Leita í fréttum mbl.is

Evrópumótiđ í Fischer-slembiskák fer fram í dag í Hörpu á 75 ára afmćlisdegi Fischers - menntamálráđherra setur mótiđ

Adalheadermynd

Evrópumótiđ í Fischer-slembiskák fer fram í dag í Hörpu á 75 ára afmćlisdegi meistarans. Mótiđ er einstćđur viđburđur enda fyrsta opinbera slíka mót í heiminum. Flestir sterkustu keppendur mótsins eru skráđir til leiks. Meira ađ segja mćta nokkrir keppendur sérstaklega til landsins, frá Hollandi, til ađ taka ţátt. Mótiđ hefst kl.13 og mun Lilja Alfređsdóttir, menntamálaráđherra, setja mótiđ og leika fyrst leik ţess. Vćntalega fyrsti ráđherra heims sem leikur fyrsta leikinn í Fischer-slembiskákmóti í heiminum!

Ţótt ađ mótiđ sé Evrópumótiđ er mótiđ opiđ öllum. Efsti Evrópubúinn verđur hins vegar krýndur Evrópumeistari. 

Bobby Fischer ţróađi skákina međal annars í samstarfi viđ sérstakan gest Reykjavíkurskákmótsins, Susan Polgar, og hér ein fárra mynda af Fischer tefla slíka skák - sennilega tekin um miđja tíunda áratuginn. 

1993 Bobby and Susan playing chess. In the background the chessclock which Fischer left at the Polgar family and now wants back according to one of the radio-interviews


Susan mun á sjálfan afmćlisdaginn heimsćkja gröf Fischers ásamt Zurab Azmaiparashvili, forseta Evrópska skáksambandsins, og án efa munu ţau minnast meistarans á sérstćđan hátt. 

Ađ sjálfsögđu verđur mótiđ í ţráđbeinni útsendingu og geta menn fylgst međ mótinu á sambćrilegan hátt og öđrum umferđum. Ritstjóri hefur heimildir fyrir ţví ađ titringur en jafnframt tilhlökkun sé međal skákskýrenda fyrir mótiđ enda eru allir á leiđinni í djúpu laugina - enda reynslan engin! Hiđ öfluga útsendingarliđ mun hins vegar vćntanlega leysa máliđ. Áhorefndur eru hvattir til ađ fjölmenna í Hörpu og fylgjst međ mótinu. Vćntanlega upplifa menn sérstakar stundir. 

Sćlustund er á Smurstöđinni í Hörpu á milli 16 og 19 og pub-kviss hefst í Björtu loftum kl. 20:30. 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 8765289

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband