Leita í fréttum mbl.is

Laugalćkjarskóli er Reykjavíkurmeistari grunnskóla 2017 - Rimaskóli hlutskarpastur í stúlknaflokki

IMG_9171Húsfyllir var á Reykjavíkurmóti grunnskólasveita sem haldiđ var í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur síđastliđinn mánudag. 130 börn mćttu galvösk til leiks eftir langan skóladag og settust ađ tafli í 28 skáksveitum. Ţađ var međ nokkrum ólíkindum ađ fylgjast međ börnunum sitja einbeitt viđ skákborđ í ţrjár klukkustundir eftir langan skóladag, og ţađ á kvöldmatartíma. Svöng og ţreytt framleiddu börnin margar listilega vel útfćrđar kóngssóknir, lögđu lćvísar gildrur og fórnuđu mönnum á flestum reitum skákborđsins til ţess ađ veita kóngi andstćđingsins banahöggiđ.

Ţađ lá ljóst fyrir strax í upphafi ađ Reykjavíkurmeistararnir frá 2016, Laugalćkjarskóli, voru mćttir til leiks rammir ađ afli. Ţrír af fjórum liđsmönnum ţessarar ógnarsterku skáksveitar voru ađ tefla á sínu síđasta Reykjavíkurmóti grunnskóla og ţeir ćtluđu greinilega ađ kveđja međ stćl. Laugalćkjarskóli vann allar viđureignir sínar og hlaut 26,5 vinning í skákunum 28. Sannarlega frćkin framganga ţessara efnilegu pilta.

Rimaskóli mćtti í skáksalinn međ hvorki fleiri né fćrri en sex skáksveitir. Ţrjár ţeirra komust á verđlaunapall. A-sveit Rimaskóla hlaut silfurverđlaun međ 19,5 vinning, tveimur vinningum fyrir ofan B-sveit sína sem hreppti ţriđja sćtiđ. Í 4.-5.sćti lentu skáksveitir Hagaskóla og Háteigsskóla. Sveit Hagaskóla var leidd áfram af Ólympíufaranum Svövu Ţorsteinsdóttur sem lék á alls oddi á 1.borđi. Sveitin var í toppbaráttunni allt mótiđ en fatađist flugiđ í síđustu tveimur umferđunum gegn sterkum skáksveitum Laugalćkjarskóla og Ölduselsskóla. Háteigsskóli sem var ekki međ sitt sterkasta liđ ađ ţessu sinni sýndi ţó klćrnar gegn ofursveit Laugalćkjarskóla og var eini skólinn sem vann skák gegn Reykjavíkurmeisturunum. Ţar var ađ verki Adam Omarsson sem gerđi sér lítiđ fyrir og vann allar skákir sínar í mótinu, sjö ađ tölu.

Hin sigursćla a-sveit Ölduselsskóla varđ ađ gera sér 6.sćtiđ ađ góđu. Sveitin er skipuđ efnilegum og reynslumiklum piltum og endađi sveitin í 2.sćti mótsins í fyrra. Stríđsgćfan var ţeim hins vegar ekki hliđholl ađ ţessu sinni. Piltarnir eru annálađir keppnismenn og munu vafalítiđ beisla stríđsgćfuna sér í vil fyrir nćsta skólamót. Í 7.-8.sćti, í humátt á eftir Ölduselsskóla lentu B-sveit Hagaskóla og stúlknasveit Rimaskóla međ 16 vinninga.

IMG_9168Stúlknasveit Rimaskóla skartađi Nansý Davíđsdóttur á 1.borđi, líkt og í fyrra er sveitin reyndist hlutskörpust stúlknasveita. Nansý býr yfir slíkum skákstyrk ađ hún hefđi hćglega getađ leitt A-sveit skólans. Međ Nansý í broddi fylkingar var sveitin í efri hluta mótsins og lauk keppni í 8.sćti međ 16 vinninga. Reyndist ţađ besta frammistađa stúlknasveita ţetta áriđ. Nćsta stúlknasveit hlaut 13,5 vinning og voru ţar á ferđ hinar ungu og áhugasömu stúlkur úr Háteigsskóla. Ţriđja besta stúlknasveitin ađ ţessu sinni var sveit Foldaskóla međ 12 vinninga.

20170206_173524

Ţađ gekk á ýmsu á ţeim ţremur klukkutímum sem börnin glímdu viđ skákborđin. Skákstjórar ţurftu ađ leysa úr fjölbreyttum uppákomum og gat flćkjustigiđ stundum veriđ mikiđ. Oft stóđu kóngar í skák í marga leiki án ţess ađ keppendur tćkju eftir ţví og mátti ţá gjarnan greina angistarsvip hjá foreldrum sem biđu spenntir á kantinum. Einn keppandi var óvćnt í miđri skák međ tvo hvítreitabiskupa á borđinu og verđur ţá taflstađan afar skrýtin, í ţađ minnsta í huga reyndari skákmanna. Einnig er nokkuđ algengt ađ minna reyndir keppendur drepi sína eigin menn. Ţá tilraun framkvćmdi einmitt einn ungur piltur sem varđ fyrir ţví óláni ađ verđa mát uppi í borđi. Sá dó ekki ráđalaus heldur steindrap sitt eigiđ peđ á h2 -sigri hrósandi- og forđađi ţar međ kóngi sínum frá banatilrćđi andstćđingsins, allt ţar til skákstjóri kom ađ borđinu og fór eldsnöggt yfir helstu leikreglur. Á einu af neđri borđunum hvarf kóngur eins keppanda af borđinu og viđ nánari eftirgrennslan kom í ljós ađ slík ógn steđjađi ađ kóngnum ađ eigandanum ţótti vissara ađ skjóta skjólshúsi yfir hann međ ţví ađ geyma hann undir stól. Er ţá ótaliđ barniđ sem vissi ekki hvar ţađ átti ađ vera í skáksalnum í tiltekinni umferđ og reyndi ítrekađ ađ segja skákstjóra nafn andstćđinganna. Eftir nokkur „ha?“, „hvađ segirđu?“, og „segđu mér nafniđ aftur“ lánađist barninu loks ađ koma nafninu frá sér skýrt og skilmerkilega: „Ég á ađ tefla viđ Öldubrekkuskóla“. Er ţessi orđ eru rituđ er ekki enn ljóst í hvađa sćti Öldubrekkuskóli endađi.

Taflfélag Reykjavíkur vill koma á framfćri ţökkum til allra ţeirra tćplega 130 barna sem tóku ţátt í ţessari árlegu veislu sem Reykjavíkurmót grunnskólanna er. Einnig fćrum viđ liđsstjórum og foreldrum ţakkir fyrir komuna og fyrir ađ ađstođa mótshaldiđ međ hjálparhöndum, ábendingum og prúđmennsku. Samstarf Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviđs Reykjavíkurborgar viđ framkvćmd ţessa skákmóts hefur veriđ afar gott og ţökkum viđ Reykjavíkurborg heilshugar fyrir ađ veita börnunum ţetta tćkifćri til ţess ađ njóta sín viđ taflborđin. Sjáumst ađ ári liđnu! 

Nánari upplýsingar um mótiđ má nálgast á chess-results.

Fullt af myndum má nálgast á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 165
  • Frá upphafi: 8765379

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 141
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband