Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012

Ivanchuk vann í fyrstu umferđ Kónga-mótsins - jafntefli hjá Topalov og Caruana

Topalov og CaruanaKóngamótiđ, "Kings Tournament", hófst í gćr í Búkrapest í Rúmeníu.  Fjórir skákmenn taka ţátt í mótinu og tefld er tvöföld umferđ.  Ivanchuk (2763) vann heimamanninn Nisipeanu (2668) en Topalov (2769) og sigurvegari N1 Reykjavíkurskákmótsins Caruana (2786) gerđu jafntefli.  Mótinu er framhaldiđ í dag.


Júlíus, Sverrir Örn, Halldór og Gylfi efstir á Vetrarmóti öđlinga

Halldór PálssonÖnnur umferđ Vetrarmóts öđlinga fór fram í gćr.  Júlíus Friđjónsson (2187), Sverrir Örn Björnsson (2154), Halldór Pálsson (2064) og Gylfi Ţórhallsson (2156) eru efstir međ fullt hús.  Lítiđ var um óvćnt úrslit en helst má nefna ađ Siguringi Sigurjónsson (1959) gerđi jafntefli viđ stigahćsta keppenda mótsins, Ţorvarđ F. Ólafsson (2202).   Tveimur skákum var frestađ og ţví liggur pörun 3. umferđar ekki enn fyrir.

Úrslit annarrar umferđar má finna hér. Stöđu mótsins má finna hér.

Dagur vann í fimmtu umferđ í Búdapest

Dagur ArngrímssonAlţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2368) vann rússneska alţjóđlega meistarann Ernest Kharous (2367) í 5. umferđ SM-flokks First Saturday-mótsins sem fram fór í Búdapest í gćr. 

Dagur hafđi áđur tapađ ţremur skákum í röđ svo ţetta var langţráđur sigur.  Dagur hefur 1,5 vinning og er í 5. sćti og situr yfir í dag.

Sjö skákmenn taka ţátt í SM-flokki og eru međalstigin 2426 skákstig.  Dagur er nr. 5 í stigaröđ keppenda.  Tefld er tvöföld umferđ, alls 12 skákir.


Unglingameistaramót Íslands (20 ára og yngri) hefst á morgun

Skáksamband Íslands

Unglingameistaramót Íslands 2012 fer fram í Faxafeni 12, Reykjavík dagana 9.- 10. nóvember nk.  Ţátttökurétt eiga ţeir sem verđa 20 ára á almanaksárinu og yngri.

 

Sigurvegari á mótinu hlýtur titilinn "Unglingameistari Íslands 2012" og í verđlaun farseđil - ađ hámarki kr. 50.000.-  á skákmót erlendis.  Farseđilinn gildir í eitt ár.

Mótiđ átti ađ fara fram síđustu helgi en var frestađ vegna veđurs. Ţeir sem skráđu sig fyrir helgina ţurfa ekki ađ endurskrá sig.    

Umferđatafla:             

Föstudagur 9. nóv.:

kl. 20.00                                  4 atskákir


Laugardagur 10. nóv.:

kl. 17.00                                  3 atskákir

Ađ móti loknu verđur verđlaunaafhending og lokahóf.

Tímamörk:                   25 mín + 10 sek. viđbótartími á hvern leik     

Ţátttökugjöld:             kr. 2.000.-

Skráning: http://www.skak.is og skaksamband@skaksamband.is.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.  


Íslandsmót 15 ára og yngri fer fram á laugardag og sunnudag

Skákţing Íslands 2012 -  drengja-og telpnameistaramót (15 ára og yngri)

Skákţing Íslands 2012 -   pilta-og stúlknameistaramót (13 ára og yngri)                                                          

Skáksamband Íslands

Keppni á Skákţingi Íslands 2012 - 15 ára og yngri (fćdd 1997 og síđar) og 13 ára og yngri (fćdd 1999 og síđar) verđur haldiđ í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur dagana 10. og 11. nóvember nk.  Tefldar verđa 9 umferđir eftir monrad kerfi og er umhugsunartími 20 mín. á skák fyrir keppanda.  Teflt verđur í einum flokk.

Mótiđ átti ađ fara fram síđustu helgi en var frestađ vegna veđurs. Ţeir sem skráđu sig fyrir helgina ţurfa ekki ađ endurskrá sig.  

Skákstađur: Faxafen 12, Reykjavík

Umferđartaflan:

Laugardagur 10. nóvember      

  • kl. 13.30                      1. umferđ
  • kl. 14.30                      2. umferđ
  • kl. 15.30                      3. umferđ
  • kl. 16.30                      4. umferđ
  • kl. 17.30                      5. umferđ

Sunnudagur 11. nóvember       

  • kl. 11.00                      6. umferđ
  • kl. 12.00                      7. umferđ
  • kl. 13.00                      8. umferđ
  • kl. 14.00                      9. umferđ

                                               

Ţetta eru áćtlađar tímasetningar, en hver ný umferđ hefst ađ ţeirri fyrri lokinni.

Ađ ţví loknu verđlaunaafhending og mótsslit.

Ţátttökugjöld: kr. 1.000.- (hámark kr. 1.500.- fyrir fjölskyldu)

Verđlaun:  Verđlaunabikarar fyrir ţrjú efstu sćtin í hvorum flokki.

Skráning: http://www.skak.is og skaksamband@skaksamband.is.  Fyrri skráning

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér


Yfirlýsing frá stjórn SÍ vegna úrskurđar Dómstóls SÍ um kćru Héđins Steingrímssonar

Yfirlýsing frá stjórn SÍ

Dags. 7. nóvember 2012

Dómstóll SÍ felldi úrskurđ um mál Héđins Steingrímssonar gegn Skáksambandi Íslands 2. nóvember sl.

Í úrskurđarorđum segir:

Ákvörđun um brottvikningu Héđins Steingrímssonar úr ólympíusveit Íslands í skák 2012 var ekki nćgilega rökstudd samkvćmt lögum og reglum Skáksambands Íslands.

Málinu er vísađ til Skáksambands Íslands til frekari umfjöllunar.

Stjórn SÍ er gert ađ taka máliđ fyrir á stjórnarfundi og var ţađ gert 6. nóvember 2012. 

Í dómnum er bćđi fjallađ um formlegan og efnislegan ţátt málsins. 

Stjórn SÍ harmar ađ formlega hliđin skuli ekki hafa veriđ betri en raun var á.  Ţađ  var engu ađ síđur almennur skilningur bćđi stjórnarmanna SÍ og landsliđsnefndar ađ nefndin og landsliđsţjálfari velji liđiđ í raun.  Liđsuppstilling hefur ávallt veriđ borin undir stjórnarfund en ţví varđ ekki viđ komiđ ađ ţessu sinni vegna tímaskorts, ţar sem breytingin á uppstillingu liđsins var gerđ hálfum sólarhring fyrir brottför.  Jafnframt er vert ađ taka fram ađ forseta var fullkomlega ljóst, eftir óformleg samtöl viđ stjórnarmenn, ađ mikill meirihluti stjórnar vćri á bak viđ allar ákvarđanir landsliđsnefndar.  Engu ađ síđur hefđi strangt til tekiđ átt ađ fá fram formlegt umbođ stjórnarmanna til ađ ljúka málinu.

Dómstóll SÍ nefnir hagsmuni Héđins í ţví ađ halda sćti sínu í liđinu.  Ţađ er bćđi satt og rétt.  Enginn kostur var góđur í stöđunni og ţar gerđi tímahrakiđ illt verra, en ţegar  ljóst var ađ liđiđ gćti ekki fariđ óbreytt út, völdu landsliđsţjálfari og landsliđsnefnd ţá leiđ sem talin var best frá heildarhagsmunum liđsins.

Vitaskuld var ákvörđunin nefndinni og landsliđsţjálfara mjög erfiđ og ađilum ljóst ađ hún vćri Héđni ţungbćr.  Stjórn SÍ harmar ađ ţurft hafi ađ koma til ţessarar ákvörđunar. 

Á fundi ţar sem Héđni var tjáđ ađ liđiđ yrđi endurvaliđ án hans var honum jafnframt tilkynnt ađ hann myndi halda ţeim dagpeningum sem ţegar vćri búiđ ađ greiđa honum fyrirfram vegna ólympíuskákmótsins.  Ţá var Héđni  bođiđ ađ flug til og frá Texas, ţar sem hann stundar nú nám, yrđi greitt af SÍ og hefur sú greiđsla veriđ innt af hendi.  Ţessu til viđbótar var honum bođiđ ađ forsvarsmenn SÍ hefđu samband viđ skóla Héđins í Texas honum til fulltingis ef hann teldi ađ ţessi ákvörđun gćti valdiđ honum einhverjum erfileikum ţar.

Stjórn SÍ fagnar ţví ađ úrskurđur dómstólsins liggi nú fyrir og ţakkar dómurum ţeirra starf. Ađ dómnum fengnum, sem fylgir hér ađ neđan, getur vinna hafist um framtíđarfarveg landsliđsmála í ţessum efnum.  Nefnd undir forystu Jóns Ţorvaldssonar mun fara yfir  ferliđ í heild sinni og leiđir til úrbóta svo minnka megi líkur á ađ atburđir sem ţessi endurtaki sig.  Stjórn SÍ bindur miklar vonir viđ ţá vinnu. 

Stjórn Skáksambands Íslands

---------------------------------------------------

 

Ú R S K U R Đ U R

Hinn 2. nóvember 2012 kom dómstóll Skáksambands Íslands saman í húsakynnum sambandsins ađ Faxafeni 12, Reykjavík, og tók fyrir kćrumál nr. 1/2012:

Héđinn Steingrímsson

gegn

Skáksambandi Íslands

Dóminn skipa:

Friđjón Örn Friđjónsson, hrl., formađur,

Jón Rögnvaldsson og Ólafur H. Ólafsson.

Gögn málsins liggja fyrir en ţau eru:

Nr. 1.          Kćra dags. 17.09.2012.

Nr. 2.          Greinargerđ kćranda (Lýsing á atburđarás).

Nr. 3.          Bréf Gunnars Björnssonar forseta Skáksambands Íslands ódags.

Nr. 4.          Erindi skákdómstólsins dags. 15.10.2012.

Nr. 5.    Greinargerđ Skáksambands Íslands dags. 24.10.2012.

Hinn 12. október 2012 kom skákdómstóllinn saman og tók afstöđu til frávísunarkröfu Skáksambands Íslands. Krafan var á ţví reist ađ kćruefniđ vćri óljóst og enn fremur ađ Skáksamband Íslands ćtti ekki ađild ađ málinu.

Frávísunarkröfunni var hafnađ međ ţeim rökum ađ ekki léki á ţví vafi ađ kćran lyti ađ ţeirri ákvörđun landsliđsnefndar ađ breyta liđskipan íslensku ólympíusveitarinnar daginn fyrir brottför liđsins til Istanbúl hinn 27. ágúst sl., ţannig ađ Héđni Steingrímssyni var vísađ úr sveitinni.  

Landsnefndin heyrir undir Skáksamband Íslands og er ţađ ţví réttur ađili ađ málinu.

Skákdómstóllinn ákvađ ađ taka efnislega til úrlausnar, hvort nćgjanlegt tilefni og grundvöllur hafi veriđ fyrir ţessari ákvörđun samkvćmt lögum og reglum Skáksambands Íslands. Ađ mati dómsins standa lögvarđir hagsmunir kćranda til ţess ađ fá úr ţví skoriđ.

Ţar sem fyrir lá ákvörđun um ađ taka kćruna til efnislegrar úrlausnar var Skáksambandi Íslands gefinn kostur á ađ skila efnislegri greinargerđ í málinu og liggur hún fyrir dags. 24.10.2012.

Málsatvik

Í kćru er lýst atvikum eins og ţau horfa viđ kćranda og er vísađ til kćrunnar og fylgiskjals međ henni sem ber yfirskriftina Lýsing á atburđarás.

Kjarni máls er óumdeildur og kom hann m.a. fram í fréttatilkynningu Skáksambands Íslands um máliđ. Ţar segir m.a.:

 " upp hafi komiđ ósćttanlegur ágreiningur innan ólympíuliđsins, sem varđ ţess valdandi ađ ómögulegt reyndist ađ senda liđiđ til keppni í ţeirri mynd sem ţađ hafđi veriđ valiđ."

Ennfremur segir í bréfinu ađ ţetta hafi orđiđ til ţess,

" ađ landsliđsnefnd ađ fengnu áliti liđstjóra taldi sig ţví miđur tilneydda ađ draga kćranda út úr liđinu."

Í bréfi Skáksambands Íslands dags. 24. október 2012 er nánar lýst ţeim atvikum ađ á fjáröflunarmóti sem fram fór í Kringlunni hinn 25. ágúst sl. urđu deilur á milli kćranda og annars nafngreinds liđsmanns sveitarinnar. Skáksamband Íslands hafi hins vegar enga afstöđu tekiđ til ţeirrar deilu.

Ţví er svo lýst í bréfinu ađ umrćddur liđsmađur hafi haft samband viđ landsliđsţjálfarann og tjáđ honum ađ hann myndi ekki gefa kost á sér í landsliđiđ vegna hegđunar kćranda. Atvik sem upp kom í Kringluskákmótinu hafi veriđ ţađ korn sem fyllti mćlinn en áđur hafi kćrandi veriđ áminntur af landsliđs- og afreksnefnd Skáksambands Íslands ţann 3. nóvember 2010 í kjölfar ólympíuskákmóts í Khanty Mansiysk.

Í bréfi Skáksambands Íslands er ţví lýst ađ landsliđsnefnd og landsliđsţjálfari hafi ítrekađ reynt ađ ná sáttum međ ađilum en án árangurs. Segir svo í bréfinu:

" Landsliđsnefnd ákvađ samkvćmt umbođi sínu frá stjórn SÍ, ađ fenginni tillögu frá liđstjóra og ţjálfara liđsins, ađ endurvelja landsliđiđ, ţ.e. ađ draga Héđinn úr liđinu.....

 Umrćdd ákvörđun var tekin međ heildarhagsmuni liđsins í huga, en byggir í ţví efni á huglćgu mati eins og ćtíđ er um val á liđum til keppni. Stuđst var viđ 15. gr. skáklaga SÍ en ţar kemur fram ađ stjórn SÍ velji landsliđ Íslands hverju sinni. "  

Niđurstađa

Í samrćmi viđ 1. mgr.15. gr. skáklaga Skáksambands Íslands (SÍ) velur stjórn SÍ landsliđ Íslands í skák hverju sinni svo og ţátttakendur Íslands í alţjóđlegum mótum á vegum FIDE.  Skv. 4. mgr. sömu greinar skal stjórn SÍ fela sérstakri nefnd eđa ţjálfara ađ gera tillögu til hennar um skipan landsliđs.

Fyrir liggur ađ kćrandi var valinn í liđ Íslands fyrir Ólympíumótiđ í skák í Istanbúl 2012. Var sú ákvörđun formlega tekin af stjórn SÍ.

Samkvćmt greinargerđ Gunnars Björnssonar fyrir hönd SÍ dags. 24.10.2012 tók landsliđsnefnd ákvörđun um breytta liđskipan skv. umbođi frá stjórn SÍ.

Fyrir dóminum liggur ekki sérstakt og formlegt umbođ stjórnar SÍ til landsliđsnefndar um ađ gera breytingar á skipan ólympíusveitarinnar.

Ađ mati landsliđsnefndar komu upp ósćttanlegur ágreiningur innan liđsins rétt fyrir brottför ţess til keppni. Brást landsliđsnefndin viđ međ ţeim hćtti sem áđur er lýst  og breytti skipan liđsins. Var sú ákvörđun tilkynnt međ tölvupósti til stjórnar SÍ.

Samkvćmt 15. gr. skáklaga SÍ er ţađ stjórnar SÍ ađ skipa í landsliđiđ og af eđli máls leiđir ađ liđskipan verđi ađeins breytt af sama ađila. Áhöld eru ađ mati dómsins hvort stjórn SÍ geti framselt slíkt vald til landsliđsnefndar, enda felur ákvörđun um ađ víkja landsliđsmanni úr skáksveitinni í sér íţyngjandi ákvörđun sem taka verđur međ rökstuddum hćtti af ţar til bćrum ađila. Ađ mati dómsins ţarf a.m.k. ađ liggja fyrir skýrt umbođ frá stjórninni en svo er ekki í máli ţessu.

Skákdómstóllinn kallađi sérstaklega eftir rökstuđningi frá Skáksambandi Íslands fyrir ţeirri ákvörđun ađ breyta skipan liđsins. Vísađ var sérstaklega til áminningar sem kćrandi sćtti í kjölfar keppni á ólympíumóti 2010. Ađ mati dómsins kemur sú áminning ekki til álita viđ mat á breyttri liđskipan nú, vegna ţess ađ í millitíđinni nánar tiltekiđ ţann 9. júní 2011, valdi stjórn SÍ kćranda í ólympíuliđsveit Íslands til keppni 2012.

Ekki verđur ráđiđ af gögnum ţessa máls ađ háttsemi kćranda ađ öđru leyti í ađdraganda ólympíufararinnar hafi veriđ slík ađ hann hafi gerst brotlegur viđ 13 gr. laga Skáksambands Íslands eđa eitthvađ annađ hafi réttlćtt brottvísun hans úr ólympíusveit Íslands.

Hagsmunir kćranda af ţví ađ halda sćti sínu í ólympíusveitinni eru eđli málsins samkvćmt verulegir og brottvikning hans úr liđinu til ţess fallin ađ skađa orđstír hans.

Ţađ er niđurstađa dómstóls Skáksambands Íslands ađ hvort tveggja hafi skort, form- og efnisskilyrđi til brottvikningar kćranda úr ólympíusveit Íslands 2012.

Beinir dómstóllinn ţví til stjórnar Skáksambands Íslands ađ í kjölfar ţessa úrskurđar verđi máliđ tekiđ til umfjöllunar á stjórnarfundi og hlutur kćranda réttur ađ ţví marki sem hćgt er.

Úrskurđarorđ

Ákvörđun um brottvikningu Héđins Steingrímssonar úr ólympíusveit Íslands í skák 2012 var ekki nćgilega rökstudd samkvćmt lögum og reglum Skáksambands Íslands.

Málinu er vísađ til Skáksambands Íslands til frekari umfjöllunar.

Í skákdómstól Skáksambands Íslands.

Friđjón Örn Friđjónsson, formađur

Jón Rögnvaldsson

Ólafur H. Ólafsson                                                                                                

 

 


Sýnishorn úr kennsluskákbók Krakkaskákar

skak_forsida2-03.jpgHér fyrir skemmstu á Skák.is voru kynntar kennslubćkur frá Krakkskák.  Sjá nánar hér.

Siguringi Sigurjónsson, forsvarsmađur Krakkaskákar hefur lagt í ţetta heilmiklu vinna og hér sem PDF-viđhengi má finna má sýnishorn úr bókinni.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Atskákmót Icelandair - sveitakeppni

IMG 6416

Atskákmót Icelandair 2012 verđur haldiđ á Reykjavík Natura, gamla Hótel Loftleiđir 8.-9. desember. Ţetta mót verđur međ svipuđu sniđi og í fyrra en fjöldi ţátttakenda hefur einhver áhrif á keppnisfyrirkomlagiđ.

Mörg merkileg skákmót hafa veriđ haldin á Hótel Loftleiđum í gegnum tíđina og hafa margir heimsţekktir skákmenn teflt ţar ásamt okkar stórmeisturum og ţví má búast viđ ađ ţessi stađur rifji upp gamlar minningar hjá mörgum skákmanninum og skapi skemmtilegt andrúmsloft. Einnig má nefna ađ Fischer heitinn gisti á Hótel Loftleiđum forđum daga og fyrst ţegar hann kom aftur til landsins.IMG 6412

Ţetta er opin sveitakeppni međ fjögurra manna liđi en leyfilegt er ađ hafa 3 varamenn. Ţó ađ ţetta sé opin sveitakeppni eru fyrirtćki, stofnanir, klúbbar, eđa önnur félög hvött til ađ senda liđ til keppni.  Markmiđiđ er ađ hafa jafna og skemmtilega keppni og ţví er sá hátturinn hafđur á ađ hver sveit má ekki hafa fleiri en 8.500 skákstig í hverri umferđ.

Vissulega er hćgt ađ setja saman allskonar sveitir sem vćru innan viđ 8.500 stig en ţađ vćri gaman ađ sveitir vćru skipađar bćđi stigaháum annars vegar og stigalćgri hins vegar,  "Gens Una Sumus" - "Viđ Erum Ein fjölskylda"

Miđađ er viđ alţjóđleg stig en ef alţjóđleg stig eru ekki til stađar er miđađ viđ íslensk stig og stigalausir reiknast međ 1.500 stig. Miđađ er viđ nóvember lista FIDE en september lista íslenska listans.

  • Reykjavík Natura, áđur Hótel Loftleiđir
  • 8.-9. desember, byrjađ klukkan 13:00 báđa dagana
  • 4 í liđi, leyfilegt ađ hafa 3 varamenn
  • Ţátttökufjöldi 16-24 sveitir, en ţađ verđur hćgt ađ setja liđ á biđlista.
  • 8.500 stig á sveitina í hverri umferđ.
  • Stigalausir og ţeir sem hafa fćrri en 1.500 stig verđa skráđir međ 1.500 stig
  • Miđađ er viđ nóvember lista FIDE og september listann í íslensku stigunum
  • 9-14 umferđir, ţetta rćđst af ţátttöku.
    • Miđađ er viđ ađ taflmennska verđi á milli 13:00-18:00 báđa dagana.
  • 15 mínútur á mann, ţátttökufjöldi gćti haft áhrif á ţetta.
  • Keppnisfyrirkomulagiđ er svissneskt kerfi.
  • Flestir vinningar gilda.
  • Ţátttökugjald: 16.000 á sveitina og greiđist á skákstađ.
  • Ţátttakendur eru hvattir til ađ skrá sig tímanlega ţar sem ađ ţátttökufjöldinn er takmarkađur.

Verđlaun:*

Sveitakeppni:

  • 1. sćti: 4x farmiđar fyrir tvo til Evrópu međ Icelandair
  • 2. sćti: 4x gjafabréf fyrir tvo á veitingastađnum Satt
  • 3. sćti: 4x gjafabréf fyrir tvo í Fontana

Borđaverđlaun.

Borđaverđlaunin eru farmiđar innanlands fyrir tvo í bođi Flugfélags Íslands og Sagaklúbbs Icelandair og gisting í  2 nćtur fyrir tvo á Icelandair Hótelum  ásamt morgunverđarhlađborđi. Hćgt verđur ađ velja um gistingu á Hótel Akureyri eđa á Hótel Hérađi.

Óvćntasti sigurinn
Sá ađili sem vinnur óvćntasta sigurinn mun fá gjafabréf á veitingastađnum Satt sem gildir fyrir tvo. Miđađ er viđ stigamun.

Besti varamađurinn
Besti varamađurinn fćr gjafabréf á veitingastađnum VOX fyrir tvo.

Útdráttarverđlaun - einvígi, teflt á međan er veriđ ađ taka saman lokaúrslit.

Einnig eru glćsileg útdráttarverđlaun en ţau eru hvorki meira né minna en farmiđar fyrir tvo til Bandarríkjanna međ Icelandair.

Tveir verđa dregnir út til ađ tefla hrađskák um ţessi verđlaun.10 mínútum verđa skipt á milli skákmannanna og verđur notast viđ ákveđna tímaforgjafarformúlu til ađ gefa ţeim stigalćgri meiri möguleika og auka spennuna. Tímaforgjafarformúlan verđur útskýrđ á skákstađ fyrir einvígiđ.

Sá sem er dreginn fyrr fćr hvítt.

Sá sem tapar fćr gjafabréf á veitingastađnum VOX fyrir tvo. Ef ţađ verđur jafntefli skipta skákmennirnir vinningunum á milli sín nema ađ ţađ sé áhugi hjá báđum ađilum ađ tefla bráđabanaskák međ sama fyrirkomlagi en međ minni tíma og öfugum litum.

* ATH. Sami ađili getur ekki unniđ til fleiri en einna ferđavinninga, ef slíkt kemur upp mun viđkomandi ađili velja hvađa vinning hann vill, útfćrist nánar á skákstađ!
- Greiđa ţarf flugvallarskatta af öllum flugmiđum.

Skráning fer fram hér.

Hćgt er ađ fylgjast međ skráningum hér.

Á Facebook er hćgt ađ skiptast á skođunum og auglýsa sig eđa eftir liđsmönnum  

Skráningu lýkur ađfaranótt laugardagsins 1. desember.
Frekari upplýsingar er hćgt ađ fá međ ţví ađ senda póst á Óskar Long;
ole@icelandair.is


Ţór Valtýsson Hrókur dagsins í Ásgarđi

Ţór ValtýssonŢór Valtýsson sigrađi međ nokkrum yfirburđum í dag í Ásgarđi, ţar sem tuttugu og sex heldri skákmenn skemmtu sér međ trékörlunum.

Ţór leifđi ađeins eitt jafntefli og fékk 9,5 vinning af tíu mögulegum og kallast ţví Hrókur dagsins í dag. Í öđru sćti varđ Sćbjörn G Larsen međ 7,5 vinning og Össur Kristinsson náđi ţriđja sćtinu međ 7 vinningum.

Nćsta ţriđjudag ćtlum viđ ađ tefla til heiđurs Birgi Sigurđssyni  fráfarandi formanni og heiđra hann fyrir frábćr störf í ţágu skáklistarinnar um marga áratugi.

Ţetta mót verđur kallađ Birgismótiđ.

Allir skákmenn 60 ára og eldri hjartanlega velkomnir til leiks.

Ţađ verđa tefldar níu umferđir međ 10 mín. umhugsun.

Mótiđ hefst kl.13.00

Fyrir ţá sem hafa ekki komiđ til okkar áđur, ţá teflum viđ í Stangarhyl 4.

Nánari úrslit í dag:

  • 1          Ţór Valtýsson                                      9.5
  • 2          Sćbjörn G Larsen                               7.5
  • 3          Össur Kristinsson                                7
  • 4-5       Ţorsteinn  Guđlaugsson                      6.5
  •             Jón Víglundsson                                 6.5
  • 6-7       Valdimar Ásmundsson                       6
  •             Birgir Ólafsson                                    6
  • 8-10     Haraldur Axel                                     5.5
  •             Magnús V Pétursson                           5.5
  •             Ásgeir Sigurđsson                               5.5
  • 11-16   Halldór Skaftason                               5
  •             Garđar Guđmundsson                         5
  •             Friđrik Sófusson                                  5
  •             Óli Árni Vilhjálmsson                         5
  •             Birgir Sigurđsson                                5
  •             Einar S Einarsson                                5
  • 17-21   Sigurđur Kristjánsson                          4.5
  •             Finnur KR Finnsson                            4.5
  •             Jónas Ástráđsson                                 4.5
  •             Bragi G Bjarnarson                             4.5
  •             Gísli Sigurhansson                              4.5

Nćstu fimm skákmenn fengu ađeins fćrri vinninga.                                    


Dagur međ jafntefli í 3. umferđ í Búdapest

Dagur ArngrímssonAlţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2368) gerđi jafntefli viđ ungverska stórmeistarann Zoltan Varga (2456) í 2. umferđ First Saturday-mótsins sem fram fór í dag.  Í gćr tapađi  hann fyrir indverska stórmeistarann Tejas Bakre (2481).  Dagur hefur 1 vinning og er í 4.-5. sćti.

Sjö skákmenn taka ţátt í GM-flokki og eru međalstigin 2426 skákstig.  Dagur er nr. 5 í stigaröđ keppenda.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband