Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2008

Peter Heine danskur meistari

Heine og HannesStórmeistarinn Peter Heine Nielsen (2627) varđ danskur skákmeistari í sjötta sinn en mótiđ fór fram 15.-23. mars í Silkeborg.  Annar varđ Lars Schandorff (2530) og ţriđji varđ skákmeistari síđustu ţriggja ára, Sune Berg Hansen (2552).

Alls tóku 20 skákmenn ţátt í efsta flokki sem heitir landsliđsflokkur rétt eins og á Íslandi.

Heimasíđa mótsins 


Hallgerđur og Sigríđur gerđu jafntefli í áttundu umferđ

Hallgerđur Helga tefldi  viđ sćnsku skákkonuna Christínu Anderson í 8. umferđ lauk skákinni međ jafntefli. Christina tefldi á Reykjavik Open fyrr í mánuđinumHallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Sigríđur Björg Helgadóttir gerđu báđar jafntefli í áttundu og nćstsíđustu umferđ  Stockholm Ladies Open sem fram fór í dag.  Hallgerđur gerđi jafntefli viđ sćnsku skákkonuna Christin Anderson (2194) sem er alţjóđlegur meistari kvenna.  Hallgerđur er efst íslensku skákstúlknanna en hún hefur hlotiđ 3,5 vinning og hefur teflt viđ titilhafa í öllum umferđum nema einni.Sigríđur Björg ađ tafli í 7. umferđ ţegar hún gerđi jafntefli viđ spćnska stúlku

Elsa hefur 3 vinninga, Sigríđur, Jóhanna og Tinna hafa 2,5 vinning.  Allar eru ţćr hćkka á stigum fyrir frammistöđu sína.

Skipuleggjandi mótsins Peter Hlawatsch ásamt Piu Cramling ţekktustu skákkonu Svíţjóđar. Hún er sérstakur gestur mótsins og međ mann (spćnskur) og börn međ sér á mótinuNíunda og síđasta umferđ verđur tefld í fyrramáliđ.

 


Stefán Bergsson Páskeggjameistari SA - Sveinbjörn fékk páskaegg

Stefán BergssonPáskaeggjamót Skákfélags Akureyrar var haldiđ í dag, annan í páskum.  Hinn ungi og síefnilegi skákmađur Stefán Bergsson sigrađi á mótinu en hann hlaut 10,5 vinning.   Annar varđ Smári Ólafsson og ţriđji varđ Sigurđur Arnarson.  
 
Átta keppendur voru mćttir til leiks, tefld var tvöföld umferđ međ 5 mínútna umhugsunartíma og urđu úrslit ţessi:
 
1. Stefán Bergsson           10.5 V af 14
2. Smári Ólafsson             10
3. Sigurđur Arnarson         9,5
4. Haki Jóhannesson         8,5
5. Sigurđur Eiríksson         8
6. Mikael Jóhann Karlsson  5
7. Sveinbjörn Sigurđsson    4,5
8. Hjörtur Jónsson              0
 
Eftir mótiđ var einn keppandi dreginn út í happdrćtti og var ţađ Sveinbjörn Sigurđsson sem vann páskaegg. Nćsta mót hjá félaginu er Skákţing Norđlendinga í yngri flokkum og hefst ţađ nk. laugardag.

Gylfi sigrađi á Páskamóti SA

Gylfi Ţórhallsson sigrađi á Páskamóti Skákfélags Akureyrar sem lauk sl. föstudag.  Annar varđ Gestur Baldursson og ţriđji varđ Ólafur Ólafsson.

 

1. Gylfi Ţórhallsson  4 v. af 5.  
 2. Gestur Baldursson
 3,5 
 3. Ólafur Ólafsson  2,5  
 4. Ulker Gasanova  2  
 5. Mikael Jóhann Karlsson
 2  
 6. Haukur Jónsson  1 
 Tímamörk voru 60 mínútur + 30 sekúndur á leik. 

Aronian međ vinningsforskot í Mónakó

Armeninn Aronian hefur vinnings forskot ađ lokinni áttundu umferđ Amber-mótsins, sem tefld var í gćr í Mónakó, eftir sigur á Anand, 1,5-0,5.  Aronian hefur 10,5 vinning, Magnus Carlsen er annar međ 9,5 vinning og Leko ţriđji međ 9 vinninga.   Aronian er efstur í atskákinni en Morozevich er efstur í blindskákinni. 

Úrslit 8. umferđar:

  Blindskák Aronian-Anand 1-0
  Carlsen-Mamedyarov 1-0
  Karjakin-Topalov 1/2-1/2
   Van Wely-Leko 0-1
  Gelfand-Morozevich 1/2-1/2
  Ivanchuk-Kramnik 1/2-1/2
 Atskák Anand-Aronian 1/2-1/2
  Mamedyarov-Carlsen 0-1
  Topalov-Karjakin 1-0
   Leko-Van Wely 1/2-1/2
  Morozevich-Gelfand 1-0
  Kramnik-Ivanchuk 1/2-1/2


Stađan:

1.Aronian, LevongARM273910.52863
2.Carlsen, MagnusgNOR27339.52812
3.Leko, PetergHUN27539.02802
4.Topalov, VeselingBUL27808.52781
5.Anand, ViswanathangIND27998.52778
6.Kramnik, VladimirgRUS27998.52774
7.Morozevich, AlexandergRUS27658.52778
8.Ivanchuk, VassilygUKR27518.02742
9.Karjakin, SergeygUKR27327.02704
10.Gelfand, BorisgISR27376.02657
11.Mamedyarov, ShakhriyargAZE27606.02675
12.Van Wely, LoekgNED26816.02664

 

 Heimasíđa mótsins


Gott gengi hjá stúlkunum í sjöundu umferđ

HallgerđurÍslensku stúlkunum gekk vel í sjöundu umferđ Stockholm Ladies Open sem fram fór í kvöld.   Elsa María Kristínardóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir unnu sínar skákir, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir gerđi jafntefli viđ georgísku skákkonuna Nino Maisuradze (2270), sem er alţjóđlegur meistari kvenna en Sigríđur Björg Helgadóttir tapađi.

Hallgerđur og Elsa hafa 3 vinninga, Tinna og Jóhanna 2,5 vinning og Sigríđur 2 vinninga.  Allar er ţćr sem stendur ađ hćkka á stigum.    

Áttundu og nćstsíđasta umferđ verđur tefld á morgun.

 


Hjörvar Steinn Grétarsson sigurvegari Grand Prix mótsins á Skírdag.

Hjörvar Steinn GrétarssonGrand prix mótaröđinni var fram haldiđ sl. fimmtudagskvöld og voru tefldar átta umferđir ađ ţessu sinni. Hjörvar Steinn Grétarsson sigrađi í öllum viđureignum sínum og hlaut fullt hús.

Í öđru sćti varđ skákstjórinn Óttar Felix Hauksson međ sex vinninga. Ţriđja sćtinu deildu síđan ungu drengirnir Birkir Karl Sigurđsson og Dagur Andri Friđgeirsson međ 3 vinninga hvor.

Góđ tónlistarverđlaun voru í bođi frá 12 tónum, Geimsteini, Senu, Smekkleysu og Zonet. Nćsta Grand Prix mót verđur haldiđ fimmtudagskvöldiđ 27. mars og eru allir velkomnir ađ vera međ.


Hallgerđur Helga efst íslensku keppendanna í Stokkhólmi

Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1867) heldur áfram ađ standa sig vel á hinu firnasterka Scandinavian Ladies Open sem fer fram í Stokkhólmi um helgina.

Í sjöttu umferđ sem fram fór í dag ţá gerđi Hallgerđur jafntefli viđ WIM Magdalenu Kludacz frá Póllandi sem skartar 2217 FIDE-stigum. Tinna Kristín Finnabogadóttir (1658) gerđi jafntefli viđ sćnsku skákkonuna Marie-Thin Hagberg en hinar íslensku stúlkurnar töpuđu sínum viđureignum gegn sterkum erlendum titilhöfum.

Hallgerđur Helga er efst íslensku stúlknanna međ 2,5 vinninga ađ loknum 6.umferđum. Elsa María og Sigríđur Björg eru međ 2 vinning en Tinna Kristín og Jóhanna Björg 1,5 vinning.

Sjöunda umferđ verđur tefld seinnipartinn í dag og hér fyrir neđan má sjá andstćđinga íslensku stúlknanna:

Hallgerđur Helga (hvítt) - WIM Nino Maisuradze (GEO), 2270

Sigríđur Björg (svart) - WGM Olga Stjazhkina (RUS), 2325

Elsa María (hvitt) - Marie-Thin Hagberg (SWE), 1321

Tinna Kristín (hvítt) - Louise Rosenblad (SWE), 1521

Jóhanna Björg (svart) - Viktoria Lehtmets (EST), 1870

Heimasíđa mótsins

Chess results

 


Fínn árangur í Stokkhólmi

Hallgerđur Helga og Sigríđur Björg ađ tafli  Fimm íslenskar stúlkur taka ţátt í einu sterkasta kvennaskákmóti heims, Scandinavian Ladies Open, sem fram fer í Stokkhólmi um páskana. Ţátttaka 126 keppendur frá 33 löndum og ţar af margar af sterkustu skákkonum heims. Skáksamband Stokkhólms og Täby Chess club hafa sett mikinn metnađ í mótshaldiđ ţví verđlaunin eru afar góđ og öll umgjörđ er eins og best verđur á kosiđ.

Ţátt taka Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1867), Elsa María Kristínardóttir (1721), Tinna Kristín Finnbogadóttir (1658), Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1617) og Sigríđur Björg Helgadóttir (1606).  

Ţegar fimm umferđum er lokiđ hefur Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir landađ stćrsta sigrinum af íslensku keppendunum, ţegar hún gerđi sér lítiđ fyrir og knésetti rússneska alţjóđlega meistarann, Ilenu Krasenkovu, sem er međ 2203 FIDE-stig. Fyrir utan ţennan góđa sigur hefur Hallgerđur sigrađ sćnska stúlku sem er áţekk henni ađ stigum og tapađ svo fyrir ţremur kvennastórmeisturum.

Ţegar fimm umferđum er lokiđ ţá eru Hallgerđur, Elsa María og Sigríđur Björg međ 2 vinninga, Jóhanna Björg 1,5 vinning og Tinna Kristín međ 1 vinning.

Í dag fara fram 6. og 7.umferđ mótsins og eru ţetta andstćđingar stúlknanna í morgunsáriđ:

Hallgerđur (svart) - Magdalena Kludacz (POL), WIM, 2217

Elsa María (svart) - Nona Datuashvili (GEO), WIM, 2178

Sigríđur Björg (hvítt) - Ellinor Frisk (SWE), WFM, 2127

Jóhanna Björg (svart) - Ilena Krasenkova (RUS), WIM, 2203

Tinna Kristín (svart) - Marie-Thin Hagberg (SWE), 1320

Heimasíđa mótsins

Chess-results


Aronian eykur forskotiđ á Amber-mótinu

Hinn geđţekki armenski stórmeistari, Levon Aronian, jók forskot sitt á heilan vinning í sjöundu umferđ Ambermótsins sem fram fór í Mónakó í gćr. Aronian sigrađi heimsmeistarann fyrrverandi, Veselin Topalov, 1,5-0,5 á međan helsti keppinautur hans og núverandi heimsmeistari, hinn indverski Vishy Anand skiptist á blóđugum höggum í rimmu sinni viđ Norđmanninn unga, Magnus Carlsen. Ađ lokum höfđu báđir unniđ sitthvora skákina og niđurstađan ţví 1-1 jafntefli. Aronian leiđir mótiđ međ 9 vinninga, Anand er í öđru sćti međ 8 vinninga og ţrír keppendur, Carlsen, Leko og Kramnik, hafa 7,5 vinninga.

Eins og undanfarin ár ţá er Rússinn Morozevich međ forystu í blindskákinni en Aronian leiđir atskákina örugglega.

Úrslit 7. umferđar:

 Blind Morozevich-Ivanchuk1-0
 Kramnik-van Wely 1/2-1/2
 Leko-Gelfand1/2-1/2 
 Blind Mamedyarov-Karjakin1/2-1/2
 Topalov-Aronian1/2-1/2
 Anand-Carlsen 1-0
 At
Ivanchuk-Morozevich1/2-1/2
 van Wely-Kramnik1/2-1/2
 Gelfand-Leko1/2-1/2
 At
Karjakin-Mamedyarov1/2-1/2
 Aronian-Topalov1-0
 Carlsen-Anand1-0

Stađan:

1.Aronian, LevongARM27399 
2.Anand, ViswanathangIND27998 
3.Carlsen, MagnusgNOR2733 
4.Kramnik, VladimirgRUS2799 
5.Leko, Peter gHUN2753 
6.Ivanchuk, VassilygUK27517 
7.Topalov, VeselingBUL27807 
8.Morozevich, AlexandergRUS27657 
9.Karjakin, SergeygUKR2732 
10.Mamedyarov, ShakhriyargAZE27606 
11.Van Wely, LoekgNED2681 
12.Gelfand, BorisgISR2737 

 

 Heimasíđa mótsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8765557

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 124
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband