Leita í fréttum mbl.is

Dagur efstur á Skákţingi Reykjavíkur

Sviptivindar voru á toppnum í 6. umferđ Skáţingsins í sl. miđvikudagskvöld. Dagur Ragnarsson vann peđ gegn Gauta Páli Jónssyni á fyrsta borđi og sigldi vinningi örugglega í höfn. Félagi Dags á toppnum fyrir umferđina, Lenka Ptacnikova, tapađi hins vegar fyrir Birni Ţorfinnssyni sem var mćttur ferskur til leiks eftir frí í síđustu umferđunum. Jóhann Ingvason vann tvö peđ eftir flćkjur gegn Guđmundi Gíslasyni, gaf síđan annađ ţeirra til baka til ađ komast í vćnlegt hróksendatafl og vann ađ lokum.

Ţá var lífleg skák ţeirra Dađa Ómarssonar og Arnar Leós Jóhannssonar. Hinn yfirleitt dagfarsprúđi (á skákborđinu og utan ţess) Örn Leó fórnađi rými og reitum í hinni nútímalegu Nútímavörn og bćtti svo skiptamun viđ fórnarkostnađinn fyrir sterkan hvítreita biskup og nokkurt spil gegn hvítu kóngsstöđunni. Dađi átti góđa en nokkuđ vandfundna leiđ til ađ tryggja stöđuna sem hann kom ţví miđur auga á 1 – 2 leikjum of seint. Hann varđ ţví ađ gefa skiptamuninn til baka og niđurstađan varđ tvísýnt drottningarendatafl sem lauk ađ lokum međ jafntefli.

Benedikt Jónasson međ svörtu sýndi hvernig má nota góđan riddara gegn ađţrengdum biskup í Maroczy/Dreka endatafli gegn Atla Antonssyni. Ţeir félagar Petrosian og Pétursson hefđu mátt vera ánćgđir međ ţá úrvinnslu. Ásamt Benedikt voru ađrir sem gera sig líka líklega til ađ kljást á efstu borđum međ góđum sigrum í umferđinni. Ţar má t.d. nefna Ţorvarđ Fannar, Birkissyni (Bárđ Örn og Björn), sem og Jon Olav Fivelstad.

Dagur Ragnarsson er nú einn efstur međ 5˝ vinning en skammt undan eru Björn Ţorfinnsson og Guđmundur Kjartansson međ 5. Dagur og Guđmundur mćtast einmitt í 7. umferđ á sunnudaginn n.k. en Björn etur kappi viđ Örn Leó. Lenka sem er nú í fjórđa sćti, hefur hvítt gegn Dađa Ómarssyni.

Önnur úrslit 6. umferđar má sjá á Chess-Results.

Nánar á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband