Leita í fréttum mbl.is

Atskákmót Skákklúbbs Icelandair 2012 - Sveitakeppni

IMG 6416

Atskákmót Icelandair 2012 verður haldið á Reykjavík Natura, gamla Hótel Loftleiðir 8.-9. desember. Þetta mót verður með svipuðu sniði og í fyrra en fjöldi þátttakenda hefur einhver áhrif á keppnisfyrirkomlagið.

Mörg merkileg skákmót hafa verið haldin á Hótel Loftleiðum í gegnum tíðina og hafa margir heimsþekktir skákmenn teflt þar ásamt okkar stórmeisturum og því má búast við að þessi staður rifji upp gamlar minningar hjá mörgum skákmanninum og skapi skemmtilegt andrúmsloft. Einnig má nefna að Fischer heitinn gisti á Hótel Loftleiðum forðum daga og fyrst þegar hann kom aftur til landsins.IMG 6412

Þetta er opin sveitakeppni með fjögurra manna liði en leyfilegt er að hafa 3 varamenn. Þó að þetta sé opin sveitakeppni eru fyrirtæki, stofnanir, klúbbar, eða önnur félög hvött til að senda lið til keppni.  Markmiðið er að hafa jafna og skemmtilega keppni og því er sá hátturinn hafður á að hver sveit má ekki hafa fleiri en 8.500 skákstig í hverri umferð.

Vissulega er hægt að setja saman allskonar sveitir sem væru innan við 8.500 stig en það væri gaman að sveitir væru skipaðar bæði stigaháum annars vegar og stigalægri hins vegar,  "Gens Una Sumus" - "Við Erum Ein fjölskylda"

Miðað er við alþjóðleg stig en ef alþjóðleg stig eru ekki til staðar er miðað við íslensk stig og stigalausir reiknast með 1.500 stig. Miðað er við nóvember lista FIDE en september lista íslenska listans.

  • Reykjavík Natura, áður Hótel Loftleiðir
  • 8.-9. desember, byrjað klukkan 13:00 báða dagana
  • 4 í liði, leyfilegt að hafa 3 varamenn
  • Þátttökufjöldi 16-24 sveitir, en það verður hægt að setja lið á biðlista.
  • 8.500 stig á sveitina í hverri umferð.
  • Stigalausir og þeir sem hafa færri en 1.500 stig verða skráðir með 1.500 stig
  • Miðað er við nóvember lista FIDE og september listann í íslensku stigunum
  • 9-14 umferðir, þetta ræðst af þátttöku.
    • Miðað er við að taflmennska verði á milli 13:00-18:00 báða dagana.
  • 15 mínútur á mann, þátttökufjöldi gæti haft áhrif á þetta.
  • Keppnisfyrirkomulagið er svissneskt kerfi.
  • Flestir vinningar gilda.
  • Þátttökugjald: 16.000 á sveitina og greiðist á skákstað.
  • Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig tímanlega þar sem að þátttökufjöldinn er takmarkaður.

Verðlaun:*

Sveitakeppni:

  • 1. sæti: 4x farmiðar fyrir tvo til Evrópu með Icelandair
  • 2. sæti: 4x gjafabréf fyrir tvo á veitingastaðnum Satt
  • 3. sæti: 4x gjafabréf fyrir tvo í Fontana

Borðaverðlaun.

Borðaverðlaunin eru farmiðar innanlands fyrir tvo í boði Flugfélags Íslands og Sagaklúbbs Icelandair og gisting í  2 nætur fyrir tvo á Icelandair Hótelum  ásamt morgunverðarhlaðborði. Hægt verður að velja um gistingu á Hótel Akureyri eða á Hótel Héraði.

Óvæntasti sigurinn
Sá aðili sem vinnur óvæntasta sigurinn mun fá gjafabréf á veitingastaðnum Satt sem gildir fyrir tvo. Miðað er við stigamun.

Besti varamaðurinn
Besti varamaðurinn fær gjafabréf á veitingastaðnum VOX fyrir tvo.

Útdráttarverðlaun - einvígi, teflt á meðan er verið að taka saman lokaúrslit.
Einnig eru glæsileg útdráttarverðlaun en þau eru hvorki meira né minna en farmiðar fyrir tvo til Bandarríkjanna með Icelandair.

Tveir verða dregnir út til að tefla hraðskák um þessi verðlaun.10 mínútum verða skipt á milli skákmannanna í öfugu hlutfalli við stigin sem skákmennirnir hafa til að gefa þeim stigalægri meiri möguleika og auka spennuna.

Sá sem er dreginn fyrr fær hvítt og verður að vinna, svörtum dugir jafntefli.

Sá sem tapar fær gjafabréf á veitingastaðnum VOX fyrir tvo.

* ATH. Sami aðili getur ekki unnið til fleiri en einna ferðavinninga, ef slíkt kemur upp mun viðkomandi aðili velja hvaða vinning hann vill, útfærist nánar á skákstað!
- Greiða þarf flugvallarskatta af öllum flugmiðum.

Skráning fer fram hér.

Hægt er að fylgjast með skráningum hér.

Á Facebook er hægt að skiptast á skoðunum og auglýsa sig eða eftir liðsmönnum  

Skráningu lýkur aðfaranótt laugardagsins 1. desember.
Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á Óskar Long;
ole@icelandair.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 8765155

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 159
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband