íţr.f. Dímon             2 - 2

Umf. Selfoss - Umf. Hekla            4 - 0

Íţr.f. Dímon - Umf. Gnúpverja      0 - 4

 

Lokatađan:

1.    Umf. Ásahrepps       12,5 vinningar

2.    Umf. Selfoss           11 vinningar

3.    Umf. Gnúpverja         8 vinningar

4.    Umf. Hekla               5 vinningar

5.    Íţr.f. Dímon              3,5 vinningar


F3-klúbburinn hefur sína starfsemi í kvöld - HM-kvöld í umsjón Helga Ólafssonar

Helgi Ólafsson

F3-klúbburinn - vildarvinir skákarinnar tekur formlega til starfa fimmtudagskvöldiđ 5. desember en ţá verđur stofnfundur klúbbsins og klúbbskírteini afhend. Ţá verđur jafnframt fyrsti viđburđur klúbbsins sem ber nafniđ HM-kvöld. Helgi Ólafsson fer yfir hápunkta HM-einvígisins á milli Carlsen og Anand.  

F3-klúbburinn

Bóksala Sigurbjörns verđur međ bókatilbođ á völdum skákbókum auk ţess sem Bobbý Skákverslun mun kynna skákklukkur og taflsett. Tilvaliđ í jólapakka skákmannsins!

HM-kvöldiđ stendur yfir á milli kl. 20-22. Léttar veitingar verđa í bođi. 

HM-kvöldiđ er opiđ fyrir alla međlimi F3-klúbbsins. Allar upplýsingar um klúbbinn má nálgast hér.

Mynd 6 Friđrik Ólafsson stórmeistari

Sérstakur gestur kvöldsins og heiđursfélagi í klúbbnum verđur fyrsti stórmeistari Íslendinga, Friđrik Ólafsson. Hann einn ţeirra sem ţriggja sem klúbburinn er kenndur viđ en hinir eru Williard Fiske og Bobby Fischer

Skákáhugamenn eru hvattir til ađ ganga í klúbbinn og styđja um leiđ viđ skákíţróttina.

Skráning í klúbbinn fer fram hér og einnig efst á Skák.is

Eitt fyrsta verkefni klúbbsins verđur ađ styđja viđ endurnýjun á skákmunum Skáksambandsins sem ţarfnast endurnýjunar.  

 


Öldungis fyrirlestur (eđa hvernig Áskell missti af áfanganum)

Áskell á HM öldungaAđ venju verđur opiđ hús í Skákheimili Skákfélags Akureyrar á fimmtudagskvöldiđ.  Í ţetta sinn ćtlar Áskell Örn Kárason ađ stytta gestum stundir međ frásögn af ferđ sinni á heimsmeistaramót öldunga í Króatíu fyrir skemmstu.

Áskell mun fara yfir nokkrar skákir sínar á mótinu, m.a. hina afdrifaríku viđureign viđ „Íslandsvininn" Mihai Suba  ţegar áfangi ađ alţjóđlegum meistaratitli var innan seilingar.  Ţá verđa sýndar myndir frá mótinu; meira ađ segja hreyfimyndir ef vel tekst til. Fleira verđur til skemmtunar ef fyrirlesarinn verđur í stuđi.

Kaffi verđur á könnunni.

Á myndinni sést fráfarandi heimsmeistari, Jens Kristiansen ađ hefja skák sína viđ Per Ofstad, sem varđ síđast Noregsmeistari áriđ 1961. Áskell virđist vera ađ huga ađ einhverju öđru en skák ţeirra félaganna.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 174
  • Frá upphafi: 8779112

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband