Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012

Fréttaskeyti Skákakademíunnar nr. 2

Fréttaskeyti Skákakademíunnar nr. 2 kom út í dag.  Međal efnis er:

  • Vikulegar heimsóknir í Barnaspítala Hringsins
  • Griđastađar viđ Hverfisgötu: Allir eru velkomnir í Vin
  • Verđlaunamynd úr Kópavogi
  • Skák er skemmtileg - í framhaldsskólum
  • Donika Kolica: Í skákinni eignast mađur vini á öllum aldri
  • Skemmtilegar stađreyndir um skák
  • Skákţraut vikunnar
Fréttaskeytiđ má nálgast hér eđa neđan sem PDF-viđhengi.
Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Einar Hjalti efstur međ fullt hús á Skákţingi Garđabćjar

Einar Hjalti

FIDE-meistarinn Einar Hjalti Jensson (2295) fer mikinn á Skákţingi Garđabćjar. Í 3. umferđ, sem fram fór í gćr, vann hann Jón Birgi Einarsson (1658) og er efstur međ fullt hús. Enn er töluvert um óvćnt úrslit en í gćr gerđi Bjarnsteinn Ţórsson (1335) sér lítiđ fyrir og lagđi margfaldan skákmeistari Garđbćjar, Jóhann H. Ragnarsson (2061), ađ velli. Bjarnsteinn er annar međ 2,5 vinning. Kjartan Maack (2132) er ţriđji međ 2 vinninga.  Páll Sigurđsson (1983) er í miklum jafnteflisgír og gerđi nú jafntefli viđ Omar Salama (2277), sem hefur ekki náđ sér á strik.

Úrslit 3. umferđar má finna hér, stöđu mótsins má finna hér og röđun 4. umferđar sem fram fer á fimmtudagskvöld má finna hér.

Í b-flokki eru Óskar Víkingur Davíđsson og Kári Georgsson efstir međ fullt hús.  Nánari upplýsingar um b-flokkinn má finna á Chess-Results.



Unglingameistaramót Íslands (20 ára og yngri) hefst í kvöld

Skáksamband Íslands

Unglingameistaramót Íslands 2012 fer fram í Faxafeni 12, Reykjavík dagana 9.- 10. nóvember nk.  Ţátttökurétt eiga ţeir sem verđa 20 ára á almanaksárinu og yngri.

 

Sigurvegari á mótinu hlýtur titilinn "Unglingameistari Íslands 2012" og í verđlaun farseđil - ađ hámarki kr. 50.000.-  á skákmót erlendis.  Farseđilinn gildir í eitt ár.

Mótiđ átti ađ fara fram síđustu helgi en var frestađ vegna veđurs. Ţeir sem skráđu sig fyrir helgina ţurfa ekki ađ endurskrá sig.    

Umferđatafla:             

Föstudagur 9. nóv.:

kl. 20.00                                  4 atskákir


Laugardagur 10. nóv.:

kl. 17.00                                  3 atskákir

Ađ móti loknu verđur verđlaunaafhending og lokahóf.

Tímamörk:                   25 mín + 10 sek. viđbótartími á hvern leik     

Ţátttökugjöld:             kr. 2.000.-

Skráning: http://www.skak.is og skaksamband@skaksamband.is.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.  


Íslandsmót 15 ára og yngri hefst á morgun

Skákţing Íslands 2012 -  drengja-og telpnameistaramót (15 ára og yngri)

Skákţing Íslands 2012 -   pilta-og stúlknameistaramót (13 ára og yngri)                                                          

Skáksamband Íslands

Keppni á Skákţingi Íslands 2012 - 15 ára og yngri (fćdd 1997 og síđar) og 13 ára og yngri (fćdd 1999 og síđar) verđur haldiđ í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur dagana 10. og 11. nóvember nk.  Tefldar verđa 9 umferđir eftir monrad kerfi og er umhugsunartími 20 mín. á skák fyrir keppanda.  Teflt verđur í einum flokk.

Mótiđ átti ađ fara fram síđustu helgi en var frestađ vegna veđurs. Ţeir sem skráđu sig fyrir helgina ţurfa ekki ađ endurskrá sig.  

Skákstađur: Faxafen 12, Reykjavík

Umferđartaflan:

Laugardagur 10. nóvember      

  • kl. 13.30                      1. umferđ
  • kl. 14.30                      2. umferđ
  • kl. 15.30                      3. umferđ
  • kl. 16.30                      4. umferđ
  • kl. 17.30                      5. umferđ

Sunnudagur 11. nóvember       

  • kl. 11.00                      6. umferđ
  • kl. 12.00                      7. umferđ
  • kl. 13.00                      8. umferđ
  • kl. 14.00                      9. umferđ

                                               

Ţetta eru áćtlađar tímasetningar, en hver ný umferđ hefst ađ ţeirri fyrri lokinni.

Ađ ţví loknu verđlaunaafhending og mótsslit.

Ţátttökugjöld: kr. 1.000.- (hámark kr. 1.500.- fyrir fjölskyldu)

Verđlaun:  Verđlaunabikarar fyrir ţrjú efstu sćtin í hvorum flokki.

Skráning: http://www.skak.is og skaksamband@skaksamband.is.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér


HM ungmenna: Vignir Vatnar vann í fyrstu umferđ

Vignir Vatnar ađ teflaVignir Vatnar Stefánsson tekur ţátt í flokki 10 ára og yngri á HM ungmenna sem hófst í Maribor í Slóveníu í dag.  Vignir vann í fyrstu umferđ keppenda frá Singapore. 

Alls taka 192 skákmenn ţátt í flokki Vignis og er Vignir nr. 91 í stigaröđ keppenda.  Honum til ađstođar er Helgi Ólafsson.

Heimasíđa mótsins

 

 


TORG-skákmótiđ verđur í Foldaskóla á laugardaginn

TORG-mót FjölnisSkákdeild Fjölnis heldur hiđ árlega TORG - skákmót nćsta laugardag, 10. nóvember og verđur mótiđ ađ ţessu sinni haldiđ í Foldaskóla í Grafarvogi.

TORG-mótiđ stendur frá kl. 11:00 - 13:00 og lýkur međ veglegri verđlaunaafhendingu. Fyrirtćkin á Torginu í Hverafold gefa yfir 20 góđa vinninga og verslunin NETTÓ býđur öllum ţátttakendum upp á ókeypis veitingar og gefur ţrjá glćsilega verđlaunabikara.TORG-mót Fjölnis

Heiđurđsgestur TORG-mótsins 2012 verđur sjálfur Íslandsmeistarinn Ţröstur Ţórhallsson og mun hann leika fyrsta leikinn.

Tefldar verđa sex umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. TORG-skákmót Fjölnis eru bráđskemmtileg skákmót ćtluđ öllum grunnskólanemendum og tilvaliđ fyrir nemendur sem TORG-mót Fjölnisnotiđ hafa kennslu í skólum t.d. á vegum Skákakademíu Reykjavíkur. Flestir af öflugustu skákrökkum landsins hafa í gegnum árin fjölmennt á Torg- skákmót Fjölnis. Mótiđ hefst eins og áđur segir kl. 11.00 en ţátttakendur eru beđnir um ađ mćta fimmtán mínútum fyrr til skráningar.


Íslandsmót unglingasveita fer fram 24. nóvember

Íslandsmót unglingasveita verđur haldiđ ţann 24. nóvember nćstkomandi í Garđalundi í Garđabć. (Garđaskóli)

Mótiđ hefst kl. 13 og stendur líklega fram til 17. Umhugsunartími á mann eru 15 mínútur.

Mótiđ er liđakeppni taflfélaga og eru 4 í hverju liđi auk varamanna.

Reglugerđ mótsins má finna međ ţví ađ smella hér. 
http://www.skaksamband.is/?c=webpage&id=249

Ţátttökurétt hafa öll taflfélög sem og/eđa íţrótta/hérađssambönd svo framarlega ađ ekki er taflfélag á sama svćđi.

Skráning fer fram í tölvupósti til félagsins: tg(hjá)tgchessclub.com

Benda ber sérstaklega á

  • ađ sameinuđ liđ geta ekki orđiđ Íslandsmeistarar
  • hverju liđi skal fylgja liđsstjóri sem sér um liđiđ og ađ fylla út öll úrslit í mótinu. Hver liđsstjóri skal ekki stýra meira en 2 liđum
  • Ţátttökugjöld eru 3000 kr. á hvert liđ.

Íslandsmeistarar 2011 eru Skákdeild Fjölnis.

Sjá má öll úrslit á mótinu 2011 međ ţví ađ smella á hlekkinn hér fyrir aftan. 
http://chess-results.com/tnr60197.aspx?lan=1

Skáksegliđ IV - Jón Ţ. Ţór efstur

sk_ksegli_iv_2012_ese.jpgFyrsta umferđ í mótaröđinni um SkákSegliđ var tefld í gćr í Vonarhöfn ţar sem Riddarar reitađa borđsins hittast vikulega til tafls og reyna međ sér. Friđur og ró hvíldi yfir mótinu enda veriđ ađ jarđa í kirkjunni sjálfri viđ hliđina í bókstaflegri merkingu. En viđ taflborđiđ jörđuđu menn hins vegar hvern annan í óeiginlegu merkingu svo viđ blasti bara mátiđ eitt eđa stađan rústir einar, sagđi Einar.

Engin  „ef, hefđi og mundi" taflmennska , menn tóku úrslitum og mćttu örlögum sínum í hverri skák međ jafnađargeđi, enda tekur ţađ nú skv. nýjustu fréttum allt ađ 3 mánuđi ađ fá tíma hjá geđlćkni, ef skákáfallastreituhliđrunarhugröskunareinkenni gera vart viđ sig.

Sigurvegarar ţriggja undanfarandi móta um SkákSegl Grímzó eru ţeir: Sigurđur Herlufsen, Ţór Valtýsson og Guđfinnur Kjartansson, sem allir hafa fengiđ nafn sitt skráđ silfruđu letri á hinn fagra verđlaunagrip sér til heiđurs og til upplýsingar fyrir komandi kynslóđir skákáhugamanna.   

Nú er ekki ađ vita nema ný nöfn blandi sér í baráttuna, ţrátt fyrir ađ tveir fyrrv. vinningshafar séu međal keppenda, ţví efstir í gćr urđu hinir rammefldu skákmeistarar Jón Ţ. Ţór međ 10 v. af 11 mögulegum og Ingimar Halldórsson međ 9.5v í öđru sćti, sem kemur út af fyrir sig ekki mjög á óvart. Mesta athygli vakti ţó ađ Eiríkur Viggósson, fyrrv. yfirkokkur, matreiddi hvern vinninginn á fćtur öđrum, nánast úr engu og fór létt međ ţađ. Hann lék marga andstćđinga sína svo grátt ađ viđ borđ lá ađ ţeir fengu snert af ofangreindum kvilla og áfallahugröskun, en betur fór en áhorfđist.

Sjá má nánari úrslit á međf. mótstöflu sem og á www. riddarinn.net

 

skaksegli_motstafla_i.jpg

 

ESE - 10.11.12


Verđlaunamynd frá Afmćlismóti aldarinnar

Samhliđa Afmćlismóti aldarinnar fór fram skákmyndasamkeppni. Margar flottar og frumlegar myndir bárust dómnefnd.

Ein mynd ţótti bera af međ tilliti til frumleika og nákvćmni. Ţá mynd teiknađi Steinrós Birta Kolbeins 14ára gömul stúlka frá Kópavogi og hlýtur ađ launum kringlukort frá Skákakademíunni ađ verđmćti 7.500 kr.

Ţegar litiđ er til hauskúpunnar kemur ef til vill upp ţekkt setning sem Garry Kasparov sagđi um skák!

 

Verđlaunamynd

 

 


Arnar atskákmeistari Reykjavíkur - Vigfús atskákmeistari Hellis

Jóhanna Björg og ArnarArnar Gunnarsson sigrađi örugglega á atskákmóti Reykjavíkur sem haldiđ var 5. nóvember sl. Arnar steig varla feilspor í mótinu og vann allar skákir sínar sex ađ tölu. Arnar er ţví atskákmeistari Reykjavíkur 2012 og er ţetta í fjórđa sinn sem hann hampar titlinum. Annar varđ Vigfús Ó. Vigfússon međ 5v. Vigfús fćrđi sér í nyt ađ stigahćrri skákmönnum voru mislagđar hendur í nokkrum skákum og náđi ţannig eftir harđa baráttu viđ ţá sem ruddu honum brautina ađ sćkja annađ sćtiđ. Vigfús ásamt félaga

Jafnir í 3-5 sćti međ 4,5v voru svo Einar Hjalti Jensson, Dagur Ragnarsson og Jóhann Helgi Sigurđarson. Vigfús er atskákmeistari Hellis 2012 sem efstur Hellismanna og er ţetta í annađ sinn sem hann fćr ţann titil en í fyrra skiptiđ var Arnar einnig sigurvegari mótsins.

Nćsta skákkvöld í Hellisheimilinu verđur nćstkomandi mánudagskvöld 12. nóvember kl. 20. Ţá verđur hrađkvöld.

Lokastađan á Atskákmóti Reykjavíkur:

 Röđ  Nafn                             Vinn.   M-Buch. Buch. Progr.

  1   Arnar Gunnarsson,                 6        15.0  23.0   21.0
  2   Vigfús Ó. Vigfússon,              5        14.5  22.5   18.0
 3-5  Einar Hjalti Jensson,             4.5      16.0  24.0   16.5
      Dagur Ragnarsson,                 4.5      14.0  19.0   16.5
      Jóhann Helgi Sigurđsson,          4.5      13.5  21.0   16.0
 6-8  Örn Leó Jóhannsson,               4        17.5  25.5   16.0
      Jon Olav Fivelsted,               4        11.5  18.0   13.0
      Ingi Tandri Traustason,           4        10.5  16.0   13.0
9-13  Elsa María Kristínardóttir,       3.5      16.0  23.0   15.0
      Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, 3.5      15.0  23.5   15.0
      Oliver Aron Jóhannesson,          3.5      13.0  19.5   12.5
      Ţorvarđur F. Ólafsson,            3.5      13.0  18.0   13.0
      Páll  Andrason,                   3.5      12.0  18.0   12.5
14-19 Gunnar Örn Haraldsson,            3        14.0  21.5   13.0
      Óskar Maggason,                   3        12.5  20.0   11.0
      Jóhanna Björg Jóhannsdóttir,      3        11.5  17.0   12.0
      Arsenij Zacharov,                 3        11.5  17.0   10.0
      Ađalsteinn Thorarensen,           3        10.0  16.0    8.0
      Jakob Alexander Petersen,         3        10.0  14.5    7.0
20-26 Dagur Kjartansson,                2        12.5  17.5    7.0
      Róbert Leó Jónsson,               2        12.0  18.0    8.0
      Pétur Jóhannesson,                2        11.0  17.0    6.0
      Andri Steinn Hilmarsson,          2        11.0  15.5    6.0
      Kristófer Jóel Jóhannesso,        2        10.5  15.5    8.0
      Alec Sigurđarson,                 2        10.0  15.0    6.0
      Árni Thoroddsen,                  2         7.5  12.0    5.0
27-28 Bjarni Ţór Guđmundsson,           1.5      10.0  14.5    3.5
      Erik Daníel Jóhannesson,          1.5       9.0  13.0    4.5
 29   Björgvin Kristbergsson,           1        10.5  16.5    2.0

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 19
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8778742

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband