Leita í fréttum mbl.is

Líf eftir dauđann (stađfest)

8 umferđ   salurinn

Svo öldum skiptir hafa vísindamenn leitađ svara viđ ráđgátunni hvort líf sé eftir dauđann, međ nokkuđ misjöfnum árangri. Ţeim áhorfendum sem lögđu leiđ sína í skáksal Tónlistarskóla Seltjarnarness í dag til ađ fylgjast međ 8.umferđ Skákţings Íslands varđ nokkuđ hverft viđ er svariđ viđ ţessari mögnuđu lífsgátu fékkst óvćnt stađfest. Einn sigursćlasti skákmađur Íslands fyrr og síđar, Jóhann Hjartarson, leysti gátuna eftir nokkra umhugsun og skákađi ţar vísindamönnum um gjörvallan heim.

Jóhann Hjartarson stýrđi hvítu mönnunum gegn Einari Hjalta Jenssyni í mjög ţýđingarmikilli skák. Jóhann ţurfti sigur til ađ styrkja stöđu sína á toppnum, en Einar Hjalti gat međ sigri blandađ sér í toppbaráttuna.

8 umferđ

Hrókar Jóhanns villtust eilítiđ af leiđ í óbyggđum miđtaflsins og átti Jóhann í basli međ ađ smala ţeim aftur til byggđa. Einar Hjalti gekk á lagiđ og byggđi upp vinningsstöđu. Smám saman herti Einar Hjalti takiđ á stórmeistaranum og ţótti áhorfendum nćsta víst ađ dánarvottorđiđ yrđi undirritađ innan fárra leikja. Áhorfendur horfđu samúđarfullum augum á stórmeistarann hvar hann sat í stól sínum, ţungur á brún, og bjó sig undir ađ draga andann í síđasta sinn.

Einar Hjalti lék sínum 51.leik og virtist Jóhann ţá ćtla ađ lina ţjáningar sínar og stöđva klukkuna. Af einhverri óútskýrđri ástćđu snérist honum hugur á síđustu stundu og ákvađ hann ţess í stađ ađ leika einum leik til; 52.Hc5. Stórmeistarinn lék hróknum í opinn dauđann. Áhorfendur litu hver á annan og hristu höfuđ sín, enda leikurinn svo sannarlega ekki til ţess fallinn ađ hafa verkjastillandi áhrif á stórmeistarann. Einar Hjalti ţakkađi pent fyrir sig og drap hrókinn. Skyndilega lyftust augabrúnir stórmeistarans, hann hallađi undir flatt og starđi á borđiđ í nokkrar sekúndur. Ţví nćst greip hann um hinn hrókinn og fórnađi honum líka; 53.Hxg6! Hrókarnir sem snemma í miđtaflinu ráfuđu stefnulaust um kóngsvćnginn höfđu loks fundiđ tilgang međ tilvist sinni.

Ţegar ţarna var komiđ viđ sögu virtist Jóhann hafa bjargađ töpuđu tafli í jafntefli. Yfirvofandi ţráskákin varđ ekki umflúin. Eđa hvađ? Einar Hjalti var ekki á ţeim buxunum ađ ćtla ađ sleppa stórmeistaranum úr snörunni og gekk međ kóng sinn úr ţráskákinni í ţeirri von ađ hann gćti dregiđ björg í bú međ frelsingja sínum á c-línunni. En ţar fór kóngur Einars Hjalta úr öskunni í eldinn. Jóhann stillti drottningu sinni upp fyrir framan frelsingjann og sleppti lausum sínum eigin frelsingjum á kóngsvćng. Stórmeistarinn, sem stuttu áđur hafđi hangiđ í snörunni án sjáanlegs lífsmarks, hafđi ekki ađeins bjargađ töpuđu tafli í jafntefli, heldur hafđi nú snúiđ jöfnu tafli yfir í gjörunniđ tafl. Stuttu síđar sá Einar Hjalti sína sćng upp reidda og gaf tafliđ.

Eftir ţessa lygilegu atburđarrás er gamla brýniđ, Jóhann Hjartarson, einn efstur í einhverju mest spennandi Skákţingi Íslands í manna minnum.

6 umerđ turnarnir tveir

 

Úrslit 8.umferđar:

Rtg NameResult NameRtg
2410IMThorfinnsson Bjorn1 - 0 Ingvason Johann2142
2280FMGislason Gudmundur˝ - ˝ Johannsson Orn Leo2226
2371FMKjartansson David1 - 0IMKjartansson Gudmundur2457
2547GMHjartarson Johann1 - 0IMJensson Einar Hjalti2370
2426IMThorfinnsson Bragi˝ - ˝GMGretarsson Hjorvar Steinn2580
2454IMGunnarsson Jon Viktor˝ - ˝GMSteingrimsson Hedinn2574

 

Stađan eftir 8.umferđ:

Rk. NameFEDRtgPts.RpKrtg+/-
1GMHjartarson JohannISL25476,02626108,4
2IMGunnarsson Jon ViktorISL24545,52513107,0
3GMSteingrimsson HedinnISL25745,5250410-4,8
4IMThorfinnsson BragiISL24265,525611014,7
5FMGislason GudmundurISL22804,524972044,4
6IMThorfinnsson BjornISL24104,52417101,5
7IMJensson Einar HjaltiISL23704,02377201,6
8FMKjartansson DavidISL23713,5236120-3,0
9IMKjartansson GudmundurISL24573,0228210-18,6
10 Johannsson Orn LeoISL22262,52267205,0
11GMGretarsson Hjorvar SteinnISL25802,5224810-28,6
12 Ingvason JohannISL21421,0211520-7,2

 

9.umferđ hefst á fimmtudag kl.15:

Rtg NameResult NameRtg
2574GMSteingrimsson Hedinn IMThorfinnsson Bjorn2410
2580GMGretarsson Hjorvar Steinn IMGunnarsson Jon Viktor2454
2370IMJensson Einar Hjalti IMThorfinnsson Bragi2426
2457IMKjartansson Gudmundur GMHjartarson Johann2547
2226 Johannsson Orn Leo FMKjartansson David2371
2142 Ingvason Johann FMGislason Gudmundur2280

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 8765521

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband