Leita í fréttum mbl.is

Gullaldarliđ Íslands í toppbaráttunni á HM - Margeir Pétursson hetja liđsins í ţriđju umferđ

Gullaldarliđ Íslands lagđi ţýska félagiđ Thüringen í ţriđju umferđ Heimsmeistaramóts skákliđa 50 ára og eldri í Dresden á ţriđjudag međ tveimur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Íslenska liđiđ hefur unniđ allar viđureignir sínar á mótinu, líkt og fimm önnur liđ, en alls keppa 59 sveitir á mótinu. Í fjórđu umferđ mćtir Gullaldarliđiđ sterkri ţýskri sveit, sem skartar gođsögninni Arthur Jusupov á efsta borđi.

Viđureignin viđ Thüringen var afar spennandi. Jóhann Hjartarson mćtti stórmeistaranumPeter Enders á 1. borđi í mjög flókinni og skemmtilegri skák. Jóhann stóđ til vinnings en missteig sig í flókinni stöđu og virtist um tíma međ tapađ tafl. Hann fann snjalla björgunarleiđ og lauk skákinni međ jafntefli.

HM-Dortmund-2016_Hjartarson-P_Enders

45…H8d3 – „Enders var nýbúinn ađ spyrja liđsfélaga sínu um stöđuna í viđureigninni og vissi ađ hann ţyrfti ađ vinna. Hann lék ţví ţessum leik međ nokkru stolti.“ 46. Dxc5+! „Ţetta sá hann ekki. Ef drottningin er tekin ţá mátar hvítur međ He8+ og Hg8+.“ HGE

 • Ítarlega skákskýringu Halldórs Grétars um skák Jóhanns má lesa á Skákhorninu.
DSC_0914 - Copy

Margeir Pétursson

Helgi Ólafsson fékk íviđ verri stöđu á 2. borđi gegn alţjóđlega meistaranumThomas Casper, en Ţjóđverjinn féllst fúslega á jafntefli. Jón L. Árnason náđi vćnlegri stöđu gegn stórmeistaranumLutz Espig á 4. borđi og vann peđ, en hinum gamalreynda ţýska meistara tókst ađ lćsa stöđunni og jafntefli varđ niđurstađan.

Margeir Pétursson var ţví hetja sveitarinnar, en hann vann afar öruggan sigur á alţjóđlega meistaranum Joachim Brüggemann. Friđrik Ólafsson hvíldi ađ ţessu sinni.

HM-Dortmund-2016_Margeir_Petursson-J_Bruggemann

Svartur (Bruggemann) lék 36..Dxb5 sem var svarađ međ 37. Dd5 (stöđumynd) – Hvítur hótar Rf7+. Svartur styrkti varnirnar á f7 međ 37. Hc7 en Margeir lét ţađ sem vind um eyru ţjóta og lék samt 38. Rf7+! Kg8 39. Rd8+ (39.Rd6+ var hin leiđin!) Kh8 40. Re6 og svartur gafst upp.

 • Halldór Grétar Einarsson skýrđi skákina og birti á Skákhorninu.

Af öđrum úrslitum má nefna ađ enska stórmeistarasveitin, međ Nunn og Speelman í broddi fylkingar mátti ţakka fyrir nauman sigur gegn mun stigalćgri sveit Slóvakíu, og Armenar međ Rafael Vaganian á efsta borđi unnu stórsigur á ţýska félaginu SC Forchheim.

Sex sveitir hafa unniđ allar viđureignir sínar: Ţýskaland, Armenía, England, ţýska félagiđ Emanuel-Lasker Gesellschaff, Ísland og Kanada.

HM-Dortmund-2016_porun_4umf

Yusupov

Arthur Jusupov

Búast má viđ mjög spennandi viđureign Gullaldarliđsins og Emanuel-Lasker Gesellschaff í fjórđu umferđ. Arthur Jusupov, sem teflir á fyrsta borđi í sveitinni sem kennd er viđ annan heimsmeistarann í skák, var um árabil í hópi allra sterkustu skákmanna heims.

Hann fćddist í Moskvu 1960, varđ heimsmeistari ungmenna 1977, stórmeistari 1980, tvítugur ađ aldri og árunum 1986 til 1992 komst hann ţrisvar sinnum í undanúrslit heimsmeistarakeppninnar. Hann flutti til Ţýskalands eftir hrun Sovétríkjanna og er einn virtasti skákbókahöfundur samtímans.

Dr. Gerhard Köhler, sem mćtir Jóni L. Árnasyni á 4. borđi, er ţekktur m.a. fyrir ţađ ađ hafa teflt ţúsundir hrađskáka viđ Viktor Korsnoj ţegar hann dvaldi í Dresden eftir ađ heilsu hans hafđi hrakađ mikiđ. Tefldi viđ hann stanslaust frá morgni til kvölds !

Halldór Grétar Einarsson liđstjóri Gullaldarliđsins segir góđa stemmningu í hópnum: ,,Margeir er ađ koma mjög sterkur til leiks og Jóhann leggur allt í skákirnar. Jón L. og Helgi eru ađeins ryđgađir ennţá, en ţeir munu fara í gang núna ţegar alvaran er ađ byrja. Viđureignin viđ Jusupov og félaga er ágćt prófraun á liđiđ.“

Ítarleg umfjöllun og skákirnar á heimasíđu Hróksins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.1.): 3
 • Sl. sólarhring: 51
 • Sl. viku: 286
 • Frá upphafi: 8714389

Annađ

 • Innlit í dag: 3
 • Innlit sl. viku: 223
 • Gestir í dag: 3
 • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband