30.1.2018 | 12:13
Rimaskóli og Grunnskóli Grindavíkur Íslandsmeistarar stúlknasveita
Laugardaginn, 27. janúar sl., fór fram Íslandsmót grunnskólasveita, stúlknaflokkur, í Rimaskóla. Sextán sveitir tóku þátt en teflt var í þremur flokkum. Rimaskóli sigraði í elsta (6.-10. bekkur) og yngsta flokki (1.-2. bekkur) en Grunnskóli Grindavíkur hafði sigur í miðflokknum (3.-5. bekkur).
Yngsti flokkur (1.-2. bekkur)
Rimaskóli hafði mikla yfirburði í flokknum. Stelpurnar hlutu 18½ vinning í 20 skákum og urðu 1½ vinningi fyrir ofan næstu sveit.
Mikil spenna var um önnur sæti og aðeins munaði 1½ vinning á silfursveitinni og sveitinni í fjórða sæti. Svo fór að Salaskóli tók silfrið og Hörðuvallaskóli bronsið.Sveit Íslandsmeistara Rimaskóla skipuðu:
- Svandís María Gunnarsdóttir
- Nikola Klimaszweska
- Vigdís Lilja Þórólfsdóttir
- Adda Sif Snorradóttir
Liðsstjóri var Helgi Árnason.
Silfursveit Salaskóla
Bronssveit Hörðuvallaskóla
Lokastaðan
Miðflokkur (3.-5. bekkur)
Grunnskóli Grindavíkur fór með himinskautum í miðflokknum og var þar yfirburðarsigur. Sveitin hlaut 18 vinninga af 20 mögulegum. Spennan um hin verðlaunasætin var hins vegar jafnari og svo fór að sveitir Háteigsskóla og Salaskóla komu hnífjafnar í mark. Var þá gripið til hlutkestis og kom silfrið í hlut Salaskóla en bronsið varð stelpnanna í Háteigsskóla
Sveit Íslandsmeistara Grunnskóla Grindavíkur skipuðu:
- Svanhildur Röfn Róbertsdóttir
- Birta Eiríksdóttir
- Ólöf María Bergvinsdóttir
- Helga Rut Einarsdóttir
Liðsstjóri var Siguringi Sigurjónsson
Silfursveit Salaskóla
Bronssveit Háteigsskóla
Lokastaðan
Elsti flokkur (6.-10. bekkur)
Fjórar sveitir tóku þátt í elsta flokki og þar var tefld tvöföld umferð. Rétt eins og í hinum flokkum tveimur lá engin vafi á því hver myndi vinna mótið. Stelpurnar í Rimaskóla höfðu mikla yfirburði og hlutu 20 vinninga í 24 skákum. Samhverfan í úrslitum var reyndar algjör eins og sjá í töflu hér að neðan og koma Foldaskóli og Landakotsskóli hnífjafnir í mark. Var aftur gripið til hlutkestis, en það er mjög sjaldgæft að þess þurfi, hvað þá tvisvar í sama móti, og fékk Foldaskóli silfrið.
Sveit Íslandsmeistara Rimaskóla skipuðu:
- Nansý Davíðsdóttir
- Sara Sólvegi Ris
- Ásdís Birna Þórarinsdóttir
- Tinna Sif Aðalsteinsdóttir
Liðsstjóri var Helgi Árnason.
Silfursveit Foldaskóla
Bronssveit Landaskotsskóla
Lokastaðan:
Mótshaldið gekk afar vel fyrir sig. Skáksambandið þakkar liðsstjórum fyrir frábært samstarf. Helgi Árnason fær þakkir fyrir lán á skákstað. Skákstjórar voru Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Gunnar Björnsson.
Nánari úrslit má finna á Chess-Results.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 4
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 8779010
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 103
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.