Leita í fréttum mbl.is

Jóhann Hjartarson, Helgi Áss, Hannes Hlífar og Jón Viktor hlutskarpastir á Skákhátíđ MótX 2018  

Hrađskákmeistarinn

Nú er lokiđ hinni geysisterku og vel skipuđu Skákhátíđ MótX, sem var haldin af Skákfélaginu Hugin og Skákdeild Breiđabliks. Frísklega var teflt í stúkunni viđ Kópavogsvöll og margar bráđskemmtilegar skákir glöddu augađ.

Í björtum sal glerstúkunnar var loftiđ ţrungiđ dćmigerđri spennu lokaumferđar ţriđjudaginn 27. febrúar síđastliđinn. Ađstćđur voru ţó óvenjulegar ađ ţví leyti ađ úrslitaskák Jóhanns Hjartarsonar og Helga Áss Grétarssonar í A-flokknum var ekki tefld á stađnum heldur sýnd á skjá ađ keppendum fjarstöddum. Ástćđan var sú ađ Jóhann ţurfti af landi brott og skákin ţví tefld fyrir fram og úrslitum haldiđ leyndum. Voru leikir stórmeistaranna leiknir jafnóđum í réttri tímaröđ til ađ tryggja ađ úrslitin hefđu ekki óeđlileg áhrif á ákvarđanatöku annarra keppenda í toppbaráttunni.

Viđ ţessar ađstćđur var ekki síđur spennandi ađ fylgjast međ skák ţeirra Jóhanns og Helga en ţó ađ ţeir hefđu veriđ á stađnum í eigin persónu. Ţeir Jóhann og Helgi, sem voru efstir og jafnir fyrir lokaumferđina, sćttust loks á skiptan hlut eftir langa og stranga vörn Helga. Sá síđar nefndi lét reyndar svo um mćlt eftir skákina ađ sér liđi yfirleitt best í afleitum stöđum og hann hefđi ţví vísvitandi komiđ sér í vandrćđi til ţess ađ fá eitthvađ út úr skákinni!

Á öđru borđi kom Hannes Hlífar Stefánsson Björgvini Jónssyni á óvart í byrjun og eftir ađ kóngssókn Suđurnesjamannsins rann út í sandinn náđi Hannes smám saman frumkvćđinu og knésetti Björgvin í vel útfćrđri skák. Á ţriđja borđi tókust Ţröstur Ţórhallsson og Jón Viktor Gunnarsson á í hörkuskák ţar sem lengi var óljóst hvor stćđi betur. Úr varđ tímahrak ţar sem Ţröstur tefldi til vinnings en misreiknađi sig ađeins í endataflinu og varđ ađ leggja niđur vopnin.

 

Úrslitin í A flokki Skákhátíđar MótX 2018 urđu ţví ţau ađ ţeir Jóhann Hjartarson, Helgi Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Jón Viktor Gunnarsson komu jafnir í mark međ 5 vinninga af 7 möguleikum, en Jóhann varđ efstur á stigum. Sjónarmun ţar á eftir varđ svo Hjörvar Steinn Grétarsson međ 4,5 vinninga.

Nánar á Chess-Results

Keppni í flokki Hvítra hrafna var afar jöfn allt frá fyrstu umferđ. Í lokaumferđinni hjá ţessum gömlu kempum sem eru enn ungir í anda, sömdu ţeir Jón Ţorvaldsson og Jónas Ţorvaldsson fljótlega um skiptan hlut en Júlíus Friđjónsson sigrađi Braga Halldórsson eftir nokkrar sviptingar. Bragi stóđ lengst af betur í skákinni en lék af sér drottningunni í tímahraki og ţví fór sem fór. Friđrik Ólafsson, sem átti ađ tefla viđ Björn Halldórsson, forfallađist og varđ ţví miđur ađ gefa síđustu skák sína í mótinu. Friđrik setti afar sterkan og skemmtilegan svip á Skákhátíđina og er ţessum heiđursmanni og stafnbúa íslenskrar skáksögu ţökkuđ ţátttakan sérstaklega.

Hlutskarpastur í flokki Hvítra hrafna 2018 varđ Júlíus Friđjónsson međ 3,5 vinninga af 5 mögulegum, annar varđ Jón Ţorvaldsson međ 3 vinninga en ţeir Júlíus voru taplausir á mótinu. Í ţriđja sćti varđ Bragi Halldórsson.

Nánar á Chess-Results.

B-flokkur

Í B-flokknum tefldu flestir efnilegustu skákmenn landsins í bland viđ eldri og reyndari skákmenn. Hart var barist í lokaumferđinni í flokknum.

Siguringi Sigurjónsson tefldi mjög vel í mótinu og endađi í efsta sćti ţar sem hann varđ hćrri á stigum en Hilmir Freyr Heimisson sem var jafn honum međ 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Ţeir tveir unnu sér rétt til taflmennsku í A-flokknum á nćsta ári. Aron Ţór Mai tók 3ja sćtiđ međ 5 vinninga.

Nánar á Chess-Results.


Baráttan um nafnbótina Unglingameistari Breiđabliks var spennandi. Birkir Ísak Jóhannsson stóđ ađ lokum uppi sem sigurvegari eftir stigaútreikning.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 8765561

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband