Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013
Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, hlýtur Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2013 fyrir ötult starf í þágu skáklistar sem hluta af skólastarfi. Verðlaununum fylgja ein milljón króna og skulu 500.000 renna til skákstarfsemi í Rimaskóla og 500.000 til Skákskóla Íslands/Skáksambands Íslands. Alls hefur verið úthlutað 36 milljónum úr Velferðarsjóði barna á árinu 2013 en heildarúthlutun frá stofnun sjóðsins nemur um 750 milljónum króna.
Þetta er í 9. sinn sem Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna eru veitt og afhendi Kári Stefánsson verðlaunin í Iðnó í dag ásamt Jóhanni Hjartarsyni. Helgi Árnason hlait verðlaunin að þessu sinni fyrir ötult starf hans í þágu skáklistar meðal barna og þróun greinarinnar sem hluta af skólastarfi. Gildi skáklistarinnar er óumdeilt í skólastarfi og hefur Rimaskóli tekið þátt í öllum Reykjavíkur og Íslandsmótum frá stofnun skólans og unnið til fjölda verðlauna. M.a. hefur Rimaskóli 6 sinnum orðið Norðurlandameistari og 12 sinnum á árunum 2003-13 tekið þátt í Norðurlandamótum og náð þar einstökum árangri sem enginn annar grunnskóli á Norðurlöndum hefur náð.
Í ræðu sinni þegar Helgi tók við verðlaununum sagði hann:
Af gefnu tilefni og í kjölfar á mikilli skólaumræðu um frammistöðu nemenda í PISA könnunum og faglegt starf í skólum og lélegt læsi drengja vil ég segja: Skák er allra meina bót. Skákin rúmar svo vel grunnþætti náms eins og rökhugsun, læsi og að mínu mati flesta fleti nýrrar aðalnámskrár. Viðurkenning Velferðarsjóðs barna í dag færir okkur sem mælum skákinni bót vonandi skrefi nær þeim markmiðum okkar að skák verði gerð að skyldunámsgrein í 1. bekk grunnskóla. Skýrsla nefndar sem falið var að kanna kosti skákkennslu í grunnskólum á Íslandi ber heitið "Skák eflir skóla". Á þessari hátíðarstundu vil ég gera þau að mínum orðum.
9.12.2013 | 15:00
Atskákmót Icelandair - Sveitakeppni 2013
Ákveðið hefur verið að prófa að hafa mótið í ár eins dags mót á laugardeginum 28. desember. Umferðarfjöldi verður aðlagaður að fjölda liða en áfram er stefnt að taflmennsku á milli 13:00-18:00. Þátttökugjöld og verðlaun haldast óbreytt. Liðsmenn sem eru í aðalliði og eru yngri en 17 ára fá 2.000kr afslátt. Einnig fá lið sem eru undir 8.000 stigum 50% afslátt. Skráningarfrestur rennur út á aðfararnótt laugardagsins 14. desember.
Upprunalega tilkynningin:
http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1330320/
Skráning:
https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?formkey=dExTTC1USUZ4ZE80c2IyQlVuRnlvWGc6MA#gid=0
Hér má sjá skráð lið:
https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0AlPhlk91SGoPdExTTC1USUZ4ZE80c2IyQlVuRnlvWGc#gid=0
Markaðstorg skákmanna:
https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0AlPhlk91SGoPdGZPeTJBZ1Y2emo2ekZaZDBWcEJwRlE&hl=en#gid=0
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2013 | 13:00
Dagur byrjar vel í Búdapest

Alþjóðlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2378) er meðal keppenda á First Saturday-móti í Búdapest sem hófst sl. laugardag.
Í fyrstu umferð vann hann Guliskhan Nakhbayeva (2278) sem er stórmeistari kvenna frá Kasakstan og í annarri umferð gerði hann jafntefli við ungverska stórmeistarann Tamas Jr. Fodor (2461).
Dagur hefur því 1,5 vinning og er í 2.-4. sæti.
Tíu skákmenn tefla í efsta flokki og eru meðalstigin 2402. Dagur er nr. 6 í stigaröð keppenda.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2013 | 11:00
Guðmundur og Oliver unnu í 2. umferð í London
FIDE-meistarinn Guðmundur Gíslason (2318) og Oliver Aron Jóhannesson (2078) eru meðal keppenda á FIDE-open sem er hófst í fyrradag en mótið er hluti London Chess Classic-hátíðinni.
Búnar eru tvær umferðir. Guðmundur hefur 1,5 vinning (andstæðingar: 1866-1904) en Oliver hefur 1 vinning. Oliver tapaði fyrir indverska stórmeistaranum Sundar Shyam (2534) í fyrstu umferð en vann stigalágan andstæðing (1829) í þeirri annarri.
Guðmundur mætir búlgarska stórmeistaranum Alexander Delchev (2648) í 3. umferð, sem fram fer í dag, en Oliver við Englendinginn Simon Roe (2263).
190 skákmenn taka þátt í FIDE Open. Þar af eru 23 stórmeistarar. Guðmundur er nr. 56 í stigaröð keppenda en Oliver nr. 112.
Aðalmótið, þar sem 16 skákmenn taka þátt tefld er atskák, hefst 11. desember. Fjórir efstu á FIDE Open eftir fjórar umferðir fá keppnisrétt í aðalmotinu.
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar - 8 efstu borðin (hefjast ýmist 14:30 eða 16:30)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2013 | 08:37
Jólaskákmót í Vin í dag

Vinaskákfélagið og Hrókurinn bjóða til jólaskákmóts í Vin, Hverfisgötu 47, mánudaginn 9. desember klukkan 13. Tefldar verða sex umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma, og verðlaunin eru sannkallað hnossgæti, enda í boði Argentínu steikhúss, Lækjarbrekku og Nóa-Síríus. Sigurvegari mótsins fær heldur engan venjulegan verðlaunabikar, heldur djásn frá Grænlandi.
Þetta er 10. árið í röð sem Vinaskákfélagið og Hrókurinn standa fyrir jólamóti í Vin, sem er griðastaður á vegum Rauða krossins á Íslandi. Daglega er teflt í Vin, en fastar æfingar eru á mánudögum kl. 13. Reglulega eru haldin stórmót, og jólaskákmótið er einn af hápunktum ársins.
Allir eru hjartanlega velkomnir til að tefla eða fylgjast með, og njóta þeirra ljúffengu veitinga sem jafnan eru í boði á mótum Vinaskákfélagsins. Þátttaka er ókeypis, en keppendum býðst að kaupa miða í jólahlutaveltu Ferðafélagsins Víðsýnar, en markmið félagsins er að efna til ferða fyrir félagsmenn, auka lífsgæði þeirra og gleði.
Einkunnarorð Jólaskákmótsins eru: Við erum ein fjölskylda!
8.12.2013 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Alltaf gaman að leggja Dani að velli
Íslendingar sendu lið í opinn flokk og kvennaflokk á Evrópumót landsliða í Varsjá í Póllandi í byrjun mánaðarins. Þetta mót féll í skuggann af heimsmeistaraeinvíginu í Indlandi en var geysilega sterkt þar sem flestir bestu skákmenn Evrópu voru saman komnir. Tekin hefur verið upp stigakeppni í þessu móti og á Ólympíuskákmótum en deildar meiningar eru um það hvort þetta fyrirkomulag hafi bætt þessar keppnir.
Íslenska liðið í opna flokknum í borðaröð var skipað Héðni Steingrímssyni sem hlaut 3½ vinning af átta mögulegum, Hannesi Hlífari Stefánssyni sem hlaut 5 vinninga af níu, Hjörvari Steini Grétarssyni sem hlaut 3 vinninga af sjö, Henrik Danielsen sem hlaut 3½ vinning af sjö og Guðmundi Kjartansson sem hlaut 2½ vinning af fimm. Sveitin hafnaði í 29. sæti af 38 þátttökuþjóðum með 7 stig og 17½ vinning.
Aserbadsjan sigraði, hlaut 14 stig og 21 vinning, síðan komu Frakkar með 13 stig og Rússar þriðju, einnig með 13 stig. Konurnar urðu í 31. sæti af 32 þátttökuþjóðum en gerð verður betur grein fyrir frammistöðu sveitarinnar í næsta pistli.
Þótt fátt félli með með íslensku sveitinni í opna flokknum - pörun í síðustu umferð bauð t.d. uppá öfluga sveit Spánverja - stendur upp úr sigur yfir Dönum í 6. umferð. Þar kom í ljós hve miklu máli skiptir að vera vel undirbúinn. Héðinn Steingrímsson hafði verið seinn í gang og ófarsæll í viðureignum sínum við Tékka og Pólverja en í einu skák þessarar viðureignar sem ekki lauk með jafntefli hafði hann lært sína lexíu og skaut út fyrstu leikjunum með ógnarhraða og náði miklu tímaforskoti. Úrvinnsla hans í betra endatafli var góð:
Héðinn Steingrímsson - Sune Berg Hansen
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Dc2 b6 7. cxd5 exd5 8. Bd3 Bb7 9. O-O Be7 10. e4 dxe4 11. Rxe4 O-O 12. Re5 c5 13. Rg5 g6 14. Bc4 Rd5 15. Rgxf7!?
Að því er virðist fífldjarfur leikur en allt saman undirbúið fyrir skákina. Sune Berg var ekki eins vel að sér í þessum fræðum og notaði mikinn tíma.
15. ... Hxf7 16. Rxf7 Kxf7 17. Hd1 Dc7?
Slakur leikur, 17. ... cxd4, 17. ... Kg7 eða 17. ... R7f6 eru allt leikir sem halda jafnvægi í stöðunni.
18. dxc5 R7f6 19. cxb6 axb6 20. Bxd5 Rxd5 21. Dxc7 Rxc7 22. Hd7 Hd8 23. Hxe7+ Kxe7 24. Bg5 Kd7 25. Hd1+ Rd5 26. Bxd8 Kxd8 27. f3
Eftir meira og minna þvingaða atburðarás er komin upp staða þar sem hvítur hefur hrók og tvö peð fyrir tvo létta. Þekkt er að slíkar stöður er erfitt að verja og Héðinn vinnur vel úr yfirburðum sínum.
27. ... Ke7 28. Kf2 Bc6 29. Hd4 Kf6 30. a4 Ke5 31. He4 Kd6 32. Hh4 h5 33. Hc4 Bd7 34. Kg3 Bf5 35. b4 b5 36. axb5 Bd7 37. f4 Bxb5 38. Hd4 Kc6?
Betri möguleiki til að halda velli fólst í að leika 38. ... Bd7. Þarna er kóngurinn of langt frá peðum sínum.
39. Kh4 Rc7 40. f5!
Ryður kóngnum braut. Gott var einnig 40. Hd2.
40. ... gxf5 41. Kxh5 Bf1 42. Hd2 Re6 43. Kh6 Kb5 44. Hb2 Bd3 45. h4 f4 46. h5 Bf5 47. He2 Kxb4 48. He5 Bg4 49. Kg6 Rd4 50. Kg5 f3
Reynir að fórna manni fyrir h-peðið og skipta upp á f- og -peði. En hvítur á einfalt svar.
51. He4! Bxh5 52. Hxd4+ Kc3 53. Kxh5
- og svartur gafst upp. Hvítur nær andspæninu: 53. ... Kxd4 54. gxf3 Ke5 55. Kg5! Ke6 56. f4 Kf7 57. Kf5! o.s.frv.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 1. desember 2013
| Hedinn Steingrimsson - Sune Berg Hansen (PGN) 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Nc3 Nf6 4. e3 e6 5. Nf3 Nbd7 6. Qc2 b6 7. cxd5 exd5 8. Bd3 Bb7 9. O-O Be7 10. e4 dxe4 11. Nxe4 O-O 12. Ne5 c5 13. Ng5 g6 14. Bc4 Nd5 15. Ngxf7 Rxf7 16. Nxf7 Kxf7 17. Rd1 Qc7 18. dxc5 Nf6 19. cxb6 axb6 20. Bxd5+ Nxd5 21. Qxc7 Nxc7 22. Rd7 Rd8 23. Rxe7+ Kxe7 24. Bg5+ Kd7 25. Rd1+ Nd5 26. Bxd8 Kxd8 27. f3 Ke7 28. Kf2 Bc6 29. Rd4 Kf6 30. a4 Ke5 31. Re4+ Kd6 32. Rh4 h5 33. Rc4 Bd7 34. Kg3 Bf5 35. b4 b5 36. axb5 Bd7 37. f4 Bxb5 38. Rd4 Kc6 39. Kh4 Nc7 40. f5 gxf5 41. Kxh5 Bf1 42. Rd2 Ne6 43. Kh6 Kb5 44. Rb2 Bd3 45. h4 f4 46. h5 Bf5 47. Re2 Kxb4 48. Re5 Bg4 49. Kg6 Nd4 50. Kg5 f3 51. Re4 Bxh5 52. Rxd4+ Kc3 53. Kxh5 1-0 |
Spil og leikir | Breytt 2.12.2013 kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2013 | 16:51
Jón Kristinn vann haustmót yngri flokka
Tíu keppendur mættu til leiks á haustmóti yngri flokka - Sprettsmótinu sem háð var í gær, sunnudaginn 7. desember. Keppendur voru á öllum aldri - ef svo má segja, sá yngsti 6 ára og sá elsti 14. Í elsta flokknum, 15 ára og yngri voru mættir bekkjarbræðurnir tveir úr Lundarskóla og reyndist innbyrðis skák þeirra vera úrslitaskák mótsins. Aðrir keppendur áttu allir heima í flokki 11 ára og yngri. Þar vann Óliver Ísak Ólason öruggan sigur. Annar varð Gabríel Freyr Björnsson og bronsi skiptu á milli sín þeir Sigurður B. Þórisson, Garðar Þórisson og Auðunn Elfar Þórarinsson. Heildarúrslit sem hér segir:
Jón Kristinn Þorgeirsson (1999) 9
Símon Þórhallsson (1999) 8
Óliver Ísak Ólason (2002) 7
Gabríel Freyr Björnsson (2004) 5
Sigurður B. Þórisson (2004), Garðar Þórisson (2004) og Auðunn Elfar Þórarinsson (2003) 4
Sunna Þórhallsdóttir (2002) 3
Victor Örn Garðarsson (2004) 1
Tómas L. Tanska (2007) 0
Mótið fór vel fram í hvívetna og nutu keppendur jafnt og aðstoðarmenn ljúffengra veitinga frá Jóni Spretti í hléi. Skákstjórar létu þar sitt ekki eftir liggja.
8.12.2013 | 14:54
Jólaskákæfing T.R. 2013
Laugardaginn 7. desember var haldin síðasta skákæfingin á árinu 2013, sem jafnframt var hin eina og sanna Jólaskákæfing TR. Jólaskákæfingin hvert ár er alltaf skemmtilegur viðburður fyrir krakkana í TR, því þá er bæði hátíðleiki og leikur í gangi. Þetta er uppskeruhátíð haustannarinnar og krakkarnir fá viðurkenningu fyrir ástundun og árangur. Síðan er brugðið á leik í fjölskylduskákmóti, tónlistarflutningur á sinn sess, jólahressingin er gómsæt og svo má ekki gleyma happdrættinu!
Ekki er úr vegi að minnast aðeins á hvernig barna-og unglingaskákstarfið hefur farið fram á þessari önn, áður en jólaskákæfingunni er gerð góð skil.
Skákæfingarnar í TR hafa verið vel sóttar í vetur. Þrír flokkar hafa verið í gangi og hafa Daði Ómarsson og Torfi Leósson séð um þjálfun afrekshópsins á þriðjudögum og laugardögum.
Laugardagsæfingarnar fyrir 12 ára og yngri hafa verið í höndum Kjartans Maack og Torfa Leóssonar. Núverandi formaður TR Björn Jónsson hefur af miklum dug gefið út hvert skákheftið á fætur öðru sem hefur verið notað til þjálfunar á félagsæfingum TR á laugardögum. En einnig hafa afrekshópurinn og stelpuhópurinn unnið með skákheftin góðu.
Skákæfingar stúlkna/kvenna hafa dafnað vel í vetur og þátttaka aukist að miklum mun frá því í fyrra. Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttur sér um þessar æfingar og er kominn góður kjarni duglegra stelpna sem sýna skákinni mikinn áhuga.
Bæði Björn og Sigurlaug eru svo umsjónarmenn á laugardagsæfingunum fyrir 12 ára og yngri auk skákþjálfaranna, enda eru flestar æfingarnar með um 30-40 þátttakendur! Ef tekið er tillit til heildarfjölda skákkrakka sem stunda skákæfingar á laugardögum í þremur skákhópum, þá eru þátttakendur yfirleitt vel yfir 50!
Jólaskákæfingin í dag var sameiginleg fyrir alla þrjá flokkana og var mjög góð þátttaka úr öllum hópum: afrekshópnum, laugardagsæfingahópnum og stelpuskákhópnum. Skemmtilegt var einnig hve margir fullorðnir fjölskyldumeðlimir tóku þátt í Fjölskylduskákmótinu! Þarna voru bæði mömmur, pabbar, afar og frændur. Við bíðum spennt eftir að fá ömmurnar og frænkurnar með á næstu árum! Jólasveinahúfur settu skemmtilegan svip á æfinguna. Alls voru þátttakendur 62, bæði börn og fullorðnir!
Fyrst á dagskrá á Jólaskákæfingunni voru tvö tónlistaratriði. Fyrst var það hin 7 ára gamla Vigdís Tinna Hákonardóttir úr stúlknahópnum sem spilaði eitt lag á blokkflautu. Hún var nýkomin af tónleikum og fór létt með að spila lagið aftur fyrir fullan skáksal í TR! Næst spilaði Mykhaylo Kravchuk, 10 ára gamall úr afrekshópnum, eitt lag eftir Beethoven á hljómborð. Hann var einnig nýkominn af tónleikum og gerði sér lítið fyrir og spilaði hugljúfa lagið Für Elise utan bókar fyrir alla þátttakendur í Fjölskylduskákmótinu. Bæði Vigdís Tinna og Mykhaylo hlutu mikið lófaklapp í lokin! Eftir tónlistaratriðin voru allir komnir í hugarró og gátu nýtt sér hana í taflmennskunni.
Fjölskylduskákmótið tók svo við, en það er tveggja manna liðakeppni. Krökkunum hafði verið boðið upp á að taka einhvern fjölskyldumeðlim með sér á jólaskákæfinguna og mynda lið. Flest allir komu með einhvern úr fjölskyldunni með sér. Þeir sem höfðu ekki einhvern úr fjölskyldunni með sér fengu einhvern annan "stakan" til að mynda lið með - ekkert mál!
Hvorki meira né minna en 31 lið tóku þátt, samtals 62 þátttakendur og liðanöfnin voru mjög svo frumleg og skemmtileg! Svo virtist sem nýir þjóðlegir "skákjólasveinar" hefðu litið dagsins ljós, eða hver gæti trúað öðru þegar "Peðasníkir og Mátþefur" voru skráðir í mótið. Ekki síður var skáktengingin flott í liðinu sem bar nafnið "Stúfur og leppunarlúðinn"!
Tefldar voru 5 umferðir með 5 mín. umhugsunartíma. Fóru leikar svo að í fyrsta sæti með 9 vinninga af 10 mögulegum urðu félagarnir úr afrekshópi TR, þeir 10 ára gömlu Mykhaylo Kravchuk og Vignir Vatnar Stefánsson. Þeir voru algjörir hákarlar í þessu móti, enda tefldu þeir undir nafninu Shark. Í 2. sæti með 8 vinninga urðu Stjörnurnar, en þar tefldu saman mæðginin Lenka Ptacnikova stórmeistari kvenna í skák og 6 ára gamall sonur hennar, Adam Omarsson. Í 3.-5. sæti urðu svo liðin Eldkóngarnir, GB og Rokkuðu hrókarnir! Þessi fimm lið fengu Hátíðarpoka Freyju í verðlaun. En úrslit urðu annars sem hér segir (ekki er fullt nafn hjá öllum þátttakendum og sums staðar vantar nöfnin):
- 1. Shark (Mykhaylo Kravchuk og Vignir Vatnar Stefánsson) 9 v.
- 2. Stjörnurnar (Adam Omarsson og Lenka Ptacnikova) 8 v.
- 3. Eldkóngarnir (Sævar Halldórsson og Árni Böðvarsson) 7 v.
- 4. GB (Guðmundur Agnar Bragason og Bragi Þór Thoroddsen) 7 v.
- 5. Rokkuðu hrókarnir (Róbert Luu og frændi hans) 7 v.
- 6. Tveir í skák (Kári Christian Bjarkarson og Stefán Steingrímur Bergsson) 6,5 v.
- 7. Jólahrókarnir (Kristján Dagur Jónsson og Sagitha Rosanty) 6 v.
- 8. Skák og Mát (Bárður Örn Birkisson og Björn Hólm Birkisson) 6 v.
- 9. Stúfur og Leppunarlúðinn (Alexander Björnsson og Björn Jónsson) 6 v.
- 10.Riddararnir (Freyr Grímsson og Jónas afi) 6 v.
- 11.Herramennirnir (Smári Arnarson og Torfi Geir Jónsson) 6 v.
- 12.Fótboltapeðin (Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Kristján Halldórsson) 6 v.
- 13.Jólasnjór (vantar nöfn) 5,5 v.
- 14.Peðasníkir & Mátþefur (Stefán Gunnar Maack og Kjartan Maack) 5,5 v.
- 15.Riddari á kanti líkist fú... (vantar nöfn) 5,5 v.
- 16.Kóngurinn færður (Hilmar Kiernan og Þorsteinn Freygarðsson) 5 v.
- 17.HÁ og EMM (Hubert Jakubek og Mateusz Jakubek) 5 v.
- 18.Kastalinn (Iðunn Helgadóttir og Helgi) 5 v.
- 19.PALS (Guðni Viðar Friðriksson og Jónatan) 5 v.
- 20.Hvítu riddararnir (Stefán Geir og pabbi hans) 4,5 v.
- 21.Skytturnar þrjár (Alexander Már Bjarnþórsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson og Bjarnþór Bjarnason, afi) 4,5 v.
- 22. Hreindýrin (vantar nöfn) 4,5 v.
- 23. Kóngarnir (vantar nöfn) 4,5 v.
- 24.Drottningarnar (Sana Salah og vantar nafn) 4,5 v.
- 25.The two Muskateers (Flosi Thomas Lyons og vantar nafn) 3,5 v.
- 26.Klúbbur mörgæsanna (vantar nöfn) 3,5 v.
- 27.Jólastelpur (Vigdís Tinna Hákonardóttir, Sólveig Freyja Hákonardóttir og Þóra Bjarnadóttir, mamma) 3 v.
- 28.Mandarínurnar (Mir Salah og vantar nafn) 3 v.
- 29. Stúfur (Rakel Róbertsdóttir og Torfi Þór Róbertsson) 3 v.
- 30.K og M (Karitas Ólöf Ísfeld Hafsteinsdóttir og Marsibil Þóra Ísfeld Hafsteinsdóttir ) 3 v.
- 31.Jólasveinarnir (Guðjón Ármann Jónsson og afi) 1 v.
Að þessari skemmtilegu liðakeppni lokinni fór fram verðlaunaafhending. Fyrst voru veitt verðlaun (medalíur) fyrir mætingu og árangur á laugardagsæfingunum á þessari önn. Eftir 11 laugardagsæfingar (10 skákæfingar + skákmótið Æskan og Ellin sem einnig gaf 1 mætingarstig) voru verðlaunahafar sem hér segir:
Verðlaun fyrir Ástundun eru veitt í þremur aldurshópum og einum stelpuhóp:
Aldursflokkur 6-7 ára, fædd 2006-2007, (1.-2. bekk)
- 1. Alexander Björnsson, Freyr Grímsson, Adam Omarsson 11/11
- 2. Kristján Sindri Kristjánsson, Úlfar Bragason 9/11
- 3. Gabríel Sær Bjarnþórsson 7/11
Aldursflokkur 8-9 ára, fædd 2004-2005, (3.-4. bekk)
- 1. Gunnar Andri Arnbjörnsson, Hubert Jakubek, Róbert Luu 10/11
- 2. Björn Magnússon 9/11
- 3. Kári Christian Bjarkarson, Mir Salah 8/11
Aldursflokkur 10-12 ára, fædd 2001-2003, (5.-7. bekk)
- 1. Davíð Dimitry Indriðason, 11 /11
- 2. Ólafur Örn Olafsson 10/11
- 3. Guðmundur Agnar Bragason 9/11
Skákæfingar stúlkna.
- 1. Vigdís Tinna Hákonardóttir 11 mætingarstig.
- 2. Marsibil Þóra Ísfeld Hafsteinsdóttir, Sólveig Freyja Hákonardóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir 10 mætingarstig
- 3. Freyja Birkisdóttir, Karitas Ólöf Ísfeld Hafsteinsdóttir 9 mætingarstig
Þrenn verðlaun eru veitt fyrir samanlögð stig fyrir Ástundun og Árangur:
- 1. Guðmundur Agnar Bragason 31 stig
- 2. Ólafur Örn Olafsson 30 stig
- 3. Róbert Luu 29 stig
Og áfram héldu viðurkenningarnar. Björn Jónsson, formaður TR hafði útbúið falleg viðurkenningarskjöl fyrir þau sem höfðu tekið þátt í félagsæfingum TR á laugardögum svo og stelpuskákæfingunum. Viðurkenningarskjölin voru veitt þeim sem voru með yfir 50% mætingu á skákæfingarnar. Þetta voru 23 krakkar af félagsæfingunum og 8 af stelpuskákæfingunum. Ekki voru allir viðstaddir sem áttu að fá medalíu eða viðurkenningarskjal, en þetta verður allt geymt vel þar til við hittumst næst.
Því næst fór fram verðlaunaafhendingin fyrir Fjölskylduskákmótið og að lokum var happdrætti, dregið úr skráningarnúmerum liðanna. Í happdrætti voru þrír Freyju Hátíðarpokar og fimm bækur úr bókalager TR. Að þessu sinni var það bókin Hvernig ég varð heimsmeistari eftir Mikael Tal. Það voru því heilmargir sem fóru með happafeng heim eftir jólaskákæfinguna í dag!
Þá var bara jólahressingin eftir, sem var skemmtilegur lokapunktur á jólaskákæfingunni. Malt og appelsín, lagterta, piparkökur og ýmsar smákökur, allt átti þetta vel við á vel heppnaðri jólaæfingu.
Nokkrir foreldrar tóku til hendinni í jólahressingunni og hafi þau þökk fyrir það!
Skákstjórar voru Björn Jónsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Bæði tóku þau heilmargar myndir af skemmtilegri Jólaskákæfingu.
Verið velkomin á 1. laugardagsæfingu á nýju ári 11. janúar 2013
kl. 14-16. Húsið opnar kl. 13.45.
Skákæfing stelpna/kvenna kl. 12.30. Húsið opnar kl. 12.15.
_____________________________________
Skákþjálfarar eru Torfi Leósson, Kjartan Maack. Umsjón með skákæfingunum hafa Björn Jónsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.
Veffang: http://www.taflfelag.is/
8.12.2013 | 13:31
Grein um Fischer í Verdens Gang
Verdens Gang fjallaði ítarlega um Bobby Fischer á meðan heimsmeistaraeinvíginu stóð undir yfirskriftinni GENIAL OG GAL og einvígið 1972 sem byggð er á viðtölum við Guðmund Gé, Helga Ólafsson og Einar S. Einarsson.
Umfjöllunin fylgir með sem PDF-viðhengi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2013 | 11:42
Jólamót Víkingaklúbbsins
Jólamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu miðvikudaginn 11. desember. Tefldar verða 5. umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótið kl. 17.15. Allir krakkar eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.
Keppt verður tveim flokkum: Flokki fæddra 1998-2004 og flokki fæddra 2005 og yngri. Einnig verða sérstök stúlknaverðlaun auk þess sem veitt verða fjöldi aukaverðlauna. Barna og unglingaæfingar voru vikulega í vetur, en næsta æfing eftir jólafríð verður miðvikudaginn 15. janúar og verða æfingar vikulega fram á vor.
Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið: vikingaklubburinn(hjá)gmail.com
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 1
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 169
- Frá upphafi: 8779107
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 105
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar