Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2012
13.4.2012 | 18:29
Íslandsmótiđ í skák hafiđ - ţađ er gott ađ tefla í Kópavogi
Íslandsmótiđ í skák hófst kl. 16 í Stúkunni viđ Kópavogsvöll. Ármann Kr. Ólafsson, bćjarstjóri, setti mótiđ og lék fyrsta leikinn, riddara á f3, í skák stórmeistaranna Henriks Danielsens og Stefáns Kristjánssonar. Sú skák sem stoliđ hefur athygli fjölmargra áhorfenda í fyrstu umferđ er skák Guđmundar Gíslasonar og Björns Ţorfinnsonar er Guđmundur fórnađi riddara á f7 strax í áttunda leik.
13.4.2012 | 17:58
Gallerý Skák: Jón Ţorvaldsson kom sá og sigrađi

Í gćrkvöldi var ţröng á ţingi í Gallerýinu ţar sem fram fór EftirPáskaMótiđ um SAMBÓ NammiBoltann, sem keppt var um ađ nýju ţar sem gefandinn GRK vann hann sjálfur í síđustu viku. Ekkert var gefiđ eftir í baráttunni fyrir sćtum sigri -nema síđur vćri - rétt eins og vanalega og mörg óvćnt úrslit litu dagsins ljós, enda orđiđ bjart frameftir kvöldi.
Jón Ţorvaldsson úr Gođum kom í heimsókn til hrista af sér sleniđ og velgja öđrum ţátttakendum undir uggum í leiđinni eftir bestu getu. Ekki verđur annađ sagt en ađ honum hafi tekist ţađ bćrilega međ smáheppni ađ vísu, en ekki er spurt ađ vopnaviđskiptum heldur leikslokum. Hann kom sjálfum sér á óvart međ ţví ađ vinna mótiđ međ 9.5 vinningi af 11 mögulegum, rétt á undan Jóni Ţ. Ţór sem kom nćstur međ 9 vinninga. Gunnar Gunnarsson varđ ţriđji međ ađeins 7.5 vinninga og hefur oft gengiđ betur. Síđan komu nokkrir ađrir í hnapp eins og oft vill verđa raunin á ţegar allir geta unniđ alla og teflt er fyrir fegurđina.
Heilabrot eru heilsubót: Ekki verđur međ sanni sagt ađ skákmenn sitji bara á rassinum og geri ekki neitt ţegar taflmennska er annars vegar eins og oft er haldiđ fram. Alls voru tefldar 198 skákir ţetta kvöldiđ ađ jafnađi 50 leikir hver eđa um 10.000 leikir alls. Ţađ er ţví deginum ljósara ađ skákiđkun er bćđi andleg og líkamleg heilsurćkt. Ţađ reynir mikiđ á jafnt andlegt og líkamlegt atgervi ađ úthugsa alla ţess leiki og síđan ađ hreyfa taflmennina tíu ţúsund sinnum á stuttum tíma
Ađ venju gerđu menn sér alls konar kruđerí ađ góđu og snćddu síđan Hróa Hattar pizzur međ góđri list í taflhléi og rćddu um daginn og veginn eins og sjá má á međf. myndum.
Myndaalbúm (ESE)
12.4.2012 | 20:09
Íslandsmótiđ í skák hefst í Kópavogi á morgun
Íslandsmótiđ í skák hefst á morgun en mótiđ fer fram í glćsilegum húsakynnum í Stúkunni á Kópavogsvelli. Mótiđ er geysisterkt, fjórir stórmeistarar taka ţátt, en međalstig eru 2398 skákstig og er mótiđ ţađ sterkasta á ţessari öld. Umferđir hefjast kl. 16 á daginn. Ármann Kr. Ólafsson, bćjarstjóri í Kópavogi, setur mótiđ og leikur fyrsta leik ţess.
Stefnt er ađ skákskýringum alla daga sem verđa međal annars í umsjón Helga Ólafssonar og Ingvars Ţór Jóhannessonar.
Á skákstađ verđur líka góđ ađstađa fyrir áhorfendur ţar sem hćgt verđur ađ fylgjast međ skákunum á skjá, grípa í tafl og ţiggja kaffiveitingar. Einnig er hćgt er ađ nálgast skákirnar á netinu en ţar verđa ţćr sýndar međ 30 mínútna seinkun.
Ţetta er í annađ skiptiđ sem mótiđ fer fram í Kópavogi. Mótiđ fór ţar fram áriđ 2000 og ţá varđ Jón Viktor Gunnarsson Íslandsmeistari.
Hannes Hlífar Stefánsson, ellefufaldur Íslandsmeistari í skák, og Henrik Danielsen, Íslandsmeistari 2009, eru einu keppendurnir nú sem áđur hafa orđiđ Íslandsmeistarar.
Hannes hefur sigrađ í 11 síđustu skipti sem hann hefur á annađ borđ tekiđ ţátt eđa frá árinu 1998 en hann tók ekki ţátt árin 2000, 2009 og 2011. Núverandi Íslandsmeistari í skák er Héđinn Steingrímsson sem ekki tekur ţátt í ár.
Mikiđ verđur um ađ vera í Kópavogi á međan mótinu fer fram. Međal annars verđur Kópavogsmótiđ í skólaskák haldiđ í Salaskóla 17. apríl, Íslandsmótiđ framhaldsskóla fer fram í Stúkunni 18. apríl og einnig er stefnt ađ keppni á milli "eldri skákmanna" úr Taflfélagi Kópavogs og ungra og efnilegra skákmanna úr Kópavogi sem eru fjölmargir.
Keppendalisti mótsins:
- SM Hannes Hlífar Stefánsson (2531)
- SM Henrik Danielsen (2504)
- SM Stefán Kristjánsson (2500)
- AM Bragi Ţorfinnsson (2421)
- AM Björn Ţorfinnsson (2416)
- SM Ţröstur Ţórhallsson (2398)
- FM Sigurbjörn Björnsson (2393)
- AM Dagur Arngrímsson (2361)
- AM Guđmundur Kjartansson (2357)
- Guđmundur Gíslason (2346)
- FM Davíđ Kjartansson (2305)
- Einar Hjalti Jensson (2245)
Í fyrstu umferđ mćtast međal annars: Henrik-Stefán og Davíđ-Hannes.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- "Beinar útsendingar" (hálftíma seinkun)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2012 | 19:38
Hannes Hlífar gengur í Víkingaklúbbinn

12.4.2012 | 19:30
Landsmótiđ í skólaskák fer fram í Stórutjarnaskóla í Ţingeyjarsveit
Landsmótiđ í skólaskák fer fram í Stórutjarnaskóla í Ţingeyjarsveit dagana 3.-6. maí nk. Ţetta er í fyrsta skipti ađ mótiđ fer fram í Ţingeyjarsveit og jafnframt er ţetta fyrsta mótiđ undir stjórn nýs landsmótsstjóra, Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur sem tekur viđ Páli Sigurđssyni sem hefur skilađ af sér af sér afar farsćlu starfi.
Ţessa dagana eru hin ýmsu skólamót ađ fara fram og á nćstu vikum skýrist hverjir eiga keppnisrétt á Landsmótiđ.
12.4.2012 | 19:11
Íslandsmót framhaldsskólasveita fer fram 18. apríl
Íslandsmót framhaldsskólasveita 2012 fer fram miđvikudagskvöldiđ 18. apríl (athuga breytt dagsetning) klukkan 20:00. Teflt verđur í Stúkunni í Kópavogi (Viđ Kópavogsvöll). Sama stađ og Landsliđsflokkur Skákţings Íslands fer fram.
Fjórir skákmenn skulu vera í hverri sveit og 0-4 til vara. Tefldar verđa 6-9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Skráning á netfangiđ; stefan@skakakademia.is
12.4.2012 | 09:49
Hafnarfjarđarmót í skólaskák
Hafnarfjarđarmót í skólaskák verđur haldiđ ţriđjudaginn 17. apríl, kl 17:00 til 19:00 á Ásvöllum. (Ćfingatími skákdeildar Hauka, ath. tvöfaldur tími)
Haldin verđa 2 mót samtímis.
- 1.-7. bekkur
- 8.-10. bekkur
Umhugsunartími er 7-10 mín á skák og hefst tafliđ stundvíslega kl 17:00.
Tefldar verđa 7 umferđir skv. Svissnesku kerfi.
Mikilvćgt ađ fá send nöfn keppenda fyrir hádegi Ţriđjudaginn 17 april.
Fullt nafn - bekkur - skóli - sendist á pallsig@hugvit.is
Hver skóli má senda hámark 6 keppendur í hvern flokk. (ath undanskildir eru sérstaklega krakkar sem stunda reglulegar ćfingar hjá Skákdeild Hauka, en athugiđ ađ mótiđ er yfir báđa ćfingatímana.)
Efstu 2 úr flokknum 8.-10. bekkur komast á kjördćmismót Reykjaneskjördćmis hins forna.
Efstu 2 úr flokknum 1.-7. bekkur komast á kjördćmismót Reykjaneskjördćmis hins forna.
Veitt verđa bikar, silfur og brons í hvorum flokki.
sjá má reglur mótsins međ ţví ađ smella á ţennan hlekk.
http://www.skaksamband.is/?c=webpage&id=244
11.4.2012 | 23:28
Ţorvarđur efstur öđlinga
Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2175) er efstur međ fullt hús á Skákmóti öđlinga ađ lokinni ţriđju umferđ mótsins sem fram fór í kvöld eftir sigur á Magnús Pálma Örnólfssyni (2175). Bjarni Hjartarson (2038) og Sigurđur Dađi Sigfússon (2346) eru í 2.-3. sćti međ 2,5 vinning. Skák Vignis Bjarnasonar (1828) og Ţór Valtýssonar (1973) er frestađ fram á mánudagskvöld og pörun 4. umferđar ekki vćntanleg fyrr en ađ henni lokinni.
Úrslit 3. umferđar má finna hér og stöđu mótsins má finna hér.
11.4.2012 | 22:02
Björn Ţorfinnsson gengur í Víkingaklúbbinn

11.4.2012 | 21:18
Kópavogsmótiđ í skólaskák
Kópavogsmótiđ í skólaskák verđur í Salaskóla ţann 17. apríl kl 17:00 til 20:00. Hugmyndin er ađ halda ţrjú mót samtímis.
- 1.-4. bekkur
- 1.-7. bekkur
- 8.-10. bekkur
Umhugsunartími er 12 mín á skák og hefst tafliđ stundvíslega kl 17:00.
Tefldar verđa 7 umferđir skv. Monrad kerfi.
Mikilvćgt ađ fá send nöfn keppenda fyrir hádegi mánudaginn 16. apríl.
Fullt nafn - bekkur - skóli - sendist á tomas@rasmus.is
Hver skóli má senda hámark 12 keppendur í hvern flokk.
Efstu 2 úr flokknum 8.-10. bekk komast á kjördćmismót Reykjaneskjördćmis hins forna.
Efstu 2 úr flokknum 1.-.7. bekk komast á kjördćmismót Reykjaneskjördćmis hins forna.
Ţeir krakkar sem eru í 1. til 4. bekk geta fengiđ ađ keppa í flokkinum 1.-7. bekk ef ţeir telja sig eiga erindi í baráttuna um 2 efstu sćtin ţar, sem gefa rétt til keppni á kjördćmismeistarmótinu í flokki 1.-7. bekk sem verđur síđar í apríl-mánuđi.
Ţetta er ekki alveg í anda reglugerđarinnar um skólaskák en alveg tilraunarinnar virđi ađ vera međ sérstakan flokk fyrir ţau yngstu.
Unglingar úr Salaskóla munu selja veitingar međan á keppni stendur.
Veitt verđa gull silfur og bros í hverjum flokki ađ auki er farandbikar fyrir efsta sćtiđ.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 53
- Sl. sólarhring: 67
- Sl. viku: 177
- Frá upphafi: 8779776
Annađ
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 102
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar