Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Dagur í efsta sćti í tveim mótum

Á ţeim tveim sterku mótum sem ţessa dagana fara fram á höfuđborgarsvćđinu, Skákţingi Reykjavíkur og Nóa-Síríus mótinu, er komin upp sú stađa ađ sami skákmađurinn er efstur í báđum mótunum. Hinn 19 ára gamli Dagur Ragnarsson hefur teflt sex skákir í ţessum mótum og unniđ ţćr allar.

Nóa-Síríus mótiđ er afar vel skipađ eins og áđur hefur komiđ fram en ţađ skekkir ađeins myndina ađ keppendur eiga tvisvar kost á hálfs vinnings hjásetu og nokkrir hafa enn ekki hafiđ keppni. Stađa efstu manna:

1.-3. Dagur Ragnarsson, Guđmundur Kjartansson og Dađi Ómarsson 2 vinningar. Tíu skákmenn eru međ 1˝ vinning ţ. á m. stigahćsti keppandinn Jóhann Hjartarson, sem gerđi jafntefli viđ Örn Leó Jóhannsson í 2. umferđ.

Á Skákţingi Reykjavíkur hafa veriđ tefldar fjórar umferđir og ţar er Dagur efstur ásamt Lenku Ptacnikova sem vann Guđmund Kjartansson nokkuđ óvćnt í 3. umferđ. Ţau eru međ 4 vinninga en Björn Ţorfinnsson og Guđmundur Gíslason koma nćstir međ 3˝ vinning. 

Wesley So efstur í Wijk aan Zee

Wesley So, sem er fćddur og uppalinn á Filippseyjum en söđlađi um fyrir nokkru og tefldi fyrir Bandaríkin á síđasta Ólympíumóti, er í 4. sćti á janúarlista FIDE međ 2.808 Elo-stig. Ţar trónir á toppnum sem fyrr norski heimsmeistarinn Magnús Carlsen, sem teflir á sínu fyrsta móti međ venjulegan umhugsunartíma eftir titilvörnina í New York á dögunum. Fátt bendir til annars en ađ ţessir tveir muni berjast um efsta sćtiđ á A-flokki hinnar árlegu skákhátíđar í Wijk aan Zee í Hollandi á nćstu dögum.

Úkraínumađurinn Eljanov hóf mótiđ af miklum krafti en á fimmtudag tapađi hann fyrir Levon Aronjan og viđ ţađ komst So einn í efsta sćtiđ. Stađan:

1. So 4 v. (af 5) 2.–3. Carlsen og Eljanov 3˝ v. 4. Aronjan 3 v. 5.–10. Giri, Karjakin, Wojtaszek, Harikrishna, Wei og Andreikin 2˝ v. 11.–12. Nepomniachtchi og Adhiban 2 v. 13. Rapport 1˝ v. 14. van Wely ˝ v.

Hollendingar binda enn vonir viđ hinn unga Anish Giri en hinn heimamađurinn, Loek van Wely, er heillum horfinn. Vandinn viđ Giri, sem Nigel Short kallađi túrbó-útgáfuna af Leko á Twitter um daginn, er sá ađ hann vill festast í jafnteflisgír og öllum skákum hans í Wijk hefur lokiđ međ jafntefli. Ţá hefur Karjakin heldur ekki náđ sér á strik og í 5. umferđ tapađi hann fyrir lítt ţekktum Indverja sem vann B-flokkinn í fyrra:

Sergei Karjakin – Baskaran Adhiban

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 Be7 8. Dd2 a6 9. a3 O-O 10. dxc5 Rxc5 11. Df2 Rd7 12. Rd4 Rxd4 13. Bxd4 f6 14. exf6 Bxf6 15. Bxf6?

Merkileg ónákvćmni. Ţađ er eins og Karjakin hafi ekki viljađ hrókera langt vegna 15. ... e5 međ hugmyndinni 16. fxe5 Bg5+ og drottningin fellur. En hann getur leikiđ 16. Bc5 međ ágćtri stöđu.

15. ... Dxf6 16. g3 g5 17. O-O-O gxf4 18. Kb1 f3 19. g4?!

Betra var 19. Hd4 međ hótuninni 20. Hf4.

19. ... Re5 20. g5 Dg7 21. g6?

Reynir ađ slá ryki í augu Indverjans.

21. ... hxg6 22. Bd3 Bd7 23. Hdg1 Rxd3 24. cxd3 Hf5 25. Hg4 Haf8 26. Hhg1 Be8!

„Franski biskupinn“ valdar g6-peđiđ kirfilega. Hvíta stađan er töpuđ.

27. Rd1 Hh5 28. h4 He5 29. Re3 Bb5 30. Hd4

Reynir ađ halda stöđunni saman en nćsti leikur gerir út um tafliđ.

30. ... He4! 31. Hxg6 Bxd3+

– og Karjakin gafst upp.

 

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 21. janúar 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (10.7.): 14
 • Sl. sólarhring: 30
 • Sl. viku: 189
 • Frá upphafi: 8705168

Annađ

 • Innlit í dag: 10
 • Innlit sl. viku: 155
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband