Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Vignir Vatnar gengur til liðs við Skákdeild Fjölnis

Vignir Vatnar á Skákmóti Árnamessu 2011 þar sem hann sigraði í yngri flokkSkákdeild Fjölnis bættist  góður liðsauki í dag þegar þeir feðgar Stefán Már Pétursson og Vignir Vatnar Stefánsson gengu til liðs við félagið.

Vignir Vatnar er ekki ókunnur barna-og unglingastarfi Fjölnis því að hann hefur verið duglegur að sækja æfingar skákdeildarinnar á laugardögum og tekið þátt í öllum skákviðburðum deildarinnar. Það var einmitt á TORG-móti Fjölnis 2009 sem Vignir Vatnar, þá 6 ára gamall, sló í gegn og hefur strákurinn síðan verið einstaklega sigurglaður á öllum Fjölnismótum.

Það er Skákdeild Fjölnis mikill fengur að fá þá feðga til liðs við barna- og unglingastarfið sem hefur verið afar blómlegt og árangursríkt í þau 8 ár sem liðin eru frá stofnun deildarinnar en skákdeildin hefur margsinnis notið aðstoðar Stefáns við undibúning og framkvæmd barna- og unglingaskákmóta.


Skákkennsla að hefjast í þremur skólum í Þingeyjarsýslu

Líkt og undanfarin ár verður skákfélagið Goðinn-Mátar með skákkennslu í skólum Þingeyjarsýslu.
Nú er komið á hreint hvernig kennslunni verður háttað.

p4194563%20small 

                     Teflt af keppi í Stórutjarnaskóla  

Á mánudögum verður kennsla í Stórutjarnaskóla frá kl 15:30-16:30. Nemendur úr Litlulaugaskóla verða einnig með í þeirri kennslu. Fyrsta kennslustundin verður mánudaginn 29 október.

apríl 2012 005 

Þessir krakkar voru í kennslu í Borgarhólsskóla í fyrra. 

Kennt verður alla þriðjudaga frá kl 15:00-16:00 í Borgarhólsskóla á Húsavík og verður fyrsta kennslustundin þriðjudaginn 6 nóvember.

Kennslan er öllum nemendum í skólunum þremur að kostnaðarlausu. Sveitarfélögin, Þingeyjarsveit og Norðurþing styðja skákfélagið Goðann-Máta til kennslunnar.

Á báðum stöðum verður nýtt námsefni sem Smári Rafn Teitsson samdi notað við kennsluna. Um kennsluna sér Hermann Aðalsteinsson, auk þess sem Smári Sigurðsson verður honum eitthvað til aðstoðar á Húsavík. 


Atskákmót Skákklúbbs Icelandair 2012 - Sveitakeppni

IMG 6416

Atskákmót Icelandair 2012 verður haldið á Reykjavík Natura, gamla Hótel Loftleiðir 8.-9. desember. Þetta mót verður með svipuðu sniði og í fyrra en fjöldi þátttakenda hefur einhver áhrif á keppnisfyrirkomlagið.

Mörg merkileg skákmót hafa verið haldin á Hótel Loftleiðum í gegnum tíðina og hafa margir heimsþekktir skákmenn teflt þar ásamt okkar stórmeisturum og því má búast við að þessi staður rifji upp gamlar minningar hjá mörgum skákmanninum og skapi skemmtilegt andrúmsloft. Einnig má nefna að Fischer heitinn gisti á Hótel Loftleiðum forðum daga og fyrst þegar hann kom aftur til landsins.IMG 6412

Þetta er opin sveitakeppni með fjögurra manna liði en leyfilegt er að hafa 3 varamenn. Þó að þetta sé opin sveitakeppni eru fyrirtæki, stofnanir, klúbbar, eða önnur félög hvött til að senda lið til keppni.  Markmiðið er að hafa jafna og skemmtilega keppni og því er sá hátturinn hafður á að hver sveit má ekki hafa fleiri en 8.500 skákstig í hverri umferð.

Vissulega er hægt að setja saman allskonar sveitir sem væru innan við 8.500 stig en það væri gaman að sveitir væru skipaðar bæði stigaháum annars vegar og stigalægri hins vegar,  "Gens Una Sumus" - "Við Erum Ein fjölskylda"

Miðað er við alþjóðleg stig en ef alþjóðleg stig eru ekki til staðar er miðað við íslensk stig og stigalausir reiknast með 1.500 stig. Miðað er við nóvember lista FIDE en september lista íslenska listans.

  • Reykjavík Natura, áður Hótel Loftleiðir
  • 8.-9. desember, byrjað klukkan 13:00 báða dagana
  • 4 í liði, leyfilegt að hafa 3 varamenn
  • Þátttökufjöldi 16-24 sveitir, en það verður hægt að setja lið á biðlista.
  • 8.500 stig á sveitina í hverri umferð.
  • Stigalausir og þeir sem hafa færri en 1.500 stig verða skráðir með 1.500 stig
  • Miðað er við nóvember lista FIDE og september listann í íslensku stigunum
  • 9-14 umferðir, þetta ræðst af þátttöku.
    • Miðað er við að taflmennska verði á milli 13:00-18:00 báða dagana.
  • 15 mínútur á mann, þátttökufjöldi gæti haft áhrif á þetta.
  • Keppnisfyrirkomulagið er svissneskt kerfi.
  • Flestir vinningar gilda.
  • Þátttökugjald: 16.000 á sveitina og greiðist á skákstað.
  • Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig tímanlega þar sem að þátttökufjöldinn er takmarkaður.

Verðlaun:*

Sveitakeppni:

  • 1. sæti: 4x farmiðar fyrir tvo til Evrópu með Icelandair
  • 2. sæti: 4x gjafabréf fyrir tvo á veitingastaðnum Satt
  • 3. sæti: 4x gjafabréf fyrir tvo í Fontana

Borðaverðlaun.

Borðaverðlaunin eru farmiðar innanlands fyrir tvo í boði Flugfélags Íslands og Sagaklúbbs Icelandair og gisting í  2 nætur fyrir tvo á Icelandair Hótelum  ásamt morgunverðarhlaðborði. Hægt verður að velja um gistingu á Hótel Akureyri eða á Hótel Héraði.

Óvæntasti sigurinn
Sá aðili sem vinnur óvæntasta sigurinn mun fá gjafabréf á veitingastaðnum Satt sem gildir fyrir tvo. Miðað er við stigamun.

Besti varamaðurinn
Besti varamaðurinn fær gjafabréf á veitingastaðnum VOX fyrir tvo.

Útdráttarverðlaun - einvígi, teflt á meðan er verið að taka saman lokaúrslit.
Einnig eru glæsileg útdráttarverðlaun en þau eru hvorki meira né minna en farmiðar fyrir tvo til Bandarríkjanna með Icelandair.

Tveir verða dregnir út til að tefla hraðskák um þessi verðlaun.10 mínútum verða skipt á milli skákmannanna í öfugu hlutfalli við stigin sem skákmennirnir hafa til að gefa þeim stigalægri meiri möguleika og auka spennuna.

Sá sem er dreginn fyrr fær hvítt og verður að vinna, svörtum dugir jafntefli.

Sá sem tapar fær gjafabréf á veitingastaðnum VOX fyrir tvo.

* ATH. Sami aðili getur ekki unnið til fleiri en einna ferðavinninga, ef slíkt kemur upp mun viðkomandi aðili velja hvaða vinning hann vill, útfærist nánar á skákstað!
- Greiða þarf flugvallarskatta af öllum flugmiðum.

Skráning fer fram hér.

Hægt er að fylgjast með skráningum hér.

Á Facebook er hægt að skiptast á skoðunum og auglýsa sig eða eftir liðsmönnum  

Skráningu lýkur aðfaranótt laugardagsins 1. desember.
Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á Óskar Long;
ole@icelandair.is


Skákþing Garðabæjar hefst í kvöld

Skákþing Garðabæjar hefst fimmtudaginn 25. október 2012.  Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.  

Vinsamlega skráið ykkur í mótið með því að smella hér

Smellið hér til að sjá skráða keppendur

Mótsstaður: Garðatorg 1. (gamla Betrunarhúsið). við Hægri hlið Víðis og upp á 2 hæð. 

Umferðatafla:
  • 1. umf. Fimmtudag 25. okt. kl. 19.30.
  • 2. umf. Fimmtudag 1. nóv. kl. 19.30
  • 3. umf. Fimmtudag 8. nóv. kl. 19.30
  • 4. umf. Fimmtudag 15. nóv. kl. 19.30
  • 5. umf. Fimmtudag 22. nóv. kl. 19.30
  • 6. umf. Fimmtudag 29. nóv. kl. 19.30
  • 7. umf. Fimmtudag 6. des. kl. 19.30

Keppnisfyrirkomulag er Svissneskt kerfi. 

Tímamörk eru 90 mínútur og 30 sek sem bætist við hvern leik. 

Ath. B-flokkur er einungis fyrir skákmenn með 1499 stig eða minna. Umhugsunartími þar er 60 mín + 30 sek. á leik. 

Verðlaun auk verðlaunagripa:

  • 1. verðlaun. 25 þús. 
  • 2. verðlaun 10 þús.
  • 3. verðlaun 5 þús.
Verðlaun fyrir Skákmeistara Garðabæjar er bókaúttekt hjá Bóksölu Sigurbjarnar fyrir allt að 4.000 kr. 
Mótið er um leið Skákþing Taflfélags Garðabæjar. (keppt er um titilinn ef jafnt)

Aukaverðlaun:   
  • Efst(ur) 16 ára og yngri.(1996 og síðar). Bókarvinningur að verðmæti 4.000 kr.
  • Efst(ur) í B flokki: Bókarvinningur auk grips. 


ATH. Ekki er hægt að vinna til fleiri en einna verðlauna. Peningaverðlaunum er skipt, en ekki aukaverðlaunum. Fari fjöldi borgandi keppenda yfir 40 manns verður bætt við verðlaun. 

Sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins fengið félagsmenn taflfélags í Garðabæ eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.

Þátttökugjöld:

Félagsmenn. Fullorðnir 2.500 kr. 17 ára og yngri ókeypis.
Utanfélagsmenn. Fullorðnir 3.500 kr. Unglingar 17 ára og yngri 2.000 kr

Skráning er á staðnum frá hálftíma fyrir mót en mjög æskilegt er að menn skrái sig fyrirfram á síðunni hér að ofan eða í síma 860 3120. 

Skákstjóri er Páll Sigurðsson

Skákmeistari Garðabæjar 2011 var Jóhann H Ragnarsson.


Sjá má upplýsingar um mótið 2011 á chess-result


Æskan og ellin fer fram á laugardag

Æskan og ellin Skákmótið í skák  "Æskan og Ellin" verður haldið í  9. sinn  laugardaginn 27.  október nk. í Strandbergi, Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.  RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara,  stendur fyrir mótinu meðstuðningi  dyggra stuðningsaðila.  Þátttaka  í mótinu er ókeypis og miðast við börn og ungmenni á grunnskólaaldri, 15 ára og yngri og öldunga 60 ára og eldri. Vegleg verðlaun og viðurkenningar.

Mótið hefst kl. 13  á laugardaginn kemur og  því lýkur um kl. 17  með veglegri veislu, verðlaunaafhendingu og vinningahappdrætti. Telfdar verða 9 skákir með 7 mínútna umhugsunartíma.  Æskilegt er að skrá sig fyrirfram eða mæta tímanlega á mótsstað. 

Skráning fer fram hér á Skák.is.

Lesa má meira um mótið hér: http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1261854/ og á www.riddarinn.net.


Jóhanna efst á Íslandsmóti kvenna

007Jóhanna Björg Jóhannsdóttir er efst með fullt hús á Íslandsmóti kvenna eftir að hafa lagt Elsu Maríu Kristínardóttur í 3. umferð sem fram fór í kvöld í húsnæði Skáksambands Íslands.  Tinna Kristín Finnbogadóttir er önnur með 2,5 vinning eftir sigur á Veroniku Steinunni Magnúsdóttur. 

Stigahæstu keppendur mótsins Lenka Ptácníková og 002Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir gerðu jafntefli í lengstu skák umferðarinnar.  Á morgun verður tefld frestuð skák Hrundar Hauksdóttur og Svandísar Rósar Ríkharðsdóttur.  Fjórða umferð fer fram á föstudag og hefst kl. 19.

Úrslit 3. umferðar:
  • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir - Elsa María Kristínardóttir 1-0
  • Lenka Ptacnikova - Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 0,5-0,5
  • Veronika Steinunn Magnúsdóttir - Tinna Kristín Finnbogadóttir 0-1
  • Donika Kolica - Nansý Davíðsdóttir 0-1
  • Svandís Rós Ríkharðsdóttir - Hrund Hauksdóttir frestað
  • Ásta Sóley Júlíusdóttir - Hildur B. Jóhannsdóttir 0-1

Myndaalbúm úr 3. umferð (GB)

Skákir 3. umferðar


Skákir 2. deildar

Skákir 2. deildar Íslandsmóts skákfélaga hafa verið innslegnar af Tómasi Veigari Sigurðarsyni. Menn eru beðnir um að fara yfir eigin skákir og láta vita ef eitthvað er ekki eins og það á að vera.

 


Rewind to the beginningOne move backFlip the boardShow moves paneShow commentsPlay one moveFast-forward to the end
Karlsson, Bjorn Ivar - Jonsson, Bjorgvin
2254 - 2356
Icelandic Team Champ 2012-2013 - 2 div., 2012.??.??

Karlsson, Bjorn Ivar - Jonsson, Bjorgvin (PGN)

1. e4 c5 2. c3 Nf6 3. e5 Nd5 4. d4 cxd4 5. Nf3 Nc6 6. cxd4 d6 7. Bc4 Nb6 8. Bb5 dxe5 9. Nxe5 Bd7 10. Nxd7 Qxd7 11. Nc3 e6 12. O-O Be7 13. Qg4 O-O 14. Rd1 Rfd8 15. Bh6 g6 16. h4 Rac8 17. Rac1 a6 18. Na4 Nxa4 19. Bxa4 b5 20. Bc2 Nb4 21. Bb3 Rxc1 22. Bxc1 a5 23. a3 a4 24. Bxe6 Qxe6 25. Qxe6 fxe6 26. axb4 Bxh4 27. b3 axb3 28. Be3 Bf6 29. Rb1 Bxd4 30. Rxb3 Bxe3 31. fxe3 Kf7 32. Rc3 Rd1+ 33. Kf2 Rb1 34. Rc7+ Kf6 35. Rxh7 Rxb4 36. Kf3 Rc4 37. Rb7 Rc5 38. Ke4 Re5+ 39. Kd4 Rd5+ 40. Ke4 Rc5 41. Kd4 Rd5+ 42. Ke4 g5 43. g3 Rc5 44. Kd4 Rd5+ 45. Ke4 Rc5 46. Kd4 Rc4+ 47. Kd3 Rb4 48. Kc3 Rb1 49. Kc2 Rg1 50. Rxb5 Rxg3 51. Kd3 Rf3 52. Ke4 Rf5 53. Rb8 g4 54. Rg8 Rg5 55. Rf8+ Kg7 56. Rf2 Kg6 57. Rg2 e5 58. Rg1 Kf6 59. Rb1 Ke6 60. Rb6+ Kd7 61. Kd5 Kc7 62. Rc6+ Kb7 63. Rc2 Kb6 64. Ke6 g3 65. Rg2 Kc5 66. Kf6 Rg8 67. Kxe5 Kc4 1/2-1/2

Þriðja umferð Íslandsmót kvenna fer fram í kvöld

IMG 2588Þriðja umferð Íslandsmóts kvenna fer fram í kvöld og hefst nú kl. 19. Þá mætast m.a. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Íslandsmeistarinn Elsa María Kristínardóttir en þær tvær leiða á mótinu með fullt hús og lentu reyndar í tveimur efstu sætunum í fyrra.  Lenka Ptácníková, sem er langstigahæst keppenda mætir Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur, sem er næst stigahæst keppenda. 

Bein útsending frá 3. umferð

Í umferð kvöldsinst mætast:

  • Jóhanna Björg - Elsa María
  • Lenka - Hallgerður Helga
  • Veronika Steinunn - Tinna Kristín
  • Donika - Nansý
  • Svandís Rós - Hrund
  • Ásta Sóley - Hildur Berlind

Heimasíða mótsins


Skákþing Garðabæjar hefst á morgun

Skákþing Garðabæjar hefst fimmtudaginn 25. október 2012.  Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.  

Vinsamlega skráið ykkur í mótið með því að smella hér

Smellið hér til að sjá skráða keppendur

Mótsstaður: Garðatorg 1. (gamla Betrunarhúsið). við Hægri hlið Víðis og upp á 2 hæð. 

Umferðatafla:
  • 1. umf. Fimmtudag 25. okt. kl. 19.30.
  • 2. umf. Fimmtudag 1. nóv. kl. 19.30
  • 3. umf. Fimmtudag 8. nóv. kl. 19.30
  • 4. umf. Fimmtudag 15. nóv. kl. 19.30
  • 5. umf. Fimmtudag 22. nóv. kl. 19.30
  • 6. umf. Fimmtudag 29. nóv. kl. 19.30
  • 7. umf. Fimmtudag 6. des. kl. 19.30

Keppnisfyrirkomulag er Svissneskt kerfi. 

Tímamörk eru 90 mínútur og 30 sek sem bætist við hvern leik. 

Ath. B-flokkur er einungis fyrir skákmenn með 1499 stig eða minna. Umhugsunartími þar er 60 mín + 30 sek. á leik. 

Verðlaun auk verðlaunagripa:

  • 1. verðlaun. 25 þús. 
  • 2. verðlaun 10 þús.
  • 3. verðlaun 5 þús.
Verðlaun fyrir Skákmeistara Garðabæjar er bókaúttekt hjá Bóksölu Sigurbjarnar fyrir allt að 4.000 kr. 
Mótið er um leið Skákþing Taflfélags Garðabæjar. (keppt er um titilinn ef jafnt)

Aukaverðlaun:   
  • Efst(ur) 16 ára og yngri.(1996 og síðar). Bókarvinningur að verðmæti 4.000 kr.
  • Efst(ur) í B flokki: Bókarvinningur auk grips. 


ATH. Ekki er hægt að vinna til fleiri en einna verðlauna. Peningaverðlaunum er skipt, en ekki aukaverðlaunum. Fari fjöldi borgandi keppenda yfir 40 manns verður bætt við verðlaun. 

Sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins fengið félagsmenn taflfélags í Garðabæ eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.

Þátttökugjöld:

Félagsmenn. Fullorðnir 2.500 kr. 17 ára og yngri ókeypis.
Utanfélagsmenn. Fullorðnir 3.500 kr. Unglingar 17 ára og yngri 2.000 kr

Skráning er á staðnum frá hálftíma fyrir mót en mjög æskilegt er að menn skrái sig fyrirfram á síðunni hér að ofan eða í síma 860 3120. 

Skákstjóri er Páll Sigurðsson

Skákmeistari Garðabæjar 2011 var Jóhann H Ragnarsson.


Sjá má upplýsingar um mótið 2011 á chess-result


Unglingameistaramót Hellis hefst á mánudag

Unglingameistaramót Hellis 2012 hefst mánudaginn 29. október n.k. kl. 16.30 þ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsæfingar. Mótinu verður svo fram haldið þriðjudaginn 30. október n.k. kl. 16.30.  Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi. Fyrri keppnisdaginn verða fjórar skákir og þrjár þann seinni. Umhugsunartími á hverja skák er 20 mínútur. Mótið er opið öllum 15 ára og yngri en titilinn sjálfan getur aðeins félagsmaður í Helli unnið. Á meðan á mótinu stendur falla venjulegar barna- og unglingaæfingar niður. Næsta barna- og unglingaæfing verður mánudaginn 5. nóvember nk.  Keppnisstaður er Álfabakki 14a og er salur félagsins á þriðju hæð. Engin þátttökugjöld.
 
Umferðatafla:
 
1.-4. umferð:               Mánudaginn 29. október kl. 16.30
5.-7. umferð:               Þriðjudaginn 30. október kl. 16.30
 
Verðlaun:
 
1.   Unglingameistari Hellis fær farandbikar til varðveislu í eitt ár.
2.   Þrír efstu fá verðlaunagripi til eignar.
3.   Allir keppendur fá skákbók.
4.   Þrír efstu 12 ára og yngri fá verðlaunapening.
5.   Stúlknameistari Hellis fær verlaunagrip til eignar.
 
Rétt er að minna keppendur á að slökkva á farsímum sínum meðan á mótinu stendur því í þessu móti verður umhugsunartíminn minnkaður um helming ef síminn hringir hjá keppanda meðan á skák stendur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 7
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 8779085

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband