Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Tvöfaldur sigur á Norđurlandamóti stúlkna

NansýNansý Davíđsdóttir varđi Norđurlandameistaratitil sinn í aldursflokki C á Norđurlandamóti stúlkna, sem fram fór í Kolding í Danmörku um síđustu helgi. Nansý hafđi nokkra yfirburđi fram yfir stöllur sínar í flokknum og hlaut 4˝ vinning af fimm mögulegum. Međal keppinauta hennar var Anna Cramling Bellon, sem hlaut 3˝ vinning í 2. sćti, en hún er dóttir Piu Cramling, skákdrottningar Svía, og spćnska stórmeistarans Juans Manuels Bellons.

Keppt var í ţremur aldursflokkum í Danmörku og í ţeim elsta, sem skipađur var stúlkum fćddum 1994-1997, náđi Hrund Hauksdóttir efsta sćti ásamt Jessicu Bengtson frá Svíţjóđ, ţćr hlutu fjóra vinninga af fimm mögulegum en Jessicu Bengtson var dćmdur sigur eftir stigaútreikning. Frammistađa Hrundar er sérstaklega góđ ef horft er til ţess ađ áđur en mótiđ hófst var hún númer 11 í stigaröđinni af 12 keppendum. Íslendingar áttu sex keppendur í mótinu og allar bćttu stúlkurnar sig miđađ viđ ćtlađan árangur. 

Spennandi Íslandsmót hefst í Hörpu 14. maí

Háuloft, skemmtilegur salur efst í Hörpu, verđur vettvangur keppni landsliđsflokks á Skákţingi Íslands sem hefst hinn 14. maí. Mótiđ í ár vekur sérstaka athygli fyrir ţćr sakir ađ tveir Íslandsmeistarar frá síđustu öld snúa nú aftur; stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, sem tefldi á Akureyri 1997 og vann ţá sigur, og Jón L. Árnason, sem tefldi síđast á Íslandsţingi í Garđabć haustiđ 1991, en hann varđ Íslandsmeistari 16 ára gamall áriđ 1977. Endurkoma ţeirra á sér ţćr skýringar ađ í nóvember nk. teflir Ísland fram „gullaldarliđi“ á Evrópumóti landsliđa, en Ísland má sem mótshaldari stilla upp tveimur liđum a.m.k. Ađrir keppendur í landsliđsflokknum verđa Íslandsmeistarinn Guđmundur Kjartansson, Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Héđinn Steingrímsson, Henrik Danielsen, Stefán Kristjánsson, Ţröstur Ţórhallsson, Bragi Ţorfinnsson, Sigurđur Dađi Sigfússon og Lenka Ptacnikova. 

Leikur ársins

Hollenska tímaritiđ New in chess heldur stöđu sinni sem virtasta skáktímarit heims. Í síđasta hefti ţess er grein eftir Jan Timman um leik ársins 2015. Slíkur leikur ţarf ađ vera nćgilega fjarstćđukendur til ađ hljóta slíkan sess í skáksögunni og kom fyrir á Evrópumóti einstaklinga sem fram fór í Jerúsalem í vetur sem leiđ: 

EM 2015; 10. umferđ:

Khismatullin – Eljanov

GKUU2HLTStađan kom upp eftir 43. leik Úkraínumannsins Eljanovs. Ţó ađ kóngur hans sé á vergangi blćs heldur ekki byrlega í herbúđum hvíts, t.d. 44. He1 Hf6! 45 f4+ Kh4 og svartur vinnur!

Hvítur lék: 44. Kg1!! og eftir 44.... Dxd1+ 45 Kh2 Hxc6 46. De7+ Kh6 47. Df8+ Kg5 kom 48. Dxf7! Hf8 (hvađ annađ?)49. f4+ Kh6 50. Dxf6 De2 51. Df8+ Kh5 52. Dg7! h6 53. De5+ Kh4 54. Df6+ Kh5 55. f5! gxf5 56. Dxf5+ Kh4 57. Dg6!gafst svartur gafst upp. Ţađ er engin haldgóđ vörn gegn hótuninni 58. Dxh6+ Dh5 59. g3 mát. Ţessi sigur Rússans fleytti honum í 2.-4. sćti en sigurvegari Evrópumótsins varđ landi hns Evgení Najaer. Eftir skákina komust menn ađ ţví međ ađstođ öflugra skákreikna ađ besti leikur svarts er annar fjarstćđukenndur leikur, 44.... Hd5! til ađ finna hróknum stađ á f5.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 9. maí 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 8765563

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband