Leita í fréttum mbl.is

Dađi og Ţröstur efstir á Nóa Síríus-mótinu

IMG_20170207_220936Fimmta og nćst síđasta umferđ Nóa-Síríus mótsins var tefld í Stúkunni á ţriđjudagskvöldiđ, 7. febrúar. Eins og endranćr var skákgleđin viđ völd. Úti var kolvitlaust veđur og myrkur, ekki hundi út sigandi. Inni var ljós, ţar ríkti friđur. Yfir vötnum sveif angurvćr andi Caissu og umlukti ţá undursamlegu uppvakninga sem annađ hvort ráfuđu um salarkynnin ţar, eđa sátu eins og steinrunnir undir álagahjúpi ţeirrar gyđju sem sumir menn telja öđrum gyđjum ljúfari, betri og fegurri. Já, hún verđur ađ teljast einstök, ţessi innri ró sem menn finna ţar sem skákmenn koma saman og skynja ađ fegurđinni og ástríđunni er deilt međ öđrum. 

IMG_20170207_220949

Af A-flokki.

Dađi Ómarsson tefldi vel međ hvítu mönnunum gegn nýbökuđum Skákmeistara Reykjavíkur, Guđmundi Kjartanssyni og hafđi sigur. Ţröstur Ţórhallsson sveiđ Benedikt Jónasson í drottningarendatafli eftir frumlega byrjun, ţar sem Benni taldi ađ hann myndi halda jöfnu en Ţröstur hafđi séđ lengra. Jóhann Hjartarson sigrađi Vigni Vatnar Stefánsson í skák ţar sem stórmeistarinn fékk snemma mun betra tafl og sleppti aldrei tökunum á ungstirninu. Höfđingjarnir, Jón L. Árnason og Björn Ţorfinnsson, skildu jafnir ţegar komiđ var út í hróksendatafl og ljóst ađ hvorugur komst lönd eđa strönd. Ţá vann Jón Viktor Gunnarsson góđan sigur á Guđmundi Gíslasyni í skák sem var bćđi flókin og óljós langt fam eftir tafli. Helgi Áss Grétarsson tefldi eins og sá sem valdiđ hefur gegn Sigurbirni Björnssyni og vann. Ţorsteinn Ţorsteinsson var fyrstur ađ klára sína skák ţegar hann sigrađi hinn unga og efnilega Gauta Pál Jónsson nokkuđ örugglega í snaggaralegri skák. Viđureign Dags Ragnarssonar og Friđriks Ólafssonar var frestađ af óviđráđanlegum orsökum. Bolvíkingarnir Halldór Grétar Einarsson og Guđmundur Halldórsson háđu harđa rimmu ţar sem sá fyrrnefndi hrósađi happi eftir ađ Guđmundur virist fá betra út úr byrjuninni. Hrafn Loftsson og Sigurđur Dađi Sigfússon skildu jafnir ţar sem mćttust stálin stinn og Oliver Aron Jóhannesson hafđi sigur á Kristjáni Eđvarđssyni međ skćđri kóngssókn af gamla skólanum. Ţá vann Bárđur Örn Birkisson góđan sigur á Lenku Ptáchníkovu. 

Upplýsingar um önnur úrslit umferđarinnar má finna á Chess-Results. 

Ţegar einungis ein umferđ er ótefld, er stađan í A-flokki ţessi: 

Dađi Ómarsson og Ţröstur Ţórhallsson eru jafnir og efstir međ fjóran og hálfan vinning í fimm skákum. Viđ erum ekki óvön slíku frá stórmeistaranum, Ţresti Ţórhallssyni, en Dađi Ómarsson hefur komiđ á óvart og teflt manna best á mótinu. Nú er ljóst ađ ţessir tveir munu heyja hreina úrslitaviđureign í sjöttu og síđustu umferđ. Vinningi fćrra en ţeir félagar, međ ţrjá og hálfan, hafa Guđmundur Kjartansson, Jóhann Hjartarson, Helgi Áss Grétarsson, Björgvin Jónsson og Jón Viktor Gunnarsson. Stöđuna í A-flokki má annars finna hér. 

B-flokkur:

IMG_20170207_220800Í B-flokki er ekki síđur hart barist. Á topp borđi varđ efsti mađur mótsins, Hörđur Aron Hauksson, loks ađ láta í minni pokann ţegar geysi sterkur Jón Trausti Harđarson sýndi klćrnar. Oliver Alexander Mai gerđi sér lítđ fyrir og sigrađi Agnar Tómas Möller nokkuđ óvćnt. Ţá sigrađi Stephan Briem, Óskar Víking Davíđsson sem verđur ađ teljast til tíđinda. Hrund Hauksdótitr tapađi fyrir Ólafi Evert Úlfssyni, Róbert Luu sigrađi Birki Ísak Jóhannsson og Jón Eggert Hallsson sigrađi Svövu Ţorsteindsóttur. 

Önnur úrslit umferđarinnar má sjá ef međfylgjandi krćkju er fylgt. 

Stađan í B-flokki er ţessi: Efstir og jafnir, međ fjóra vinninga í fimm skákum, eru: Hörđur Aron Hauksson, Alexander Oliver Mai og Jón Trausti Harđarson. Á hćla ţeim međ ţrjá og hálfan vinning eru Stephan Briem, Ólafur Evert Úlfsson og Róbert Luu. Ţar á eftir koma svo Ástralíufarinn, Birkir Karl Sigurđsson, Agnar Tómas Möller, Óskar Víkingur Davíđsson, Jón Eggert Hallsson, Gunnar Erik Guđmundsson, Örn Alexandersson og Halldór Atli Kristjánsson, allir međ ţrjá vinninga. 

Ţađ er deginum ljósara ađ hart verđur barist í síđustu umferđ sem tefld verđur í Stúkunni viđ Kópavogsvöll á ţriđjudaginn nćsta. Allir skákáhugamenn eru hvattir til ţess ađ líta viđ, taka skákpúlsinn margfrćga, bergja á bleksvörtu kaffi í hvítri Stúku og finna ţessa innri ró sem viđ skákmenn og -konur ein getum fundiđ. Komiđ fagnandi.

Skákhuginn.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband