Leita í fréttum mbl.is

Hannes Hlífar efstur eftir sigur á Héðni - miklar sviptingar

P1040261

Hannes Hlífar Stefánsson (2590) vann sannfærandi sigur á Héðni Steingrímssyni (2532) í þriðju umferð Íslandsmótsins í skák í dag. Voru fjöldamargir áhorfendur á Íslandsmótinu sérstaklega hrifnir af hinum menntaða leik 15...c5. Miklar sviptingar voru í umferðinni og léku bæði Hjörvar Steinn Grétarsson (2561) og Jóhann Hjartarson (2566) góðum stöðum niður í tap. Hjörvar gegn Lenku Ptácníková (22849 og Jóhann á móti Braga Þorfinnssyni (2416). 

P1040278

Björn Þorfinnsson (2407) vann Einar Hjalta Jensson (2359) örugglega. Jón L. Árnason (2499) og Henrik Danielsen (2520) gerðu jafntefli sem og Sigurður Daði Sigfússon (2319) og Guðmundur Kjartansson (2474).

P1040281

Hannes er efstur með 2,5 vinning. Héðinn, Henrik og Hjörvar eru í 2.-4. sæti með 2 vinninga. Mótið er afar jafnt en 11 af 12 keppendum hafa 1-2 vinninga.

Fjórða umferð fer fram á morgun og hefst kl. 14. Þá teflir Hannes við Einar Hjalta. Aðalskák umferðarinnar verður að teljast skák Henriks og Héðins.

Skákáhugamenn eru hvattir til að fjölmenna í Hörpu. Heitt á könnunni!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 154
  • Frá upphafi: 8765560

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband