Leita í fréttum mbl.is

Magnús Hjaltason sigurvegari fyrsta móts Bikarsyrpunna

20170827_170430

Magnús Hjaltason úr Fjölni hafđi sigur í fyrsta móti Bikarsyrpunnar sem fram fór um nýliđna helgi. Magnús, sem hefur frá upphafi Bikarsyrpunnar veriđ ţar tíđur gestur, hlaut 5,5 vinning úr skákunum sjö og fór taplaus í gegnum mótiđ. Nćstir í mark međ 5 vinninga komu TR-ingurinn Adam Omarsson og Gunnar Erik Guđmundsson úr skákdeild Breiđbliks, en Adam var hćrri á mótsstigum og hlaut ţví annađ sćtiđ. Stúlknaverđlaun féllu í skaut Soffíu Berndsen sem landađi 4 vinningum en ásamt henni voru ţćr Anna Katarina Thoroddsen og Iđunn Helgadóttir fulltrúar kvenţjóđarinnar ađ ţessu sinni.

Mótahald fór fram eins og best verđur á kosiđ enda ţátttakendur orđnir margreyndir viđ hin köflóttu skákborđ. Eins og venja er var flautađ til leiks seinnipart föstudags og lauk síđustu umferđ rétt eftir kl. 17 á sunnudag. Úr varđ afar spennandi og skemmtilegt mót ţar sem allnokkrir keppendur börđust á toppnum og ţá voru mjög margar jafnar og tvísýnar viđureignir háđar á milli keppenda hvort sem ţeir voru í toppbaráttu eđur ei. Bćting allra viđstaddra í skáklistinni var áberandi og ljóst er ađ efniviđurinn er mikill.

Ţegar ađ lokadeginum kom var Gunnar Erik efstur en Benedikt Ţórisson, Magnús og Ingvar Wu Skarphéđinsson fylgdu fast á eftir. Í fimmtu umferđ gerđu Gunnar og Magnús jafntefli sín í milli en á sama tíma lagđi Benedikt Ingvar og ţar međ voru Gunnar og Benedikt efstir og jafnir fyrir sjöttu og nćstsíđustu umferđ. Sú umferđ bauđ einmitt upp á spennandi innbyrđis viđureign ţeirra í milli ţar sem samiđ var jafntefli eftir rafmagnađa baráttu og prýđilega teflda skák. Úrslit á nćstu borđum voru ţau ađ Adam sigrađi Árna Ólafsson og slíkt hiđ sama gerđi Magnús gegn Soffíu. Stađan fyrir lokaumferđina var ţví ţannig ađ hvorki fleiri né fćrri en fjórir keppendur voru efstir og jafnir međ 4,5 vinning; Adam, Benedikt, Gunnar og Magnús. Jafnara getur ţađ varla orđiđ.

Í sjöundu og síđustu umferđ mćttust síđan á tveim efstu borđunum Adam og Gunnar, sem og Magnús og Benedikt. Lítiđ var gefiđ eftir í viđureignunum og snemma skákar var Adam kominn manni yfir gegn Gunnari en sá síđarnefndi varđist vel og náđi ađ vinna manninn til baka og ađ lokum var samiđ um skiptan hlut. Magnús stýrđi hvítu mönnunum gegn Benedikt og upp kom hin enska árás Sikileyjarvarnar í vel tefldri skák af beggja hálfu. Magnús hafđi ţó sigur ađ lokum og tryggđi sér ţar međ sigurinn í mótinu međ 5,5 vinning eins og fyrr segir. Ţess má geta ađ Magnús var einmitt međ besta samanlagđan árangur í mótum Bikarsyrpunnar á síđasta tímabili.

Enn einni langri, strangri og skemmtilegri Bikarsyrpuhelgi er ţví lokiđ og ţökkum viđ í TR öllum keppendum fyrir ţátttökuna. Hér ađ neđan er hlekkur inn á öll úrslit helgarinnar sem og skákir mótsins og myndaalbúm. Til ađ skođa skákirnar má t.d. notast viđ forritiđ Chessbase Reader sem er frítt og hćgt ađ nálgast hér. Nćsta mót syrpunnar fer fram helgina 29. september – 1. október.

Nánar á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.1.): 6
 • Sl. sólarhring: 53
 • Sl. viku: 316
 • Frá upphafi: 8714337

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 220
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband