Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2012

Íslandsmót skákfélaga: Pörun 5. umferđar í 3. og 4. deild

Búiđ er ađ para í 3. og 4. umferđ Íslandsmóts skákfélaga sem fram fer 1. og 2. mars 2013.  Pörun í 4. deild er gerđ međ hefđbundnum fyrirvara um ađ öll liđin taki ţátt í síđari hlutanum.  

Keppendur á Íslandsmóti skákfélaga eru hvattir til ađ skođa skráningu eigin úrslita í Chess-Results til ađ fyrirbyggja villur.

Pörunina og öll einstaklingsúrslit Íslandsmóts skákfélaga má nálgast á Chess-Results.


Skákdeild Fjölnis býđur áhugasömum skákkrökkum upp á skákbúđir

IMG 7245Skákdeild Fjölnis, í samstarfi viđ Skákakademíu Reykjavíkur og Skákskóla Íslands, býđur öđru sinni áhugasömum skákkrökkum upp á tveggja daga skákbúđir yfir eina helgi. Í fyrra tókst einstaklega vel til ţegar Fjölnir stóđ fyrir skákbúđum í sumarbúđum KFUM í Vatnaskógi. Nú verđa skákbúđirnar í sumarbúđum skáta ađ Úlfljótsvatni helgina 20. - 21. október sem er vetrarleyfishelgi í flestum grunnskólum Reykjavíkur.

Bođiđ verđur upp á skákkennslu á laugardegi og skákmót IMG 7238međ fjölda vinninga á sunnudegi. Góđur tími verđur til leikja og frjálsan tíma í ćvintýraveröldinni ađ Úlfljótsvatni og kvöldvöku međ spilum og leikjum. Skákbúđirnar eru ćtlađar grunnskólakrökkum á öllum aldri sem búnir eru ađ nú undirstöđuatriđum skáklistarinnar.

IMG 7298Fyrir skákkennslunni fara ţeir Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands og Stefán Bergsson framkvćmdarstjóri Skákakademíunnar. Skákbúđastjórar verđa ţau Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis og Andrea Margrét Gunnarsdóttir frá Skákakademíu Reykjavíkur. Nemendum skákbúđanna verđur skipt í flokka eftir getu og aldri og ćtti ţví hver ţátttakandi ađ fá kennslu viđ hćfi. Ţátttökugjald verđur 8000 kr og er fullt fćđi, rútuferđir, skákkennsla, ţátttaka í skákmóti og gjafir innifaliđ í verđinu.

Dagskrá og skipulag skákbúđanna liggur nú fyrir og verđur kynnt á Íslandsmóti skákfélaga nú um IMG 9674helgina í Rimaskóla, á skak.is og Facebook auk ţess sem tölvupóstur verđur sendur til allra sem ćfa skák međ skákfélögum og skákskólum. Skráning fer fram á skrifstofu Skáksambandsins Faxafeni 12 í síma 568 9141 eđa međ tölvupósti skaksamband@skaksamband.is.

 


Íslandsmót kvenna hefst 19. október

Skáksamband ÍslandsÍslandsmót kvenna 2012 fer fram dagana 19. - 31. október nk. í húsnćđi Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, Reykjavík.  Ađ ţessu sinni verđur teflt í einum flokki, ţ.e. opiđ öllum konum/stúlkum.

Tímamörk:   90 mín. + 30 sek. á leik.

Dagskrá:         

  • Föstud., 19. okt., kl. 19, 1. umferđ
  • Mánud., 22. okt., kl. 19, 2. umferđ
  • Miđvikud., 24. okt., kl. 19, 3. umferđ
  • Föstud., 26. okt., kl. 19, 4. umferđ
  • Sunnud., 28. okt., kl. 13, 5. umferđ
  • Mánud., 29. okt., kl. 19, 6. umferđ
  • Miđvikud., 31. okt., kl. 19, 7. umferđ
Verđlaun:       
  • 1. 40.000.-
  • 2. 25.000.-
  • 3. 15.000.-

Tilkynna skal ţátttöku til Skáksambands Íslands í síma 568 9141 eđa í tölvupósti í netfangiđ skaksamband@skaksamband.is fyrir 10. október nk.


Ćfingar hefjast hjá Taflfélagi Akraness

Mánudaginn 15. október ćtlar Taflfélag Akraness ađ byrja aftur međ skákćfingar eftir gott sumarhlé. Munu ţćr verđa á mánudagskvöldum í vetur klukkan 20.00 í Fjölbrautarskóla Vesturlands. Ţađ kostar ekkert ađ vera međ en frjáls framlög eru auđvitađ alltaf vel ţeginn. Akurnesingar og nćrsveitungar sem og ađrir landsmenn eru ţví hér međ hvattir til ađ sýna sig og máta ađra á Akranesi í framtíđinni.

Fyrir hönd Taflfélags Akraness,

Valgarđ Ingibergsson


Barna- og unglingaćfingar SA hefjast í dag

Ćfingar í almennum flokki er nú ađ hefjast ađ nýju mánudaginn 8. október og verđa framvegis á ţeim degi kl. 16.30.

Framhaldsflokkurinn verđur svo á miđvikudögum kl. 17.00.

Nokkrar aukaćfingar fyrir framhaldsflokk verđa svo ákveđna sérstaklega.

Ćfingagjöld á haustönn verđa kr. 5000. Innifaliđ er ókeypis ţátttaka í öllum mótum Skákfélagsins.



Myndaveisla frá Íslandsmótinu!

Áróra og DonikaHćgt er ađ skođa fjölda mynda frá Íslandsmóti skákfélaga í albúmum hér á síđunni. Viđ hvetjum skákáhugamenn til ađ skođa myndirnar og dreifa ţeim sem víđast, til dćmis á Facebook.

Ţau sem eiga skemmtilegar myndir frá Íslandsmótinu, og vilja deila ţeim međ lesendum, eru hvött til ađ senda ţćr til ritstjóra á netfangiđ gunnar@skaksamband.is.

Myndir I (HJ)

Myndir II (HJ)

Myndir III (HJ)

Myndir IV (HÁ og GB)

Myndir V (ESE)


Skákţáttur Morgunblađsins: Gulliđ gekk Kínverjum úr greipum

Úkraína - KínaFyrir síđustu umferđ ólympíumótsins í Istanbúl á dögunum áttu kínversku sveitirnar í opna- og kvennaflokknum góđa möguleika á gullverđlaunum. Karlasveitin var jöfn Rússum og Armenum en međ sigri í lokaumferđinni hefđi sveitin stađiđ langbest ađ vígi ţar sem allar niđurstöđur hnigu í sömu átt; ef grípa ţyrfti til stigaútreiknings myndi kínverska vinna. Reyndin varđ sú ađ stigaútreikning ţurfti til en ţá ţurfti međ afar flóknu kerfi ađ gera upp á milli armensku sveitarinnar og ţeirrar rússnesku. Kína tapađi nefnilega fyrir Úkraínu og endađi í fjórđa sćti. Í kvennaflokknum fór einnig allt á versta veg, kínversku stúlkurnar, međ heimsmeistarann Hou Yifan á 1. borđi, unnu sína viđureign en viđ stigaútreikning reyndust keppinautar ţeirra Rússar hafa betur. Ţar er ţó bćttur skađinn ţví kínverska kennaliđiđ hefur margsinnis unniđ gull á ólympíumótum.

Vandinn liggur nefnilega hjá körlunum. Bíđi mađur nógu lengi viđ bakka Gula fljótsins er aldrei ađ vita nema lík óvinanna fljóti ţar framhjá, segir kínverskt máltćki fornt. Einn góđan veđurdag munu fremstu skákmenn ţeirra uppfylla vćntingar alţýđulýđveldisins um fullnađarsigur á vettvangi ólympíumótanna. Til ţess hafa ţeir a.m.k. nćgan mannskap. Hljómfögur nöfn stórmeistara á borđ viđ Liren Ding, Ni Hua og Xiangzi Bu kalla fram minningar um skćran bjölluhljóm sem ónefndur íslenskur skákmađur ţóttist heyra ţegar yfir menn dundu hinar frćgu „kínversku drottningarfórnir" sem voru ađalsmerki frumherjanna sem tefldu í Buenos Aires 1978. Í dag er leiktćkni sumra kínversku skákmannanna svo góđ ađ minnir á vel ţjálfađa borđtennisleikara. Og ţađ var ekki hátt á ţeim risiđ, andstćđingunum í lokaumferđinni, Úkraínumönnum. Ivantsjúk hafđi orđiđ fyrir ýmsum skakkaföllum í Istanbúl og sumir ađrir langt frá sínu besta. Sigurstund Kínverja virtist ćtla ađ renna upp - en ţeir töpuđu 1:3! Ég hef dálítiđ veriđ ađ velta ástćđunni fyrir ţessari kínversku „tregđu gagnvart gullinu". Niđurstađan er ekki alveg komin. Ţegar Mikhael Tal kom til Íslands áriđ til 1964 kjaftađi á honum hver tuska. Ţó kom hann úr lokuđu samfélagi. Kínversku skákmennina er ekki hćgt ađ nálgast á sama hátt:

ÓL 2012; 11. umferđ:

Vasilí Ivantsjúk - Wang Hao

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 d5 6. Rf3 b6 7. a3 Bxc3+ 8. bxc3 c6?!

Sérkennilegur leikur. Sjálfsagt er 8.... dxc4 9. Bxc4 c5 ásamar - Dc7 o.s.frv.

9. cxd5 cxd5 10. Be2 Rc6 11. O-O Ra5 12. a4 He8 13. Re5 Re4 14. f3 Rd6

Vitaskuld ekki 14.... Rxc3 15. Dc2 og vinnur.

15. Ba3 Bb7 16. Bxd6 Dxd6 17. f4 g6 18. Dg4

Hvítur er búinn ađ byggja upp vćnlega sóknarstöđu.

18.... Rc4 19. Dg3 Dc7 20. Bxc4 dxc4 21. f5 f6

Nú er afar freistandi ađ fórna manni. Til ţess ađ dćmiđ gangi upp ţarf ađ finna 26. leikinn.

22. fxg6! fxe5 23. Hf7 Dc6 24. gxh7+ Kxf7 25. Hf1+ Ke7

Ivantsjúk var búinn ađ sjá ađ valdiđ á e7-reitnum skiptir hér sköpum.

g00pmcqd.jpg26. h8(D)! Hxh8 27. Dg7+ Kd6 28. dxe5+!

- og Wang Hao gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 28.... Kc5 29. De7+ Kd5 30. Hd1+ Ke4 31. Hd4+ Kxe3 32. Dg5+ Ke2 33. Dd2 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 30. september 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Eitt skemmtilegasta mót ársins: Geđheilbrigđismótiđ á fimmtudagskvöld

Stórmót í VinFimmtudagskvöldiđ 11. október er komiđ ađ einu skemmtilegasta hrađskákmóti ársins: Alţjóđlega geđheilbrigđismótinu, sem nú er haldiđ áttunda áriđ í röđ.

Teflt verđur í höfuđstöđvum Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Telfdar verđa 7 umferđir um 7 mínútna umhugsunartíma. Veitt eru vegleg bókaverđlaun frá Forlaginu í ýmsum flokkum.

Mótiđ er haldiđ í tilefni af Alţjóđlega geđheilbrigđisdeginum, og ađ ţví standa Skákfélag Vinjar, Taflfélag Reykjavíkur, Taflfélagiđ Hellir og Skákakademían.

Ţrír efstu á mótinu fá vegleg bókaverđlaun frá Forlaginu, en auk ţess eru veitt verđlaun fyrir bestan árangur kvenna, 18 ára og yngri, 12 ára og yngri og 60 ára og eldri.

Skákmótiđ hefst stundvíslega klukkan 20 á fimmtudagskvöldiđ og eru keppendur hvattir til ađ mćta ekki síđar en 19.45 í Faxafeniđ.

Skákáhugamenn á öllum aldri eru hvattir til ađ mćta og taka ţátt í skemmtilegri skákveislu. Mótiđ er öllum opiđ og ţátttaka er ókeypis.

Stofnuđ hefur veriđ FACEBOOK-síđa ţar sem hćgt er ađ skrá sig til leiks.


Bolvíkingar efstir eftir fyrri hlutann - fjögur liđ međ vinningsmöguleika

 

IMG 2035Taflfélag Bolungarvíkur leiđir eftir fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór um helgina í Rimaskóla.  Bolvíkingar sem lögđu Akureyringa í 4. umferđ, 6,5-1,5, hafa 22,5 vinning.  Víkingaklúbburinn, sem vann sigur á b-sveit Bolvíkinga eru í 2. sćti međ 22 vinninga, Taflfélag Reykjavíkur, sem vann 6-2 sigur á Gođum-Mátum eru í 3. sćti međ 21,5 vinning og Eyjamenn sem unnu 6-2 sigur á Hellismönnum eru í fjórđa sćti međ 20,5 vinning.   Ţađ má búast viđ ćsispennandi baráttu í síđari hlutanum sem fram fer 1. og 2. mars í Hörpu, strax í kjölfar Reykjavíkurmótsins.

Stađan í fyrstu deild:
  1. Taflfélag Bolungarvíkur a-sveit 22,5 v.
  2. Víkingaklúbburinn 22 v.
  3. Taflfélag Reykjavíkur 21,5 v.
  4. Taflfélag Vestamanneyja 20,5 v.
  5. Gođinn-Mátar 17 v.
  6. Taflfélagiđ Hellir 13 v.
  7. Skákfélag Akureyrar 7 v.
  8. Taflfélag Bolungarvíkur 4,5 v.

Stađa efstu liđa í 2. deild:

  1. Gođinn-Mátar b-sveit 16 v.
  2. Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 15,5 v.
  3. Skákdeild Fjölnir 13 v.
  4. Taflfélag Vestmannaeyja 13 v.
Stađa efstu liđa í 3. deild:
  1. Víkingaklúbburinn 7 stig (16,5 v.)
  2. Skákfélag Vinjar 6 stig (17 v.)
  3. Taflfélag Akraness 6 stig (14,5 v.)

Stađa efstu liđa í 4. deild:

  1. Briddsfjelagiđ 7 stig (17,5 v.)
  2. Skákfélag Akureyrar 6 stig (16,5 v.)
  3. Taflfélagiđ Hellir d-sveit 6 stig (15,5 v.)
  4. UMSB (Borgarnes) 6 stig (15,5 v.)

Fimm liđ enn í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn!

IMG 2067Ađ loknum ţremur umferđum á Íslandsmóti skákfélaga er ljóst ađ fimm liđ eiga enn möguleika á Íslandsmeistaratitlinum, en ţrjú liđ berjast í fallbaráttunni. Bolvíkingar, sem eru í efstu sćti og stefna ađ fimmta Íslandsmeistaratitlinum í röđ, mćta Skákfélagi Akureyrar í 4. umferđ, sem hefst kl. 11. Akureyringar hafa átt erfitt uppdráttar og eru í nćstneđsta sćti međ 5,5 vinning, en Bolar hafa rakađ til sín 16 vinningum.

IMG 2084TR er nú í 2. sćti međ 15,5 vinning. Andstćđingar ţeirra í 4. umferđ eru Gođinn-Mátar, sem eru í 3. sćti međ 15 vinninga. TR hefur sýnt mjög góđa takta á mótinu og sigrađ bćđi Víkingaklúbbinn og Vestmannaeyinga.

Víkingarklúbburinn er ţó til alls líklegur, enda búinn ađ mćta tveimur efstu liđunum, en teflir viđ botnliđ B-sveitar Bolvíkinga í fjórđu umferđ.

Eyjamenn eru nú í 5. sćti međ 14,5 vinning og mćta Helli í dag. Hellismenn hafa átt misjöfnu gengi ađ fagna og hafa 11 vinninga, og virđast líklegir til ađ sleppa viđ fall í 2. deild, ţótt mikiđ sé eftir af ţessu skemmtilega móti.

Óhćtt er ađ segja ađ spennan hafi sjaldan eđa aldrei veriđ meiri á Íslandsmóti skákfélaga!


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 165
  • Frá upphafi: 8779194

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband