Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2012

Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes og Héđinn í eldlínunni á EM í Plovdiv

Hannes Hlífar StefánssonHannes Hlífar Stefánsson og Héđinn Steingrímsson stóđu sig báđir vel á fyrstu mótum skákvertíđarinnar hérlendis sem hófst međ lokakeppni Íslandsmóts taflfélaga á Selfossi og Reykjavíkurskákmótiđ. Héđinn hafđi vinninginn ef eitthvađ var en á Evrópumeistaramóti einstaklinga sem hófst í Plovdiv í Búlgaríu ţriđjudaginn hefur dćmiđ snúist viđ ađ ţessu leyti: eftir ţrjár umferđir af ellefu hefur Hannes hefur hlotiđ 2˝ vinning og er í en Héđinn er međ 1˝ vinning. Ellefu skákmenn höfđu unniđ allar skákir sínar eftir fyrstu ţrjár umferđirnar. Ţetta öfluga mót dregur til sín 344 keppendur ţar af 176 stórmeistara, 23 efstu komast áfram í heimsbikarkeppni FIDE.

Međal nýjunga sem evrópska skáksambandiđ hefur innleitt á ţessu móti er regla, náskyld Sofiu-Héđinn leikur 3. - cxd4reglunni sem bannar jafnteflisbođ, ađ ekki má bjóđa jafntefli fyrir 40. leik. Leiki grunur á ţví ađ keppendur hafi samiđ jafntefli fyrirfram getur skákstjóri dćmt tap á báđa. Ađrar reglur umdeildar ţegar ţćr voru teknar en hafa reynst býsna vel eru áfram í gildi: sitji skákmađur ekki viđ borđiđ viđ upphaf umferđar tapast viđureignin strax, hringing farsíma jafngildir tapi. Ţćr reglur sem mesta athygli hafa vakiđ varđa konurnar en nú er blátt bann lagt viđ eggjandi klćđaburđi, ekki má heldur sjást í brjóstaskoruna og ţar fram eftir götunum. ţess má geta ađ Íslendingar eiga sinn fulltrúa í Plovdiv sem áreiđanlega mun standa sig vel í ţví ađ framfylgja öllum ţessum nýju reglum á mótinu. Gunnar Björnsson, forseti SÍ, er međal skákdómara á stađnum. Ţađ er eitthvađ sem segir manni ađ Hannes Hlífar muni eiga gott mót. Hann hefur unniđ skákir sínar án ţess ađ hafa mikiđ fyrir ţví sem oftast veit á gott.

Hannes Hlífar Stefánsson - Bojan Vuckovic

Grünfelds vörn

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 0-0 5. c4 d5 6. cxd5 Rxd5 7. 0-0 Rb6 8. Rc3 Rc6 9. e3 He8 10. d5 Ra5 11. Rd4 Bd7 12. b3 Hc8

Kasparov lék 12.... c5 í skák viđ Ljubojevic endur fyrir löngu. Ţví má svara međ 13. Rde2 og riddarinn svarti á a5 stendur illa.

13. Bb2 c6 14. e4 cxd5 15. exd5 Rbc4!?

Óvćntur leikur sem byggist á hugmyndinni 16. bxc4 Db6! t.d. 17. Rb3 Rxc4 o.s.frv. Hvítur leikur betur međ 17. Re6 sem leiđir til afar flókinnar baráttu. En Hannes velur öruggasta leikinn.

16. Bc1! Rd6 17. Rce2 Bf5 18. Rf4 Be4 19. Bh3 Rf5 20. Rxf5 Bxf5?

Betra var 20.... gxf5 en eftir 21. Be3 Bxa1 22. Dxa1 hefur hvítur góđar bćtur fyrir skiptamun.

21. Bxf5 Bxa1

Og hér var betra ađ leika 21.... gxf5 ţó hvíta stađan sé vćnlega eftir 22. Hb1 t.d. 22.... e5 23. Rh5 o.s.frv.

22. Bxc8 Dxc8 23. Bd2! Bc3 24. d6!

Snjall leikur sem seur svartan í mikinn vanda ar sem ekki gengur 24.... exd5 vegna 25. Rd5! bxd2 26. Dxd2 og vinnur.

24.... Bxd2

- stöđumynd -

g0forr9i.jpg25. Rd5!

Bráđsnjall millileikur. Hörfi biskupinn t,.d. 25.... Bg5 kemur 26. d7! og ţar sem 25.... Dxd7 strandar á 26. Rf6+! og drottningin felur tapar svartur hróknum á e8.

25.... Rc6 26. Dxd2 Re5?

Serbinn átti um tvćr 2 mínútur eftir á klukkunni og fann ekki einu vörnina, 26.... Dd8 27. cxd6 Dd6! og enn er hćgt ađ verjast ţó hvítur eigi góđar sigurlíkur efir 28. He1 eđa 28. Hd1.

27. De3 exd6 28. Rf6+

- og svartur gafst upp. Eftir 28.... Kg7 29. Rxe8+ Dxe8 30. f4 tapast mađur til viđbótar.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 25. mars 2012

Skákţćttir Morgunblađsins


Balliđ er byrjađ í ísbjarnarbćnum: Meira en 40 keppendur fyrsta daginn!

DSC_1010Leikgleđin var í ađalhlutverki ţegar leiđangursmenn Hróksins og Kalak blésu til fyrsta stórmótsins í Ittoqqortoormiit, einangrađsta ţorpi norđurslóđa. Ţar međ hófst páskaskákhátíđin, fimmta áriđ í röđ og er óhćtt ađ segja ađ skákin hafi slegiđ ćrlega í gegn í ţessum 470 bć, ţar sem ísbirnir eru einatt á vappi.

Skákprinsessa á GrćnlandiKeppt var í nokkrum aldursflokkum og í flokki 9 til 12 ára urđu Ivan, Niels og Didu í efstu sćtum eftir jafna og skemmtilega baráttu.

Í flokki 13 til 16 ára var keppendur skipt í tvo riđla vegna mikillar ţátttöku. Í A-flokki tefldu brćđurnir Sikkersooq og Aannquaq til úrslita, og ţar sigrađi sá fyrrnefndi eftir ćsispennandi skák sem vakti mikla athygli. Nćst komu Seth og Janu.

Í hinum flokkum urđu systurnar Sara og Sikkerninnguaq efastar og jafnar, og deildu gullverđlaunum.

Flokkur 17 ára og eldri var vel skipađur en táningurinn Emil Arge gaf engin griđ og sigrađi í öllum skákum sínum.

DSC_0996Helstu hjálparhellur viđ mótshaldiđ voru Knud Eliasson kennari og heiđursfélagi Hróksins, auk ţess sem viđ nutum dyggrar ađstođar hinnar ungu Sikkerninnguaq, sem er uppvaxandi skipuleggjandi ekki síđur en skákdrottning.

Frábćr byrjun á 70. breiddargráđu.

Í fyrramáliđ förum viđ í heimsókn í skólann, og allt skólalíf verđur lagt undir skáklistina. Seinnipartinn munu svo Hrafn Jökulsson og Stefán Bergsson tefla fjöltefli viđ börn og fullorđna og má búast viđ glens og gamni.

Bćjarbúar hafa tekiđ okkur tveimur höndum, enda er ţetta fimmta áriđ í röđ sem leiđ Hróksins og Kalak liggur til Ittoqqortoormiit. Heimsóknin núna markar jafnframt upphafiđ ađ tíunda starfsári Hróksins á Grćnlandi.

Ţađ er líka gaman ađ finna hve Grćnlendingar hafa Íslendinga í miklum hávegum og líta á ţá sem nánustu vini sína og samherja í heiminum.

Og viđ getum međ sanni sagt ađ ţađ eru forréttindi ađ eiga slíka nágranna, ţví ekkert land í heiminum jafnast á viđ Grćnland og fólkiđ hér er einstaklega velviljađ, hjálpsamt og elskulegt.

Áfram Grćnland!

Myndaalbúm frá fyrsta mótinu 2012!

 Fleiri frétt og myndir af skáklandnámi á Grćnlandi


Aprílgöbb á Skák.is

Smá púki greip ritstjórann og tvö aprílgöbb komu í dag á Skák.is.  Annađ tengt Íslandsmótinu í hrađskák og hitt tengt EM einstaklinga á Íslandi 2013.   Ritstjóri ćtlađi ađ senda pósta á ţá sem höfđu skráđ sig á Íslandsmótiđ í dag en ţađ fórst fyrir vegna vandrćđa sem hann lenti í París viđ millilendingu ţar frá Plovdid.  Ritstjóri biđur alla ţá sem mćttu í Faxafeniđ í dag innilegrar afsökunar.


EM einstaklinga á Íslandi 2013 - sameinađ Reykjavíkurskákmótinu

EM einstaklinga 2013 verđur á Íslandi.   Ţetta var ákveđiđ á fundi stjórnar Skákambands Evrópu í gćr en Pólverjar sem áttu ađ halda mótiđ báđust undan ţví ađ halda mótiđ ţar sem ţeir vćru međ EM landsliđa á sinni könnu og ţetta tvennt vćri ađ sliga ţá.

Silvio Danaliov, forseti ECU, og Sava Stoisavljevic, framkvćmdastjóri ECU, óskuđu eftir fundi međ undirrituđum á frídaginn um máliđ og vildu athuga möguleika ţess ađ mótiđ yrđi haldiđ í Reykjavík en góđ framkvćmd og fréttaflutningur frá N1 Reykjavíkurmótsins vakti athygli ţeirra á Reykjavík sem mögulegum mótsstađ.  Mér var gefin skammur tími og sagt ađ ţetta mál ţyrfti ađ klára fyrir mótslok, annars myndi mótiđ vera haldiđ aftur í Búlgaríu í ljósi ţess ađ skammur tími er til stefnu.  

Eftir allmörg símtöl og tölvupósta taldi ég ţá viđbótarfjármögnun brúađa til ađ hćgt vćri ađ halda mótiđ.  Mótiđ verđur jafnframt Reykjavíkurskákmót og fékkst undanţága fyrir ţví ađ skákmenn utan Evrópu fengju ađ taka ţátt.  Mótiđ verđur haldiđ 5.-16. mars.  

Nánari frétt um máliđ verđur birt á nćstum dögum.  

Gunnar Björnsson


Íslandsmótiđ í hrađskák fer fram í dag

Hannes Hlífar StefánssonÍslandsmótiđ í hrađskák fer fram í dag sunnudag í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12.  Gera má ráđ fyrir ađ margir af sterkustu skákmönnum landsins taki ţátt og ćtlar Hannes Hlífar Stefánsson ađ flýta sínu flugi frá Plovdid í Búlgaríu til ađ komast á skákstađ í tćka tíđ. 

Skráning fer fram hér á Skák.is og er ţátttaka takmörkuđ viđ ađeins 50 keppendur svo mikilvćgt er ađ skrá sig sem fyrst til leiks.  Nauđsynlegt er ađ gefa upp netfang ţar sem ţátttakan verđur stađfest međ tölvupósti.  

Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann og er reiknađ međ ađ mótiđ standi á milli 13 og 16:30.

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1) 100.000 kr.
  • 2)   60.000 kr.
  • 3)   50.000 kr.
  • 4)   30.000 kr.
  • 5)   20.000 kr.

Ađalverđlaun skiptast séu menn jafnir ađ vinningum.  

Aukaverđlaun:

  • Efsti unglingurinn 16 ára og yngri: 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2200 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.

Aukaverđlaun eru miđađ viđ nýjustu útgefin íslensk skákstig.   Reiknuđ eru stig séu menn jafnir og efstir. 

Efsti keppandi mótsins verđur Íslandsmeistari í hrađskák.   Verđi tveir eđa fleiri efstir rćđur stigaútreikningur. 

 


« Fyrri síđa

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 27
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 189
  • Frá upphafi: 8779811

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband