Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2012

Frábćr skákheimsókn til Grćnlands: Skákgyđjan hefur numiđ land í Nuuk

IMG_4255,,Skák er svo kúl!" sagđi grćnlensk grunnskólastúlka, eftir ađ hafa fengiđ ađ kynnast undraheimi taflistarinnar. Liđsmenn Hróksins, Henrik Danielsen og Hrafn Jökulsson, heimsóttu Nuuk, höfuđstađ Grćnlands, fóru í nokkra grunnskóla, leituđu uppi skákklúbb heimamanna, voru bođnir í fjölsmiđju fyrir unglinga og hittu borgarstjórann.

IMG_4057Ferđin var í alla stóđi stórkostleg og Henrik sýndi enn og aftur hversu vel hann nćr til krakka -- hvort sem ţeir eru í Grćnlandi, Íslandi, Fćreyjum, Danmörku eđa Afríku.

IMG_4101Heimamenn tóku liđsmönnum Hróksins tveim höndum. Hjónin Benedikte og Guđmundur Ţorsteinsson höfđu skipulagt heimsóknina, en Benedikte var einmitt manneskjan sem átti allan heiđur af skipulagningu sögufrćgu heimsóknarinnar til Suđur-Grćnlands 2003, ţegar skáklandnámiđ hófst hjá okkar góđu nágrönnum og vinum.

IMG_4117Skólastjórnendur og kennarar í Nuuk voru ánćgđir međ heimsóknir hinna íslensku sendibođa, og bćjarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, tók afar vel í hugmyndir um ađ öll börn í Nuuk fengju ađ kynnast skákíţóttinni. Bćjarstjórinn hafđi líka heyrt af jákvćđum áhrifum skákkunnáttu á námsárangur og félagslega fćrni barna, og hét fullum stuđningi viđ áframhaldandi skáklandnám.

Grćnlandsskák 422Draumur Hróksmanna er ađ skipuleggja stórt alţjóđlegt atskákmót í Nuuk á nćsta ári, í minningu Jonathans Motzfeldts, hins  mikla landsföđur  leiđtoga Grćnlendinga, sem einmitt tók ţátt í fyrsta mótinu í Qaqortoq 2003, ásamt kempum á borđ viđ Friđrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Sćvar Bjarnason, Ivan Sokolov, Reginu Pokorna, Predrag Nikolic, Róbert Lagerman, Stefán Kristjánjsson, Tomas Oral, Nick de Firmian -- og ótal íslenska og grćnlenska skákáhugamenn.

IMG_4122Síđasta áratuginn hafa Hróksliđar einbeitt sér ađ starfinu á Austur-Grćnlandi og haldiđ ótal skákhátíđir í Tasiilaq og litlu ţorpunum ţar um kring, auk ţess ađ fara um hverja páska til  Ittoqqortoormiit, sem er trúlega einangrađasta ţorp á norđurhveli.

Drifkrafturinn á bak viđ landnám íslenskra skákmanna á Grćnlandi eru einkunnarorđ FIDE, alţjóđasambands skákmanna: Viđ erum ein fjölskylda.

IMG_4109Viđ trúum ţví líka ađ grannţjóđirnar í norđri eigi ađ hafa sem mesta samvinnu, og besta leiđin til ţess er vitaskuld ađ ná til ungu kynslóđarinnar.

Ţađ er ekki sjálfsagt ađ fara til Grćnlands á jólaföstunni og fćra gleđi skákarinnar til okkar góđu granna. Henrik Danielsen sýndi enn einu sinni ađ hann er alltaf tilbúinn ađ leggja sitt af mörkum. Verkfrćđifyrirtćkiđ Mannvit hjálpađi okkur mikiđ, sem og okkar góđu vinir hjá Flugfélagi Íslands. Forlagiđ, Henson, Sögur útgáfa og Nói Sírus gerđu okkur kleift ađ fćra börnunum margar góđar gjafir. Skáksambandiđ, Skákakademían og Skákfélag Vinjar létu taflbúnađ af mörkum -- svo nú er hćgt ađ tefla á mörgum borđum í Nuuk.

IMG_4262Nú er bara nćsta mál á dagskrá: Ađ fá sem flesta íslenska skákáhugamenn til ađ taka ţátt í Minningarmóti Jonathans Motzfeldts í Nuuk 2013.

Í millitíđinni gćti ég vel trúađ ţví ađ Arnar Valgeirsson og fleiri góđir vinir skipuleggi enn eina skákhátíđ á 70. breiddargráđu, ţví börnin í Ittoqqortoormiit vilja sína skák um páskana og engar refjar.

Djúpar ţakkir til allra sem hjálpuđu viđ ađ gera ţetta ćvintýri ađ veruleika!

 

Myndir frá Nuuk  HJ

Enn fleiri skemmtilegar myndir frá Nuuk

Facebook-síđan: Skák á Grćnlandi


Fjögur jafntefli í London

Öllum skákum sjöundu umferđar London Chess Classic lauk međ jafntefli í kvöld. Ţar á međal gerđi Carlsen (2848) jafntefli viđ Nakamura (2760). Carlsen, sem hefur 5 stiga forystu á Kramnik (2795), situr yfir á morgun.

Áttunda og nćstsíđasta umferđ fer fram á morgun. Ţá mćtast međal Kramnik-Jones og Aronian-Adams.

Níu skákmenn taka ţátt í mótinu og ţví situr alltaf einn yfir. Viđkomandi sér um skákskýringar í ţeirri umferđ. Veitt eru 3 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli.

Birkir Karl Sigurđsson (1725) gerđi sitt sjötta jafntefli í átta skákum í opna flokknum. Hann hefur 3 vinninga en hefur teflt upp fyrir sig allt mótiđ.

Úrslit 7. umferđar:

Gawain Jones

˝-˝

Levon Aronian

 

Mickey Adams

˝-˝

Luke McShane

 

Judit Polgar

˝-˝

Vishy Anand

 

Hikaru Nakamura

˝-˝

Magnus Carlsen

 

 

Stađan:
  • 1. Carlsen (2848) 17/7
  • 2. Kramnik (2795) 12/6
  • 3. Adams (2710) 11/6
  • 4. Nakamura (2760) 9/6
  • 5. Anand (2775) 7/6
  • 6. Aronian (2815) 6/6
  • 7. McShane (2713) 5/6
  • 8. Jones (2644) 3/7
  • 9. Polgar (2705) 2/6

Friđrik tapađi fyrir Evrópumeistaranum í dag

Friđrik Ólafsson (2419), sem teflir nú í keppni heldri skákmanna gegn skákkonunum tapađi fyrir Evrópumeistara kvenna og einum ólympíumeistara Rússa Valentina Gunina (2514) í fyrstu umferđ, sem fram fór í dag í Podebredy í Tékklandi í dag. Heldri skákmönnum gegn reyndar illa í dag Romanishin (2530) sá eini sem náđi jafntefli og lokatölur fyrstu umferđar ţví 0,5-3,5 konunum í vil.

Í 2. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Friđrik viđ tékknesku skákkonuna Kristyna Havlikova (2310), sem er nćststigahćsta skákkona Tékklands.

Í liđi heldri skákmanna eru auk Friđriks ţeir Romanish (2530), Hort (2455) og Uhlmann (2310) en kvennaliđiđ skipa ţćr Gunina (2514),  Sachdev (2400), Kaslinskaya (2344) og Havlikova (2310).

Tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir heldri skákmennirnir tefla tvisvar viđ hverja skákkonu.

Jólahrađskákmót Ćsa

Ćsir halda sitt Jólahrađskákmót ţriđjudaginn 11. desember og hefst ţađ kl. 13. Mótstađur er Stangarhylur 4. Tefldar verđa níu umferđir međ 7 mín. umh.t.

Ţrír efstu fá verđlaunapeninga.

Síđan verđur dregiđ í nokkurskonar happdrćtti, ţar sem allir ţátttakendur fá einhvern vinning óháđ ţví hvađ marga vinninga ţeir fá í mótinu.

Allir skákmenn 60+ hjartanlega velkomnir.


Friđrik teflir viđ Evrópumeistara kvenna í dag - bein útsending ađ hefjast

Friđrik Ólafsson í DresdenÍ dag í Podebredy í Tékklandi hefst skákmót ţar sem heldri skákmenn mćta skákkonum. Í liđi heldri skákmanna er sjálfur Friđrik Ólafsson, sem ţessa dagana, virđist tefla meira en flestir innlendir kollegar hans í stórmeistarastétt ţrátt fyrir ađ verđa 78 ára í byrjun nćsta árs!

Í liđi heldri skákmenna eru auk Friđriks Tékkinn Vlastimil Hort (2455), Ţjóđverjinn Wolgang Uhlmann (2319) og Oleg Romanishin (2530). Upphaflega átti Korchnoi ađ tefla en hann forfallađist og tók Uhlmann hans sćti.

Kvennaliđiđ er sterkt. Ţar ber hćst, Evrópumeistara kvenna og ólympíumeistarann Valentina Gunina (2514), sem Friđrik mćtir henni í fyrstu umferđ sem hefst nú kl. 14.

Einnig tekur indverska skákdrottningin Tania Sachdev (2400), sem hefur veriđ fastagestur á Reykjavíkurskákmótinu, rússneska skákkonan Alina Kaslinskaya (2344), sem var um tíma yngsti stórmeistari kvenna, ađeins 15 ára. Alina, sem er unnusta Alexander Ipatov, heimsmeistara 20 ára og yngri, en ţau munu báđi taka ţátt í Reykjavíkurskákmótinu. Minnst ţekkti keppandinn er tékkneska skákkonan Kristyna Havlikova (2310).

Tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir heldri skákmennirnir tefla tvisvar viđ hverja skákkonu.


MAGNUS CARLSEN

Carlsen og Polgar

Judit Polgar (2705) var lítil hindrun fyrir Magnus Carlsen (2848) í sjöttu umferđ London Chess Classis sem fram fór í gćr. Magnus heldur ţví áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni. Hann hefur nú 16 stig (5,5 vinning) og er langefstur. Sem fyrr hćkkar hann á tifandi stigalistanum og hefur nú ţar 2864 skákstig og ţegar ljóst ađ á áramótalistanum verđi hann stigahćsti skákmađur allra tíma, ţótt hann myndi báđum skákunum sem etftir eru.

Aronian (2815) og Kramnik (2795) gerđu jafntefli. Adams (2710) vann Anand (2775) sem tapar yfirleitt ekki mörgum skákum og McShane (2713) lagđi Jones (2644).

Í sjöundu, sem fram fer í dag og hefst nú kl. 14 mćtast međal annars Nakamura-Carlsen. Vinnur Carlsen enn? Verđur hér á ferđinni einn besti árangur sögunnar?

Níu skákmenn taka ţátt í mótinu og ţví situr alltaf einn yfir. Viđkomandi sér um skákskýringar í ţeirri umferđ. Veitt eru 3 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli.

Birkir Karl Sigurđsson (1725) teflir í FIDE-Open, sem fram fer samhliđa. Eftir 7 umferđir hefur Birkir Karl 2,5 vinning en hann hefur hins vegar teflt upp fyrir sig allt mótiđ. Hann hefur hins vegar ekki sigrađi skák en hefur 2 umferđir til ađ breyta ţví!

Úrslit 6. umferđar:

Magnus Carlsen
1-0
Judit Polgar
Vishy Anand
0-1
Michael Adams
Luke McShane
1-0
Gawain Jones 
Levon Aronian
˝-˝
Vladimir Kramnik

Stađan:

  • 1. Carlsen (2848) 16/6
  • 2. Kramnik (2795) 12/6
  • 3. Adams (2710) 10/5
  • 4. Nakamura (2760) 8/5
  • 5. Anand (2775) 6/5
  • 6. Aronian (2815) 5/5
  • 7. McShane (2713) 4/5
  • 8. Jones (2644) 2/6
  • 9. Polgar (2705) 1/5

Fjölmenn Fjölnisćfing eftir flottan árangur á jólaskákmóti SFS og TR

img_9480.jpgEftir frábćra frammistöđu Grafarvogskrakka á jólaskákmóti SFS og TR um síđustu helgi,  ţar sem sveitir Rimaskóla og Kelduskóla urđur í 4 af 5 efstu sćtum mótsins, ţá var ţađ viđbúiđ ađ fjölmennt yrđi á nćstu ćfingu skákdeildarinnar. Sú varđ raunin ţví ađ tćplega 40 krakkar mćttu á aldrinum 7 - 15 ára.

Skipt var upp í ţrjá hópa. Tverir hópar fóru í kennslu en fjölmennasti flokkurinn tók ţátt í 5 skáka móti. Ţađ voru ţau Sigríđur Björg, Oliver Aron og Jón Trausti sem sáu um kennsluna og gekk hún mjög vel.

Rúmlega 20 krakkar tóku ţátt í skákmótinu sem Rimaskólakrakkarnir Kristófer Jóel og Nansý unnu img_7838.jpgmeđ 4,5 vinninga. Auk ţeirra lentu í verđlaunasćtum ţeir Kristófer Halldór,  Jóhann Arnar, Joshua, Mikolaj og Kacper frá Rimaskóla, Hilmir úr Kelduskóla og Ţorsteinn úr Sćmundarskóla, allir međ góđa ćfingasókn hjá skákdeildinni.

Nettó, Ásbjörn ehf og Nói - Síríus sáu um ađ gefa veitingar og verđlaun á ćfinguna. Í lokin voru tveir áhugaverđir happadrćttiasvinningar dregnir út úr potti allra ţátttakenda, 16" pítsur frá Pizzunni Hverafold.

Síđasta ćfing skákdeildar Fjölnis á ţessu ári verđur nćsta laugardag, 15. des. í Rimaskóla kl. 11:00. Ţar međ lýkur árangursríku starfsári deildarinnar hvađ varđar fjölda ţátttakenda og glćsilegra sigra.


Elsa María sigrađi á hrađkvöldi hjá Helli

ElsaHrađkvöldi Hellis sem fram fór 3. desember sl var jafnt og spennandi eins og ţađ nćsta á undan. Í ţetta sinn voru ţađ Elsa María Kristínardóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir sem voru í ađalhlutverkum. Ţćr enduđu efstar og jafnar međ 6v og ţurfti stigaútreikning til ađ skera úr um sigurvegarann og ţar hafđi Elsa María betur ţegar hún  tryggđi sér sigurinn í öđrum útreikningi. Ţćr voru einnig jafnar og efstar fyrir síđustu umferđ en ţá var Jóhanna efst á stigum ţannig ađ ţćr höfđu sćtaskipti á stigum í lokaumferđinni. Ţriđji varđ svo Örn Leó Jóhannsson međ 5v. Elsa María vandađi svo í úrdrćttinum og dró Jón Úlfljótsson.  

Skákkvöld í Hellisheimilinu eru ţá komin í smá jólafrí en nćst verđur bikarmót Hellis föstudaginn 28. desember og á nýju ári verđur atkvöld mánudaginn 7. janúar og síđan hrađkvöld á hverjum mánudegi fram ađ Reykjavíkurskákmótinu.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

Röđ   Nafn                        Vinningar M-Buch. Buch. Progr.

 1-2  Elsa María Kristínardóttir,      6      19.5  28.0   24.0
      Jóhanna Björg Jóhannsdóttir,     6      19.5  25.5   26.0
  3   Örn Leó Jóhannsson,              5      19.0  27.5   17.0
 4-5  Kristófer Ómarsson,              4      21.0  29.0   18.0
      Jón Úlfljótsson,                 4      19.0  27.0   16.5
  6   Vigfús Ó. Vigfússon,             3.5    19.0  25.0   14.0
 7-9  Finnur Kr. Finnsson,             3      16.5  22.5   11.0
      Gunnar Nikulásson,               3      15.5  21.5   10.0
      Kristján Halldórsson,            3      14.5  19.5   11.0
 10   Hermann Ragnarsson,              2.5    19.0  25.0   11.5
 11   Björgvin Kristbergsson,          2      16.5  20.5    9.0
 12   Pétur Jóhannesson,               0      15.0  23.0    0.0

Forgjafarmót á morgun sunnudag hjá SA

Enn brydda Skákfélagsmenn upp á nýjungum og vona ađ í hjarta sínu ađ ţađ veki áhuga ţeirra sem hafa gaman af manntafli.

Nú á sunnudag verđur efnt til forgjafarmóts međ ţeim hćtti ađ forgjöfin gefst á klukkunni (áhald sem var samviskusamlega kynnt hér fyrir nokkrum fćrslum).

Ađferđin er ţessi:

Samanlagđur umhugsunartími er 14 mínútur, sem ţýđir ađ báđir hafa 7 mínútur ef ţeir eru jafnsettir, en eftir ţví sem stigamunur eykst er umhugsunartímanum breytt ţeim í hag sem er stigalćgri. Svona verđur ţetta gert:

Stigamunur                        Tímaskipting í mínútum

0-150                                              7-7

151-300                                          8-6

301-450                                          9-5

451-600                                        10-4

601 og meiri munur                       11-3

Stuđst verđur viđ íslenski skákstig og reiknast stigalausir međ 1500 stig, ef ţeir mćta.  Menn eru beđnir um ađ brýna kuta sína hóflega og mćta tímanlega. Helst er búist viđ ađ 7 umferđir verđi tefldar, ef ţćr verđa fleiri ná ţćr í mesta lagi 9.  Í ţađ minnsta vonumst viđ eftir ađ fá sem flesta og nú fá hinir stigalćgri einstćtt tćkifćri til ađ klekkja á hinum skelfilegu stigamönnum í röđum félagsins.

Mótiđ hefst kl. 13 á sunnudag og ađgangseyrir er ađ venju kr. 500.


Gallerý Skák: Teflt í anda Larsen

Minningarkvöld  Bent Larsen   Sigurvegarinn.JPGFriđsöm átaka taflmennska einkenndi Minningarskákvöldiđ um hinn gođsagnakennda skákmeistara og Íslandsvin BENT LARSEN, sem fram fór í Gallerý Skák í gćrkvöldi međ nokkrum hátíđarblć.  Hins fallna meistara var minnst í upphafi mótsins, höfđ stutt ţögn, kveikt á kertum í minningu hans og gömul skákklukka sem hann notađi gegn Boris Spassky í heimahúsi á sinni tíđ látin ganga út.

Larsen sem heimsótti Ísland oftar en tölu verđur komiđ á lagđi drjúgan skerf til íslensks skáklífs og menningar. Honum var veitt Fálkaorđan í ţakkar- og virđingarskyni af forseta Íslands áriđ 2003.  Viđureignir hans viđ okkar mann Friđrik Ólafsson „besta áhugaskákmann heims ađ mati Larsens" eru eldri skákmönnum mjög minnisstćđar enda ófáir hildarleikirnir sem ţeir háđu međ sér.  Einvígi ţeirra um Norđurlandameistaratitilinn í skák í Sjómannaskólanum 1956 vakti ţjóđarathygli og ć síđar ţegar ţeir áttust viđ hér heima og erlendis eđa í sjónvarpi stóđ ţjóđin jafnan á öndinni af spenningi og metnađi.  

Bent Larsen var einn albesti skákmeistari heims á 7. og 8. áratug liđinnar aldar, vann hvert Páll leikur einkennisleik Larsens iđulega ... b4.JPGmillisvćđamótiđ á fćtur öđru.  Hann var mikil hugsuđur, skemmtilaga orđhagur og afar hress í tilsvörum.   Ţegar hann var spurđur ađ ţví á Hótel Borg  í miđju heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys 1972 af Gunnari Finnsyni, ţá blađamanni Vísis,  "Hver vćri sterkasti skákmađur heimsins í dag"?  stóđ ekki á svarinu, hann benti međ ţumalfingri á brjóst sér og sagđi „Ađ sjálfsögđu ég"   Hann hafđi ţó tapađ 6-0 fyrir Bobby Fischer áriđ áđur sem frćgt varđ í Denver, en ţađ var bara hitasvćkjunni ađ kenna.  Ţau eru ófá hin hnittnu tilsvör meistara Larsens ađdáendum hans, sem og öllum ţeim sem honum kynntust mjög eftirminnilegur mađur og stórmeistari.  

Guđfinnur leggur Gylfa í lokaskákinni  ese.JPGFjölbreyttur og fjölmennur keppendahópur var mćttur til heiđra meistarann.  Óskađ var eftir ţví og ţung áhersla lögđ á ađ menn tefldu í anda hins mikla skákmanns og helst af ţeirri leiftrandi ljóslifandi snilld sem einkenndi skákstíl Larsens heitins.  Ţrátt fyrir tilţrifamikla taflmennsku tókst ţađ ţví miđur ekki fyllilega enda vart viđ ađ búast. Ýmsir úr hópnum höfđu mćtt Larsen í fjöltefli og tveir haft árangur sem erfiđi, ţeir Gylfi Ţórhallsson, sem vann hann á Akureyri og Kristján Stefánsson, KR-ingur sem náđi jafntefli viđ hann í klukkufjölteflinu á loftinu Ísafold hjá Gunna Gunn 1989, ţví sama og ţegar Larsen náđi frćgu tveggja biskupamáti á M. Pétursson, sem lesendur Extrablađins tóku fyrir Margeir, en var Magnús V. Pétursson í Jóa Útherja. Reyndar útskýrđi Larsen ţađ óbeint í grein sinni ţví ţar segir ađ ef Pétursson hefđi leikiđ öđru en hann lék í 17. leik hefđi legiđ beint viđ ađ ţeir hefđu hlutverkaskipti í lífinu, hann gerđist milliríkjadómari í knattspyrnu en Magnús stórmeistari í skák.  Gamansemi og skopskyn Larsens var oft á tíđum óborganlegt.

Norđanmađurinn geysigóđi Gylfi Ţórhallsson sýndi gamla Larsens takta í mótinu og var  langefstur fyrir elleftu umferđ međ ađeins hálfan vinning niđur. Hann tapađi hins vegar óvćnt í síđustu umferđinni ćsilegri skák fyrir Guđfinni R. Kjartanssyni, en vann mótiđ engu ađ síđur glćsilega međ 9.5 vinningi.  Annar skákmađur af norđlenskri rót, Stefán Bergsson, skákćskulýđsleiđtogi, varđ í öđru sćti međ 8.5 v.  Hinn ótrúlega erni Gunnar Kr. Gunnarson (79) varđ ţriđji međ 8v og Ingimar Jónsson, af Akureyskri rót líka,  jafn honum ađ vinningum í fjórđa sćti.  Ţví má segja ađ norđlenskir skákjaxlar  hafi komiđ, séđ og sigrađ í ţessu minningarmóti um hinn magnađa meistara, sem er fagnađarefni ţeim sem ţađan eru ćttađir.

Ţrátt fyrir metnađarfulla taflmennsku vildu glćstir vinningar stundum ganga gegnum mönnum slysalega úr greipum. Ţví segir međf. mótstafla segir ekki alla söguna af mikilfenglegum vopnaviđskiptum heldur einungis tćknilegum leikslokum.

 

MÓTSTAFLA  Úrslit .JPG

 

Ţeir „fórnfúsustu" verđa stundum ađ sýna raunverulega fórnfýsi međ ţví axla sćti fyrir neđan miđju í mótum eđa jafnvel ţá virđingarstöđu ađ verma neđsta sćtiđ af ţegnskap öđrum til yndisauka.

Myndaalbúm (ESE)

ESE - Skákţankar 7.12.2012


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 125
  • Frá upphafi: 8780384

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband