Leita í fréttum mbl.is

Frábær Flugfélagssyrpa Hróksins: Fullt hús hjá Þresti á fjórða mótinu - Héðinn efstur í heildarkeppninni

Helgi Áss og Þröstur

Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2432) var í banastuði á 3. mótinu í Flugfélagssyrpunni, sem fram fór í hádeginu á föstudag í Pakkhúsi Hróksins. Þröstur sigraði í öllum skákum sínum, hlaut 5 vinninga, en með 4 vinninga komu Helgi Áss Grétarsson (2488), Dagur Arngrímsson(2400), Héðinn Steingrímsson (2543) ogIngvar Þór Jóhannesson (2349).

Héðinn hefur forystu í heildarkeppninni, þegar þremur mótum af fimm er lokið, en allt getur ennþá gerst. Sigurvegari er sá sem nær bestum heildarárangri í þremur mótum. Héðinn er kominn með 13,5 vinning en Helgi Ólafsson,Hjörvar Steinn Grétarsson og sigurvegari dagsins eiga allir möguleika á að skáka Héðni á endasprettinum. Til mikils er að vinna: Ferð fyrir 2 til Grænlands með Flugfélagi Íslands.

Keppendur voru 27 og var mótið bráðskemmtilegt og spennandi. Greinilegt er að skákmenn kunna vel að meta að geta tekið þátt í skemmtilegum og snaggaralegum hraðskákmótum í hádeginu.

Næsta mót í Flugfélagssyrpunni fer fram föstudaginn 3. október.

Nánar á heimasíðu Hróksins (fjöldi mynda) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband