Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2011

Carlsen efstur í Biel

Carlsen

Magnus Carlsen (2821) er efstur međ 7 stig ađ lokinni 3. umferđ ofurmótsins í Biel sem fram fór í dag.   Magnus mátti sćtta sig viđ jafntefli viđ Morozevich (2694) sem er međ 5 stig.

Sex skákmenn taka ţátt og tefla tvöfalda umferđ.   Veitt eru 3 stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli. 

Úrslit 2. og 3. umferđar:

July 19th: 2nd round (from 2 PM)
Maxime Vachier-Lagrave-Alexander Morozevich0 - 1(41)
Magnus Carlsen-Alexei Shirov1 - 0 (33) 
Fabiano Caruana -Yannick Pelletier˝ - ˝ (59)

July 20th: 3rd round (from 2 PM)
Yannick Pelletier-Maxime Vachier-Lagrave ˝ - ˝ (34)
Alexei Shirov-Fabiano Caruana 1 - 0 (63)
Alexander Morozevich-Magnus Carlsen ˝ - ˝ (52


Stađan:

 Name ELOPoints
 1.Magnus CarlsenNOR2815 7
 2.Alexander MorozevichRUS2694 5
 3.Alexei ShirovESP2714 4
 4.Maxime Vachier-LagraveFRA2722 2
 Fabiano CaruanaITA2711 2
 Yannick Pelletier

 


Guđmundur međ sigra í lokumferđunum í stigamóti í Pardubice

Guđmundur GíslaGuđmundur Gíslason (2322) vann stigalága andstćđinga í tveimur síđustu umferđum stigamóts sem fram fer í Pardubice í Tékklandi.  Guđmundur hlaut 4˝ vinning og endađi í 16.-24. sćti.  Níu skákmenn urđu efstir og jafnir međ 5˝ vinning.

Guđmundur átti ekki gott mót.  Frammistađa hans samsvarađi ađeins 1922 skákstigum og lćkkar hann um 21 fyrir hana.  Guđmundur kemur hins ábyggilega sterkur inn í ađalmótiđ í Czech Open sem hefst á föstudag.  Ţar taka einnig ţátt fleiri íslenskir skákmenn og ţar á međal alţjóđlegi meistarinn, Guđmundur Kjartansson.

Í mótinu, sem var sjö umferđir, tóku 90 skákmenn ţátt í.  Ţar af voru 3 stórmeistarar og 4 alţjóđlegir meistarar.  Guđmundur var nr. 5 í stigaröđ keppenda.  Mótiđ var hluti af Czech Open.


Sumarskákmót Skákakademíunnar á afmćlisdegi FIDE

FIDESpáđ er heiđskýrum himni og glampandi sól á morgun. Ţví er tilvaliđ ađ efna til annars Sumarskákmóts Skákakademíunnar sem ađ ţessu sinni verđur tileinkađ alţjóđa Skáksambandinu FIDE. FIDE var stofnađ 20. júlí 1924 og er ţví einu ári eldra en Skáksamband Íslands sem var stofnađ á Blönduósi áriđ 1925.

Illdeilur og átök hafa oft einkennt FIDE sem má telja eđlilegt ţegar litiđ er til ţess ađ 158 skáksambönd eiga ađild ađ sambandinu og skákmennirnir á bakviđ ţau eins ólíkir og ţeir eru margir. Einkunnarorđ sambandsins standa ţó alltaf fyrir sínu; GENS UNA SUMUS sem ţýđir Viđ erum ein fjölskylda.Hjörvar Steinn Grétarsson

Helsti áfangaveiđari Íslands um ţessar mundir Hjörvar Steinn Grétarsson hefur bođađ komu sína á mótiđ sem hefst 12:00.

Tefldar verđa sex umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma og tekur mótiđ rúman klukkutíma.

Nokkur borđ verđa úti á stétt svo menn geta sólađ sig og teflt í leiđinni. 

Skákmenn eru hvattir til ađ fjölmenna í Skákakademíuna Tjarnargötu 10 A í hádeginu á morgun.

 


Metţátttaka á ţjóđhátiđadagamóti Vinjar

Verđlaunahafar: Björn, Gunnar, Róbert og Tandri524 Norđurfjörđur eđa 101 Reykjavik. Gunnar Björnsson er í banastuđi og tekur ţetta. Algjört met var sett i ţátttöku á Norrćnu ţjóđhátíđadagamóti sem Skákfélag Vinjar hélt i gćr eftir hádegiđ og eins og gott ađ ţađ var bongóblíđa svo hćgt var ađ skella borđum upp úti líka.

36 manns melduđu sig til ţátttöku og börStefán or Róbertn og ungmenni, m.a. frá Skákademíu Reykjavikur, settu líflegan svip a hátíđarhöldin. Tefldar voru sex umferđir međ sjö minútna umhugsunartíma og skákstjóri var Ingibjörg Edda Birgisdóttir sem hafđi i nógu ađ snúast og sleppti taflmennsku fyrir vikiđ.

Sćnsk eplakaka međ ís og fleira góđmeti rann niđur i hléi og allir voru í hátíđarfíling. Gunnar sigrađi međ fimm og hálfan og mun dvelja viđ lestur á Millenium ţríleik Stiegs Larson, einar tvö ţúsund bls, fram undir jól. Róbert Lagerman, Björn Ívar Karlsson og Ingi Tandri Traustason voru allir međAlísa fimm og kempan Haukur Angantýs međ 4,5.

Barna- og unglingaverđlaun hlaut Nansý Davíđsdottir og happadrćttisvinninga fengu: Knútur Ottestedt, Birgir Rafn Ţráinsson, Gauti Páll Jónsson og Ađalsteinn Thorarensen.

Efstu sćtin:

1:   Gunnar Björnsson            5,5
2:   Robert Lagerman             5
3:   Björn Ívar Karlsson           5
4:   Ingi Tandri Traustason     5
5:   Haukur Anantýsson        4,5
6:   Stefán Ţór Sigurjónsson      4
7:   Gunnar Freyr Rúnarsson 4
8:   Ingvar Örn Birgisson        4
9:   Emil Ólafsson                   4
10:  Nansý Davíđsdottir          4
11:  Stefán Bergsson             3,5
12:  Ađalsteinn Thorarensen  3,5
13:  Eymundur Eymundsson     3,5
14:  Gauti Pall Jónsson          3,5
15:  Birgir Rafn Ţrainsson      3,5
 
Ađrir međ ađeins minna.

Myndaalbúm mótsins (AV)


Carlsen vann í fyrstu umferđ í Biel

CarlsenOfurskákmótiđ í Biel í Sviss hófst í dag.  Sex skákmenn taka ţátt og tefla tvöfalda umferđ.   Kunnastur keppenda er Magnus Carlsen (2821), stigahćsti skákmađur heims.  Hann vann heimamanninn Yannick Pelletier (2590) en stigamunur á milli ţeirra er 231 skákstig!  Öđrum skákum lauk međ jafntefli.

Úrslit 1. umferđar:

Fabiano Caruana-Maxime Vachier-Lagrave˝ - ˝ (45)
Yannick Pelletier-Magnus Carlsen0 - 1 (88) 
Alexei Shirov-Alexander Morozevich˝ - ˝ (24)

 

 


Guđmundur tapađi í fimmtu umferđ í Pardubice

Guđmundur GíslaGuđmundur Gíslason (2322) tapađi fyrir rússnesku skákkonunni Elena Semenova (2175), sem er FIDE-meistari kvenna, í 5. umferđ stigamóts í Pardubice í Tékklandi.  Guđmundur hefur 2,5 vinning

Í mótinu, sem er sjö umferđir, taka 90 skákmenn ţátt í.  Ţar af eru 3 stórmeistarar og 4 alţjóđlegir meistarar.  Guđmundur er nr. 5 í stigaröđ keppenda.  Mótiđ er hluti af Czech Open.


Rússar efstir á HM landsliđa

Heimsmeistaramót landsliđa hófst í gćr í Ningbo í Kína.  10 af sterkustu landsliđum taka ţátt og tefla allir viđ alla.  Rússar eru efstir međ fullt hús stiga eftir 2 umferđir, hafa unniđ Ungverja og Bandaríkjamenn 3-1.  Armenar, Aserar og Kínverjar hafa 3 stig.

Stađan:

 

Rk.TeamTB1TB2
1Russia46
2Armenia35,5
3Azerbaijan35
4China34,5
5Ukraine24
6Israel23,5
7India13
8Hungary13
9USA13
10Egypt02,5

 

 


Ţjóđhátíđardagamót fer fram í dag

nordic-flags.jpgMánudaginn 18. júlí heldur Skákfélag Vinjar  mót og hefst ţađ klukkan 13:00. Norrćnt ţema verđur allsráđandi og verđur haldiđ upp á ţjóđhátiđardag allra Norđurlandanna á einu bretti enda međaltaliđ einhverntíma um ţetta leyti. Ađ ţví tilefni verđur skylda ađ leika skandinavíska leikinn (skandinavísk vörn eđa bara skandínavann) ţ.e. e4 svarađ međ d5 en síđan er frítt fram.

Tefldar verđa sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma og skákstjóri er Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

Sćnsk eplakaka verđur bökuđ í tilefni dagsins og framreidd međ vanilluís ásamt ţví sem íslenskt gćđagrćnmeti verđur á bođstólnum ţegar hlé verđur tekiđ á taflmennsku. Vinningar eru klárlega af betri endanum en veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin auk happadrćttisvinninga en vinningaborđiđ verđur kengbogiđ af bókum og tónlist:

Millenium ţríleikurinn eftir Stieg Larson

40 fyrstu bćkurnar um Ísfólkiđ eftir norska Íslandsvininn Margit Sandemo - ađeins einu sinni lesnar -

„Der er sĺ mange söde pi´r", danskur safndiskur úr toppen af poppen seríunni ţar sem m.a. fá finna lag hinnar barmafullu Sabrinu „all of me" og frćndurnir Billy Ocean  og Paul Young eiga ţarna smelli.

Starfssaga Jónasar Kristjánssonar, „Frjáls og óháđur" sem er skyldulesning. Svo er  Póstkortabók Páls Óskars og Oddvars, „Skáldskapur á skákborđi" eftir Guđmund Arnlaugsson og plata íslenska víkingsins međ norska hreiminn,  Eiríks Haukssonar, „Valentine Lost"

Ţjóđhátíđardagar Norđurlanda í austri og vestri:

Noregur 17. maí, Danmörk 5. júni, Svíţjóđ 6. júní, Ísland 17. júní, Grćnland 21. júní, Fćreyjar 29. júlí og Finnland er svo 6. desember.

Allt áhugafólk hjartanlega velkomiđ en Vin er ađ Hverfisgötu 47, síminn er 561-2612 og ţađ er bara ađ mćta tímanlega og skrá sig takk fyrir. Kostar ekki neitt.

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistaraefni Hollendinga

Anish GiriFjórđi heimsmeistarinn, Max Euwe, hafđi gríđarleg áhrif í heimalandi sínu og jók mikiđ viđ vinsćldir og virđingu skákarinnar. Eftir ađ skákferlinum lauk var hann kosinn forseti FIDE en lét af embćtti áriđ 1978. Jan Timman tók viđ sem fremsti skákmađur Hollendinga og komst í lokaeinvígi áskorendakeppninnar árin 1990 og 1993. Timman hefđi ţó aldrei átt mikla möguleika á ađ hreppa titilinn ef til einvígis viđ Kasparov hefđi komiđ, til ţess var of mikill styrkleikamunur á ţeim. Eftir hollenska meisMax Euwetaramótiđ sem lauk í vikunni međ yfirburđasigri Anish Giri ţykir mönnum óhćtt ađ spá ţví ađ ţessi 17 ára piltur, sem er međ hollenskt ríkisfang, á rússneska móđur og föđur frá Nepal, eigi eftir ađ koma viđ sögu heimsmeistarakeppninnar á nćstu árum. Samanburđur viđ Magnús Carlsen er nćrtćkur, en á stórmótinu í Wijk aan Zee í ársbyrjun vann Giri Magnús í ađeins 22 leikjum.

10 skákmenn tefldu í efsta flokki hollenska meistaramótsins og hlaut Giri 7 ˝ v. af 9 mögulegum. Í 2. sćti varđ Ivan Sokolov međ 5 ˝ v. og síđan komu fjórir skákmenn međ 5 vinninga.

Međfram meistaramótinu fór fram fremur veikt opiđ mót en ţar var Héđinn Steingrímsson međal ţátttakenda. Hann var stigahćstur keppenda en hafnađi ađ lokum í 3. sćti međ 6 ˝ v. af níu mögulegum. Vinningatala hans var nokkuđ Timmanundir ćtluđum árangri. Ţetta er fyrsta mótiđ sem Héđinn tekur ţátt í síđan á Íslandsmótinu í apríl sl. Sigurvegarar urđu heimamennirnir Manuel Bosboom og Yge Visser međ 7 vinninga.

Eftir ađ hafa rennt yfir flestar skákir Giri undrar mann mest hversu auđveldlega hann yfirbugar andstćđinga sína. Pilturinn á alveg sérstaklega auđvelt međ ađ tefla. Meiri baráttu var ađ finna í skákum Ivans Sokolovs sem er ţekktur fyrir leggja mikiđ á stöđurnar. Ivan hefur oft látiđ ţess getiđ ađ helsti áhrifavaldur hans sé Boris Spasskí og eftirfarandi sigur hans minnir óneitanlega á ţá gömlu góđu daga ţegar Spasskí náđi ađ yfirbuga Viktor Kortsnoj í ýmsum tilbrigđum drottningarbragđs: Hollenska meistaramótiđ Sokolov2011; 8. umferđ:

L'Ami - Ivan Sokolov

Drottningarbragđ

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. cxd5 exd5 5. Bg5 Be7 6. e3 c6 7. Dc2 Rbd7 8. Bd3 Rh5 9. Bxe7 Dxe7 10. Rge2

Alţekkt en ţađ kann ađ vera betra ađ bíđa međ ađ ákvarđa stöđu riddarans og leika strax 10. O-O-O.

10. ... Rb6 11. h3 g6 12. O-O-O Rg7 13. g4 Bd7 14. Rf4?! g5!

Snarplega leikiđ, svartur nćr ađ laga peđastöđuna og vinna tempó í leiđinni.

15. Rfe2 h5 16. Rg3 O-O-O 17. Rf5?

Annar yfirborđskenndur leikur.

17. ... Bxf5 18. gxf5 Re8!

Í anda Nimzowitch; riddarinn stendur vel á f6.

19. Hhe1 g4 20. hxg4 hxg4 21. Re2 Rf6 22. Hh1 Hh3 23. Hdg1

Betra var sennilega 23. Rf4 sem svartur getur svarađ međ 23. ... Hxh1 og 24. ... g3.

23. ... Hdh8 24. Dd1 c5 25. dxc5 Dxc5+ 26. Kb1 Rc4 27. Rf4 Hh2 28. Hxh2 Hxh2 29. De1 Re5 30. De2 Kb8 31. Hc1 Dd6 32. Dc2 Rc6 33. Bf1

Erfiđleikar hvíts stafa af lélegri peđastöđu. Hann varđ ađ reyna 33. Bb5.

gsqnn8vk.jpg33. ... g3! 34. Bg2 Rg4 35. fxg3?

Ekki var auđvelt ađ sjá ađ međ 35. De2! getur hvítur haldiđ taflinu gangandi, t.d. 35. ... Rxf2 36. Df3 Re4 37. Dg4! međ gagnfćrum.

35. ... Rxe3 36. Df2 De5 37. Ka1 Rxg2 38. Rxg2 d4 39. Hg1 d3 40. Hd1 De2!

- og hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 10. júlí 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Guđmundur Gíslason ađ tafli í Pardubice

Guđmundur GíslaGuđmundur Gíslason (2322) tekur ţátt í stigamóti (rating tournament) í Pardubice í Tékklandi.  Mótiđ er hluti af Czech Open-skákhátíđinni og er eins konar upphitunarmót fyrir ađalmótin sem hefjast ţar 22. júlí.  Eftir 4 umferđir hefur Guđmundur 2,5 vinning.  Hann hefur unniđ tvo stigalága andstćđinga og gerđi jafntefli viđ tékkneska alţjóđlega meistarann Jiri Ryzner (2259).

Í mótinu, sem er sjö umferđir, taka 90 skákmenn ţátt í.  Ţar af eru 3 stórmeistarar og 4 alţjóđlegir meistarar.  Guđmundur er nr. 5 í stigaröđ keppenda.  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 8765525

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband