Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2012

Suđurlandsmótiđ í skák fer fram á morgun

Suđurlandsmótiđ í skák fer fram í Selinu á Selfossi á morgun.  Tefldar verđa atskákir, 7 umferđir.  Mótiđ er öllum opiđ en einungis ţeir sem lögheimili hafa í Suđurkjördćmi geta orđiđ Suđurlandsmeistarar.  Mótiđ hefst kl 10:00 og ćtla má ađ ţví ljúki um kl 17:00

Veitt verđa peningaverđlaun og verđlaunagripir fyrir 3 efstu sćtin auk verđlauna í flokki skákmanna undir 1600 sem og verđlaun fyrir bestan árangur miđađ viđ skákstig (rating performance)

Verđlaun:

  • 1. sćti 10.000.-kr
  • 2. sćti 7.500.-kr
  • 3.sćti 5.000.-kr
  • U 1600 skákstig 5.000.-kr
  • Besti árangur miđađ viđ stig 5.000.-kr

Ţátttökugjald: 1.500.- kr. (kaffi, gos og léttar veitingar innifaliđ)

Nánari upplýsingar: http://sudurskak.blog.is/blog/sudurskak/


Ćsispennandi kynslóđakeppni í Kópavogi

Hlíđar og Haraldur burđarrásar TK síđustu árinÍ gćr fór fram ćsispennandi kynslóđakeppni í Stúkunni á Kópavogsvelli.  Keppnin var á milli skákmanna úr hinum sáluga Taflfélagi Kópavogs gegn ungum og upprennandi skákmönnum úr Kópavogi.   Fljótlega virtust sem hinir "öldnu" ćtlađu ađ hafa auđveldan sigur, enda mjög vanir hrađskákmenn en hinir ungu meira fyrir lengri skákir.   Hinir eldri leiddu međ 6 vinningum í hálfleik. 

En ţegar leiđ á viđureignina fóru hinir yngri heldur betur í gang.  Unnu hverja viđureignina á fćtur annarri og ţegar upp var stađiđ fóru leikar ţannig ađ hinir eldri unnu sigur međ minnsta mun 36,5-35,5.  Einum úr eldri liđinu var ađ orđi:  "Ţessi keppni hefđi ekki mátt fara mikiđ síđar fram"

Hlíđar Ţór Hreinsson var bestur eldri skákmannanna en hann hlaut 9 vinninga í 12 skákum, HaraldurDawid, Vignir og Hilmir Baldursson fékk 8 vinninga og Hafliđi Ţórsson 7 vinninga.  Atli Ađalsteinsson, Sigurđur E. Kristjánsson og Sigurjón Haraldsson voru einnig í liđi TK.

Hjá hinum yngri fékk Vignir Vatnar Stefánsson flesta vinninga eđa 9.  Birkir Karl Sigurđsson fékk 8 vinninga og Hilmir Freyr Heimisson 7 vinninga.  Dawid Kolka, Felix Steinţórsson og Hildur Berglind Jóhannsdóttir voru einnig í yngra liđinu.

Ađ lokinni viđureign fengu allir keppendur Tímaritiđ Skák ađ gjöf frá Skáksamband Íslands og var vel klappađ fyrir liđunum.  Ţađ er ljóst ađ framtíđ Kópavogs er björt á skáksviđinu.

Myndaablúm (ÁHS)


Sundlaugarmótiđ í Breiđholtslaug - á Sumardaginn fyrsta

3Margt er um ađ vera og sér til gamans gert til ađ fagna sumri. Sjá mátti dćmi ţess um alla borg á sumardaginn fyrsta ţar sem fólk kom saman til ađ viđra sig og sjá ađra.  Sumir spruttu úr spori í víđavangshlaupi en ađrir létu sér nćgja ađ taka ţátt í skrúđgöngum eđa fengu sér ís í góđa veđrinu, enda dagur barna á öllum aldri.

Í Breiđholtslaug var annađ upp í teningnum. Skákakademína Reykjavíkur međ Stefán Bergsson, framkvćmdastjóra í broddi fylkingar ásamt Hrafni Jökulssyni, hirđljósmyndara, var mćtt á vatnasvćđi laugarinnar fćrandi hendi ásamt vaskri sveit skákgarpa af eldri kynslóđinni.

Minnstu munađi ađ Lúđrasveit verkalýđsins vćri mćtt og blési í herlúđra, slíkur var fögnuđurinn, en ţađ verđur ađ bíđa 1. maí. 

Vígsla sjálffljótandi sundlaugarskáksetts var í uppsiglingu en  sams konar afţreygingarbúnađur 4hafđi áđur veriđ settur upp í Laugardalslaug, Grafarvogslaug  og víđar, nú nýlega í  Salalaug í Kópavogi og meira segja út í  Grímsey. Jafnframt stóđ fyrir dyrum ađ halda áskorendamót í skák ţar sem Bjarni Hjartarson, Breiđhyltingur, hafđi skorađ á Magnús V. Pétursson, milliríkjadómara, Fremristekk, í einvígi í sundlaugardskák, ađ dćmi  ţeirra Bobby Fischers og Larry Evans, sćllar minningar í Laugardalslaug 1972.

Ţegar menn höfđu hreiđrađ um sig í heita pottinum var ekki til seturnar bođiđ.  Einar S. Einarsson (IA) fenginn til ţess ađ leika fyrsta leikinn eftir ađ hafa látiđ keppendurdraga um liti í tveimur ţrepum, svo ekki vaknađi grunur um samráđ eđa brot á samkeppnislögum.  Allmargir sundlaugargestir höfđu safnast ađ ásamt sundlaugarvörđum, sem fögnuđu ţessari tilbreytni og menningarauka mjög.

Ađ velheppnuđum fyrsta leik loknum klöppuđu laugargestir Skákakademíunni lof í lófa.  Leikar fóru svo ađ Bjarni hafđi sigur í báđum einvígisskákunum, ţrátt fyrir glćsileg tilburđi Magnúsar, sem teldi fyrir áhorfendur og til ađ hafa gaman af.  Var Maggi Pé ađ vonum hálfsvekktur yfir útkomunni, hafđi ekki fyllilega áttađ sig á ađ Bjarni kynni svo mikiđ fyrir sér í skák, eins og kom á daginn. Keppendur skildust ţó sáttir ađ kalla, hugsuđu báđir gott til glóđarinnar ađ hittast aftur fljótlega og taka fleiri rimmur í heitapotti Breiđholtslaugarinnar enda fastagestir ţar og skáksetiđ komiđ til ađ vera. 

2Í framhaldi af ţessu upphófst kappaslagur af vestfirskum siđ, ţar sem sigurvegarinn situr kyrr og hefur svart.   Synti ţá fyrstur fram til tafls Sćbjörn Larsen, sem boriđ hafđi sigur úr bítum fyrr í vikunni í hópi Ćsa í Ásgarđi. Brutust ţá út mikil átök á skákbrettinu međ stórum ágjöfum og skvettum. Mátti lengi vart milli sjá hvor stćđi betur eđa verr, ekki fyrr "sjóriđu" varđ vart í liđi Bjarna á drottningarvćng, sem Sćsi nýtti sér til sigurs um síđir.

 Var ţá komiđ ađ "Viđeyjarundrinu" hinum sigursćla KR-ingi og fyrrum hárprúđa riddara Guđfinni R. Kjartanssyni ađ etja kappi gegn Sćbirni Bolvíkingakappa.  Öllum til undrunar og mest honum sjálfum missté Gussi sig illilega í byrjuninni svo biskup hrökk fyrir borđ í atganginum.  Ađ hćtti sannra bardagakappa lét hann sér fátt um finnast og kvađst hvergi láta sér bregđa - hvorki viđ sár né bana og blés í ţess stađ til sóknarađgerđa međ fléttuívafi og blandađri tćkni.   Fór svo ađ hann ađ lokum ađ  vann skákina óvćnt og međ nokkrum tilţrifum er  enduruppvakin drottning hans fór á stjá og ţrengdi óţrymilega ađ kóngi andstćđingsins, sem hann mátti sig vart hrćra öđruvísi en ađ verđa mát.  Gaf Sćsi ţá skákina međ ţungum ekka.

Ađ lokum tefldu ţeir Einar Ess og Maggi Pé eina skák fyrir áhorfendur um áskorunaréttinn á nćsta fórnarlamb, ţar sem Einar bar glćstan sigur úr bítum.  Hann tefldi síđan viđ “ókunna skákmanninn” í heita pottinum og slapp međ skrekkinn međ jafntefli, eftir ađ hafa veriđ pattađur.

Hiđ lofsverđa framtak Skákakademíunnar ađ  gefa fljótandi skáksett í hverja sundlaugina á fćtur annarri er mikill fengur fyrir skákunnendur og í raun alla sundlaugagesti  – jafnt innlenda sem útlenda, sem sést hafa taka sundskák undir beru lofti í mögnuđu ylvolgu umhverfi.

Mynddalbúm (HJ og ESE)


Hérađsmót HSŢ fer fram í dag

Hérđasmót HSŢ í skák verđur haldiđ föstudagskvöldiđ 20. apríl í Litlulaugaskóla í Reykjadal og hefst ţađ kl 20:00.  Tefldar verđa 7 umferđir eftir monrad-kerfi og verđa tímamörkin 10 mín á mann, auk 5 sek viđbótartíma fyrir hvern leik.  Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjá efstu auk farandbikars fyrir sigurvegarann.

Keppnisgjald er 500 krónur 

Skráning í mótiđ er hjá formanni í síma 4643187  8213187 eđa á lyngbrekku@simnet.is


Hart barist á Íslandsmótinu: Ţröstur fylgir Henrik eins og skugginn

Henrik DanielsenHenrik Danielsen er sem fyrr efstur á Íslandsmótinu í skák.  Í sjöundu umferđ, sem fram fór í Stúkunni á Kópavogsvelli í kvöld, vann hann Sigurbjörn Björnsson. 

Ekki eitt einasta jafntefli var samiđ í sjöundu umferđinni, og er ţađ til marks um ţá keppnishörku, fjör og óvćntu úrslit sem einkenna Íslandsmótiđ.

 Helsti keppinautur Henriks um Íslandsmeistaratitilinn, Ţröstur Ţórhallsson sigrađi Einar Hjalta Jensson í lengstu skák umferđarinnar, og fylgir Henrik eins og skugginn.

Bragi Ţorfinnsson er nú kominn í 3. sćti, eftir sigur á Hannesi H. Stefánssyni, sem veriđ hefur heillum horfinn á mótinu.

Dagur ArngrímssonDagur Arngrímsson vann Stefán Kristjánsson í skák umferđarinnar sem var skođuđ fram og aftur í skákskýringarsalnum af meisturum eins og Helga Ólafssyni, Hjörvari Steini Grétarssyni og Jóhanni Hjartarsyni og var ţađ mat manna ađ Dagur hafa teflt skákina nánast óađfinnanlega.  

Dagur er nú í 4. sćti og gćti blandađ sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn á lokasprettinum.

Átökin verđa án efa hörđ í ţeim fjórum umferđum sem eftir eru.  

Úrslit 7. umferđar:

  • Sigurbjörn Björnsson (3,5) - Henrik Danielsen (4,5) 0-1
  • Ţröstur Ţórhallsson (4,0) - Einar Hjalti Jensson (2,0) 1-0
  • Dagur Arngrímsson (3,0) - Stefán Kristjánsson (3,5) 1-0
  • Hannes Hlífar Stefánsson (2,5) - Bragi Ţorfinnsson (3,5) 0-1
  • Davíđ Kjartansson (2,5) - Björn Ţorfinnsson (2,5) 1-0
  • Guđmundur Kjartansson (2,0) - Guđmundur Gíslason (2,5) 1-0
Stađan:
  • 1. SM Henrik Danielsen (2504) 5,5 v.
  • 2. SM Ţröstur Ţórhallsson (2398) 5 v.
  • 3. AM Bragi Ţorfinnsson (2421) 4,5 v.
  • 4. AM Dagur Arngrímsson (2361) 4 v.
  • 5.-7. FM Sigurbjörn Björnsson (2393), SM Stefán Kristjánsson (2500) og FM Davíđ Kjartansson (2305) 3,5 v.
  • 8. AM Guđmundur Kjartansson (2357) 3 v.
  • 9.-11. SM Hannes Hlífar Stefánsson (2531), Guđmundur Gíslason (2346) og Björn Ţorfinnsson (2416) 2,5 v.
  • 12. Einar Hjalti Jensson (2245) 2 v.

Áttunda umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 16.  Ţá mćtast:

  • Henrik Danielsen (5,5) - Guđmundur Kjartansson (3,0)
  • Davíđ Kjartansson (3,5) - Ţröstur Ţórhallsson (5,0)
  • Björn Ţorfinnsson (2,5) - Bragi Ţorfinnsson (4,5)
  • Guđmundur Gíslason (2,5) - Dagur Arngrímsson (4,0)
  • Stefán Kristjánsson (3,5) - Hannes Hlífar Stefánsson (2,5)
  • Einar Hjalti Jensson (2,0) - Sigurbjörn Björnsson (3,5)
Beinar útsendingar úr 8. umferđ má nálgast hér

Góđ ađstađa er fyrir áhorfendur, en teflt er í Stúkunni á Breiđabliksvellinum í Kópavogi. Jafnframt Íslandsmótinu stendur yfir mikil skákveisla í Kópvogi.


Oliver vann í fimmtu umferđ og er í 5.-16. sćti

Oliver Aron Jóhannsson - a promising Icelandic playerOliver Aron Jóhannesson (1677) vann Grikkjann Savvas Manelidis (1915) í 5. umferđ HM áhugamanna sem fram fer í Porto Carras í Grikklandi.   Oliver er í 5.-16. sćti međ 4 vinninga. 

Í sjöttu umferđ, sem fram fer í fyrramáliđ, teflir Oliver viđ Grikkjann Ioannis Minas (1930).

Úrslit Olivers má nálgast hér.  

Mótiđ er einungis opiđ fyrir skákmenn međ 2000 skákstig eđa minna.  Oliver er nr. 82 í stigaröđ keppenda.


Íslandsmótiđ í skák: Sjöunda umferđ hefst kl. 16 - Hjörvar međ skákskýringar

1Sjöunda umferđ Íslandsmótsins í skák hefst kl. 16 í Stúkunni á Kópavogsvelli.   Henrik Danielsen, sem er efstur međ 4,5 vinning, teflir viđ Sigurbjörn Björnsson, sem er í 3.-5. sćti međ 3,5 vinning.  Ţröstur Ţórhallsson sem er annar međ 4 vinninga mćtir Einar Hjalta Jenssyni.   Stefán Kristjánsson og Bragi Ţorfinnsson, sem hafa 3,5 vinning, mćta Degi Arngrímssyni og Hannesi Hlífar Stefánssyni.   Hjörvar Steinn Grétarsson hefur bođađ koma sína á skákstađ og verđur međ skákskýringar um kl. 18.  

Viđureignir dagsins:
  • Sigurbjörn Björnsson (3,5) - Henrik Danielsen (4,5)
  • Ţröstur Ţórhallsson (4,0) - Einar Hjalti Jensson (2,0)
  • Dagur Arngrímsson (3,0) - Stefán Kristjánsson (3,5)
  • Hannes Hlífar Stefánsson (2,5) - Bragi Ţorfinnsson (3,5)
  • Davíđ Kjartansson (2,5) - Björn Ţorfinnsson (2,5)
  • Guđmundur Kjartansson (2,0) - Guđmundur Gíslason (2,5)
Beinar útsendingar úr 7. umferđ má nálgast hér.


Kópavogskeppni kynslóđanna fer fram í kvöld í Stúkunni

Haraldur BaldurssonÍ kvöld fer fram keppni á milli "eldri skákmanna" úr Taflfélagi Kópavogs og ungra og efnilegra skákmanna úr Kópavogi.  Teflt verđur á 4-6 borđum, allir viđ alla.  Í liđi TK verđa kempur eins og Haraldur Baldursson, Hlíđar Ţór Hreinsson og Sigurđur E. Kristjánsson en í liđi ungra Kópavogsbúa verđa ungir og efnilegir úr t.d. Dawid Kolkaskólasveitum Sala- og Álfhólfsskóla og má ţar nefna Vigni Vatnar, Hilmi Frey og Dawid Kolka.   Viđureignin hefst kl. 20.  Tilvaliđ fyrir skákáhugamenn ađ mćta á landsliđsflokk og horfa svo á kynslóđakeppnina í kjölfariđ!

 

 

 


Ný fundargerđ stjórnar SÍ

Fundargerđir stjórnar SÍ eru ađgengilegar á vef sambandsins, http://skaksamband.is/?c=webpage&id=185&lid=294&option=links.

Fundargerđ stjórnarinnar frá 3. apríl er nú ađgengileg.  Ţar var m.a. rćtt um N1 Reykjavíkurskákmótiđ, Íslandsmótiđ í skák, sölu á munum úr einvígi aldarinnar, Landsmótiđ í skólaskák, styrkjamál, Tímaritiđ Skák, ađalfund SÍ og erindi Arnalds Loftssonar varđandi Íslandmót barnaskólasveita.

Fundargerđina sjálfa má nálgast hér:  http://skaksamband.is/assets/12y.stjornarfundur3april2012.doc (word-skjal opnast)

 


Ađalfundur SÍ fer fram 19. maí - fundarbođ

Til ađildarfélaga Skáksambands Íslands

 

Reykjavík, 18. apríl 2012     

 

FUNDARBOĐ

 

Stjórn Skáksambands Íslands bođar hér međ til ađalfundar Skáksambandsins í samrćmi viđ 8. gr. laga S.Í.

Fundurinn verđur haldinn laugardaginn 19. maí nk. kl. 10.00 fyrir hádegi í Faxafeni 12, Reykjavík.

Dagskrá:  Venjuleg ađalfundarstörf.

Stjórn Skáksambandsins sendir ennfremur međ fundarbođinu gögn varđandi skrá yfir fullgilda félagsmenn ađildarfélaga S.Í.  Stjórnir ađildarfélaganna eru vinsamlegast beđnar ađ útfylla skrár ţessar vandlega og senda ţćr Skáksambandi Íslands í pósth. 8354, 128 Reykjavík eđa á netfang skaksamband@skaksamband.is fyrir 5. maí  2012.

Bréf ţetta er sent ásamt gögnum í samrćmi viđ 9. gr. laga S.Í., en sú grein hljóđar svo:

Viđ atkvćđagreiđslu á ađalfundi á hvert félag eitt atkvćđi enda hafi ţađ a.m.k. 10 félagsmenn međ lögheimili á Íslandi í Keppendaskrá Skáksambandsins tveim vikum fyrir ađalfund.  Eitt atkvćđi bćtist viđ hjá félagi fyrir hverja sveit sem ţađ sendir í Íslandsmót skákfélaga ţađ áriđ. Viđ atkvćđagreiđslu um kjörbréf í upphafi fundar skal gilda sú regla, ađ hvert félag fari ekki međ fleiri atkvćđi en ţađ hafđi á ađalfundi áriđ áđur.  Enginn fulltrúi getur fariđ međ meira en eitt atkvćđi á fundinum.  Viđ atkvćđagreiđslur á ađalfundi rćđur einfaldur meirihluti atkvćđa, nema um ţau mál sem sérstaklega eru tilgreind í ţessum lögum.

Einnig skal bent á 6. grein:

Standi ađildarfélag í gjaldfallinni skuld viđ sambandiđ hefur ţađ ekki rétt til ađ eiga fulltrúa á ađalfundi.  Skákdeildir í félögum geta átt ađild ađ sambandinu, enda hafi ţá minnst 10 menn bundist slíkum samtökum.  Heimilt er tveimur eđa fleiri ađildarfélögum í sama landshluta ađ stofna međ sér svćđissamband.

Taflfélögunum gefst kostur á ađ birta stutta skýrslu um starfsemi sína á síđasta starfsári í árrsskýrslu Skáksambands Íslands.  Hafi félögin áhuga á ţessu ţarf efni ađ hafa borist skrifstofu S.Í. í síđasta lagi 5. maí nk.

Hjálagt:  Lagabreytingatillögur.

 

                                                                        Virđingarfyllst,

                                                                        SKÁKSAMBAND ÍSLANDS


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 131
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband